Þjóðviljinn - 21.12.1984, Page 15
IÞROTTIR
Asgeir
„Mikil ahersla
á bikarinn“
„Við leggjum mikla áherslu á
bikarinn fyrst okkur hefur gengið
þetta illa i deildinni í vetur en við
munum einnig stefna á að ná einu
af efstu sætum Bundesligunnar og
þar með UEFA-sæti,“ sagði Ás-
geir Sigurvinsson í samtali við
Þjóðviljann.
Stuttgart, lið Ásgeirs, mætir
toppliði 2. deildar, Saarbriicken,
í 16-liða úrslitum vestur-þýsku
bikarkeppninnar í knattspyrnu á
morgun. Stuttgart hafði farið
fram á að leiknum yrði flýtt en
Saarbrucken stóð fast á að leikið
yrði á þessum degi. „Ég skil ekki
tilganginn hjá þeim með þessu,
öll önnur lið hafa flýtt sínum
leikjum til að lengja jólafríið.
Maður verður bara að vona að
leikurinn á morgun endi ekki
með jafntefli - þá verða liðin að
mætast á ný í kringum áramótin,
sennilega milli jóla og nýárs,“
sagði Asgeir. Hann kemur í jó-
lafrí hingað til lands á Þorláks-
messu, svo framarlega sem ekki
verður jafntefli á morgun.
-VS
Ásgeir Sigurvinsson.
Úrvalsdeildin í körfubolta
Gylfi fékk rautt
og Haukar sigraðu
Það virðast engin lið í úrvais-
deild körfuboltans standast
Haukum snúning, ef lið Njarð-
víkur er undanskilið. í gærkvöldi
heimsóttu þeir Seljaskólann og
sigruðu þar ÍR með 14 stiga mun,
83-69 eftir að þeir höfðu haft 40-
35 yfir í hálfleik. Þetta var áttundi
sigur Hauka í deildinni en liðið
hefur tapað þremur leikjum,
öllum gegn Njarðvík. ÍR er sem
fyrr í næst neðsta sæti.
Dómara-
námskeið
í handbolta
Dómaranefnd HSÍ og HDSÍ gengst
fyrir dómaranámskeiði fyrir væntan-
lega héraðsdómara í handknattleik
dagana 2.-6. janúar, í Reykjavík.
Dómaraefnin þurfa að vera fullra
17 ára að aldri. Þátttökugjald er kr.
1000 fyrir hvern þátttakenda og
greiðist í upphafi námskeiðs.
Gert er ráð fyrir þátttakendum úr
Reykjavfk, Kópavogi, Garðabæ,
Hafnarfiðri, Seltjarnarnesi, Mosfells-
sveit, Suðurnesjum og Selfossi. Þátt-
tökutilkynningar skulu berast fyrir 1.
janúar til skrifstofu HSÍ (91-685422),
skrifstofu HDSÍ (91-687880), Kjart-
ans K. Steinbach (91-75850/91-
17400) eða Gunnars Kjartanssonar
(91-73980/91-83811).
Léttmeti
Gentile tækl-
aði stjórann
KR4S
Síðasti leikur úrvalsdeildarinn-
ar í körfuknattleik á þessu ári fer
fram í Hagaskóla í kvöld. Þar
leika KR og ÍS og hefst viður-
eignin kl. 20. Að honum loknum
verða loks öll lið deildarinnar
búin að leika jafnmarga leiki, 11
talsins. Strax á eftir, eða kl.
21.30, mætast sömu félög í 1.
deild kvenna. Á morgun, laugar-
dag, fer síðan fram einn leikur í 1.
deild karla. Fram og Grindavík
leika í Hagaskólanum kl. 14. Þá
leika á sama tíma Bræður og Snæ-
fell í 2. deild karla í Seljaskólan-
um.
Claudio Gentile gekk skrefi lengra en
nokkru sinni fyrr!
Blakmót
Blakdeild HK heldur mót fyrir
þá blakiðkendur sem ekki leika í
deildakeppni Blaksambands ís-
lands og fer það fram í Digranesi í
Kópavogi flmmtudaginn 27. des-
ember, kl. 17-23.30. Þátttökutil-
kynningar skulu berast sem fyrst
til Alberts H. N. Valdimarssonar,
Öldugötu 13, Hafnarflrði, sími
52832.
