Þjóðviljinn - 18.01.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.01.1985, Blaðsíða 7
Þessa hressu krakka hittum við í Fellahelli síðastliðið fimmtudagskvöld þegar Glætan leit þar inn til að forvitnast um starfsemi Fellahellis. Ljósm.: eik. Krakkar í Reykjavík Fellahellir í Breiðholti Vissirðu að þar er opiðfrá 9 - 23? Vissirðu að Fellahellir hefur verið opinn í 10 ár? Vissirðu að þar vinna 12 starfsmenn? Vissirðu að 3-400 krakkar koma í Fellahelli á hverjum degi? Ef ekki, þá skaltu lesaþessa grein! Alltaf er nóg að gera í Fellahelli. Þessir krakkar ákváðu að taka slag en hvað hinir voru að gera vitum viðekki. Ljósm.: eik. Umsjón: Aðalbjörg R. Óskarsdóttir Föstudagur 18. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Fellahellir er elsta fé- lagsmiðstöð á landinu og hélt upp á 10 ára afmæli sitt í nóvember. Þrátt fyrir háan aldur sjást engin ellimörk hvorki á starfsliði né gest- um og hefur starfsemin sennilega aldrei verið blómlegri en einmitt nú. Opinn til 11 á kvöldin Fellahellir er opinn frá 9 til 23. Fram til klukkan þrjú er hægt að kaupa sér kakó og brauðsneið í frímínútum Fellaskóla og frá og með 4 er opið fyrir alla 13 ára og eldri. Svo til alit starfið er á veg- um Æskulýðsráðs en önnur félög hafa einnig nýtt sér aðstöðuna gegnum árin. Starfsmenn Fella- hellis eru 12 talsins. Fastir liðir í viku hverri eru t.d. vinsældalisti og kynning hans á þriðjudögum, tónlistarkynning á miðvikudög- um og ball eða diskótek á föstu- dögum. Á mánudögum og fimmtudögum er opið hús. í hús- inu er líka framköllunarherbergi, föndurherbergi, sjónvarpsher- bergi og ekki má gleyma púða- herberginu. Fyrir utan þessa föstu liði og Framhald á bls. 8 Hvert eiga krakkar að fara? I næstu viku hleypir U-síðan af stokkunum föstum dálki með upplýsingum um hvað er að gerast um helgina fyrir ungt fólk, t.d. tónleikar, böll, fundir, leiksýningar osfrv. Er því hérmeð komið á framfæri til forráðamanna eða að- : standenda slíkra uppákoma að notfæra sér þennan dálk. Það má gera með því að skrifa U-síðunni, Þjóðviljanum, Síðumúla 6 eða einfaldlega hringja í Aðalbjörgu í síma .. 81333 á daginn milli kl. 1 og 3 - aró.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.