Þjóðviljinn - 21.12.1984, Page 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Föstudagur 21. desember 1984 255. tölublað 49. örgangur
DJOÐVIUINN
Hafrannsóknarstofnun
Slæmar fréttir
í skoðanakönnun kemur í Ijós aðfiski er ekið framhjá
vigt og lélegum afla kastað ísjóinn
Að sjáifsögðu eru þetta slæmar
fréttir, þar sem Hafrannsókn-
arstofnunin tekur sýni af lönduð-
um afla til ýmissa rannsókna. Hitt
er svo það að við erum með eftir-
litsmenn um borð í fiskiskipum og
getum því borið saman þann fisk
sem veiðist og þeim sem landað
er, sagði Jakob Jakobsson for-
stjóri Hafrannsóknarstofnunar-
innar.
Þjóðviljinn bar undir hann
niðurstöðu sem í ljós kom við
skoðanakönnun sem sjávarút-
vegsráðuneytið lét framkvæma,
en þar sögðust 25% aðspurðra
sjómanna hafa orðið vitni að því
að lélegum fiski væri kastað í sjó-
inn til að skerða ekki kvótann.
Eins að þeir vissu til þess að fiski
væri ekið framhjá vigt við
löndun.
Jakob sagði það svo sem ekk-
ert nýtt að talað væri um að fiski
væri kastað í sjóinn. Minnti hann
á í því sambandi talið um að smáf-
iski togaranna hefði verið kastað
fyrir borð hér áður fyrr. Þetta tal
hefði þagnað eftir að leyft var að
koma með þennan fisk að landi.
Hvað viðkemur fiskifræðing-
um, sagði Jakob það fara eftir
því, hve miklu magni væri kastað
fyrir borð, hversu þessi gerningur
væri. Sé um mikið magn að ræða
er það skaðlegt, en ef þetta er í
litlum mæli skaðar það okkur
ekki, sagði Jakob Jakobsson.
-S.dór
Ekki vitum við hvers vegna landbúnaðarráðherra hæstvirtur er svo þungur á brún, en hitt var Ijóst að Albert
lét kollega sína fá pakkann sem þeir halda á milli sín ráðherrarnir; - líftaug stjórnarflokkanna? (E.ÓI.)
Steingrímur
Fjárlögin
Neitar samráði
Steingrímur hafnar tillögum Þorsteins Pálssonar. Samráðsnefnd stjórnar og
stjórnarandstöðu, semformaður Sjálfstœðisflokksins lagðitil, ervœntanlega úr
sögunni. Agreiningur ístjórninni
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra lýsti því yfir á
alþingi í gær að hann hefði engan
sérstakan áhuga á nefndarskipan
stjórnar og stjórnarandstöðu,
sem Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins lagði til að
sett yrði á laggirnar um launa- og
kjaramál. Agreiningurinn kom í
(jós þegar Svavar Gestsson spurð-
ist fyrir um þessa nefndarskipan á
alþingi í gær.
Þorsteinn Pálsson lagði til í um-
ræðu um stefnuræðu forsætisráð-
herra á dögunum, að slík nefnd
yrði sett á laggirnar. í gær spurði
Svavar Steingrím hvenær nefndin
yrði skipuð. Þá brá svo við að
forsætisráðherra vísaði spurning-
unni til 1. þingmanns Sunnlend-
inga (Þorsteins). Þorsteinn kvað
þetta sjálfsagt mál og hann vænti
þess að ríkisstjórnin myndi fljót-
lega skipa nefndina. Allt kom
fyrir ekki og Steingrímur gaf fylli-
lega í skyn, að ríkisstjórnin hefði
ekki áhuga á slíku samstarfi
stjórnar og stjórnarandstöðu um
lausn efnahagsvandamálanna.
Hann kvað ríkisstjórnina hins
vegar nota tímann í jólafríinu til
að fara yfir vandann.
Svavar Gestsson lýsti furðu
sinni á því að ríkisstjórnin vildi
ekki samráð við stjórnarandstöð-
una og benti á þann ágreining
sem væri meðal stjórnarliða um
grundvallarmál.
-óg
Vildi
fresta
Við afgreiðslu fjárlaga í gær,
lagði Geir Gunnarsson talsmaður
minnihluta fjárveitinganefndar
alþingis til að afgreiðslu fjárlaga-
frumvarpsins yrði frestað vegna
óljósra þátta i frumvarpinu og
ýmissrar ruglandi.
„Við sem skipum minnihluta
fjárveitinganefndar teljum að Al-
þingi megi ekki víkja sér undan
þeirri skyldu að spyrna við fæti
hér og nú og fjárlög eigi ekki og
megi ekki afgreiða með þeim
hætti sem nú er fyrirhugað“.-óg
Reykjavík
Ókeypis í strætó
í dag og nœstu viku - Davíð hœkkarsvo
strætógjöldin um 20% um áramótin
Davíð Oddsson borgarstjóri
fékk þá hugdettu á borgar-
stjórnarfundi í gærkveldi þegar
deiit var á meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins vegna hækkunar far-
gjalda SVR um 20% frá næstu
áramótum, að hafa ókeypis í
strætó í eina viku. Lagði hann
fram tillögu um að ókeypis skyldi
vera í vagnana í kynningarskyni
dagana 21.-27. desember. Var til-
lagan samþykkt með 21 sam-
hljóða atkvæði.
Ekki hafði borgarstjóri gert sér
neina grein fyrir rekstrartapi
SVR vegna þessa, en Guðrún
Ágústsdóttir taldi að það næmi
a.m.k. tveimur miljónum króna.
Einstakar fjölskyldur gætu spar-
að allt að 200 krónum þessa viku.
-GFr.
Skipafélög
Tvö hross fyrir eitt
Erlent skipafélag bauðfimm sinnum lægra verðfyrirhrossaflutninga
en Eimskip
I' sumar og haust voru fluttir til
Belgíu tveir skipsfarmar af slát-
urhrossum. Leitað var tilboða í
þessa flutninga. Eimskip bauðst
til að flytja hrossin út fyrir 15 þús.
kr. á hross. Hafskip vildi fá 11
þús. kr. en erlent skipafélag lét
sér nægja 3 þús. kr. Markaðsverð
þessara hrossa til bóndans var 7-8
þús. kr. eða helmingur af því,
sem Eimskip vildi fá fyrir að
flytja hrossið.
Þessar upplýsingar komu fram
í erindi um Daginn og veginn,
sem Magnús Finnbogason, bóndi
á Lágafelli í Landeyjum, flutti í
Útvarpið á dögunum.
Og Magnús bætti við: „Ef ég
man rétt þá mun hafa verið á síð-
asta ári svipuð upphæð, sem ís-
lensku skipafélögin höfðu í
hreinan ágóða til skatts, að með-
töldu tapi á Farskipsævintýrinu,
eins og allar útflutningsbætur
landbúnaðarins það ár, en sá er
munurinn, að útflutningsbæturn-
ar eru taldar eftir af flestum en
gróði skipafélaganna talinn sjálf-
sagður". _mhg
VÖRN GEGN VERÐBÓLGU
Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra
reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að
Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur.
Betrí kjör bjóðast varla.