Þjóðviljinn - 19.01.1985, Blaðsíða 8
MENNING
Ég held að andstæðurnar borg og sveit eða borg og náttúra séu
gerviandstæður í íslenskum skáldskap. Ljósm.: eik.
Hér á eftir er sagt frá ritdóm-
um í þremur dönskum blöð-
um, Jyllands Posten, Poli-
tiken og Berlinske Tidende
um bók Einars Más Guð-
mundssonar, Riddara hring-
stigans, sem kom út á dönsku
rétt fyrir jól undir nafninu Ridd-
erne af den runde trappe í
þýðingu ErikSkyum-Nielsen.
Litlir strákar geta dáið heitir
ritdómur Preben Meulengrachts í
Jyllands Posten 8. desember.
Hann segir m.a.:
Ný og áhuga-
verð aðferð
„Þegar fullorðnir skrifa um
börn reyna þeir venjulega að lifa
sig inn í hugarheim barnsins
þannig og láta hið gamalkunna
birtast í nýju ljósi.
Hinn þrítugi íslenski rithöf-
undur, Einar Már Guðmunds-
son, fer öfugt að. Hann lætur átta
ára strák segja frá barnsheimi sín-
um á máli og út frá sjónarhóli
fullorðinna. Það heyrir ekki til
hinu venjulega að strákar á hans
„Flugferð á
vœngjum hugans"
Sagt frá þrem dönskum ritdómum um Riddara
hringstigans.
aldri noti bókmenntalegt mynd-
mál, velti kuldalega fyrir sér
hegðun hinna fullorðnu, gleðjist
yfir því að þeir séu ekki orðnir
kynþroska og snúi sér beint að
meðbræðrum sínum og ávarpi þá
„lesandi góður“.
Þetta gerir aðalpersónan Jó-
hann, sem segir sjálfur söguna
RIDDERNE AF DEN RUNDE
TRAPPE. Árangurinn er með
ólíkindum, annars vegar upplifun
barnslegra hugmynda og athug-
ana, hins vegar Reykjavík nútím-
ans með steinsteypuhúsum sínum
og kjarnafjölskyldum. Því síðar-
nefnda er reyndar ekki lýst beint,
en það birtist úti við sjónhringinn
í áhrifamiklum skuggamyndum.
Þetta er umfram allt ný og
áhugaverð aðferð við skáldsagn-
aritun. Hún byggir á raunsæi ytra
sem innra, en einnig og samtímis
á túlkun og frásagnaraðferð sem
fer algerlega nýjar leiðir. Sagan
er sett saman af röð þátta sem
lýsa heimi Jóhanns einn dag.“
Undir lok ritdóms síns segir
Meulengracht:
„Öll sagan er þannig flugferð á
vængjum hugans frá upphafi til
enda. Og hún er sérlunduð,
stríðin, nokkuð ögrandi en mað-
ur kemst ekki hjá því að heillast
og það því meir sem maður les
betur, heillast af hinni marg-
slungnu hrynjandi drengjaver-
aldar og fullorðinsathuga-
semda... Með skáldsögu sinni
heldur Guðmundsson áfram í þá
átt sem hinn mikli íslenski sagn-
ahöfundur Guðbergur Bergsson
hefur valið og gengur þvert á
stefnu hinnar klassísu og annarr-
ar hefðbundinnar frásagnar. En
leið Einars er þó hans eigin, hin
nýja stefna mörkuð til fulls.
Tónlist
Gamli heimurinn er á bak og burt
og nýr blasir við að því er varðar
efni og tungutak“.
Glitrandi af
óvœntum
hugmyndum
Johan de Mylius skrifar í Berl-
inske Tidende 11. desember og
nefnist ritdómur hans Landið
týnda með undirfyrirsögnina:
Skáldsaga íslendingsins Einars
Más Guðmundssonar lofar góðu
fyrir norrænar bókmenntir.
Hann segir m.a.:
„Skáldsagan er bókmenntalegt
skref aftur í hinn takmarkalausa
möguleikaheim bernskunnar. En
þessi heimur er hvorki sýndur
með tilfinningasemi né að tilraun
sé gerð til að lýsa honum frá sjón-
arhóli barns.“
Og síðar segir:
„Og upp af blaðsíðunum rís
nýr heimur, uppskálduð bernska
sem býr yfir vitundinni um að hún
muni fara út fyrir sjálfa sig.“
í lok dómsins segir:
„Þetta er hugmyndarík, furðu-
leg og djúp skáldsaga, áslátturinn
léttur og leikandi, glitrandi af
óvæntum myndum og afkára-
legum uppátækjum. Og allt bygg-
ir þetta á einföldum og víðkunn-
um atvikum úr hversdagslífi
barna“.
Hið ótrúlega ímyndunarafl
stekkur beint út úr veruleikanum
og umbreytir honum í skáldlegt
mál. Skáldsaga sem lofar góðu
um framtíð nýrra norrænna bók-
mennta“.
Harðhnjóskulegur
rithöfundur
Þá skrifar John Chr. Jörgensen
í Politiken 22. desember og nefn-
ist ritdómur hans Prakkarastrik,
barnaskapur. Undirfyrirsögnin
er: íslenskur rithöfundur búsett-
ur hér kæfir strákasprellið í
dauðaskelfingu. Hann segir í
upphafi:
„Harðhnjóskulegur rithöfund-
ur er að smeygja sér inn í hið
rúmgóða hús danskra bók-
mennta gegnum þakgluggann.
