Þjóðviljinn - 23.01.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.01.1985, Blaðsíða 7
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaróðs Antti Tuuri og Austurbotnar Háðskt og velviljað uppgjörvið karlmennskuna í fyrradag barst sú fregn að finnski höfundurinn Antti T u- uri hefði hlotið Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Austurbotn- ar. Þetta er ellefta bók höfund- ar og fjallar um efni og um- hverfi sem höfundurersagð- ur þekkja einkar vel. Hann hefur-einsog sögumaður- sína reynslu af þeim and- stæðum sem upþ koma milli hins „opna“ sveitalífs og þröngra kjara í verksmiðjubæ og þessar andstæður eru í sögunni smám saman út- færðar ti I að varpa Ijósi á lífs- skoðanir manna innan sögu- sviðs. Antti Tuuri mun frá því hann hóf að skrifa verið þekktur fyrir sparsaman stíl og gagnorðan, sem er kryddaður með næmri til- finningu fyrir því sem er spaugi- legt í aðstæðum. Sagan gerist öll á einum degi: fjölskyldan kemur saman, fjórir bræður eiga að skipta með sér arfi. Karlmennskan er mest í munnin- um á persónunum og raupið í þeim er orðið að markmiði í sjálfu sér. Bræðurnir, þessir strákar sem orðnir eru stórir, halda áfram að leika sér og allt í einu brýst ofbeldið út hjá þeim, en á bak við allt er fyrst og fremst þróttleysið. Gömul menning Austurbotna hefur orðið að eins- konar slöppum ávana. Karlar og konur Af bókamarkaði Þessi mynd er tekin á fundi með norrænum rithöfundum í Norræna húsinu í fyrravetur. Frá hægri: Antti Tuuri, Bo Carpelan, Inorak Olsen frá Grænlandi, Kalfidadides frá Svíþjóð, John Gustafsen frá Samalandi í pontu, þá Njörður P. Njarðvík að ræða við Bente Clod frá Danmörku og yst eru Paul-Helge Haugen frá Noregi og Jens Pauli Heinesen frá Færeyjum. botnum við fortíð þess héraðs. A Og rætur þessa hvíta Finnlands árunum milli heimsstyrjaldanna stóðu í mörgum kynslóðum sjálfs- var litið á austurbotna sem eina eignarbænda, sem áttu það til helstu undirstöðu hins „hvíta að rísa gegn sínum herrum hvort Finnlands" (m.ö.o. þess Finn- sem þeir komu vestan frá Svíþjóð lands sem sigraði hið „rauða“ í eða að austan, frá Rússlandi. borgarastyrjöldinni árið 1918). En sagan gerist í nútímanum. Fortíð og nútíð Tuuri, segir í greinargerð um verðlaunabókina eftir Irmeli Ni- emi, tengir mynd sína af Austur- Arfskipti fjögurra bræðra einn dag um hásumar tengjast við til- raunir til að hafa áhrif á fram- vindu lífsins, en kjarkinn brestur og allt heldur áfram eins og það var. Sögupersónur sýnast karlar í krapinu, en Tuuri hefur um leið mjög hugann við það, hve hjálp- arvanaþessir karlareru. Konurn- ar í Austurbotni koma sjaldan fram á sjónarsvið og í samtölum karlanna verður ekki betur séð en þeirra hlutverk sé fyrst og fremst að trufla bróðurlegar sam- verustundir karlanna. En það er með orðum karls, sögumannsins, Framhald á hls. 8 Höfundurinn selst -ekki bœkurnar... Doris Lessing gaf útfvcer bœkur undir dulnefni sem fengu mjög drœmar mötfökur í hitteðfyrra kom útfyrsta skáldsaga rithöfundarins Jane Somers og vakti litla at- hygli. Nokkru seinna gaf hún út nýja bók sem ekki gekk öllu betur. En svo gerðist það í fyrra haust að bækurnar komu út á ný og vöktu nú miklaathygli, því að það kom á daginn að höf undurinn var í raun og veru Doris Lessing, einhverþekktasti rithöfundur Breta, - og lét hún fylgja for- mála með hinum nýju útgáf- um. Fyrri bókin hét „Dagbók góðs granna“. Sem fyrr segir vakti hún ekki mikla athygli. Á kápunni stóð að bókin væri eftir þekkta blaðakonu, og má vera að það sé ástæðan til þess, að flestir sem sáu ástæðu til að