Þjóðviljinn - 19.01.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 19.01.1985, Side 9
BÓKMENNTIR Bœkur eða bókmenntir Þá er lokið hinni árlegu bóka- messu okkar íslendinga, meö því að fólk hefur skilað til bók- sala þeim bókum sem það fékk í jólagjöf og þegið í stað- inn aðrar sem það kaus frem- urað lesa. Allireru kátir, eink- um þó bókaútgefendurog bóksalar, en fram til þessa hefur verið fremur lágt á þeim risiðvegnastöðugt minnkandi viðskipta og sam- dráttarámarkaðinum. Nú hefur þessi rénun bóksölu stöðvast að einhverju leyti og jafnvel ertalað „nýjasókn bókarinnar" og vekur það að vonum bjartsýni meðal þeirra semunnaritlistinni. Það var vægast sagt þunnt í mönnum hljóðið fyrir jólin, því ekkert benti til annars en minnkandi bóksölu og enn verri útkomu en árin á undan þegar jafnvel ástarrómaninn var hættur að kitla konur og Alistair Mac- lean hrokkinn upp af. En viti menn, Alistair hélt velli þótt dauður væri og það sem meira er, ýmsar tegundir fagurbókmennta seldust í stærri upplögum en áður. Að láta kné fylgja kviðl Ástæðurnar fyrir þessu eru ljósar. E.t.v. er hægt að benda á ýmsar ástæður fyrir aukinni bók- sölu, s.s. þær að bókin sé hlut- fallslega ódýrari en áður, eða þá að myndbandaæðið hafi náð há- marki og sé nú á undanhaldi. Einnig hefur verið bent á fækkun titla sem hafi haft í för með sér aukið jafnvægi á bókamarkaði þessara jóla og stuðlað að meiri og betri sölu hverrar bókar. En ekkert þessara raka skýrir áhugann fyrir auknum gæðum og vandaðri bókmenntum. Vissu- lega er of snemmt að spá fyrir um útkomu jólabókaútgáfunnar í heild, en hitt er staðreynd að betri og girnilegri titlar voru nú í boði en oft áður og bókaforlög lögðu meiri metnað í útgáfu sína en árið á undan. Það var eins og útgefendur vilji með öllum til- tækum ráðum snúa vörn í sókn og sanna fyrir þjóðinni að bókaút- gáfa sé ekki eingöngu gróðam- ylla, heldur menningarstarfsemi sem varði tungu og þjóð. Nú þarf að láta kné fylgja kviði og hlúa að þessum nýja vaxtar- broddi með öllum tiltækum ráðum. Það dugar ekki lengur að leggja einn mánuð blaðapress- unnar undir bókmenntagagnrýni og auglýsingar. Þótt slíkt sé góðra gjalda vert þá gefur það ekki góða raun þegar til lengdar lætur. Það þarf að halda uppi bók- menntaumræðu á öllum árstím- um og skapa henni markvissan farveg. Hér þurfa bókmennta- fræðingar, skáld, rithöfundar og áhugamenn að koma útgefend- um til hjálpar og endurvekja áhuga landsmanna á góðum bókum. Slíka umræðu þyrfti einnig að efla til muna í skólum landsins. Fílabeins- turninn En hvar er bókmenntaum- ræðan í landinu og hvar fer hún fram? Hún er ennþá í ffla- beinsturninum þar sem fræði- mennirnir bíða hins „rétta“ tæki- færis til að stíga niður á jörðina til að uppfræða lýðinn. Gott og vel, það er vissulega nauðsynlegt að fræðimenn finni sér sameiginlegt athvarf þar sem þeir geta viðrað hugmyndir og borið saman bækur sínar. En það er einungis partur af þeim kröfum sem gera þarf til þeirra. Hitt er jafn nauðsynlegt að umræðan sé víkk- uð til allra átta og sem flestum gefinn kostur á að skyggnast bak við fortjaldið að menningunni, einkum bókmenntunum sem þrátt fyrir allt standa hjarta landsmanna næst. Til þess eru fjölmiðlarnir að þeir séu nýttir í þágu menningar. Sjálfur hef ég kynnst því hvernig dagblöð, útvarp og sjónvarp eru brúkuð í öðrum löndum til að vekja almennan áhuga á bók- menntum, eða öðrum afurðum lista og menningar. Vissulega er það erfiðleikum bundið að nálg- ast þannig hvern einstakling í löndum sem telja milljónir, ef ekki tugi milljóna íbúa. Þrátt