Þjóðviljinn - 18.01.1985, Qupperneq 10
MINNING
ALÞÝBUBANDALAGIÐ
Árshátíð og Þorrablót ABR
Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður hald-
ið laugardaginn 2. febrúar í flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins að
Hverfisgötu 105.
Athugið að í fyrra var fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu.
Pantið því miða strax í síma 17500.
Dagskrá nánar auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR.
AB Reykjanesi
Aðalfundur kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjör-
dæmi verður haldinn laugardaginn 19. janúar
í Þinghóli Kópavogi og hefst fundurinn
kl. 13.00. Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf
2) Lagabreytingar 3) Önnur mál.
Geir Gunnarsson alþingismaður
kemur á fundinn.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 21. janúar kl. 20.30 í Skálan-
um Strandgötu 41.
Dagskrá:
Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund.
BÚH-málið.
Önnur mál.
Munið að fundir ráðsins eru opnir öllum félögum. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið í Kóþavogi
Árshátíð
verður haldin laugardaginn 2. febrúar nk. Staðurinn er auðvitað
Þinghóll Hamraborg 11 og verður húsiö opnaö kl. 20.30. Fjölbreytt
skemmtiatriði, m.a. mun Böðvar Guðlaugsson hagyrðingur flytja
gamanmál og fleiri kraftar munu koma fram. Heitur réttur verður
borinn fram síðla kvölds og aðrar veitingar verða að sjálfsögðu á
boðstólum. Athugið: Nauðsynlegt er að panta miða tímanlega því í
fyrra var húsið fullt út úr dyrum! - ABK.
AB Borgarnesi
Alþýðubandalagsfólk í Borgarnesi
og nærsveitum
Kvöldvaka verður haldin í Röðli föstudaginn 18. janúar og hefst kl.
21.00. Ýmsir góðir gestir verða kynntir nánar síðar. Léttar veiting-
ar. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Alþýðubandalagið Akranesi
Fundur um húsnæðismál
Almennur fundur verður í Rein mánudaginn 21. janúar kl. 20.30 um
húsnæðismál og lífskjörin.
Dagskrá:
★ Búseti: starfsemi félagsins og markmið.
★ Verkamannabústaðakerfið?
★ Eru húsbyggjendur á hausnum?
Frummælendur: Guðni Jóhannesson frá Búseta, Ársæll Valdi-
marsson og Guðbjartur Hannesson.
Allir velkomnir.
AB Ólafsvík
Aðalfundur
Alþýðubandalagsins í Ólafsvík verður haldinn n.k. sunnudag 20.
janúarog hefstkl. 14.30. Fundarstaður: Mettubúð. Áfundinn kem-
ur Skúli Alexandersson alþingismaður. Félagar eru beðnir að
mæta vel og stundvíslega auk þess sem allt Alþýðubandalagsfólk
er velkomið. - Stjórnin.
Kennarar óskast
Af sérstökum ástæöum vantar 1 -2 kennara að Grunn-
skóla Fáskrúðsfjaröar frá 1. mars n.k.
Aðalkennslugreinar: Danska - 6 ára bekkur - Eðlis-
fræði - 5. bekkur.
Gott húsnæði í boði.
Uppl. gefur skólastjóri í síma 97-5224 og 97-5159.
Óska eftir að kaupa notaða ameríska
þvottavél.
Uppl. í símum 81699 (vinnusími) og 77393 e.
kl. 18. Steinunn.
Sendill óskast
Iðnaðarráðuneytið óskar að ráða sendil hálf-
an eða allan daginn.
Nánari upplýsingar í ráðuneytinu.
Iðnaðarráðuneytið, Arnarhvoli
Geir Gunnarsson.
Þórarinn
Vigfússon
fæddur 25. júlí 1902 -
2. jan. s.l. lést að heimili sínu,
Frostaskjóli 9, Þórarinn Vigfús-
son, einn hinna gömlu, traustu
starfsmanna Þjóðviljans og
Prentsmiðju Þjóðviljans.
