Þjóðviljinn - 18.01.1985, Síða 9

Þjóðviljinn - 18.01.1985, Síða 9
UM HELGINA Listmunahúsið Heimur Eggerts Á laugardaginn kl. 14 verður opnuð merkileg málverkasýning í Listmunahúsinu og eru á henni 40 ný og nýleg olíumálverk eftir Eggert Magnússon. Líklega munu myndir hans flokkast undir naívisma og eru ákaflega skemmtilegar. Eggert Magnússon er fæddur 1915 á Njálsgötu 17 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson frá Breiðholti í Reykja- vík og Hrefna Eggertsdóttir Norðdal frá Hólmi í Seltjarnarn- eshreppi. Móðuramma Eggerts var Vaigerður Guðmundsdóttir frá Miðdal. Hann hefur alla tíð átt heima í Reykjavík nema hvað að síð- astliðin 7 ár hefur hann verið bú- settur að Bjargi 1 á Seltjarnar- nesi. Eggert hefur lengst af verið sjómaður á ýmsum skipum og vélstjóri frá 1938. Hann er nú hættur sjómennsku. Sem málari er hann sjálf- menntaður og hefur málað af og til frá 1960. Þetta er fjórða einkasýning Eggerts en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýning- um. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10.00- 18.00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00-18.00. Lokað mánu- daga. Sýningunni lýkur 3. febrúar. Eggert Magnússon ásamt einni mynda sinna. Nefnist hún Kyrrahafs- laxinn. Ljósm.: eik. Carmen Þrír nýir söngvarar Laugardaginn 19. janúar verða hlutverkaskipti í Carmen hjá ís- lensku óperunni. Má segja að um aðra frumsýningu sé að ræða, því í þremur stórum hlutverkum eru nú aðrir söngvarar en til þessa. Anna Júlíana Sveinsdóttir tekur við hlutverki Carmen af Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Sigrún V. Gestsdóttir syngur Micaelu í stað Ólafar K. Harðardóttur. Við hlutverki nautabanans tekur nú Anders Josephsson en það hlut- verk söng áður Simon Vaughan. Næstu sýningar á Carmen verða laugard. 19. og sunnud. 20. jan kl. 20.00. Garðar Cortes sem Don José ásamt Onnu Júlíönu Sveinsdóttur sem hinni nýju Carmen. B/TT Lí-ÍkhÚsiÖ 3. sýning i dag 17. jan. kl. 21.00 Uppselt 4. syning manudag 21. jan. kl. 21.00 Uppselt 5. syning þriðjudag 22. jan. kl. 21.00 Uppselt 6. syning miðvikudag 23. jan. kl. 21.00 Uppselt -----1 i i —i m M m n i'iurni.........irm U VtSA /ý/iHWQ, AHLJOHftoW 18-OAN L SfE/nUH"A :TMUIK PAH 111. klNINU McHiI A A VKUKIHArA J. Föstudagur 18. janúar 1985 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 9 Kvennahúsið Getnaðarvamir foimæðranna í vetur hafa konur hist klukkan eitt á laugardögum í Kvennahús- inu, Hótel Vík til að ræða málin að lokinni framsögu einhverrar mætrar konu. Nú á laugardag kl. 13 mun KristínÁstgeirsdóttir segja frá rannsóknum sínumá getnaðar- vörnum formæðra okkar. Kvennahúsið er rekið af ýms- um kvennasamtökum og opið öllum konum. Þar fer fram fjöl- breytt félagsstarf kvenna auk laugardagskaffisins. í húsinu er rekin ókeypis kvennaráðgjöf á þriðjudagskvöldum milli 8 og 10. Kvennahúsið er annars opið virka daga frá 14 til 18. Þar er alltaf heitt á könnunni og góður félagsskapur kvenna. Símar í hússins eru 21500 og 13725. Kristskirkja Musica Antiqua 2. tónleikar félagsskaparins á þessum vetri verða haldnir í Kristskirkju laugardaginn 19.