Þjóðviljinn - 18.01.1985, Qupperneq 4
LEIÐARI
Hvað gerír ríkisstjóm íslands?
Yfirhershöföingi Kanada, Gerard Theriauld,
hefur lýst yfir aö þaö sé rétt hjá vígbúnaðarsér-
fræöingnum William Arkin, aö til sé heimild,
undirrituð af Bandaríkjaforseta, um að herir
hans flytji á stríðstímum kjarnorkusprengjur til
ýmissa landa. Á meðal þessara landa er ísland.
Þarmeð hefur æðsti hershöfðingi Kanada
ómerkt algerlega yfirlýsingar Geirs Hallgríms-
sonar, sem hann gaf fyrir jólin á Alþingi, um að
orð Arkins væru marklaus og heimildir hans
fánýtar.
Kanadíski hershöfðinginn hefur lýst yfir í þar-
lendum fjölmiðlum, að hann hafi ekki haft neina
hugmynd um heimildina til kjarnorkuvopna-
flutninganna, fyrr en honum bárust upplýsingar
Arkins. Þá hafi hann hins vegar sjálfur farið að
rannsaka málið og krafið Bandaríkjamenn skýr-
inga. Á fundi um þessi mál sem haldinn var í
Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna, hafi hann svo sjálfur séð þau skjöl sem
Arkin vísar til. Það þarf því ekki frekari vitnanna
við: skjölin eru til!
Eitt af þeim löndum, sem heimildin nær til, er
Bermúda. En Bermúda er heimastjórnarsvæði
innan Bretaveldis, og Bretarfara með utanríkis-
og varnarmál fyrir þeirra hönd. Einnig þar hafa
upplýsingar Arkins vakið feiknalega athygli.
Málið hefur verið á forsíðum dagblaða og aðal-
jefni í sjónvarpi, og að sjálfsögðu vakið mikla
reiði heimamanna. Forsætisráðherra Bermúda
hefur sjálfur krafist skýringa Bandaríkjamanna
og heimtað að fá að vita hvernig stendur á því,
að Bandaríkjaforseti hafi gefið herjum sínum
heimild til að flytja kjarnorkuvopn til Bermúda.
Forsætisráðherrann hefur jafnframt borið fram
formleg mótmæli, bæði við ríkisstjórn Banda-
ríkjanna og ríkisstjórn Bretlands.
Þetta er fróðlegt að bera saman við viðbrögð
íslensku ráðherranna, þegar Arkin kom til Is-
lands fyrir jólin. Þrátt fyrir að Arkin sýndi þeim
heimildir sínar, þá virtust þeir síður en svo taka
málið alvarlega. Geir sagði ekki einu sinni, að
hann liti málið alvarlegum augum, einsog hann
hefur þó gert af minna tilefni. Hann lýsti því hins
vegar yfir að hann tryði ekki orðum Arkins.
Hvorki hann né forsætisráðherra sáu tilefni til
að mótmæla því formlega við Bandaríkjastjórn,
að hún hygðist flytja hingað kjarnorkuvopn á
stríðstímum. „Ég verð að spyrja Bandaríkja-
menn hvort það sé nokkuð til í þessu“, sagði
Geir. í svari sínu báru Bandaríkjamenn ekki
einu sinni við að hafna staðhæfingum Arkins.
KLIPPT OG SKORIÐ
Það eina, sem þeir létu uppskátt, var sama
gamla tuggan um að þeir gæfu aldrei neinar
yfirlýsingar sem vörðuðu tilvist kjarnorkuvopna
á erlendri grund. Þessi loðmullulega yfirlýsing
gaf eigi að síður Geir Hallgrímssyni tilefni til að
lýsa því yfir á Alþingi, að hann hefði sannfærst
um að staðhæfingar Arkins væru úr lausu lofti
gripnar.
Nú hefur hins vegar verið sýnt afdráttarlaust
að Arkin hafði rétt fyrir sér. Það er til heimild frá
Bandaríkjaforseta, sem leyfir herjum
Bandaríkjanna að flytja kjarnorkuvopn til ís-
lands á stríðstímum.
