Þjóðviljinn - 23.01.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.01.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Kísilmálmverksmiðjan Samningar að hefjast Bandarískt fyrirtæki mun tilbúið til kaupa á 25% hlut. Einnig hefur Elkem Spigelverket sýnt áhuga á eignaraðild Um miðjan febrúar hefjast samningar milli íslendinga og bandaríska fyrirtækisins Dow Corning um byggingu kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði. Mun bandaríska fyrirtækið vera tilbúið til 25% eignaraðildar að fyrirtækinu. Þá hefur Elkcm Spigelvcrket í Noregi sýnt áhuga á eignaraðild. Þetta kom fram hjá Sverri Hermannssyni iðnaðarráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær. Sagði Sverrir að samningar yrðu áreiðanlega ekki auðveldir og alltaf spuming hvað við treystum okkur til mikils varðandi orku- verð. Þá sagði iðnaðarráðherra að ef samningar tækjust fyrir mitt þetta ár, mætti gera ráð fyrir að verk- smiðjan gæti tekið til starfa 1987/ 1988. Þess má geta í þessu sam- bandi að öllum undirbúnings- rannsóknum og arðsemisútreikn- ingum er fyrir löngu lokið, þeir vom gerðir í tíð Hjörleifs Gutt- ormssonar sem iðnaðaráðherra. Þá hefur einnig verið gerður samningur um vélakaup fyrir verksmiðjuna og er hann talinn mjög hagstæður. Þessi hagstæðu kjör standa verksmiðjunni til boða fram til 1. janúar 1986. Verði ekki búið að ganga frá kaupsamningi þá, fellur þetta hagstæða tilboð úr gildi. - S.dór Vegir Bílfært vestur á firði Þetta er algert einsdæmi. Yfir- leitt höfum við þurft að hætta að aka í endaðan nóvember en nú hefur verið fært í allan vetur og við höfum ekki þurft að setja á keðjur nema rétt fyrir þann hluta af Þorskafjarðarheiði sem enn er ekinn. Þetta sagði Ármann Leifs- son flutningabflstjóri frá Bolung- arvík sem var að leggja af stað með Akraborginni um miðjan dag í gær áleiðis til Bolungarvík- ur. Sl. haust var tekinn í notkun hinn nýi vegur yfir Steingríms- fjarðarheiði en þó verður enn að aka inná gamla Þorskafjarðar- heiðarveginn að hluta. Ármann sagðist binda miklar vonir við nýja veginn og vonast til að hægt verði að halda honum opnum all- an veturinn í framtíðinni. Kristinn Jónsson hjá Vegagerð ríkisins á Vestfjörðum sagði í samtali við Þjóðviljann að þessi vetur hingað til hefði verið sá snjóléttasti í 50-60 ár. Menn myndu eftir svipuðu á árunum 1928-1934. Það hefði aldrei kom- ið fyrir áður að akfært væri vestan af fjörðum til Reykjavíkur í janú- armánuði. - GFr Bílstjórarnir Ármann Leifsson og Björn Finnbogason frá Ðolungarvík að leggja í hann um borð í Akraborginni í gær: Algert einsdæmi að akfært sé vestur í þessum mánuði. Ljósm.ieik ----■ / Almannavarnir Kjamorkuárás á Stokksnes Almannavarnir gerðu stjórnstöðvarœfingu í desember s. I. þar sem œfð var kjarnorkuárás á ratsjárstöðina á Stokksnesi. Fólkið flutt á brott með 3 klst. fyrirvara. Almannavarnir ríkisins héldu æfingu í A-Skaftafellssýslu í des- ember síðastliðnum, þar sem æfð var stjórnun á brottflutningi alls fólks af svæðinu vegna yfirvof- andi kjarnorkuárásar á ratsjár- stöðina á Stokksnesi. „Hér var um stjórnstöðvaræfingu að ræða“, sagði Árni Kjartansson byggingafulltrúi á Höfn, en hann á sæti í stjórn almannavarna á svæðinu. „Þær forsendur voru gefnar", sagði Árni, „að um hótun væri að ræða og að 3 klukkustunda fyrir- vari gæfist til þess að flytja fólkið burt af svæðinu. Gert var ráð fyrir 120 kílótonna kjarnorku- sprengju. Það voru Álmanna- varnir ríkisins sem áttu frum- kvæðið að æfingunni og veittu öll gögn og upplýsingar, en æfingin beindist að því að þjálfa viðbrögð stjórnenda við þessar aðstæður.“ Hafa farið fram almannavarn- aæfingar hjá ykkur vegna eldgosa og flóðahættu úr jöklinum? „Nei, en fyrir þrem árum var hér umfangsmikil æfing þar sem sett var á svið flugslys við Horna- fjarðarflugvöll. Við höfum hins vegar ekki æft Öræfagos ennþá, en það væri óneitanlega meira aðlaðandi verkefni." Eru ratsjársvæðin talin hættu- svæði af almannavörnum ríkis- ins? „Já, það hrellir mann óneitan- Iega, en það kom berlega fram í máli fulltrúa Almannavarna meðan á þessu stóð að fyrsta að- gerð í ófriði yrði sú að flytja brott fólk frá ratsjárstöðvasvæðunum. Ef setja á net af slíkum stöðvum yfir allt landið geta menn glögg- íega séð hvaða þýðingu þetta hef- ur. Annars hef ég litla trú á að við fáum þriggja klukkustunda frest við þessar aðstæður og ég held að sprengjan yrði varla svona lítil.“ - ólg. Alþýðubandalagið Fjörugur fundur á Isafirði Svavar Gestsson og Vilborg Harðardóttir héldu um helginafundi ogfóru á vinnustaði á Vestfjörðum Formaður og varaformaður Alþýðubandalagsins, þau Svavar Gestsson og Vilborg Harðardótt- ir, voru á Vestfjörðum um helg- ina og fóru á vinnustaði og stofn- anir í Bolungarvik, Súðavík og á ísafirði. Á síðasttalda staðnum voru þau svo framsögumenn á al- mennum fundi á Hótel Isafirði og voru á honum um 60 manns. Á hinum fjölmenna fundi á Hótel ísafirði þótti til tíðinda að enginn fundarmanna reykti - reykfrír fundur án þess að kæmi til bein samþykkt um bann við reykingum. Að sögn fróðra manna er slíkt algert einsdæmi að slíkir fundir séu reyklausir og þykir þetta sýna mátt áróðursins fyrir tóbaksvörnum. Þess er og minnst að tóbaksvarnarnefnd sú sem bjó frumvarpið úr garði fyrir alþingi, var skipuð í heilbrigðis- ráðherratíð Svavars Gestssonar. Fundurinn stóð í á þriðja tíma, og blótaði enginn tóbaksgoðið á laun svo vitað sé. Á fimmtudaginn heldur Al- þýðubandalagið fund í Þorláks- höfn þarsem Svavar Gestsson og Margrét Frímannsdóttir hafa fra- msögu. - óg/GFr Miklar umræður spunnust á fundi Alþýðubandalagsins á Hótel isafirði en þar höfðu framsöqu Svavar Gestsson og Vilborg Harðardóttir. Ljósm. GFr. Miðvikudagur 23. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - siÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.