Þjóðviljinn - 18.01.1985, Síða 13
Hiti sjávar
ræður afla á íslandsmiðum
FISKIMAL
ystumanna borgaraflokkanna í
þessu landi. Þá dreymdi um er-
lenda stóriðju í öllum landshlut-
um sem keypti orku frá íslensk-
um vatnaflsstöðvum. Til að gera
þennan draum að veruleika var
orkusamningurinn við svissneska
iðnaðar í landinu og verið hemill
á nauðsynlega þróun í marg-
skonar úrvinnslu á íslenskum
sjávarafla svo og fiskeldi í
landinu.
Til þess að finna stóriðju-
draumnum grundvöll til að
öflugum sjávarútvegi. Annars-
vegar auknum veiðum og hins-
vegar fullkomnari úrvinnslu fyrir
heimsmarkað. Þessu til viðbótar
verður að hraða svo sem nokkur
kostur er uppbyggingu laxeldis-
stöðva því það er hugsanlegasta
~, ■ f£
Hiti sjávar á íslandsmiðum er einn þýðingamesti áhrifavaldurinn þegar spáð er í fiskgengd og afla, segir Jóhann J.E. Kúld
í Fiskimálum.
Frá upphafi okkar sögu hefur
fiskafli verið misjafn á miðunum
við landið. Lengst af gegnum
aldirnar áttum við ekki haffær
skip til að stunda veiðar og sagan
því aðallega um fiskigöngur á
grunnmiðum, þar til seint á öld-
inni sem leið, þegar þilfarsútgerð
hófst og síðan í byrjun þessarar
aldar, togveiðar og vélbátaút-
gerð. En öll þessi fiskisaga okkar
segir okkur að fiskafli var lengst
af misjafn á milli ára. Það komu
góð aflaár, en líka treg fiskiár.
Þegar treg fiskiár komu fyrr á
öldum á meðan miðin voru ekki
þéttsetin af erlendum skipum og
við áttum engin haffær skip, þá
gátu menn ekki sagt að tregfiskið
stafaði af ofveiði, enda hefði það
verið fjarstæða.
Hinsvegar gerðu menn sér ekki
ljóst hvaða utanaðkomandi
ástæða gæti valdið þessu. Það er
ekki fyrr en Bjarni Sæmundsson
fyrsti íslenski fiskifræðingurinn
hefur hér störf í byrjun þessarar
aldar við mjög frumstæð skilyrði,
að hann gerir sér grein fyrir því að
hitinn í sjónum er hér aðal örlag-
avaldurinn.
Rannsóknir Bjarna fóru nær
eingöngu fram í togaranum Skall-
agrími, skipi Kveldúlfsfélagsins,
þar sem hinn greindi Guðmundur
Jónsson var skipstjóri. Þá mun
fyrst á íslandsmiðum farið að
mæla hita sjávar áður en tog-
vörpu var kastað. Þessi uppgötv-
un mun hafa átt sinn mikla þátt í
hinum mikla afla Skallagríms og
Guðmundar Jónsonar gegnum
árin. Síðan þetta var hefur mikið
vatn runnið til sjávar og vísdómur
okkar um lífskilyrði í hafinu í
kringum fsland á að vera marg-
faldur nú á við það sem hann var á
dögum Bjarna Sæmundssonar,
þessa afburðamanns á sviði fiski-
rannsókna.
Kaldir straumar
síðustu ára
aftur hlýnar
Nú hafa hafstraumar sem voru
of kaldir á síðustu árum, aftur
hlýnað á okkar fiskimiðum við
landið. Þetta boðar okkur meiri
fiskafla en að undanförnu og mun
það fljótlega segja til sín í meiri
afla á miðunum. Annars er það
lærdómsríkt fyrir okkur sem svo
mikið eigum undir sjávarafla í
okkar þjóðarbúskap, að í 32 ár
eftir síðari heimsstyrjöldina, á
meðan stórir erlendir veiðiflotar
hagnýttu sér okkar mið, þá jafn-
aði þorskaflinn sig upp á Islands-
miðum með 4000.000 tonnum á
ári. Nú, eftir að við sitjum einir
að miðunum er gengið framhjá
þessari sögulegu staðreynd eins
og þetta hafi aldrei skeð. Fiski-
rannsóknir á okkar miðum eru
lífsnauðsynlegar, en þegar á-
kveðinn er ársafli fiskitegunda
held ég að'líka þurfi að taka mið
af þeim afla sem fiskveiðisagan
greinir frá. Ef við gerum þetta
ekki, þá verða of miklar sveiflur í
okkar fiskveiðum á milli ára, en
það hefur óæskileg áhrif á stöðu
okkar á fiskmörkuðum og fjár-
hagslega afkomu fiskveiðiflot-
ans. Afskipti ríkisvaldsins af fisk-
veiðum annarra hefur allstaðar
gefist illa og er hreint neyðarúr-
ræði. Með öllum þeim miklu
ríkisafskiptum af fiskveiðum á
sl.ári er talið að þorskafli sl.árs
verði í kringum 272 þús.tonn.
