Þjóðviljinn - 18.01.1985, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Föstudagur 18. janúar 1985 14. tölublað 50. örgangur
DJÚÐVIUINN
Sundahöfn
Vaktavinna veldur deilum
Eimskip villsetja á vaktavinnu við Sundahöfn.
Andstaða starfsmanna gegnþví er alger. Myndi lœkka starfsmenn ílaunum
Félagarnir Valdemar, Hannes, Jón Gauti og Róbert voru ómyrkir í máli er þeir sögðu álit sitt á tyrirhuguðu vaktakerfi við Sundahöfn. Ljósm. E.ÓI.
Húsavík
Þingmönnum kjördæmisins
hótað málaferlum
Greiði þeir atkvœði með eða sitji hjá við atkvœða
greiðslu um radarstöð á Langanesi
I á Húsavík er grein eftir Birgi
Steingrímsson á Húsavík, þar
sem hann skrifar um uppsetningu
nýrra radarstöðva hér á landi og
leggst hann alfarið gegn þeirri
hugmynd. Það er í sjálfu sér ekki
frétt að fólk geri það, en hitt' er
fréttnæmt að Birgir segir í grein
sinni að ef þingmenn Norður-
lands kjördæmis eystra greiði at-
kvæði með uppsetningu stöðv-
anna eða sitji hjá við atkvæða-
greiðslu á Alþingi um málið
munu hann lögsækja þá fyrir.
Segist hann muni gera allt sem
hægt er til að fá þá svifta þing-
helgi svo lögsækja megi þá meðan
þeir eru þingmenn og eins er þeir
láti af þingmennsku.
Þjóðviljinn innti Birgi nánar
eftir þessu í gær og sagðist hann
ekki vita um aðra leið en að fá
þingmennina svifta þinghelgi.
Hann sagðist aftur á móti hafa
nóga lögfræðinga til að aðstoða
sig við að leita leiða til að fram-
fylgja málinu. Hugsanlegt væri
Eimskipafélagið hefur í huga að
koma á vaktavinnu hjá hafn-
arverkamönnum við Sundahöfn.
Að sögn nokkurra starfsmanna
þar sem Þjóðviljinn ræddi við er
mikil andstaða hjá öllum hafnar-
verkamönnunum gegn þessari
fyrirætlun, mest vegna þess að
þetta mun valda umtalsverðri
launalækkun hjá öllum starfs-
mönnum.
Þjóðviljinn ræddi við fjóra
hafnarverkamenn um málið í
gær, þá Róbert Rypkem, Jón
Gauta, Hannes Hannesson og
Valdimar Jónsson um þetta mál.
Sögðu þeir að ef vaktir yrðu tekn-
ar upp myndi öll eftir- og nætur-
vinna detta niður. Sú yfirvinna
sem hafnarverkamenn hafa haft
um langt árabil hefur gert þeim
kleift að lifa af launum sínum.
Verði hún tekin af yrði ekki hægt
að lifa af laununum. Þeir sögðu
að það vakta-álag sem kæmi á
launin væri smáræði sem litlu sem
engu máli skipti.
Fundir hafa verið haldnir um
málið er andstaða starfsmanna
gegn vaktafyrirkomulagi alger.
Forráðamenn Dagsbrúnar hafa
komið á fund starfsmanna og lýst
því yfir að þeir styðji verkamenn í
andstöðu þeirra gegn vöktunum.
Þeir fjórmenningar sögðu aftur á
móti að Eimskip gæti, samkvæmt
kjarasamningum, sett á vaktir
hvað sem verkamenn segja.
„Við gætum auðvitað neitað,
en þá yrðum við bara reknir og
nýir menn ráðnir í staðinn“,
sögðu þeir fjórmenningar.
Þá sögðu þeir einnig að gerð
hefði verið tilraun með vaktir á
stóru tækjunum og hefði því ver-
ið lofað að um tilraun í mánaðar-
tíma yrði að ræða. Þetta stendur
enn mörgum mánuðum seinna.
-S.dór
að stefna þeim fyrir Landsdóm.
Þetta þyrfti að athuga allt saman.
Þá sagði Birgir að fólk á Húsa-
vík hefði tekið mjög við sér eftir
að hann skrifaði greinina og allir
sem hann hefði rætt við verið sér
sammála nema einn, en sá vildi
líka að ísland yrði vígbúið með
kj arnorkuvopnum.
-S.dór
Bankarán
ófundinn
Enn hefur ekki verið upplýst
hver maðurinn er sem sveik á
annað hundrað þúsund krónur út
úr tveimur bönkum á Reykjavík-
ursvæðinu nú nýverið eftir að
hafa stofnað ávísanareikning
undir fölsku nafni, lagt stórar
upphæðir inn á 10 sparisjóðsbæk-
ur í jafnmörgum bönkum og
tekið aftur út af tveimur þeirra.
_______________________
vaxtareikningur
VÖRNGEGN VERÐBÓLGU
Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra
reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að
Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. /j^-v
Betrí kjör bjóðast varla. ^/SlilflWÍ