Þjóðviljinn - 23.01.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.01.1985, Blaðsíða 13
FRÉTTASKÝRING Orkumál Fjárfestingabaggi þrystihópanna Landsvirkjun vildi byggja nýja Búrfellsvirkjun 1983. Taldi 60% Orkan frá Sultartanga og Kvíslaveitum enn óseld og verður ekki seld af afgangsorku stóriðjunnar forgangsorku. nœstu 3-4 árin. Kostnaður 350 miljónir á ári. Þeir forsvarsmenn orkuveldis- ins sem risið hafa upp til varnar gegn ásökunum Finnboga Jóns- sonar um offjárfestingu í vatnsaflsvirkjunum Landsvirkj- unar hafa gjarnan bent á að ekki sé hægt að fínna mannvirki fyrir þá upphæð (um 4 miljarða kr.) sem Finnbogi hefur nefnt í þessu sambandi, sem taka mætti úr rekstri. (Sbr. grein Jónasar Elías- sonar stjórnarformanns Orku- stofnunar í DV 16. jan.) orðum: „Það fer víst ekki lengur framhjá neinum, að nauðsynleg- asta úrbót í orkumálum sé að gefa hæstvirtum iðnaðarráðherra frí frá störfum.“ í sömu umræðu lögðu þeir Birgir ísleifur Gunn- arsson (S), Magnús Magnússon (A), Sigurður Oskarsson (S), og Pétur Sigurðsson (S) áherslu. á nauðsyn þessara framkvæmda og Gunnar Thoroddsen þáverandi forsætisráðherra lýsti því yfir við sömu umræðu að gengið væri út ert Briem framkvæmdastjóra segir meðal annars: „Nauðsyn- legur þáttur hinna orkuaukandi framkvæmda á Þjórsársvæðinu er stækkun Búrfellsvirkjunar, og er brýnt að lagaheimild fáist hið fyrsta. An stækkunar Búrfells yrði ekki svigrúm til aukinnar orkusölu til stóriðju næstu sex árin, jafnvel þótt reiknað sé með Blönduvirkjun í árslok 1987.“ Hin áformaða stækkun Búr- fellsvirkjunar, sem einnig hefur BLADIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 yy Ejp[gert Haukd.il, alþingismaður: Kappið við að drepa allt í dróma í orkumálum...“ Var bréf iðnaðarráðherra samþykkt af ríkisstjórninni? Eggert Haukdal (S), scm telst stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar, veittist harkalega ad orkr ráðherra, lljörlcifí Guttormssyni, I umrædu utan dagskrár í neðri dcild Alþingis í gær, cr hugsaalef* framkvæmdatilhögun við Sultartangastífíu bar á góma, vegna fyrirspurnar Sigurðar Óskarssonar (S^ Eggcrt lauk ræðu sinni með þessum orðura: „Það fer víst ekki lengur framhjá neinum, að nauðsyaleg- asta úrbót í orkumálum sé að gefa hæstvirtum iðnaðarráðherra frí frá störfum.“ Landsvirkjun og þrystihoparnir Þegar forsaga þessa máls er rakin sést að stjórnendur Lands- virkjunar hafa ávallt þrýst á stjórnvöld um stöðugt auknar fjárfestingar í vatnsaflsvirkjun- um. Ljóst er að fyrir þeim hefur vakað stóraukinn hlutur orkufr- eks iðnaðar í íslensku atvinnulífi og þar með stóraukinn hlutur orkuvinnslufyrirtækjanna í þjóð- arbúskapnum. Á sömu sveif hafa þau öfl lagst sem gengu fram fyrir skjöldu við að rjúfa þá þjóðar- einingu sem Hjörleifur Gutt- ormsson reyndi að mynda hér á landi við afhjúpun viðskipta- samninganna við Alusuisse. Það eru þau öfl í íslensku þjóðfélagi sem telja að afhenda eigi út- lendum stórfyrirtækjum burðar- ás íslensks atvinnulífs. Á sömu sveif hafa einnig lagst þeir þing- menn og þrýstihópar sem ekki hafa séð út fyrir landamörk síns kjördæmis og heimtað virkjanir