Hvað hann hefði orðið mikill
með minni afskiptum og hærri
heildaraflatölu um ársafla í byrj-
un sl.árs, er hinsvegar ekki gott
að geta sér til um. Nú hefur það
sannast í gegnum spurningalista
sjávarútvegsráðuneytisins að
fiski var á sl.vetrarvertíð kastað
aftur í hafið væri hann tveggja
eða þriggja nátta úr netum. Þetta
var að sjálfsögðu neyðarvörn
fiskimanna sem voru með alltof
naumt skammtaða kvóta. Ef
þetta á að endurtaka á komandi
vetrarvertíð þá sjá allir í hvert
óefni er komið. Enginn hefur
heldur hugmynd um í hvað stór-
um mæli þetta var gert. Rækjua-
flinn er til septemberloka í ár
10.182 tonn og er það góð
aukning frá síðustu árum, þarna
munar mestu um hinar auknu út-
hafsrækjuveiðar íslenskra skipa.
Og enn er þörf að rannsaka ný
rækjumið hér norður og austur af
landinu. í þessu sambandi get ég
frætt menn á því, að öll rækju-
veiðiskip frá Sunnmæri í Noregi
stunduðu veiðarnar á Jan Mayen
hafsvæðinu á sl.sumri og fengu
þau mikinn afla.
Ekki mjólkurkú
fyrir millilið
og braskara
Á síðustu árum hafa íslenskar
fiskveiðar lengst af búið við of
þröngan kost, og verið hafður
sem mjólkurkýr allskonar milli-
liða og braskara, sem oft hafa
blóðmjólkað þennan aðalundir-
stöðuatvinnuveg þjóðarinnar.
Okrið á brennsluolíu til fisk-
veiðiflotans er þar eitt ljótasta og
átakanlegasta dæmið þó margt
annað sé hægt að tína til, svo sem
bankahallirnar sem reistar hafa
verið fyrir tapið á fiskveiðunum.
Bankar eiga að vera þjónustu-
stofnanir almennings og atvinnu-
veganna sé þjóðfélagið heilbrigt,
en ekki stórgróðastofnanir á
kostnað atvinnuvega sem berjast
í bökkum eða eru reknir með
tapi.
Þá er það alvitlausasta rek-
strarhagfræði sem um getur þeg-
ar löggjafinn lætur leggja í sjóð af
taprekstri. Hitt er jafn sjálfsagt
að fyrirtæki fái að byggja sig upp í
sjávarútvegi með því að leggja í
varasjóð þegar vel gengur. En þá
verður líka að tryggja það, að
slíkt fjármagn sé ekki hægt að
leggja í óskylda starfsemi. En til-
hneiging til þess hefur verið mik-
ill veikleiki íslenskrar útgerðar
gegnum tíðina. En nú í dag er
stærsta mál íslenskrar fiskútgerð-
ar, að lækkun fáist á olíuverði til
fiskiskipa. Lækkun er í samræmi
við olíuverð til skipa í næstu
löndum við okkur, þegar tekið er
tillit til meiri flutningskostnaðar
hingað til lands. Olíuverð sem
ekki uppfyllir þessar sjálfsögðu
kröfur það verður að hverfa. Geti
hin þríhöfða olíusala ekki upp-
fyllt þessa sjálfsögðu kröfu, þá
verður að leita að öðrum úr-
ræðum og finna þau.
