Þjóðviljinn - 19.01.1985, Síða 3

Þjóðviljinn - 19.01.1985, Síða 3
FRETTIR Líftœkni Ensím seld til útlanda Unnin úrfiskslógi. Geipihátt verð. 200 grömm seld ífyrstu lotu. 100þúsundfyrir kílóið. Mikill áhugi erlendis. Fleiri ensímframleidd á nœstunni. Tímamót Fyrsti skammturinn af lífræn- um efnahvötum sem framleiddur hefur verið hérlendis var nýlega seldur til Bandaríkjanna fyrir mjög gott verð. Hér er um kalt ensím að ræða sem unnið er úr fiskúrgangi. Vinnslan fór fram á tilraunastofu Raunvísindastofn- unar Háskólans en þar er einnig unnið að framleiðslu hvera- ensíma. Alls voru seld um 200 g af fisk- ensíminu til Bandaríkjanna fyrir um 20 þús. kr. Það gerir 100 þús. kr. fyrir hvert kg af efnahvatan- um en að jafnaði fást um 400- 4000 kr. fyrir hvert kg af iðnaðar- ensímum. „Verðið sem við fengum er mjög gott og greinilega verð fyrir rannsóknarvöru, þetta eru tíma- mót hjá okkur“, sagði Jón Bragi Bjarnason lífefnafræðingur, sem er verkefnisstjóri við tilrauna- framleiðsluna á hinum lífrænu hvötum. „Þetta eru mikil tímamót hjá okkur því þetta er fyrsta skrefið sem við tökum til að hreyfa okkur áfram í þessum málum. Við höf- um hingað til verið við tilrauna- vinnslu en vonumst til að geta gengið iengra á næstu mánuðum og árum. Við ætlum að halda þessu áfram og reyna að selja heilli útgáfu af þessu sama ens- ími, önnur efni úr fiskúrgangi og hveraörveruefni en við Jakob Kristjánsson og Guðni Alberts- son erum byrjaðir rannsóknir á þeim örverum“, sagði Jón Bragi. Erlendir aðilar hafa haft mik- inn áhuga á þeim ensímum sem verið er að gera tilraunir með framleiðslu á hérlendis en ekki hefur verið mögulegt að bjóða vöruna hingað til, þar sem hún Alþýðu- bandalagið AB óskar eftir viðræðum við Kvennalista, kvennaframboð og Alþýðuflokk um nýtt landsstjórnarafl I vikunni sendu forystumenn Alþýðubandalagsins bréf til Al- þýðuflokks, Bandalags jafnaðar- manna, Samtaka um kvennalista, Kvennaframboðsins á Akureyri og Kvennaframboðsins í Reykja- vik þar sem óskað er eftir við- ræðum. I>á hefur Alþýðubandalagið sent samböndum og aðildarfé- iögum innan ASÍ og BSRB svo og mörgum öðrum félagasam- tökum bréf til kynningar á þessari málaleitan. Viðræðurnar fara fram á vinnustöðum, í samtökum launa- fólks, við aðra stjómarandstöðu- flokka og samtök og einstaklinga utan þings. Af hálfu Alþýðu- bandalagsins er gert ráð fyrir að þessar viðræður verði allar opnar og jafnóðum verði skýrt opinber- lega frá því sem þar kemur fram. í bréfum til stjórnarandstöðu- flokkanna og í kynningu til fé- lagasamtaka er gerð nánari grein fyrir þessum viðhorfum, og einn- ig vakin sérstök athygli á sam- þykkt 35. þings ASÍ um „nýtt landsstjómarafl“. Rafmagnsveita Reykjavíkur Fastagjald 1400kr.ámæli Ranglát og vitlaus tillaga, segir Sigurjón Pétursson. Veldur hœkkun hjá minnstu neytendunum Það er engin sanngirni í þessari tillögu - hún er bæði ranglát og vitlaus, sagði Sigurjón Péturs- son borgarstjórnarfulltrúi á fundi borgarstjórnar á fimmtudags- kvöld þar sem endanlega var sam- þykkt breyting á gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavíkur sem fel- ur í sér að tekið verður upp 1400 króna fastagjald á ári á sérhvern rafmagnsmæli í borginni. Breytingin felur í sér hækkun á raforkuverði til lítilla fjölskyldna og lækkun orkuverðs til stærri notenda. Sigurjón Fjeldsted fulltrúi borgarstjórnarmeirihlutans sagði að