fyrir það er árangurinn oft undra- verður og það hef ég sannreynt oftar en einu sinni. Hins vegar minnist ég ekki þess að hafa séð almennilega bók- menntaumræðu hér á landi, hvorki í sjónvarpi né dagblöðum og útvarpið hefur hingað til verið heldur rýrt. Bókmenntarabb á framandi tungum Að frátöldum nokkrum (en of fáum) þáttum sem heyra mátti á sunnudagseftirmiðdögum og voru í umsjá ungra bók- menntafræðinga, hefur útvarpið nær eingöngu verið notað til upp- lestrar skáldverka og flutnings leikrita. Að vísu má ekki gleyma þáttum Kristjáns Árnasonar, þar sem æviferill og skáldskapur þekktra stórskálda var rakinn á mjög lifandi hátt. Nú síðast fjal- laði Kristján um Rímbaldur þann sem tvítugur raskaði allri viðtek- inni ljóðagerð, áður en hann lenti í vopnabraski á þurrkasvæðunum í Eþíópíu. Minnist ég einnig tveggja annarra þátta hans um Byron lávarð sem geispaði gol- unni áður en hann gat frelsað Grikkland og norræn aðföng * Ríkarðs Wagners við gerð Nifl- ungahringsins. Þessir þættir voru áheyrilegir og fræðandi og mætti rödd Kristjáns að ósekju heyrast mun oftar í útvarpinu. En varla er hægt að tala um bók- menntaumræðu í þessum tilfell- um. Nú er aðeins einn bók- menntaþáttur í gangi. Honum stjórnar mætur rithöfundur. En sá galli er á gjöf Njarðar, að a.m.k. helmingur hvers þátta hans fer í rabb við lítt þekkta rit- höfunda sem tala framandi tung- ur. Þótt hljómfallið sé oft býsna áheyrilegt og menn þessir endi setningar sínar gjarnan í fagur- lega uppskrúfuðum hákveðum, fæ ég ekki séð að þess háttar rabb auki áhuga útvarpshlustenda á bókmenntum í víðtæku sam- hengi. Rithöfundarnir koma nefnilega allir frá sama menning- arsvæði, því sem við þekkjum best og þar sem fólk líkist okkur einna mest. Svona þættir eru fullboðlegir þar sem fleiri bókmenntaþættir heyrast í útvarpi, en einir og sér eru þeir ekki til þess fallnir að víkka sjóndeildarhring hlust- enda. Hugsum okkur innlendan fréttaskýringaþátt sem einskorð- aður væri við Mývatnssveitina, meðan önnur héruð landsins lægju milli hluta. Gætum við myndað oddur sannferðuga skoðun á gangi innanlandsmála ef sá þáttur væri einn á boðstól- um? Þjóð í vanda Þetta er einmitt vandi þjóðar- innar í bókmenntalegum og list- rænum skilningi yfirleitt. Enn er heimsmynd okkar brengluð af nærsýni og þarf mikið átak til að lagfæra hana. Þótt einverjum kunni að finnast menningarleg einangrun okkar „sjarmerandi“, þá dugar hún okkur skammt í stöðugt vaxandi samskiptum okkar við sífellt stækkandi um- heim. Það er einnig vert að gefa þeirri staðreynd gaum, að fremstu rit- höfundar okkar fyrr og síðar hafa til að bera bókmenntalega víð- sýni sem hefur komið íslenskri tungu til góða og gert hana breiðari og innihaldsríkari. Á þessu virðast bókaútgefendur nú átta sig og sýna sig í auknu jafnvægi milli góðra frumsam- iiina og þýddra bóka. Svo virðist einnig sem íslenskir rithöfundar hafi nær undantekningalaust skilið sinn vitjunartíma því bestu þýðingar undanfarinna ára hafa runnið undan pennum þeirra. En það er ekki hægt að ætlast til þess að almennur áhugi dafni að ráði meðan einungis er fjallað opinberlega um bókmenntir í svartasta skammdeginu. Því hlýtur það að vera skýlaus krafa biblioffla að fjölmiðlar og bók- menntafræðingar hristi af sér doðann og opni umræðuna um bókmenntir og bókmenntastefn- ur á öðrum árstímum, svo að sem flestir geti myndað sér einhverjar haldbærar skoðanir um þessi innstu hjartans mál þjóðarinnar. HBR Hvert verður framhaldið? Laugardagur 19. janúar 1965 ÞJÓÐVIUHNN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.