Þjóðviljinn - 18.01.1985, Síða 1

Þjóðviljinn - 18.01.1985, Síða 1
LANDIÐ GLíTAN Fisksjúkdómar Laxeldi undir smásjána Skœður nýrnasjúkdómur hefurfundist ífiskeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Hrogn og seiði hafa fariðfrá stöðinni um allt land Ljóst er að það þarf að rann- saka allar fiskeldisstöðvar á landinu, þar sem nýrnasjúkdóm- ur í laxi hefur fundist í fískeldis- stöð ríkisins í Kollafírði. Þetta kemur fram í viðtali Þjóðviljans við Sigurð Helgason, físksjúk- dómafræðing á Keldum, sem birt er inní blaðinu. Jón Páll Borðar fyrír 1300 kr á dag Þjóðviljinn bauð kappanum í mat í gcer Aflraunamaðurinn Jón Páll Sigmarsson þarf að borga 1300 krónur fyrir þann mat sem hann eturá degi hverjum fyrir stórkeppni einsog þá sem hann áframundan. Þjóð- viljinn bauð honum að gamni að greiða fyrir hann mat í einn dag, en með honum á mynd- inni er sonurinn Sigmar fyrir framan dagskammtinn eða svo. Jón Páll og fleiri afreks- menn í íslenskum íþróttum koma við sögu í Sunnudags- blaði Þjóðviljans sem kemur út á morgun. Ljósm. E.ÓI. Aö ákvörðun landbúnaðarráð- herra er búið að setja fiskeldis- stöðina í Kollafirði í einangrun, en þar fundust talsverð einkenni nýrnaveiki í yfir tíunda hluta klakfisksins. Enn hafa þó ekki fundist merki um pestina í seiðum og því bendir allt til að hún hafi borist með villtum fiski inní stöðina. Kollafjarðarstöðin er hin langstærsta á landinu, og hrogn og seiði hafa farið frá henni um allt land. Uppkoma veikinnar í Kollafjarðarstöðinni er því mjög alvarleg, þar sem ekki er loku skotið fyrir að sjúkdómurinn sé kominn í aðrar fiskeldisstöðvar, sem hafa verslað við Kollafjarð- arstöðina, og jafnvel líka lax- veiðiárnar þar sem seiðum frá stöðinni hefur verið sleppt. Meinvætturinn sem veldur sjúkdómnum getur borist innan í hrognum, þannig að sótthreinsun á hrognum er ekki nægileg vörn gegn nýrnaveikinni. Fiskeldismenn víða um land bíða nú milli vonar og ótta hvort veikin stingi víðar upp kollinum. S.dór/ÖS. Sjá bls. 3 Ratsjármálið Viik andstaða á Vestfjörðum Pétur Pétursson lœknir í Bolungarvík: Utanríkisráðuneytið breiðiryfir kjarna málsins. Skiparatsjáin er múturfrá Bandaríkjamönnum Við lítum á ratsjárstöðvar sem hernaðarmannvirki og ótt- umst slík mannvirki við okkar heimabyggð. Við tcljum slíka framkvæmd lið í vígbúnaðar- kapphlaupinu og því siðlausa stefnu og ranga. Þannig segir í fréttatilkynningu 1. desemberhópsins á norðan- verðum Vestfjörðum, sem skipu- lagt hefur andóf á svæðinu gegn fyrirhugaðri ratsjárstöð í Stiga- hlíðarfjalli. Magnús Ingólfsson bóndi og kennari á ísafirði sagði að hópur þessi væri skipulagður á ísafirði, Bolungarvík, Súðavík og Onund- arfirði, og að nú væri í bígerð að hópurinn gæfi út blað í samvinnu við ratsjárstöðvaandstæðinga á Norð- Austurlandi. Varnarmáladeild og Ratsjár- nefnd áttu opinn fund með bæjar- stjórn og bæjarbúum í Bolungar- vík 3. janúar síðastliðinn. Pétur Pétursson læknir í Bolungarvík sagði í samtali við Þjóðviijann að þetta hefði verið ágætis áróðurs- fundur þar sem fuiltrúar varn- armáladeildar hefðu forðast að ræða kjarna málsins, sem er hernaðarlegt hlutverk þessara mannvirkja, varnarstefna fslands og hernaðarstefna Bandaríkj- anna og Nato í norðurhöfum. Sagði Pétur að Sverrir Haukur Gunnlaugson frá Varnarmála- deild hefði huggað fundarmenn með að ekki myndi koma til skyndilegrar kjarnorkustyrjaldar og að ráðrúm myndi gefast til ým- issa aðgerða. Það væri einmitt hlutverk ratsjárinnar að auka að- vörunartímann. Sverrir Haukur sagði jafnframt að Bandaríkjamenn hefðu tekið vel í það að kosta sérstaka skipa- ratsjá á Stigahlíðarfjalli, en hann vék sér hins vegar undan því að svara hvers vegna þeir vildu kosta slíka ratsjá. „Hér er auðvitað um hreinar mútur að ræða“, sagði Pétur. Pétur sagði að 1. desember- hópurinn væri nú að undirbúa upplýsingaherferð um málið auk þess sem aðgerðir væru í undir- búningi, þar sem fólki yrði gert ' kleift að tjá sig um málið. -ólg. Sjá bls. 11 GCPF4N er heitið á nýjum blaðhluta sem hefur göngu sína í Þjóðviljanum í dag. Þar mun birtast efni sem samið er fyrir og af yngri kynslóð- inni og vonast Þjóðviljinn til að þeim aldurshópum þyki einhver glæta í framtakinu. Þátturinn mun vera einu sinni í viku til að byrja með. í dag kynnum við starfsemi Felláhellis í Breiðholti og birtum myndir af krökkum þaðan, vinsældalistar Fellahellis og Rásar 2 eru á sínurn stað og ungur og upprennandi höfundur sem gegnir nafninu Pétur frá Holti leyfir okkur að sjá nýjustu afurð sína. Sjá bls. 7-8

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.