Þetta er Einar Már Guð-
mundsson, íslenskur að uppruna
og tungu, en búsettur í Kaup-
mannahöfn þar sem hann hefur
lagt sig eftir bókmenntavísindum
án þess að bíða skaða af.
Árið 1981 gaf gagnrýnandinn
og áður lektor í dönsku á íslandi,
Erik Skyum-Nilsen, út úrval úr
ljóðum þessa höfundar. Frank-
ensteins kup. Gagnrýninn,
illfyndinn, skáldskapur af evr-
ópsku kyni. Nú hefur Skyum þýtt
í samráði við höfundinn hrana-
lega „drengjasögu“, sem Guð-
mundsson hlaut 1982 fyrstu verð-
laun fyrir í mikilli íslenskri bók-
menntasamkeppni.
Þetta er óneitanlega stórbrotið
verk. Það er ekki einungis efnið,
prakkarastrik sem enda í alvöru
sem minna okkur á Villy Sören-
sen, Panduro og Grass. Riddarar
hringstigans eru gróft raunsæi -
svo að það brennir".
í lokin segir Jörgensen:
„Guðmundsson getur eins og
sögumaður hans ýtt burt veru-
leikanum eins og um ofskynjanir
væri að ræða og fyllt hin auðu
stræti með draumum sínum.
Frásagnarlist sem lofar góðu.“
Samstilltir og samhuga listamenn
Það voru samstilltir og sam-
huga listamenn sem létu í sér
heyra í Norræna húsinu sunnu-
daginn 13. janúar s.l. Einar Jó-
hannesson klarinettleikari og
Philip Jenkins píanóleikari buðu
upp á skemmtilega, en frekar
yfirborðslega efnisskrá, þar sem
allt stendur eða fellur með sjálfri
spilamennskunni. Ef svona efnis-
skrá væri ekki nema miðlungi vel
leikin, kæmi í ljós hversu rýrt
innihald verkanna er. En því var
nú aldeilis ekki að heilsa, þegar
listamenn á borð við Einar Jó-
hannesson og Philip Jenkins eiga
í hlut. Leikurinn var á því stigi, að
maður hafði það á tilfinningunni
að allt væru þetta tónskáld í frem-
stu röð, eða því sem næst.
Auðvitað var ekki hægt að kom-
ast hjá því að heyra að Carl Niels-
en stykkið væri bara til að „hita
sig upp á“ í byrjun tónleikanna,
því það er óhemju hversdagslegt
verk, en sónatan hans C. Saint-
Saéns (þessa furðulega snillings
sem virðist hafa getað allt sem
tónskáld, en var samt alveg per-
sónulaus) var spiluð af slíkum
meistaratökum, að Saint-Saéns
kom út sem einn af stóru tón-
skáldunum. Það er sem sagt gert
miklu meir úr hlutunum en efni
standa til. Er það ekki einmitt
galdurínn við hina miklu túlkun?
Og hver er þá munurínn á svo-
kölluðum „túlkandi“ lista-
mönnum og „skapandi“? „Túlk-
andi“ listamaður sem kemur yfir-
borðslegu verki á framfæri á þann
hátt að áheyrendum finnst þeir
vera að hlusta á djúpúðugt og
margslungið tónverk, er hann
ekki „skapandi“? Svari hver fyrir
sig.
Það var verulega gaman að
verkinu hans Þorkels sem hann
kallar REK (sem ég veit ekki
hvað þýðir, það var engin skýring
á því í prógramminu). Þorkell er
líklega okkar afkastamesta tón-
skáld og virðist eiga mjög létt
með að koma hugmyndum sínum
á pappírinn, enda kemur hvert
verki á fætur öðru frá honum.
Hann er virkilegur fagmaður
(professional), tónskáld sem er
allrar athygli verður. En nöfnin
sem hann velur verkum sínum
eru vægast sagt hæpin, langsótt
og með afbrigðum tilgerðarleg.
Það væri gaman að heyra REK
aftur.
Það var skemmtilegt að heyra
Sónatínuna eftir Arthur Honeg-
ger. Mér finnst alltaf gaman að
honum, en það verður að vera
Philip Jenkins ptanóleikari og Einar Jóhannesson klarinettleikari.
svona vel spilað, annars er ekkert
eftir nema þynnkan.
Lament op. 25 fyrir ein-
leiksklarinett eftir Alan Hovann-
ess (f. 1911) var eftir hlé, en tón-
leikamir enduðu á sónötunni
frægu eftir Brahms op. 120. Það
var stærsta og mesta verkið á efn-
isskránni, en því miður gat undir-
ritaður ekki heyrt nema rétt byrj-
unina hjá þeim félögum. En það
er spurning sem ég velti fyrir mér
er ég yfirgaf Norræna húsið,
hvort að yfirleitt væru til í heimin-
um betri klarinettleikarar en Ein-
RÖGNVALDUR
SIGURJÓNSSQ
arokkar Jóhannesson. Hann hef-
ir allt til að bera, gífurlega tækni,
svo að maður grípur stundum
andann á lofti, óbrigðulan smekk
og ótrúleg litbrigði í tóni og lín-
um. Hann er klarinettleikari af
guðs náð, alger snillingur (virtu-
os). Philip Jenkins stóð sannar-
lega fyrir sínu og lék af mikilli
kunnáttu og íhugun ásamt ör-
uggri tilfínningu fyrir samspili.
Eftjrminnilegir tónleikar.
—----------------------------—
8 Sk)A - ÞJÓÐVILJMN