I tilefni jólanna eru hér nokkr-
ar léttar úr knattspyrnuheimin-
um:
Rik Pauwels, framkvæmda-
stjóri belgísku meistaranna Be-
veren, sem léku við ÍA í Evrópu-
keppni meistaraliða í haust,
gengur um með dökk sólgleraugu
síðan Beveren var slegið út af
sænsku meisturunum Gautaborg
í 2. umferð. Gautaborg vann fyrri
leikinn 1-0 en Beveren þann
seinni 2-1. Gautaborg komst
áfram á útimarkinu. Pauwels átt-
aði sig ekki á þeirri reglu og þegar
hans menn höfðu náð 2-1 forystu
skipaði hann þeim að taka ekki
neina áhættu og halda fengnum
hlut. Það gerðu þeir - og Svíarnir
komust áfram! Pauwels hélt að
þar sem staðan var jöfn saman-
lagt, 2-2, myndi vítaspyrnu-
keppni ráða úrslitum...
Borðtennis
Stefón og Ragnhildur
Stefán Konráðsson, Stjörn-
unni, og Ragnhildur Sigurðar-
dóttir, UMSB, urðu sigurvegarar
í Flugleiðamótinu í borðtennis
sem fram fór í íþróttahúsi Kenn-
araháskólans um síðustu helgi.
Stefán sigraði Tómas Guðjóns-
son, KR, 3-2 í úrslitaleik í karla-
flokki og Ragnhildur vann
Kristínu Njálsdóttur 3-1 í úrslita-
leiknum í kvennaflokki.
Það var öðru fremur slæm byrj-
un er varð ÍR að falli. Þeir voru
án stiga fyrstu fjórar mínútur
leiksins en þá höfðu Haukar gert
10 stig. Þeir náðu síðan að
minnka muninn niður í 1 stig 31-
32 en Haukar höfðu 5 stiga for-
skot í hálfleik, 40-35.
í byrjun síðari hálfleiks fékk
Gylfi Þorkelsson besti maður ÍR
sína 5. villu og við það náðu
Haukar enn betri tökum á
leiknum, staðan var þá 44-41 en
eftir það skildu leiðir og
Haukarnir náðu nokkuð öruggri
forystu. Undir lokin misstu 1R-
ingar Kristin Jörundsson útaf
með 5 villur og eftirleikurinn var
auðveldur fyrir Hauka. Loka-
tölur urðu sem áður sagði 83-69.
Haukaliðið var mjög jafnt með
Háldán Markússon sem sinn
sterkasta mann í fyrri hálfleik og
Ólaf Rafnsson í þeim síðari. Það
sem gerði öðru fremur gæfumun-
inn fyrir Hauka í þesum leik var
Italinn Claudio Gentile hefur hittnin sem var mun betri en hjá
löngum þótt einhver harðskeytt- ÍR-ingum. Þá voru Haukar að
asti varnarmaður heims - en með venju sterkir í fráköstunum með
Fiorentina gegn Anderlecht í hinn hávaxna ívar Wbster mjög
UEFA-bikarnum fyrr í vetur drjúgan í loftinu.
gekk hann þó skefi lengra en Gylfi Þorkelsson og Kristinn
nokkru sinni fyrr. Boltinn rúllaði Jörundsson voru bestir ÍR-inga
útaf vellinum og Paul van Himst sem léku oft á tíðum ágætlega en
framkvæmdastjóri belgíska liðs- „klikkuðu" síðan í mjög auðveld-
ins teygði fram fót til að stöðva um færum.
hann. Kemur þá ekki Gentile á
fleygiferð og „tæklar“ stjórann s,i9 Hauka: Háifdán 20, Öiafur 18,
hressileea' Ée mæti sko með ,Pálmar Sigurðsson 13, Sveinn Sigur-
, 1 ui’-f “ ' - bergsson 12, Henning Freyr og Ivar 8, Tvar
gomlu legghhfamar minar 1 næsta Asmundsson og Eyþór Árnason 2.
leik,“ sagöi van Himst sem Stig ÍR: Gylfi 28, Kristinn 17, BjörnSteff-
meiddist á ökkla við átökin... ensen'Karl Guölau9ssonog Jón örn Guð-
T . mundsson 6, Hreinn Þorkelsson 4, Braqi
Luis Fernandez, sá skapmikh Reynisson 2.