Áróðurinn gegn
íslenskri sjósókn
síðustu ára
Það, hvernig búið hefur verið
að íslenskri fiskútgerð síðustu ár
á upptök sín í stóriðjudraumi for-
álhringinn gerður og álverk-
smiðjan í Straumsvík reist af
grunni. En sá var galli á þessum
samningi að söluverð orkunnar
var undir framleiðsluverði. Þessi
stóriðjudraumur knúði svo á um
of örar orkuframkvæmdir byggð-
ar á draumnum, þar sem óhag-
kvæm erlend lán voru tekin til
framkvæmda. Þetta er ástæðan
fyrir hinu háa raforkuverði til al-
mennings og margskonar iðnað-
aruppbyggingar í landinu.
f þessum stóriðjudraumi fólst
nauðsyn þess, að telja fólki trú
um að íslenskur sjávarútvegur
væri á fallanda fæti og gæti ekki
tekið við nýju fólki sem bættist
við á vinnumarkaðinn. Þar átti
stóriðja ásamt auknum þjónust-
ustörfum á öllum sviðum að leysa
vandann, ásamt smáiðnaði sem
mundi vaxa upp í skjóli stóriðj-
unnar. Þessi atvinnustefna er
búin að valda miklu böli í ís-
lensku þjóðlífi. Hún hefur tafið
uppbyggingu margskonar létt-
standa á þurfti að sannfæra fólk
um að íslenski fiskveiðiflotinn
væri alltof stór miðað við afkast-
agetu okkar miða. Þessum áróðri
hefur verið haldið að fólki í ræðu
og riti síðustu árin og er nú svo
komið að hinir ótrúlegustu menn
eru farnir að trúa þessu. Það er
haft eftir áróðursmeistara nasista
í Þýskalandi stríðsáranna dr.
Göbbels, að ef lygin væri endur-
tekin nógu oft þá væri hægt að fá
fólk til að trúa henni eins og sann-
leika. Þessi kenning áróð-
ursmeistara nasista virðist hafa
fallið í góðan jarðveg hér í áróðr-
inum gegn fiskveiðunum.
Fólk þarf að
sameinast um þjóð-
holla atvinnustefnu
Það mun sannast á komandi
tíma að sjálfstæðu þróttmiklu
menningarþjóðfélagi verður ekki
haldið uppi í landinu nema með
leiðin til að grynna á þeim upp-
söfnuðu erlendu óreiðuskuldum
sem safnast hafa fyrir á síðustu
árum þjóðinni til skaða og van-
sæmdar.
Til þess að geta fullnýtt alla
fiskistofna á landgrunninu þarf
stóran veiðiflota, ekki færri skip
en við eigum núna. Hinsvegar
þarf þessi floti að vera í stöðugri
endurnýjun og skipastærðir á
hverjum tíma að miðast við það
sem gefur besta afkomu. Sjávar-
útvegurinn er kjölfestan í íslensk-
um þjóðarbúskap gagnvart öllum
innflutningi til landsins og verður
um langan tíma. Þessvegna verð-
ur að tryggja grundvöll hans. Til
hans þarf fjármagnið að leita og
gefa arð, en ekki til yfirhlaðinnar
innflutningsverslunar. Þetta er
spurningin um þjóðholla raun-
hæfa atvinnustefnu í landinu, í
stað draumóra og blekkingar um
stóriðju sem leysi vandann.
14. janúar 1985.
GERIÐ SKIL SEM FYRST
HAPPDRÆTTl
PJÓÐVILJANS 1984
Miðaverð 100 krónur.
Dregið verður 21. janúar 1985.
Upplýsingar i síma 81333.
'."vL"r: . "V;v
Nr. 1 7200
VIMISGAR.
1 Corona lölva
2. Farsedill fra Sanu innuferðum-Lands\n
3. Húsgögn frá íslenskum husbúnadi hf
4. Húsgögn frá Furuhúsmu hf.
5. Husgögn frá Árfelli hf
6. Heimtlistarki frá Fomx sf
7. Hljomiatki frá Japis-hf
8 -13. Bókaúnektir hjá Bókauigátu Mals
og menmngar kr 5 000.00 hver
SamtaLs kr
• erðgUdi k.
92.000 C
30 000 C
30 000 t
30 000 (
30.000. L
30.000. C
30 000 I.
Hægt er að gera skil á afgeiðslu Þjóðviljans Síðumúla 6, hja Alþýðubandalaginu Hverl
hjá umboðsmönnum um land allt, greiða með gíróseðli í oanka eða pósthúsi (sjá sý
utfyllingu). A Reykjavikursvæöinu er hægt að sækja greiðslu til þeirra sem þess óskc
við þeim beiðnum í síma 81333.
105
?r tekiö
Föstuaagur 18. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 13