þ.m. kl. 17.00. Þau Camilla Söderberg blokkf- lautuleikar og Hörður Áskelsson orgelleikari flytja ítalska og franska snemm og hábarokktón- list eftir Frescobaldi, Castello, Mancini, Boismortier, Bleramb- ault o.fl. Camilla Söderberg leikur á fjórar gerðir af blokkflautum, 2 endurreisnar og 2 barokkflautur, en þetta eru allt eftirlíkingar af hljóðfærum sem smíðuð voru á þessum tímum tímum. Tvö þess- ara hljóðfæra eru smíðuð af ung- um enskum blokkflautusmið Adrian Brown sem búsettur var hér á landi um skeið, en hljóðfæri hans eru nú orðin mjög eftirsótt á meginlandinu. Orgelið í Kristskirkju sem hefir um 30 hljómandi raddir á þrem hljómborðum og pedal, var smíð- að árið 1950 í Grobenius orgel- verksmiðjunni í Kaupmanna- höfn. Þjóðmála- umræða á Gauknum Veitingahúsið Gaukur á Stöng hefur bryddað uppá þeirri ný- breytni að standa fyrir almennri þjóðmálaumræðu á sunnudögum kl. 14.30. ÆTlunin er að umræða þessi geti orðið á tveggja til þriggja vikna fresti. Umræðuefni verða þau málefni sem í brennidepli eru hverju sinni. Þetta er háttur umræður sem margir þekkja erlendis frá og er nærtækast að nefna kaffihúsið Café Victor í Kaupmannahöfn, þar sem merkir menn hafa viðrað skoðanir sínar, í hita líðandi stundar. Umræðuefnið næstkomandi sunnudag verður „Hvað ber árið 1985 í skauti sér“. Er ætlunin sú að fá stjórnmálaleiðtoga allra flokka til að ræða opinskátt um horfur í íslenskum stjórnmálum á því ári sem nú er að hefjast. Fyrirkomulagið verður þannig að í upphafi verður haldin fram- saga en verður síðan orðið gefið frjálst og geta menn þá annað tveggja stigið í pontu eða lagt fram fyrirspurnir til frummæl- endanna. MÍR Kvikmynd um llizaruv Kvikmyndasýning verður að venju í MfR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag20. janúarkl. 16. Sýnd- ar verða nokkrar stuttar fræðslu- og fréttamyndir: mynd um þjóð- dansaflokk barna í Grúsíu, um Dnépr-fljótið mikla, um þjóð- lega íþrótt, glímu eða fangbrögð, og loks mynd sem segir nokkuð frá hinum fræga lækni dr. Ilizar- ov, sem starfar í Kúrgan í Síberíu, en meðal fjölmargra af ýmsu þjóðerni, sem Ilizarov prófessor hefur stundað eru tvö íslensk ungmenni. HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS Síðustu forvöð að gera skil Dregið verður 21. janúar. Nnr viótakanda tilvisunarnr Vd TXT Stotnun Hb Reikn nr viðtakanda C\l 7124,8844, , 801 26 1677 2 < z UJ Viðtakandi Happdrætti Þjóðviljans < cc LLl Síðumúla 6 GÍRÓ-SEÐILL NR c Jón Jonsson Laugavegi 200 105 Reykjavík Skynng greióslu Happdrættismiðar Nfir viiM.iK.inda tiiviSnn.um Vióskipiastotnun viótakanda Alþýðubankinn h.f. Atgreióslustaóur viósKiptastotnunar Aðalbanki Tegund reiknir.gs ' „ ____ Giroreiknmgur . Avisanareiknmgur X Hlaupareiknmgu ... , . , - t 1 ' ' • i 1 *'*■ • rt.UT vIJiH Mf UAN MA H\OrK' SKMlFA Nl STi\*Pl Hægt er að gera skil á afgeiðslu Þjóðviljans Síðumúla 6, hjá Alþýðubandalaginu Hverfisgötu 105, hjá umboðsmönnum um land allt, greiða með gíróseðli í banka eða pósthúsi (sjá sýnishorn um útfyllingu). Á Reykjavíkurs'væðinu er hægt að sækja greiðslu til þeirra sem þess óska og er tekið við þeim beiðnum í síma 81333-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.