í sitt kjördæmi til þess að skapa vörubílstjórum og verktökum at- vinnu á kostnað þjóðarinnar. Fjárfestinga- bagginn Ekki verður annað séð en að þessum öflum hafi í sameiningu tekist að hnýta þjóðinni þann bagga sem nemur 30% af rafork- uverði Landsvirkjunar í dag, en það er sú tala sem Halldór Jónat- ansson framkvæmdastjóri Lands- virkjunar nefndi hér í Þjóðviljan- um sem hlut umframorkunnar í raforkuverðinu. Er þá ótalinn sá skattur sem á raforkuneytendur er lagður með niðurgreiðslum á raforkunni til Alusuisse. Verði uppljóstranir Finnboga Jóns- sonar til þess að núgildandi stefna verði tekin til endurskoðunar á hann heiður og þökk fyrir fram- takið. ólg. í yfirheyrslu í sama blaði 18. janúar segir Finnbogi: „Sultar- tangastífla og Kvíslaveitufram- kvæmdir kostuðu á árunum 1982- 84 um 50 miljónir Bandaríkja- dala eða rúmlega 2 miljarða mið- að við núgildandi gengi. Þessar framkvæmdir hafa gefið um 300 gígawattstundir í aukinni orkuvinnslugetu og er öll sú orka enn óseld og verður ekki seld næstu 3-4 árin... Sé miðað við 12% vexti og 20 ára afborgunar- tíma lána vegna þessara fram- kvæmda má ætla að afborganir og vextir á þessu ári nemi 350 milj- ónum króna... Það jafngildir að raforkuverð á árinu 1985 sé tæp- um 26 aurum hærra á kílówatt- stundina en ella. Samkvæmt þessu hækka Sultartangastífla og Kvíslarveituframkvæmdir raf- orkuverðið á þessu ári um 25%, sem er því næst helmingi meira en öll síðasta raforkuverðshækk- un.“ Upphlaup á Alþingi í ljósi þessara upplýsinga Finn- boga er fróðlegt að rifja upp hvernig ákvarðanir voru teknar um ofangreindar framkvæmdir og á hvaða forsendum þær voru byggðar. Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn hefur aflað sér fór stjórn Landsvirkjunar fram á það í bréfi til þáverandi iðnaðarráð- herra, Hjörleifs Guttormssonar 20. október 1981 að leyfi yrði veitt til að hefja framkvæmdir við Sultartangastíflu. í svarbréfi ráðuneytisins frá 16. desember er óskað eftir frekara mati Landsvirkjunar á orkuþörf á árunum 1982-84 í ljósi breyttra viðhorfa, þar sem horfur séu á „að ekki komi til nýr umtalsverð- ur stórnotandi í orkukerfinu fyrr en þá á seinni hluta ársins 1984“. Strax daginn eftir undirritun bréfs ráðuneytisins til Lands- virkjunar efndi Eggert Haukdal til mikils upphlaups utan dag- skrár á Alþingi þar sem hann veittist harkalega að Hjörleifi Guttormssyni vegna þeirra efa- semda sem ráðuneytið hafði látið í ljós um nauðsyn byggingar Sult- artangastíflu á árinu 1982. Lauk Eggert ræðu sinni með þessum frá því að framkvæmdir við stífl- una hæfust vorið 1982. Þrýstingur Landsvirkjunar f svarbréfi Landsvirkjunar til ráðuneytisins frá 4. jan. 1982 segir að niðurstaða verkfræði- deildar Landsvirkjunar sé sú, að komast megi af veturinn 83/84 án skerðingar afgangsorku (undirstr. Þjv.) þótt Sultar- tangastíflu njóti ekki við, enda verði orkuframleiðslan ekki fyrir neinum ófyrirséðum áföllum. Hins vegar telji stjórn Lands- virkjunar „æskilegt að ljúka stífl- unni 1983 svo að rekstraröryggi og raforkuframboð í landskerf- inu verði sem best tryggt“. Bréfið er undirritað af Jóhannesi