markmiðið með þessari breytingu væri að hver notandi rafmagns greiði þann kostnað sem hann stofnar til. Taldi hann að breytingin gæti þýtt um 90 króna hækkun á mánuði fyrir minnstu neytendurna. Sigurjón Pétursson sagði að eðlilegra væri að hækka lág- marksgjald fyrir raforkuna, þar sem með því mætti ná fram þeirri hagræðingu sem að væri stefnt, að fækka mælum, án þess að það bitnaði á minni háttar raforku- neytendum, einhleypingum og einstæðu fólki. Sigurjón Péturs- son taldi þá röksemd nafna síns, að stórir neytendur ættu að njóta þess í viðskiptakjörum að þeir eru stórir, vera ranga, en setti sig ekki upp á móti markmiðum Raf- magnsveitunnar um hagræðingu. Fastagjaldið var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 12 at- kvæðum gegn 8 atkvæðum Al- þýðubandalags, Kvennalista og Framsóknarflokks. Sigurður E. Guðmundsson fulltrúi Alþýðu- flokksins sat hjá. ólg. Borgin Mesttil félagsmála Tekjur Reykjavíkurborgar fóru fram úr áætlun á sl. ári um 179.000 krónur og voru 2.578 miljónir króna. Rekstrargjöld voru hins vegar um 5 miljónum króna undir áætlun og námu 1,870 miljónum króna. Stærstu útgjaldaliðirnir við rekstur borgarinnar á síðasta ári voru til félagsmála, 629,8 miljón- ir kr., og til gatnagerðar, 395,3 miljónir kr.. Helstu tekjuliðirnir voru: útsvör 1,095 miljónir, að- stöðugjöld 428 miljónir, fast- eignagjöld 366 miljónir og gatna- gerðargjöld og bensínfé 297 milj- ónir króna. -ólg- Myndbönd Hreinsað til á leigunum Haft hefur verið í hótunum við stjórnarmenn samtaka rétthafa Rannsóknarlögreglan hefur nú til meðferðar kæru á hcndur myndbandaleigunni Videoheim- ur í Tryggvagötu en þar hefur undanfarna mánuði verið gerður upptækur mikill fyöldi mynd- banda sem leigð hafa verið út án heimildar rétthafa sem í flestum tilvikum eru kvikmyndahús borg- arinnar. Að sögn Helga Daníelssonar yfirrannsóknarlögregluþjóns miðar rannsókn málsins vel en henni er ekki fulllokið. Rannsóknarlögreglunni hafa borist fleiri kærur á hendur myndbandaleigum sem dreifa ó- löglega myndefni en Helgi sagði að ekki hefði enn ekki gefist tími til að taka þær kærur fyrir. Þar að auki sagðist hann vita um fleiri kærur vegna ólöglegra mynd- banda sem væru á leiðinni. Fulltrúar samtaka rétthafa myndbanda hafa undanfarna daga gert víðreist á myndbanda- leigur á höfuðborgarsvæðinu og lagt hald á hundruði myndbanda- spóla sem hafa verið í ólöglegri útleigu. Hefur verið haft í hótun- um við stjórnarmenn samtaka rétthafa vegna þessarar hreinsun- arherferðar á myndbandaleigun- um og unnin skemmdarverk á fyrirtæki eins stjórnarmanna en engar kærur hafa verið lagðar fram vegna þessara atburða. -•g- að sinna þessu ákveðna sviði og mér sýnist vera gott útlit á fjár- m ögnun frá hinu opinbera“ sagði Jón Bragi Bjamason. -|g Lífefnafræðingarnir Bjarni Ásgeirsson, Jón Bragi Bjarnason og Ingólfur Kristjánsson með smáskammt af fisk-ensímunum á rannsóknarstofu Raunvísinda- deildar Háskólans í gær. Mynd -eik. hefur ekki verið til í nægjanlegu magni. „Við áttum þessi 200 gr sem við létum frá okkur en annað fyrir- tæki óskaði eftir 10 kg. Við verð- um því að fara af stað með miklu stærri tilraunavinnslu eins fljótt og við getum. Það er búið að semja rannsóknaráætlun til þriggja ára á vegum fjögurra stofnana og það er mjög merkileg viðleitni að sameina stofnanir til Laugardagur 19. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.