Þjóðviljinn - 08.12.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.12.1984, Blaðsíða 16
NYJAR B/EKUR Enn ermargtóbirta' ojóðlegum fróðleik Gils Guðmundsson sendir frá sér fyrstu bókina í nýjum bókaflokki „ Efni í þessa bók er eigin- lega tínt til sitt úr hverri áttinni. Þannig var aö ég sá um bóka- flokk um þjóðlegan fróðleik, sem heitir „Mánasilfur" og var alls 5 bindi, en bókaforlagið Iðunn gaf út. Það má segja að þessi nýi bókaflokkur„Gest- ur“ sé í vissu framhaldi af „Mánasilfri". Þar voru birtar endurminningar 152 höfunda, sem spönnuðu yfir 4 aldir, sá elsti frá 16. öld en sá yngsti sem þarna á minningaþátt er fæddur 1943. Þarna batt ég mig eingöngu við endurminn- ingar manna sem höfðu skrif- að þær sjálfir. Það var ákveð- ið að láta gott heita þegar komin voru 5 bindi af „Mána- silfri". En það hafði rekiðým- islegt á fjörurnar hjá mér, for- vitnilegt og gott, sem ekki átti beinlínis heima þarna. Því var ákveðið að fitja nú uppá nýj- um bókaflokki, sem hlotiðhef- urnafnið„Gestur“. Þetta sagði Gils Guðmundsson rithöfundur, sem sent hefur frá sér fyrstu bókina í nýjum bóka- flokki, sem Iðunn gefur út og hann annast, og nefnist „Gest- ur“. „Það má segja að efnið í „Gesti“ sé þjóðlegur fróðleikur í víðustu merkingu þess orðs. Sumt rak á fjörur mínar þegar ég vann að ,7Mánasilfri“, sem fyrr segir, annað hef ég leitað uppi í gömlum blöðum og tímaritum. Það má segja að frásögn sem birt- ist í blöðum eða tímaritum fyrir kannski 50 til 80 árum, sé sama og óbirt frásögn fyrir þorra manna í dag. Auk þess er í bókinni ýmis- legt efni áður óbirt,“ sagði Gils. Nú hefur verið gefið mikið út af bókum með þjóðlegum fróðleik, er þetta sívinsælt lesefni hjá fólki? „Ég veit að bækur með þessu efni eiga býsna traustan lesenda- hóp. Þessar bækur rokseljast ef til vill ekki í fyrstu atrennu en þær seljast vel á fáeinum árum. Þótt engin könnun liggi fyrir um það hvort ungt fólk les bækur með þjóðlegum fróðleik, þá hef ég tekið eftir því til að mynda á bókamörkuðum, að þangað kemur ungt fólk til að kaupa sér þetta lesefni, fólk sem maður gæti haldið að væri að efna sér í heimilisbókasafn“. Eins og við töluðum um áðan hefur geysilega mikið verið gefið út af þjóðlegum fróðleik hér á landi, er ennþá til mikið efni til að mynda á söfnum í bréfum eða handritum, sem ekki hefur áður birtst en er þess virði að gefa út? „Auðvitað er búið að gefa út kúfinn af þessu efni, en ég tel að í bréfum sé tvímælalaust mikið af fróðleik, sem er þess virði að gefa það út. Slíkt er að finna bæði í Landsbóka- og Þjóðskjalasafni. En eins og ég sagði áðan er svo mikið til af góðum frásögnum í mjög gömlum blöðum og tímarit- um, sem segja má að sé sama og óbirt fyrir almenningi, að ég tek hiklaust til birtingar slíkar frá- sagnir ef mér þykja þær góðar“, sagði Gils Guðmundsson að lok- Davíð og séra Ólafur Fyrir skömmu birtist lesend- abréf frá „Kirkjugesti", sem kvaðst hafa hlustað á Davíð Sch. Thorsteinsson flytja hug- vekju á aðventukvöldi í Bú- staðakirkju, þar sem Davíð hafi farið illum orðum um kjarabaráttu launafólks. Það hafi síðan séra Ólafur Skúla- son kórónað með því að taka undir boðskap forstjórans. Aðgefnu tilefni skaí þess getið hér, að Davíð flötti aldrei neina ræðu í Bústaðakirkju og séra Ólafur gat þar af leiðandi ekki tekið undir með honum um eitt eða neitt. Viðkomandi eru að sjálfsögðu beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins flutti hins vegar ræðu í Bústaðakirkju en alls ekki um það sem bréfritari reit um. Davíð flutti hins vegar ræðu í Neskirkju hjá séra Frank M. Halldórssyni. Ritstj. UGLUR 398.- NYJUNG I ISLENSKRI BOKAUTGAF Kfll ugWveRÐ-. 350.- uo*"Sí& í'i Kaupiö hefur fariö lækkandi, bókarverö hækkandi, æ fleiri veröa aö hugsa sig um tvisvar áöur en þeir kaupa bók hvort sem er til gjafa eöa handa sjálfum sér. Bókin er orðin munaðarvara og við svo búiö má ekki standa. Mál og menning hefur ákveöið aö bregðast viö þessu meö þvi að gefa ut vandaðar kiljur, UGLUR, á veröi sem er helmingi lægra en meðalverö innbundinna bóka. Á þessu hausti koma út 6 UGLUR. Tvær nýjar skáldsögur, Meö. kveöju frá Dublin eftir Árna Bergmann og Jólaóratórían eftir Göran Tunström, veröa jafnframt gefnar út innbundnar, en 4 bækur fást ein- mm góngu sem UGLUR. Þettaeru hin vinsælabókAstrid Lindgren, Bróð- ir minn Ljónshjarta (BARNA UGLA), sem flestir þekkja eftir þættina i sjónvarpinu, Snorra-Edda, sem Heimir Pálsson hefur búiö til prent- unar eftir handriti Konungsbókar (SIGILD UGLA), nýtt leikrit Ólafs Hauks Simonarsonar, Milli skinns og hörunds (LEIKUGLA), sem sýnt hefur verið i Þjóðleikhúsinu i haust og hlotið mikla athygli og aðsókn, og loks reyfari fyrir kröfuharða lesendur, Ógnarráöuneytið eftir Graham Greene (NÁTTUGLA), í þýöingu Magnúsar Kjartanssonar. UGLURNAR verða í stóru broti og frágangur ekki síöur vandaður en gerist með innbundnar bækur. Og verðið er viðráðanlegt fyrir hvern þann sem — hvað sem liður nýju afþreyingarefni — ekki vill vera bóklaus maður. UGLA — BÖK FYRIR ÞIG Mál cjefumcjódarbœkur og menning / V VÖRNGEGN VERÐBÖLGU Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. Betrí kjör bjóðast varla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.