Þjóðviljinn - 18.01.1985, Page 2

Þjóðviljinn - 18.01.1985, Page 2
FRETTIR Jólahappdrœttin Minni sala hjá flestum Samt nokkuð ánœgðir með okkar hlut, segja forráðamenn styrktarfélaganna. Alltfrá 1 /3 uppí2/3 vinninga gengur ekki út Við kvðrtum ekki, útkoman er mjög svipuð og í fyrra en kannski ívið verri, voru nær sam- dóma svör forráðamanna þeirra líknarfélaga sem standa fyrir ár- legum happdrættum sínum um jólaleytið, er Þjóðviljinn spurðist fyrir um innkomu og útdeilingu vinninga. Hjá flestum happdrættunum lendir um þriðjungur til helming- ur af vinningum á eigin miðum félaganna, en dæmi eru um að 2/3 aðalvinninga sitji eftir hjá happ- drætti. Sigurður Magnússon hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra sem stendur fyrir símanúm- erahappdrætti sagði að útkoman núna hefði verið í betra lagi. 11% aukning hefði orðið í miðasölu frá því árið á undan. Af 5 bílum í vinninga hefðu 3 gengið út. Tómas Sturlaugsson hjá Styrktarfélagi vangefinna sagði að nokkurs samdráttar hefði gætt í happdrættissölunni og þar hefði afkoma fólks sjálfsagt ráðið ein- hverju um. Líklega myndi um þriðjungur vinninga ekki ganga út. Þorvarður Örnólfsson hjá Krabbameinsfélaginu sagði að útkoman hefði verið nokkuð nærri því sem var árið á undan en einhver samdráttur hefði orðið. Ríflega helmingur útgefinna miða hefði selst og vinningar gengið út í sama hlutfalli. Hreinn Garðarsson hjá SÁÁ sem gekkst fyrir stórhappdrætti um jólin sagði útkomuna hafa verið sæmilega en menn væru ánægðir með árangurinn. Alls voru gefnir út 225 þús. miðar í happdrættinu og af 15 bílum í að- alvinning væru 5 þegar gengnir út og þeir gætu orðið fleiri. - lg. Það er ekki skrítið þótt forráða- menn happdrættanna séu ánægðir með sinn hlut. 2 af hverjum 3 vinningum ganga ekki út! Eldsvoði íkveikja? Stórtjón er þakið á fyrrum verksmiðjuhúsi í Ánanaustum brann Talið er víst að kviknað hafi í af mannavöldum er mikill eldur kom upp í þaki í fyrrum verk- smiðjuhúsi Péturs Snælands við Ánanaust. Vart var við eldinn skömmu eftir kl. 9 í gærmorgun og magnaðist hann fljótt. Allt slökkviliðið í Reykjavík var kall- að á vettvang og tókst að ráða niðurlögum eldsins um hádegið. Þakið á húsinu er alveg ónýtt en húsið var autt fyrir. „Húsið hefur staðið hálfopið að undanförnu. Við höfum reynt að byrgja fyrir glugga og dyr en krakkar og aðrir hafa ávallt brot- ið sér leið þarna inn. Ég tel alveg víst að eldur hafi verið borinn að þakinu því það er ekkert rafmagn á húsinu. Við vorum í kaffi hér fyrir utan og urðum ekki varir við neinar mannaferðir", sagði Þórð- ur Ásgeirsson byggingarverktaki í samtali við Þjóðviljann. Það er Byggingarfélagið Hóla- berg sem hafði fest kaup á húsinu og er að byggja við það, en hús- inu á að breyta í íbúðir. Að sögn Rannsóknarlögreglunnar hefur ekkert enn komið fram um hver var valdur að eldsvoðanum en málið er í rannsókn. -Ig- Mikinn reyk lagði frá eldsvoðanum í gær og logaði vel í einangrun í þakinu. Mynd: eik. íslenskir kommúnistar Handbendi Stalíns eða róttækni á íslensku? Ályktun Komintern frá 1924 sýnir sterk tengsl íslenskra kommúnista við alheimssamtökin Komintern 1924: „Sá andstöðu- armur, sem þegar starfar (innan Alþýðuflokksins), verður að skipuleggja sig samkvæmt kommúnískum skipulagsregl- um... Andstaðan verður einnig að stofna vinnustaðasellur á öllum helstu Vinnustöðum. Innan verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinnar verður skilyrðislaust að stofna kommún- ísklið... Andstaðan verður þegar í stað að taka upp nána samvinnu við Samband kommúnistaflokka á Norðurlöndum...