Þórarinn fæddist að Heiðarseli
á Síðu 25. júlí 1902, og var því á
83. aldursári er hann lést. 9 ára
gamall missti hann föður sinn og
fluttist þá með móður sinni að
Holti á Síðu, og þar ólst hann
upp. 1932 fluttist hann til Reykja-
víkur og átti þar heimili upp frá
því.
Á árinu 1942 kvæntist hann eft-
irlifandi konu sinni, Klöru Hall-
grímsdóttur. Börn þeirra eru 2:
Ragnhildur Rósa, sem gift er
ívari H. Jónssyni, fyrrv. ritstj.
Þjóðviljans (nú skrifst. stj. Þjóð-
leikhússins), og Jóhann Hafþór,
sém kvæntur er Ásdísi Jónsdótt-
ur. Auk þess tóku þau dreng í
fóstur, Þórarin Viðar, og ólu upp
sem sinn eiginn son. Kona hans
er Ásdís Guðmundsdóttir.
Barnabörn þeirra Þórarins og
Klöru eru nú 6 talsins.
1. apríl 1947 hóf Þórarinn störf
í Prentsmiðju Þjóðviljans sem
„stokkari". Það starf er fólgið í
því að vera aðstoðarmaður
prentarans, taka blöðin frá prent-
vélinni, stokka þau og búnta fyrir
afgreiðsluna. Prentvélin var
gömul og illa við haldið. Prentun
gekk því oft skrykkjótt og bilanir
voru tíðar. Prentarar entust illa í
starfi og stóðu sig misjafnlega,
enda vinnuaðstaða slæm,
þrengsli, léleg loftræsting og hita-
svækja. En það var viðburður ef
Þórarinn mætti ekki á næturvakt-
ina eins og ráð var fyrir gert
hverju sinni. Og varla minnist ég
þess að hann skipti skapi á hverju
sem gekk. Hafði stundum lúmskt
gaman af vinnufélögunum, þegar
þeir misstu þolinmæðina og hló
þá stundum góðlátlega.
dáinn 2. janúar 1985
Þetta starf vann hann samfleytt
í 25 ár.
Þórarinn var einn af þeim
mörgu úrvalsmönnum, sem
vekja góðar minningar hjá undir-
rituðum um þetta erfiða tímabil í
sögu blaðsins. Einn af þeim, sem
gott var að hafa í vinnu, og þó að
starf hans væri kannski ekki eitt
af þeim þýðingarmestu, þá átti
hann einnig sinn þátt í að blaðið
komst yfir örðugasta hjallann.
Á árinu 1972 var Prentsmiðja
Þjóðviljans lögð niður og prent-
unin fluttist í Blaðaprent. Það var
stærsta tæknilega byltingin í sögu
blaðsins og breytti stöðu þess
stórlega.
Þá urðu ýmsir að skipta um
vinnu, þar á meðal Þórarinn, sem
nú varð innheimtumaður blaðs-
ins. Því gegndi hann af sömu trú-
mennsku meðan kraftar entust,
allt fram á árið 1981. Hafði þá
unnið í þjónustu Þjóðviljans í
samfellt 34 ár.
Ég veit að starfsfélagar Þórar-
ins frá þessum árum minnast
hans með hlýjum huga. Sem einn
af þeirn sendi ég aðstandendum
samúðarkveðjur.
Eiður Bergmann
Styrkir úr Minningarsjóði
Theódórs B. Johnsons
í samræmi við skipulagsskrá Minningarsjóðs Theó-
dórs B. Johnsons hefur Háskóli íslands ákveðið að
úthluta tveimur styrkjum, að upphæð kr. 50 þús. hvor.
í 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a.:
„Þeim tekjum, sem ekki skal leggja við höfuðstól sbr.
3. gr., skal varið til að styrkja efnillega en efnalitla
stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla íslands
eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Há-
skóla íslands."
Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu háskólans. Um-
sóknarfrestur er til 15. febrúar 1985.