Þetta er auðvitað gersamlega óþolandi fyrir
sjálfstæða þjóð. í Ijósi þessara nýju upplýsinga
frá yfirhershöfðingja Kanada verður að taka
málið upp að nýju hér á landi. Þingmenn verða
að láta til sín taka í málinu hið skjótasta, er
Alþingi kemur saman. En fyrst og fremst verður
ríkisstjórn íslands að taka málið upp þegar í
stað. Það er skylda hennar gagnvart íslensku
þjóðinni að bera fram harðorð mótmæli við
Bandaríkjastjórn. Ef Bermúdastjórn sá ástæðu
til þess - þá hlýtur íslenska stjórnin að gera það
líka.
-ÖS.
Kraftaverka-
maður
í einangrun
Jón Baldvin Hannibalsson,
okkar forni samherji í Alþýöu-
bandalaginu, er að gera það gott
þessa dagana - í þeim skilningi að
hann hrífur greinilega hæstvirta
kjósendur með mælsku sinni og
skeleggum málflutningi. Til að
byrja með vonuðust menn til að
Jóni Baldvin lærðist að verða
sæmilegur sósíaldemókrati - og
fyrstu vikurnar héldu öll
systkinin í kratismanum, að
hægra talið í formanninum væri
bara vegna þess hversu óvanur
hann væri í talmennskunni og
glaðbeittur í skýjunum. Hann
hafði meiraðsegja sjálfur orð á
því í sjónvarpi, að eiginlega
gleymdi hann því stundum að
hann væri orðinn formaður Al-
þýðuflokksins, en þetta lærist
vonandi, - sagði hann.
Því miður má ekki sjá nein
merki þess að Jóni Baldvin hafi
skilist að hann er formaður sósí-
aldemókrataflokks, heldur er
hann áfram á hægri slagsíðunni -
og því fer fjarri að hann nái því að
vera vinstra megin við miðju. Það
er meðal annars þess vegna sem
formanninum hefur ekki getað
tekist að brjótast útúr þeirri pers-
ónupólitísku einangrun sem hann
er í á vinstri vængnum, - ekki
síður í Alþýðuflokknum en ann-
ars staðar. Dugar þar skammt
sviðstjórn Ámunda Ámunda-
sonar og ljóðrænar pólitískar
leikfléttur Guðlaugs Tryggva
Karlssonar. Hins vegar hafa þeir
kunnað að meta formanninn,
mennirnir á Mogganum.
Á fundunum sínum, þarsem
Jón Baldvin mettar þúsundirnar
(einsog hann segir sjálfur á bib-
líumáli), tilaðmynda á austurreið
sinni, sem hann efndi til „til að
boða Austfirðingum nýja von og
trú ípólitíkinni", - þá kemur í ljós
að hann hefur hvergi hopað frá
þeirri sannfæringu sinni að nú-
verandi ríkisstjórn hafi byrjað
vel. Og að hann er samkvæmur í
þeirri afstöðu sinni að afnám
verðtryggingar á laun hafi verið
sjálfsagt mál. í þessu sambandi
rifjast upp sú afstaða Alþýðu-
flokksins að vera til í að ganga í
núverandi ríkisstjórn, undir
sömu stjórnarstefnu, bara ef for-
maður Álþýðuflokksins fengi að
vera forsætisráðherra. Það var
vörið 1983. í þann tíð voru menn
lítillátir. Og á fundum fyrir kosn-
ingarnar hamaðist Jón Baldvin á
nauðsyn samstjórnar Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins.
Hefur það eitthvað breyst? Á
dögunum var ekki annað að
skilja á formanninum en slík
stjórn væri eina lausnin.
Varðbergs-
línan
Jón Baldvin hefur ekki látið
þar við sitja á síðustu vikum, að
taka undir andstyggilegar athafn-
ir núverandi ríkisstjórnar, heldur
hefur hann og lýst yfir sérstökum
stuðningi við þá ofstækisfullu og
fámennu klíku sem ræður utan-
ríkisstefnu ríkisins. f anda kom-
múnistahræðslunnar hélt hann
svo erindi hjá Varðberg, Nató-
vinafélaginu, - sem var svo sett
fram í endursögn við hliðina á
leiðara. Og næstu daga hóf Morg-
unblaðið Jón Baldvin til skýjanna
fyrir þetta framlag hans til utan-
ríkismála.
Þá spurði Morgunblaðið ekki
aðra forystumenn Alþýðuflokks-
ins um afstöðu þeirra til friðar- og,
utanríkismála, því það er nefni-
lega mála sannast að í þessum
málaflokki er formaðurinn nán-
ast einangraður í Alþýðuflokkn-
um, svosem í fleirum.
Mogginn
framsýnn?
Það dettur auðvitað engum
heilvita manni í hug, að horfa
framhjá því, að Jón Baldvin hef-
ur bjargað Alþýðuflokknum frá
bráðum bana í svartasta skamm-
deginu, - þótt skiptar skoðanir
séu um lengd framhaldslífsins.
Hitt er og deginum ljósara, að
með því nótnaspili formannsins
nýja, sem nú heyrist hljóma um
borg og bæ, er fám keppinautum
dillað. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur fengið samkeppni um ó-
ánægjuatkvæðin, og þingmenn-
irnir skjálfa á beinunum ( - ekki
endilega í takt) af því það fréttist
að flestir fundarmanna Jóns
Baldvins eru fyrrverandi stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins.
Eitt er þó það valdaappirat í
Sjálfstæðisflokknum sem kann
að meta formanninn nýja og hans
pólitísku nótur, - og það er
Morgunblaðið. Þar á bæ hafa
menn löngum hampað formann-
inum, - og þá býr meira undir.
Marbakka-
veldið
Áður og fyrr var Finnbogi Rút-
ur Valdimarsson einn valdamesti
maður í íslenskri pólitík og samdi
heilu simfóníurnar fyrir marga
flokka til að dansa eftir. Hann er
föðurbróðir Jóns Baldvins - og
tengdafaðir Styrmis Gunnars-
sonar ritstjóra Morgunblaðsins.
Styrmir er smám saman að yfir-
taka hlutverk ættarhöfðingjans í
stórfjölskyldunni og segja
ábyrgðarlausir rýnendur, að
hann sé nú valdamestur í tveim
flokkum: Sjálfstæðisflokki og Al-
þýðuflokki. Skálkarnir halda því
fram, að daður Morgunblaðsins
við Jón Baldvin haldist í hendur
við gagnrýni (og bráðum hreina
andstöðu) á ríkisstjórnina. Með-
ur því að Sjálfstæðisflokkurinn
láti af nokkrum þingsætum til Al-
þýðuflokks Jóns Baldvins megi
vænta nýrrar samstjórnar, - sem
verði enn frekar en þessari
stjórnað frá Morgunblaðinu.
Þegar sá dagur rennur upp heitir
valdamesti maðurinn í landinu
Styrmir.
-óg.
T
DJðÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Utgefandl: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Árni Berqmann, Össur Skarphóðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: öskar Guðmundsson.
Fréttastjóri: Valþór Hlöðverssóh.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason. Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór
Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (iþróttír).
Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson.
Útiit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Framkva&fndastjóri: Guðrún Guómundsdóttir.
Skrtfstofuatjóri: Jóhannes Haröarson.
Auglýsingastjófi: Ragnheiður Óladóttir.
AuglýsJngar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Afgrslóslustjórl: BakJur Jónasson.
Afgreiðsis: Bára Siguröardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símsvsrsis: Asdls Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Húsmasóur: Bergljót Guöjónsdóttir, Óiöf HúnQörð
kmhsimtumsnn: Brynjóffur Vilhjálmsson, Óiafur Bjömsson.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. janúar 1985
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, rltstjórn:
Sfðumúla 6, Reykjavík, síml 81333.
Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóðvlljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð (lausasóki: 30 kr.
funnudagBvrö: 35 kr
AakríflaiMiA á mánuðl: 300 kr.