stinga niður penna um bókina voru blaðakon- ur. Afdrif seinni bókarinnar urðu svipuð. En svo gerðist það í fyrra að Doris Lessing gefur sig fram sem höfund skáldsagnanna tveggja og þá verður uppi fótur og fit. Frœgir og óþekktir Hvað varð það sem fékk Doris Lessing til að standa í þessum feluleik, gefa út bækur undir dul- nefni? Hún segir sjálf, að hana hafi langað til að prófa hver útkoman yrði ef gagnrýnendur meðhöndl- uðu hana án fordóma (í þessu til- viki fordóma um frægð og ágæti). Hún kveðst einnig hafa viljað hressa unga og byrjandi höfunda, sem einatt standa í ströngu, með því að sýna fram á það, að við- brögðin við bókum þeirra ráðast einatt með sjálfvirkum hætti af því að þeir eru lítt eða ekki þek- ktir, en miklu síður af því hvernig þeir skrifa. Doris Lessing hafði og fleiri járn í eldinum. Til dæmis brá hún á þann leik að láta senda bækurn- ar til þeirra gagnrýnenda sem hafa verið að finna að við hana fyrir skáldsagnaflokk af ætt vís- indasagna, sem hún hefur verið að skrifa undanfarin ár, og hafa mælst til þess að hún skrifaði raunsæislegar bækur eins og hún gerði áður. Doris Lessing til mikillar kæti þekkti enginn þess- ara gagnrýnenda hana aftur á bak við dulargervið Jane Somers. Ádrepa á útgáfuheiminn Tilraun Dorisar Lessing verður einnig merkileg ádrepa á siði og háttu í útgáfustarfsemi samtím- ans. Hún ræðst á þá sterku til- hneigð sem nú er uppi að berja bumbur fyrir hverri bók með firnalegum látum eins og annað eins hafi ekki sést fyrr í dirfsku eða hugmyndaflugi - og telur að allt það bruðl með stóryrði geri ekki annað en þreyta hugsanlega lesendur og gera þá vantrúaða á allt það sem sagt er um bækur í fjölmiðlum (sem getur svo verið sæmilega viturlegt eða heimsku- legt). Skáldkonan hafði ætlað að láta tvö útgáfufyrirtæki sem hún skiptir venjulega við hafa eins- konar forgangsrétt að „Dagbók góðs granna“ eftir Jane Somers. Annað forlagið hafnaði bókinni í snatri, hitt sagði að bókin væri reyndar góð en neitaði að gefa hana út á þeirri forsendu að skáldsagan væri of dapurleg'. Þetta er gott dæmi um hnignun bókaútgáfunnar, segir Doris Les- sing. Hér áður fyrr hefði alvarlegt breskt forlag aldrei hafnað góðu handriti bara vegn þess að það gæti reynst erfitt að selja bókina. Það forlag sem að lokum áræddi að gefa út bók „Jane Somers“ var Michael Joseph - og það var reyndar sama forlag og gaf út fyrstu bók Dorisar Lessing. Þetta forlag hefur með öðrum orðum ýtt henni úr vör tvisvar. Doris Lessing: Enginn kannaðist við blaðakonuna Jane Somers. Og þar hafa menn bersýnilega at- hyglina hjá sér - þeir ákváðu að gefa bókina út vegna þess að hún minnti þá á Doris Lessing. Ekkert að selja Þessi bók seldist ekki vel. í 1600 eintökum í Bretlandi og í 2800 eintökum í Bandaríkjunum. Gagnrýnandi, sem varð hrifinn af „Dagbók góðs granna“, spurði bandaríska útgefandann hvers vegna hann hefði ekki gert meira en raun bar vitni til þess að selja bókina. Hann svaraði því til, að það væri ekkert að „selja“, eng- inn þekktur persónuleiki, hann hefði ekki einu sinni ljósmynd af höfundinum. Með öðrum orð- um: til að selja bók þarf fyrst að hafa handa í milli „sögupersónu- leika“ f höfundinum sjálfum og mestu skiptir að það takist með einhverju móti að koma höfu- ndinum í sjónvarpið. Og því er spáð að nú fari skáld- sögur „Jane Somers" að renna út eins og heitar lummur. Eins og síðasta skáldsaga Dorisar Lessing undir eigin nafni, „Hermdar- verkamaðurinn“ sem var von á seint á síðastliðnu ári. ÁB tók saman. Þriðjudagur 22. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.