Þjóðviljinn - 19.01.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.01.1985, Blaðsíða 1
,12? DJ0ÐV1UINN SUNNUDAGS- BLAÐIÐ MENNING Náttúruvernd Elliðaárdalnum fómað Hraðbraut um sunnanverðan Elliðaárdalinn aftur komin á dagskrá Davíð Oddsson borgarstjóri villfrestafriðlýsingu dalsins Sem kunnugt er hafði verið ákveðið að friðlýsa Eiliða- árdalinn og gera þar útivistar- svæði eða fólkvang. Á síðasta fundi umhverfisverndarráðs Reykjavíkurborgar lagði hins vegar Hulda Valtýsdóttir formað- ur ráðsins og borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins fram tillögu um að frestað verði að friðlýsa Ellið- aárdal. Unnið hefur verið að málinu í mörg ár og fékkst það m.a. í gegn á sínum tíma að hætta við fyrirhu- gaða hraðbraut eftir sunnanverð- um dalnum. Mun það hafa verið á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir að núverandi meirihluti tók við að samþykkt var að vinna áfram að því að gera dalinn að fólkvangi og friðlýsa hann. Ástæðan fyrir því að tillaga kom fram í umhverfisverndarráði um að fresta friðlýsingu er sú að Davíð Oddsson borgarstjóri vill að við þetta verði hætt og er hann aftur kominn með hugmydnir um að leggja hraðbraut eftir dalnum. Ástæðan er sú að hraðbraut um Elliðaárdalinn tengist hraðbraut um Fossvogsdal sem Davíð þrýst- ir mjög á Kópavogsbúa að ljá máls á. Þar að auki eiga bæði Reykja- vík og Kópavogur land að efsta hluta Elliðaárdals og var búið að ná samkomulagi um að bæirnir báðir stæðu að fólkvanginum. Með því að taka aftur upp hug- myndina um hraðbraut um dal- inn er Davíð Oddsson að þrýsta á Kópavog að gefa eftir í Fossvogs- dalsmálinu, vekja aftur upp deilur um Vatnsendasvæðið og fleiri. t>á var í frestunartillögunni á fundi umhverfisverndarráðs lagt til að kjörin verði nefnd sem át- hugi málið allt og það vekur at- hygli að ekki er lagt til að íbúar Seláshverfis, Árbæjarhverfis, fulltrúi Árbæjarsafns né Kópa- vogs eigi sæti í nefndinni. Álf- heiður Ingadóttir fulltrúi Al- þýðubandalagsins í ráðinu fékk því framgengt að frestað var í ráðinu að taka tillöguna fyrir. -S.dór Knattspyrna Luton í Laugar- dal Enska fyrstudeildarliðið gegn Reykjavíkurúrvali Gervigrasið vígt á sunnudaginn Á sunnudaginn verður óvænt uppákoma í Laugardal stórleikur í fótbolta um hávetur. Enska fyrs- tudeildarliðið Luton Town mætir til leiks við Reykjavíkurúrval. Þrennt gerir þessa heimsókn Englendinganna mögulega: nýi gervigrasvöllurinn, veðurfar hag- stæðara knattspyrnuiðkan á Is- landi en í heimalandi fótboltans, og framtak Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, Flugleiða og Hen- sons sem standa að Luton- leiknum. Reykjavíkurúrvalið velur Björn Arnason þjálfara Víkings- liðsins. Luton þykir sókndjarft en er líka frægt fyrir að fá á sig mörk þegar svo ber undir. Helstu stjörnur eru Brian Stein, lands- liðsmaður, markaskorari í fram- línu, og Rickie Hill, einn leiknasti miðjumaðurinn í ensku deildinni, við landsliðið. Þessi leikur verður einskonar vígsluleikur gervigrasvallarins í Laugardal. í Englandi er aðeins einn slíkur, völlur QPR í London, en Luton-liðið kann prýðilega við sig á slíkum velli sem sést á því að það hefur unnið útileiki sína gegn QPR síðan gervigrasið var þar lagt. Leikurinn hefst klukkan þrjú og má gera ráð fyrir að seinni hálfleikur verði leikinn i flóðljós- um. Á Vesturgötunní er nú loksins búið að koma upp hraðahindrunum og þar með er margra ára baráttumál íbúa í Vesturbænum komið í höfn. Upphaflega beittu íbúasamtök Vesturbæjar sér fyrir því að há- markshraðinn á Vesturgötunni yrði lækkaður niður í 30 km en öku-i menn virtu það oftast að vettugi. Þá var hafin barátta fyrir því að settar yrðu niður hraðahindranir og það er nú loksins orðið að veruleika. Jámgrindur, sem skaga fram í götuna, gera bílum mjög erfitt fyrir að aka á miklum hraða eftir götunni. Einsog sjá má á þessum hressu krökkum úr Vesturbæjarskólanum eru allir yfir sig ánægðir með breytinguna, nema kannski ósvífnirökuþórarsem bölva breytingunni í laumi. -ÖS Borgin Skúbgötumúrinn sýndur lóðartiöfuni Kjörnirfulltrúarsjá skipulagið fyrst á mánudag Ífyrradag var haldin sérstök sýning á tillögum um skipulag á Skúlagötusvæðinu fyrir stærstu lóðareigendurna þar, Eimskip, Sláturfélag Suðurlands og Völ- und. Tillögurnar hafa ekki komið fyrir augu fbúa í hverfinu og kjörnir borgarfulltrúar sjá þær ekki fyrr en á mánudag, á skipu- lagsnefndarfundi. Heimildir Þjóðviljans herma að nokkuð hafi verið dregið úr múrnum frá fyrstu uppköstum, en skipulagið sé þó í öllum meg- indráttum í samræmi við upphaf- legar hugmyndir. Þorvaldur S. Þorvaldsson for- stöðumaður Borgarskipulags staðfesti við Þjóðviljann að til- lögumar hefðu verið kynntar fyrir nokkrum lóðareigendum, enda var í samþykkt skipulags- nefndar, sagði Þorvaldur, ákvæði um að vinna verkið í samráði við þá og taka tillit til þeirra. Höfundar tillagnanna eru Guðmundur Kr. Gieðmundsson, Ólafur Sigurðsson og Bjöm Hallsson. Meirihluti skipulags- nefndar ákvað á sínum tíma að fela þeim verkið án samkeppni. -m Friðarverðlaun í Kanada - leiðtogafundur í Dehli Viðtal við ÓlafRagnar Grímsson bls. 4 í Sunnudagsblaði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.