Þjóðviljinn - 19.01.1985, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 19.01.1985, Qupperneq 2
FRETTIR Fiskvinnslukonur Aðeins viku uppsagnarfrestur Konur eru 3M hlutar starfsfólks ífiskvinnslunni Reknar heim með viku fyrirvara þóttþœr hafi unnið í30 ár Sigrún Clausen Akranesi: 180 atvinnulausir F erkamannasamband íslands hefur vakið athygli fjölmiðla á því ófremdarástandi, sem ríkir og ríkt hefur í atvinnumálum fisk- verkunarfóiks. Á Akranesi og Suðurnesjum hafa mörg hundruð manns verið á atvinnuleysisskrá í nokkrar vikur. Sé Hafnarfirði bætt við hafa nálega þúsund manns verið á atvinnuleysisskrá í þessum byggðarlögum síðan nokkru fyrir jól auk mikils fjölda á mörgum öðrum stöðum á landinu. Konur eru þrír fjórðu hlutar starfsfólks í fiskvinnslunni en milli 80 og 90% atvinnulausra í starfsgreininni á Akranesi samkv. upplýsingum Herdísar Ólafsdóttur hjá verkalýðsfélagi Akraness. Uppsagnarfrestur í fiskvinnsl- unni er ein vika. Gildir þá einu hvort viðkomandi hefur starfað í þrjá mánuði, eða þrjátíu ár. í flestum öðrum störfum er upp- sagnarfrestur einn til þrír mánuð- ir og stundum lengri. Sigrún Clausen, formaður kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness, sagði í samtali við Þjóðviljann, að í þessari viku fengju um hundrað og áttatíu manns greiddar atvinnuleysis- bætur á Akranesi. Síðasta ár sagði hún hafa verið mjög slæmt á Akranesi, og hefðu t.d. 60-80 manns stöðugt verið á atvinnu- leysisskrá frá því í haust. Hún sagðist telja að ástandið myndi lagast á næstunni. Frystihúsin væru að fara í gang. Tvö hefðu verið stækkuð og tækju fleira fólk í vinnu en áður en auk þess bjóst hún við að saumastofna Henson myndi taka til starfa á næstunni á Akranesi. Mætti reikna með all mörgum konum til vinnu hjá fyrirtækinu sem væri nýr aðili í atvinnulífi Akraness. Eitt frysti- hús er hætt starfsemi fyrir fullt og allt. Óskar Hallgrímsson í vinnu- máladeild fél- agsmálaráðuneytisins sagði í Sigrún Clausen: hundrað og áttatíu atvinnulausir á Akranesi. Ljósm. eik. HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS Síöustu forvöö aö gera skil Dregiö verður 21. janúar. Nnr viðtakanda lilvisunarnr Vd TXT Slolnun Hb Reikn nr viólakanda 7124,8844, 801 £6 1677 Viðtakandi Happdrætti Þjóðviljans Síðumúla 6 GlRÓ-SEÐILL Q NR. Jón Jónsson Laugavegi 200 105 Reykjavík Viðskiptastolnun viótakanda Alþýðubankinn h.f. Afgreiöslustaður viöskiptastolnunar Aðalbanki Tegund reikmr.gs ' . , Giroreikningur . Avisanareiknmgur X- Hlaupareiknmgur g greiöslu Happdrættismiðar Hægt er að gera skil á afgeiðslu Þjóðviljans Síðumúla 6, hjá Alþýðubandalaginu Hverfisgötu 105, hjá umboðsmönnum um land allt, greiða með gíróseðli í banka eða pósthúsi (sjá sýnishorn um útfyllingu). Á Reykjavíkursvæðinu er hægt að sækja greiðslu til þeirra sem þess óska og er tekið við þeim beiðnum í síma 81333. samtali við blaðið að atvinnu- lausum færi nú fækkandi á landinu öllu þar sem fiskvinnslan væri yfirleitt að komast í fullan gang. Nánar í blaðinu eftir helgi. -hágé Elliði hét maðr. Hann var maðr hefnigjarn. Hann var mjök á móti hraðbrautum. Þar kom að kjósa skyldi... Kjarnorkuvopn Mótmæltum líka Steingrímur: Líta má á kröfur Islendinga um skýringar sem mótmœli við slíkum hugmyndum Eg lít svo á, að þegar við krefj- umst skýringa á þessu og ítr- ekum það