Þjóðviljinn - 19.01.1985, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.01.1985, Síða 4
J _______________LEIÐARI__________ Úiræðaleysi stjómarinnar Efnahagsmál þjóðarinnar eru í ólestri. Ný- samþykkt fjárlög fólu í sér gífurlegan viðskipta- halla við útlönd. Erlend lántaka mun vaxa enn, og er þó ærin fyrir. Verðbólgan er á hraðfluga uppleið. Sjálfur Seðlabankinn spáir því, að kaupmáttur kauptaxta muni lækka um fjögur prósent á næsta ári. Bankinn spáir jafnframt að samkeppnisstaða útflutningsgreinanna muni versna á árinu sem svarar til tveggja prósenta. Útlitið er því allt annað en glæsilegt. En ríkis- stjórnin?Ætlar hún ekki að grípa til einhverra ráða? Svarið er nei. Ríkisstjórnin mun ekki grípa til neinna ráða af þeirri einföldu ástæðu að hún er ráðlaus. Innan stjórnarinnar geta menn ekki komið sér saman um neitt, nema halda Þorsteini Pálssyni utan gátta. Þetta hefur sést glögglega á síðustu dögum. ( fjölmiðlum hafa blossað upp deilur milli stjórn- arflokkanna um hvaða úrræðum megi beita til að rétta við fjárhag þjóðarinnar. Innan þing- flokks Framsóknarflokksins hefur Alexander Stefánsson tekið upp gamlar tillögur Alþýðu- bandalagsins og gert að sínum: Hann vill efla eignaskatt, koma upp stóreignaskatti og leggja skyldusparnað á hátekjufólk. Morgunblaðið hefur að sjálfsögðu tekið þess- ar tillögur Framsóknar óstinnt upp, og segir fyrr í þessari viku að þingflokkur Sjálfstæðismanna hafi hafnað þeim. Forsætisráðherra reynirsvo í framhaldi af þessu að draga sem mest úr ósættinu, og segir í viðtali við Þjóðviljann í gær, að Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, hafi fullvissað sig um að Sjálfstæðis- menn muni ekki hafna tillögunum. Með því held- ur hann auðvitað fram, að Morgunblaðið hafi farið með ósannindi. Ástandið er einfaldlega þannig, að milli stjórnarflokkanna og einnig innan þeirra er óeining um úrræði. Það skiptir í sjálfu sér litlu fyrir þjóðina, því ástandið í efnahagsmálum hennar í dag er einmitt spegilmynd af því hversu haldbær fyrri „úrræði" núverandi stjórnar hafa reynst. Hins vegar er rétt að benda á það, í tilefni af úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar, að það eru til lausnir. Flokkar í stjórnarandstöðu hafa lagt fram grundaðar tillögur sem geta leyst úr vanda þjóðarbúsins. Alþýðubandalagið hefur lagt til, að skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði verði tvöfald- aður. Það hefur líka lagt til að allur hagnaður Seðlabankans verði gerður upptækur, og veltu- skattur verði í ofanálag lagður á alla banka. Fé sem kæmi úr slíkri skattheimtu - sem kæmi alls ekki við pyngju launafólks - mætti verja til að styrkja stöðu sjávarútvegsins, meðal ann- ars til að tryggja hlut sjómanna og lækka olíu- kostnað útgerðarinnar. Jafnframt vill flokkurinn að vextir verði stór- lækkaðir og verðtrygging skammtímalána verði hreinlega bönnuð með lögum. Þetta myndi auðvitað efla mjög hag húsbyggjenda, en vax- talækkun myndi að sjálfsögðu líka skila miklu í vænkandi gengi sjávarútvegsins. Alþýðubandalagið hefur líka lagt til, að vaxta- tekjur verði skattskyldar. Þannig mætti afla um 570 miljónum króna á ári, sem flokkurinn vill verja til Byggingarsjóðs verkamanna. En það þarf að gera stórátak í húsbyggingarmálum verkafólks, þó Alexander Stefánsson geri sér ekki næga grein fyrir því enn sem komið er. Þessa valkosti verður fólk að hugleiða og hugfesta, mitt í úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar. -ÖS Ó-ÁLIT Efþú lœtur Kjaradóm úr- skurða um peninga í Kvik- myndasjóð Ragnhildar, þá skal éggera þá allra listrœn- ustu auglýsingu um þigsem sésthefur. DJÖÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Pjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvaemdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrtfstofustjóri: Jóhannes Haröarson. Auglýsingaatjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Afgrsiðslustjóri: BakJur Jónasson. Afgrsiðsla: Bóra Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Simavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmssður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf HúnQörð. Innhsimtumsnn: Brynjótfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýslngar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 81333. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í iausasökj: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Aekrfftarverð á mánuðl: 300 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.