franski miðjumaður sem við
sáum mikið til í Evrópukeppni Dómararnir þeir Jóhann Dag-
landsliða sl. sumar, lofaði stjórn ur °g Bergur Steingrímsson áttu
félags síns, Paris St. Germain, að e^ki góðan leik.
hann skyldi taka sig á og forðast -Frosti
gul og rauð spjöld í framtíðinni._________________________________
Varla var næsti leikur, gegn Vi-
deoton frá Ungverjalandi í
UEFA-bikarnum, hafinn þegar ^
Fernandez braut hressilega á ftCWCIII
Ungverja og fékk að líta gula
spjaldið. Hann var þó fljótur að í úrvalsdelldinni eftir leik ÍR og Hauka í
snúa sig útúr klípunni - „ég lofaði gœrkvöldi QQK01t Qn
bara að hegða mér vel í 1. Hauka?^ZZZ. 11 8 3 9134327 16
deildarleikjum, ég minntist ekk- Vaiur............11 6 5 980-938 12
ert á Evrópuleiki," sagði hann KR...............10 4 6 815-791 8
þegar öskuillir stjórnarmennirnir £................10 1 9 800-954 2
tóku hann á beinið... -VS ........................101 9 800 954
England
Fjórar umferðir
um jól og áramót
Leikið annan í jólum og nýársdag að vanda
Þegar knattspyrnumenn víðast
hvar í Evrópu taka sér gott jólafrí
byrjar aðalfjörið í Englandi. Um
jól og páska eru mestu leiktarn-
irnar í ensku knattspyrnunni og
þessi jól eru í engu frábrugðin
öðrum þar í landi. Sjaldan er
meiri aðsókn á ieiki en einmitt um
þessar stórhátíðir - það er t.d.
fastur liður í dagskrá knatt-
spyrnuáhugamanna að fara á
völlinn á annan í jólum og nýárs-
dag.
Að þessu sinni verða leiknar
fjórar umferðir - ein nú um helg-
ina, önnur á annan í jólum, þriðja
laugardaginn 29. desember og sú
fjórða á nýársdag. Við skulum
líta á hvaða lið leika saman í þess-
um umferðum:
22. desember
Arsenal-Watford
Aston Villa-Newcastle
Everton-Chelsea
Leicester-Coventry (sunn.)
Manch.Utd.-lpswich
Norwich-T ottenham
QPR-Liverpool (I kvöld)
Sheff.Wed.-Stoke
Sunderland-Nottm.For.(sunn.)
West Ham-Southampton
26. desember
Liverpool-Leicester
Luton-Coventry
Norwich-Arsenal
Nottm.For.-lpswich
QPR-Chelsea
Sheff.Wed.-Aston Villa
Southampton-Watford
Stoke-Manch.Ut.
Sunderland-Everton
Tottenham-West Ham
WBA-Newcastle
29. desember
Chelsea-Manch.Utd.
Coventry-West Ham
Ipswich-Everton
Liverpool-Luton
Newcastle-Arsenal
Nottm.For.-Aston Villa
Southampton-Seff.Wed.
Stoke-QPR
Tottenham-Sunderland
Watford-Leicester
WBA-Norwich
1. janúar
Arsenal-Tottenham
Aston Villa-WBA
Chelsea-Nottm.For.
Coventry-Stoke
Everton-Luton
Ipswich-Norwich
Leicester-Southampton
Manch.Utd.-Sheff.Wed.
Newcastle-Su nderland
Watford-Liverpool
West Ham-QPR
Síðan er skammt stórra högga
á milli - 3. umferð ensku bikar-
keppninnar verður leikin fyrsta
laugardag ársins 1985, þann 5.
janúar.
- VS
ÍR-ingar
Jólamót
og gaml-
árshlaup
Jólamót ÍR í stökkum án at-
rennu fer fram eins og undanfarin
40 ár á öðrum degi jóla, 26. des-
ember, í húsi félagsins við Tún-
götu í Reykjavík, ÍR-húsinu.
Keppnisgreinar verða langstökk,
þrístökk og hástökk án atrennu
og hefst keppnin kl. 14.
Gamlárshlaup ÍR fer síðan
fram að vanda kl. 14 á gamlárs-
dag og hefst við ÍR-húsið.
Hlaupinn verður hefðbundinn
hringur út á Seltjarnarnes og
Suðurgötu og endað við ÍR-
húsið. Væntanlegir þátttakendur
eru beðnir um að mæta tímanlega
til skráningar.
Föstudagur 21. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15