Lausar stöður
Eftirtaldar stöður við Hegningarhúsið í Reykjavík eru
lausar til umsóknar:
1) Staða forstöðumanns. Samkvæmt 11.gr. laga um
fangelsi og vinnuhæli nr. 38/1973 skal öðrum
fremur skipa í stöðuna lögfræðing eða fé-
lagsráðgjafa og skulu þeir sérstaklega hafa kynnt
sér fangelsismál.
2) Staða varðstjóra.
3) Staða fangavarðar. Aldursmörk eru 20-40 ár.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf send-
ist ráðuneytinu fyrir 1. febrúar n.k.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
14. janúar 1985
BRIDGE
Stórt vandamál í íslenskum
bridge er hve lítið er um bækur á
ylhýra tungumálinu okkar. Ansi
margir ráða ekki enskan texta
(mestur fjöldi gæðabókmennta
um bridge eru á ensku) og þaraf-
leiðandi fara á mis við margt það
sem aðrir hafa kunnáttu til að nýta
sér.
Sigurjón Tryggvason hefurgef-
ið út einar 3 bækur (minnir mig)
sem hann hefur þýtt yfir á ís-
lensku og gert með því meira
gagn en flestir aðrir í þeim málum.
Ein af þessum bókum heitir: Stytt
leið til vinningsbridge.
Það, sem gerir hana ef til vill
merkilegri en aðrar bækur um
svipað efni, er að fyrstu 8 bls. eru
lagðar undir útskýringar á því
fræga sagnkerfi Standard Amer-
ican.
Auk þess eru tekin fyrir 100
dæmi um ýmis vandamál sem
koma fyrir í leiknum (bridge). Hér
eru dæmi: (Norður gefur, N/S á
hættu).
K10852
7 KD6 ÁG73 63 ÁDG9
ÁDG9832 105
ÁG 8732
84 962
74 K64 10954 KD105 Norður vakti á 1 spaða, pass,
grand hjá Suðri, dobl hjá Vestri,
pass frá Norðri, pass frá Austri og
pass frá Suðri. Spaði út, nían átti
slaginn, hjartatía og meira hjarta,
hjörtunum spilað í botn, síðan
spaði, gosi átti slaginn, tigull til
baka, tekið á ás, tígulgosa spilað
og Austur átti tvo síðustu slagina
á spaða. 1700 til A/V.
Mottó þessa spils er að forðast
grandsamning með einspil. I
þessu tilviki átti Norður að segja 2
lauf eftir dobl Vesturs, og engin
saga sögð um það spil.
SKÁK
1 I «
ái. ttááá
á á A
'• %
é
& &
-í. .nsb
Þessi staða kom upp í skák milli
Petrosjan og Vilela ÍTallin 1979.
Petrosjan hafði hvítt og lék nú
1.e5!, snotur peðsfórn sem undir-
strikar klunnalega staðsetningu
svörtu mannanna. 1. -Bxe5 2.
Hfe1 D7 Hvað annað? 3. Rg5
hótar bæði á f7 og h7.3. -g6 4.
Bxf7+ Kg7 5. Bxe8 Hxe8 6. Rf3
c5 7. Rxe5 Hxe5 8. Dc3 Kf6 9.
Hd7 og svartur gafst upp. Fyrir 9
leikjum lét staðan ekki mikið yfir
sér en hvítum tókst að virkja alla
sína menn og rústa svörtu stöð-
una með einum snjöllum peðs-
leik.
MIN.M.Nt;\KSJÓt>UK ISLEN/K llMt H.IÁHI
SIGFÚS SIGURHJAR'I'ARSON
Minningarkortin eru lil sölu á
eftirtöldurn stödum:
Bókabúð Máls og menningar
Skrifstofu A Iþýðubandalagsins
Skrifstofu Pjóðviljans
Munið söfnunarátak í
Sigfúsarsjóð vegna
flokksmiðstöðvar
A Iþýðubandalagsins
10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN