Þjóðviljinn - 23.01.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.01.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. UODVIUINN Miðvikudagur 23. janúar 1985 18. tölublað 50. árgangur Fjárhagserfiðleikar Sædýrasafnið lagt niður Safnið tapaði gerðardómsmáli í Bandaríkjunum vegna höfrungasölu sem er mikið fjárhagslegt áfall. Líkur á að safnið verði gert að laxeldisstöð Það er ekkert launungarmál að við stefnum að því að leggja Sæ- dýrasafnið niður. Fjárhagsstað- an er með þeim hætti að þessu verður ekki haldið áfram. Við töpuðum gerðardómsmáii vestur í Bandaríkjunum, varðandi söiu á háhyrningi og fórum illa útúr því máli og má segja að það hafi orðið til þess að við verðum að leggja niður laupana, sagði Hörð- ur Zophaníasson stjórnarfor- maður Sædýrasafnsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Umboðsmaður Sædýras- afnsins við sölu á háhyrningum fór með eitt dýr úr landi og seldi það fyrir vestan án þess að láta stjórnarmenn safnsins vita. Þetta töldu þeir brot á öllum samning- um og þar með væri hann úr gildi og kröfðust þess. í framhaldi af því höndluðu þeir eins og þeir væru lausir við samninginn. Fyrir dómi var brot umboðsmannsins viðurkennt, en ekki talið nægi- legt til að rifta samningnum. Þar með lenti safnið í klemmu fyrir að hafa selt hvalinn öðruvísi, og tap- aði stórfé. Hörður sagði að enn lægju reikningar safnsins ekki fyrir, þannig að hægt væri að segja til um hve skuldir væru miklar, en þær næmu mörgum miljónum. Á móti kæmi að vísu að safnið á eignir uppá miljónir, bæði dýr sem hægt er að selja og húsnæði í safninu. Sagði hann að óformlegar við- ræður hefðu átt sér stað um að laxeldisstöð myndi kaupa fast- eignirnar, en ekkert væri ákveðið í því máli. Ekki vildi Hörður segja hvaða stöð það er. - S.dór Nú fer hver að verða síðastur að heimsækja Sædýrasafnið í Hafnarfirði en safnið skuldar nú margar miljónir króna. Ljósm. eik. Nýbygging Útboð Stórtiýsi á Suðurgötu 7 Á Suðurgötu 7 (fyrir ofan Tjarnarbíó) mun væntanlega rísa 5 hæða hús, alls 5000 fermetrar, áður en langur tími líður. Áður. var lítið timburhús á lóðinni en það var flutt í Árbæjarsafn fyrir um tveimur árum; fékkst ekki friðað á staðnum. Þann 8. janúar samþykkti borgarráð byggingu stórhýssins en málinu var frestað í byggingar- nefnd skömmu síðar, því nánari hæðarafstöðu húss og nágranna- lóða vantaði. Húsin á nágrannal- óðunum hafa verið helsta vand- amálið því slökkviliðið kemst ekki að þeim ef stórhýsið verður byggt. Slökkviliðsstjóri hefur nú samþykkt nýja leið að þeim hús- um: að brotinn verði niður steyptur veggur við Tjarnarbíó þannig að greið leið verði frá Tjarnargötunni. Málþóf hefur verið um þessa lóð og byggingu á henni í nokkur ár. Ingimundur Sveinsson arki- tekt teiknar húsið sem borgarráð hefur nú samþykkt. Jens P. Hjaltested á umsóknina um byggingu íbúðar- og verslunar- húss á staðnum. -jp SH hagnast um 67 miljónir Farmgjöldin hafa lœkkað á Rússlandsflutningunum um 31 miljón króna en 36 miljónir til V-Evrópu. Eftir er að skoða tilboð íflutning- ana til Bandaríkjanna Þau útboð í farmgjöld á fisk- með lægsta tilboðið. Ekkierbúið og því sagðist Guðmundur ekki hve lækkunin yrði mikil þar. flutningum til V-Evrópu og So- að skoða tilboðin niður í kjölinn geta á þessari stundu sagt til um - S.dór vétríkjanna sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna lét gera á síð- asta ári lækkuðu farmgjöldin um samtals 67 mi|jónir króna miðað við það sem greitt var fyrir flutn- ingana áður en útboðin voru gerð. Þessar upplýsingar fékk Þjóð- viljinn í gær íyjá Guðmundi H. Garðarssyni fulltrúa hjá SH. Sagði Guðmundur að þessar tölur miðuðust við það allra hag- stæðasta í tilboðunum. Hér er um að ræða flutning á 16.500 lestum af frystum fiski til Rússlands og næmi fargjalda- lækkunin á þeim 31 miljón króna. Til V-Evrópu er miðað við 20 þúsund iestir og nemur lækkun á farmgjöldum þangað 36 miljón- um króna. Þá er allur flutningur til Banda- ríkjanna eftir en þar er um að ræða 40 þúsund lestir af frystum fiski. Nýlega voru opnuð tilboð frá mörgum skipafélögum í þá flutninga og skipafélagið Víkur Sjávarútvegur Greiðslur undirborðið Duldar yfirborganir til sjómanna. Samt segist LÍÚ ekki geta greitt hœrra kaup og leggur til kauplœkkun A sama tíma og Landssamband ísl. útvegsmanna neitar öllum kjarabótum til handa sjómönnum og leggur til kauphækkun, eins og formaður Sjómannasambandsins túlkar tilboðið, tíðkast yfirborg- anir til sjómanna vítt og breitt um landið. Þjóðviljinn hefur fengið það staðfest að þessar yfirborg- anir sem eru 100 kr. á 1 tonn á hvern skipverja hafa verið í gangi allt síðan í sumar. Ólafur Rögnvaldsson fram- kvæmdastjóri hjá Rifsnesi h.f. á Rifi var í fyrstu tregur til að viður- kenna þetta í samtali við Þjóðvilj- ann en sagði svo að kjör sjó- manna í haust hefðu verið með þeim hætti að þau hefði orðið að bæta og var það gert með þessari yfirborgun. Kristján Guðmundsson út- gerðarmaður á Snæfellsnesi sagði fátt um málið til að byrja með, en sagði svo: „Hafi ég greitt þeim eitthvað meira, hafa þeir áreið- anlega unnið fyrir því“. Ragnar Ólsen hjá útgerð Sig. Ágústssonar á Rifi vildi ekki kalla þetta yfirborgun, hann sagði að sjómenn hefðu flokkað og þvegið fiskinn og fengið greitt fyrir það. En sem kunnugt er þá ber sjómönnum að flokka fiskinn, þannig að auðvitað er um hreinar yfirborganir að ræða. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.