að hingað komi ekki kjarnorkuvopn nema með leyfi ís- lenskra stjórnvalda, þá séum við um leið að mótmæla slíkum hug- myndum, sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í samtali við Þjóðviljanna í fyrra- dag, er blaðið leitaði viðbragða hans við fregnum af mótmælum forsætisráðherra Bermuda og staðfestingu yfirhershöfðingja herafla Kanda á tilvist skjalanna sem Arkin kynnti íslenskum ráðamönnum í desember sl. Steingrímur kvað það að vissu leyti vera létti, sem fram hefði komið í fréttum af þessu máli, að í sama skjalinu væri einnig að finna staðfestingu þess, að hing- að yrðu ekki flutt kjarnorkuvopn nema ieyfi stjórnvalda kæmi til. „Ég efa það ekki að kjarnorku- veldin eru með heilan bunka af plönum um alls konar hluti sem við vitum ekkert um, ég hugsa að við komumst aldrei til botns í því. En það mikilvægasta er að kjarn- orkuvopn verði aldrei flutt hing- að án heimildar stjórnvalda, og á það legg ég áherslu". -óg Kaffibaunaafslátturinn Jafngildir tekjum Akureyrar 5,5 miljóna dollara afslátturinn jafngildir gjöldum allrafjölskyldna til bœjarins á síðasta ári Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur skýrt frá athyglisverð- um viðskiptum Sambandsins með kaffi. Upplýst hefur verið að dótt- urfyrirtæki þess, Kaffibrennsla Akureyrar h/f, hafi fengið 5,5 miljónir dollara í afslátt frá selj- endum kaffis í Brasilíu árið 1979- 1981. Ef þessar 5,5 miljónir dollara eru færðar til verðlags nú um stundir kemur ýmislegt athyglis- vert í ljós. Upphæðin er u.þ.b. 225.000.000.- í íslenskum krón- um. Fyrir þá upphæð má fá prýði- lega útbúinn skuttogara, og hugs- anlega 50 tonna bát í kaupbæti, allt saman splunkunýtt. Það má sem hægast fá hundrað stykki af hundrað fermetra íbúðum fyrir þann pening. Fyrir ýmsa getur verið fróðlegt að vita, að allar tekjur bæjarsjóðs Akureyrar af útsvörum og aðstöðugjöldum voru á sl. ári nokkru lægri, eða um 210.000.000,-. f þessu sam- bandi séð er hinn umdeildi af- sláttur dálagleg summa, já raunar svipaður gjöldum allra fjöl- skyldna til sveitarfélagsins í 13.000 manna bæ á árinu 1984, og nærri helmingi hærri en öll fram- lög ríkisins til grunnskólabygg- inga samkvæmt fjárlögum 1985. - hágé. Reiðhöll Hlutafélag stofnað Um skeið hefur verið í undir- búningi að reisa reiðhöll í Reykjavík og hefur byggingin þegar verið hönnuð og kostnað- aráætlanir gerðar. Þjóðviljinn skýrði ítarlega frá þessari fyrir- huguðu byggingu á sínum tíma sem á jöfnum höndum að þjóna hagsmunum hestamanna og bænda. Á fundi sem haldinn var um það þann 12. þ.m. var samþykkt að stofna hlutafélag, Reiðhöllina hf., er hefði það að markmiði að reisa og reka reiðhöll. Skal hún „vera vettvangur þjálfunar, keppnis- og sýningaraðstöðu fyrir hross og hestamennsku... stuðla að sýningum tengdum landbúnaði og starfsemi tengdri reiðskóla og æskulýðsstarfi", ásamt nauðsynlegum rekstri. Fundurinn samþykkti að hlutaíé skyldi vera 10 milj. kr. og söfnu- ðust þegar á fundinum 4 milj. Að því er stefnt að höllin verði fok- held sem fyrst og fullgerð í tengs- lum við landbúnaðarsýningu 1987. Stjórn Reiðhallarinnar hf. skipa: Agnar Guðnason, Gísli B. Björnsson, Sigurður Líndal, Sig- urbjörn Bárðarson, Eyjólfur ísólfsson, Rosmarie Þorleifsdótt- ir og Gunnar R. Magnússon. - mhg. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.