“ Þetta eru nokkrar glefsur úr á- Neyíendasamtökin Mótmæla Neytendasamtökin hafa harð- lega mótmælt nýlegri hækkun á kjarnfóðurgjaldi á svína- og fuglafóðri. „Hér er á gerræðis- fullan hátt verið að hækka fram- leiðslukostnað á mikilvægum neytendavörum“, segir í frétt frá Neytendasamtökunum. „Þessi verðhækkun staðfestir réttmæti fyrri ályktana Neyt- fóðurgjaldi endasamtakanna um kjarnfóður- gjaldið: Það er neytendum í óhag, skapar óeðlilegan mismun milli búgreina og torveldar þann- ig eðlilega þróun í landbúnað- armálum, bæði neytendum og framleiðendum til baga. Neytendasamtökin ítreka fyrri kröfur sínar um að kjarnfóður- gjaldið verði afnumið." lyktun þings Komintern, al- heimssambands kommúnista- flokka, um ísland frá 1924. Það þing sat Brynjólfur Bjarnason. Ályktunin kemur hér á landi í fyrsta sinn fram opinberlega í rit- gerð Svans Kristjánssonar próf- essors, „Kommúnistahreyfingin á íslandi", í nýútkomnu hefti tímaritsins Sögu. Þar er reifuð staða kommúnista á íslandi fyrir og eftir stofnun Kommúnista- flokksins 1930, og athuguð tengsl þeirra við alheimssamtök kom- múnista og höfuðvígið í Moskvu. Svanur kemst að þeirri niður- stöðu að „hugmyndir íslenskra kommúnista og starf voru ótví- rætt mótuð af Komintern", að minnsta kosti fram til ársins 1935. „Er ástæðulaust að flækja málin frekar?“, spyr höfundur, „Hníga ekki öll rök að þeirri ályktun, að kommúnistahreyfingin hafi ein- faldlega verið handbendi Kom- intems eða Stalíns?“, en spyr síð- ar annarrar spurningar: „Er sennilegt, að stjórnmálahreyfing, sem hlaut jafnmikinn hljóm- grunn og íslenskir kommúnistar, hafi einungis verið nokkurs kon- ar sýkill í þjóðarlíkamanum, ver- iö algjörlega fjarstýrð erlendis frá og ekki borið neinn svip af nán- asta umhverfi, af íslensku þjóðfé- lagi?“. í lok ritgerðar sinnar segir Svanur að þrátt fyrir „hreintrúar- hugmyndafræði“ hafi stefna kommúnista í daglegu starfi verið heldur raunsæ: „Kommúnista- flokkurinn var flokkur fátæks fólks, er í hörðum heimi krepp- unnar leit vonaraugum til fyrir- heitna landsins, Sovét-íslands, og hafði þegar séð stóra drauma rætast í Sovétríkjunum. Fátækt fólk, án sterkra samtaka, hefur engu að síður lítil efni á ástundun pólitísks hreinlífis; það þarf að hyggja að dagsins önn - að hafa í sig og á. Svo virðist sem hug- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. janúar 1985 myndafræði Kommúnistaflokks- ins hafi svalað þörfum fólks fyrir fullvissu, réttrúnað og háleit markmið; starfið hafi síðan að miklu leyti beinst að aðkallandi viðfangsefnum með skjótan ár- angur í huga.“ - m Kvennafylking AB Opið hús á morgun Á morgun, laugardag, mun Kvennafylking Alþýðubanda- lagsins hafa Opið hús í flokks- miðstöð Hverfisgötu 105. Geta gestir og gangandi komið við þar í fyrramálið eftir kl. 10 þar sem morgunkaffi verður á boðstólum, til að ræða um það sem efst verð- ur á baugi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.