Þjóðviljinn - 21.12.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.12.1984, Blaðsíða 3
Óperan FRETTIR Tónleikar Fremstu söngvarar landsins syngja íminningu Péturs Jónssonar óperusöngvara Fremstu söngvarar landsins koma fram á hátíðatónleikum í ísiensku óperunni á morgun, laugardaginn 22. desember kl. 14.30. Tilefni tónleikanna er, að um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu brautryðjanda ís- lenskra óperusöngvara, Péturs Jónssonar. Pétur Jónsson var fæddur í Reykjavík 21. desember 1884. Óperuferill hans byrjaði í Berlín árið 1911 og var það upphaf 20 ára ferils sem aðal tenórsöngvari við fræg óperuhús í Þýskalandi, svo semíKiel, Darmstadt, Brem- en og víðar. Pétur Jónsson lést í Reykjavík 14. apríl 1956. A tónleikunum í íslensku óperunni á laugardaginn heiðra Kommissar Framsókn vantar mann í forstjóra- stól Tómas Árnason hefur fengið lausn frástörfum forstjóra Fram- kvæmdastofnunar og er reiknað með að hann verði Seðlabanka- stjóri um næstu áramót í stað Guðmundar Hjartarsonar. Jón Kristjánsson frá Egilsstöð- um hefur tekið sæti Tómasar á alþingi en að sögn er leitað að ungum og efnilegum Framsókn- eftirtaldir söngvarar mmningu þessa brautryðjanda síns: Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elín Sigur- vinsdóttir, Elísabet Erlingsdótt- ir, Garðar Cortes, Guðmundur Jónsson, Halldór Vilhelmsson, Kristinn Hallsson, Kristinn Sig- mundsson, Magnús Jónsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sig- ríður Ella Magnúsdóttir, Sigurð- ur Björnsson og Simon Vaughan. Á efnisskránni eru verk eftir m.a. Puccini, Lehár, Hándel, Dvorak, Árna Thorsteinson, Atla Heimi Sveinsson, Karl O. Runólfsson o.fl. Miðasalan er opin daglega frá kl. 14-19, einnigverðaseldirmið- ar við innganginn. Jón Kristjánsson frá Egilsstöðum í þingsætinu á alþingi í gær. Hann fékk þingsæti T ómasar, - en hver fær forstjórastól inn? (Ljósm. E.ÖI.). armanni í forstjórastarfið hjá Framkvæmdastofnun. Ág- reiningur mun vera uppi innan stjórnar stofnunarinnar hvort nokkur þörf sé á að skipa í þessa forstjórastöðu en Framsóknarf- lokkurinn er sagður vilja halda fast í forstjórastólinn. -óg Sjómannasamningarnir Stórfundur á Eskifirði í dag Mikill hugur ísjómönnum Alþýðusamband Austurlands boðar til fundar allra aust- fiskra sjómanna á Eskifirði í dag. Á fundinum mæta þeir Oskar Vigfússon formaður Sjómanna- sambandsins og Guðjón Krist- jánsson formaður FFSÍ. Sem kunnungt er renna kjara- samningar sjómanna út um ára- mótin og þeir hafa sent LÍÚ kröf- ur sínar en enginn sáttafundur hefur verið haldinn ennþá. Mikill hugur er nú í sjómönnum um allt land og er fundurinn á Eskifirði liður í skipulagningu kjarabar- áttu sjómanna á komandi vikum. Á Akranesi héldu sjómenn fund í fyrradag og þar var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum að veita félaginu verk- fallsheimild. S.dór Eldur Bnmvamir í fiskviimslustöðwum Lögð hefur verið fram tillaga á alþingi um að fela Brunamála- stofnun ríkisins að rannsaka brunavarnir í fyrirtækjum í fisk- vinnslu og gera tillögur til úrbóta sé þeirra þörf. Flutningsmenn til- lögunnar eru þingmenn Banda- lags jafnaðarmanna og vísa þeir í greinargerð til hinna tíðu stór- bruna í fiskvinnslufyrirtækjum á undanförnum árum. -óg Þessi skemmtilega mynd er tekin á blaðamannafundi árið 1946 þegar hinn heimsfrægi tenórsöngvari og kvikmyndaleikari Lauritz Melchior kom til íslands. Hann situr í stólnum en Pétur Jónsson stendur lengsttil hægri. Aðrir á myndinni eru Vilhjálmur S. Vilhjálmsson á Alþýðublaðinu (sér í bak honum), ívar Guðmunds- son á Morgunblaðinu, Arnaldur Jónsson á Vísi, Hafliði Halldórsson í Gamla bíói, Jón Bjarnason á Þjóðviljanum og Jón Magnússon á útvarpinu. Laugavegi 17 S: 12040 Troðfull búð af nýjum vörum! Nýjar plötur: □ Marc Almond - Ermine in Vermine □ Á RÁS □ Cocteau Twins - Treasure □ Conflict - Increase the pressure □ Cult - go west □ Cure - The Cure live □ Dalis Car - fyra'. Bauhaus og Japan □ Dínamít □ Duran Duran - Arena □ Bob Dylan - Real Live □ The enemy within - strike. K. LeBlanc □ Endurfundir □ Frank Chickens - We are □ Frankie Goes To Hollywood - Welcome to the pleasuredome □ Gun Club - Sex Beat □ Imperiat - Imperiat □ Joy Division - Love will tear us apart □ Limahl - Don’t suppose... □ Metropolis - Moroder o.fl. □ New order - Blue Monday/Movement □ Sade - Diamond Life □ Smiths - Hatful of hollow □ Stranglers - aural sculputure □ Tones on Tail - fyrrv. Bauhaus □ U2 - allar □ WHAM - Make it big Kraftmikil og hnitmiðuð DAS KAPITAL: LILI MARLENE Lili Mariene er vinsælasta (slenska platan um þess- ar mundir. Þetta er plata, sem i senn inniheldur kraftmikia rokktónlist og fallegar ballöður. Lili Mar- lene er flott upphaf á ferli Das Kapital. Platan er unnin ( DMM, sem tryggir betri hljómgæði. Stórskemmtileg þjóðlagaplata HRÍM: MÖNDLUR Splunkuný plata frá hinni stórskemmtilegu þjóð- lagahljómsveit Hrfm. Inniheldur m.a. irska ræla, ungversk sigaunalög, sænska polka, drykkjuvisur og að auki nokkur frumsamin lög. Kristmas Konsert KUKL: THE EYE I tilefni af tónleikum Kukls á (slandi viljum við minna á plötu hljómsveitarinnar, The Eye. Kukl er vafalftið ein athyglisverðasta hljómsveit sem nokkru sinni hefur komið fram á (slandi og segja ummæli ( stærstu tónlistartlmaritum erlendis sína sögu: „The Eye er stórkostleg og hrifandi...", Sounds 1. sept. '84. „...gæti hlustað á þau í 12 ár i viðbót...", NME okt. '84. „Tónlist, sem heltekur likama og sál". Information okt. '84. Kukl í Austurbæjartoló f kvöld kl. 22.00. Forsala aðgöngumiða f GRAMMINU. Stórkostlegt úrval af bókum um rokk og kvik- myndlr, yfir 200 titlar. Kvlkmyndaveggspjöld í mlklu úrvall. Bollr, barmmerkl og dagatöl með þekktustu hljómsveitum helms. SENDUM í PÓSTKRÖFU SAMDÆGURS. gramm Föstudagur 21. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.