Nordal stj órnarf ormanni. Iðnaðarráðuneytið veitir síðan heimild til þess að ráðist verði í framkvæmdir við stífluna með bréfi dagsettu 8. janúar 1982, þar sem vísað er til röksemda í bréfi Landsvirkjunar frá 4. janúar. Stækkun Búrfells- virkjunar í greinargerð sem Landsvirkj- un sendi iðnaðarráðuneytinu 13. apríl 1982 um framkvæmdaþörf og rekstraröryggi í hinu samteng- da langskerfi á tímabilinu 1982- 88 er enn ítrekuð nauðsyn stór- aukinna framkvæmda á vegum Landsvirkjunar. Þar gerir stjórn Landsvirkjunar það meðal ann- ars að tillögu sinni að gildandi lögum um raforkuver (nr. 60/ 1981) verði breytt á þann veg að Landsvirkjun verði heimilað að stækka Búrfellsvirkjun í allt að 350 MW afl samhliða þeim ork- uaukandi aðgerðum á Þjórsár- svæðinu sem lögin þá gerðu ráð fyrir. í þessari greinargerð, sem undirrituð er af þeim Jóhannesi Nordal stjórnarformanni og Egg- verið nefnd Búrfell II, er í raun- inni sjálfstæð virkjun sem að afli nemur 140 megawöttum og var kostnaður hennar áætlaður 962 miljónir króna á verðlagi ársins 1982. Virkjun þessi á að gefa um 260 gwst. á ári. Samkvæmt áætl- unum Landsvirkjunar áttu fram- kvæmdir við þessa virkjun að hefjast vorið 1983 og gangsetning fyrri aflvélar átti að geta orðið fyrir áramót 1986. „Umframgetuskilyrði“ og afgangsorka Eins og mönnum er kunnugt hefur stækkun Búrfellsvirkjunar ekki verið heimiluð. Engu að síður situr Landsvirkjun uppi með 700-750 gígawattstunda um- framorkugetu nú að mati Finn- boga Jónssonar. Jóhannes Nor- dal hefur hins vegar sagt að hann telji umframorkugetuna vera 450 gígawattstundir og hefur hann þá dregið frá tölum Finnboga þær 250 gwst. sem stjórn Landsvirkj- unar kallar „umframgetuskil- yrði“, sem geymd séu á kerfinu til þess að mæta óvæntum áföllum og/eða afgangsorkuþörf stóriðj- unnar. í umræddri skýrslu Landsvirkj- unar til iðnaðarráðuneytisins frá 13. apríl 1982 er gert ráð fyrir því að umsamin forgangsorkusala til stóriðju sé 250 gwst. meiri á ári en samningar kveði á um og er það rökstutt með því að líta verði á 60% umsaminnar sölu á afgang- sorku til stóriðjunnar sem for- gangsorku og haga fjárfestingum samkvæmt því. Þessi skilningur stjórnenda Landsvirkjunar bygg- ist á þeim samningum sem Lands- virkjun hafði gert við ísa! og Járnblendi- verksmiðjuna um afhendingu af- gangsorku, þar sem kveðið er á um að skerða megi hármarksaf- hendingu afgangsorkunnar um 50% í einstöku ári, 40% yfir hvert samfellt fjögurra ára tíma- bil og 20% að meðaltali reiknað yfir 20 ára tímabil. Á það hefur verið bent að þeg- ar stjórnendur Landsvirkjunar sömdu við stóriðjufyrirtækin um afhendingu afgangsorku þá var ekki gert ráð fyrir því að ráðast skyldi í sérstakar virkjanafram- kvæmdir hennar vegna. Miðvikudagur 23. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 UTBOÐ STEINULLAR VERKSMIÐJAN HF. SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR EFTIRFARANDI ÚTBOÐSVERK6 PÍPULAGNIR OG TÆKI ÚTBOÐSVERK7 LOFTRÆSTIKERFI ÚTBOÐSVERK8 RAFLAGNIR Útboðsgögn fyrir útboðsverk 6 og út- boðsverk 7 fást afhent á skrifstofu Fjölhönnunar hf., Grensásvegi 8, Reykjavík og á Bæjarskrifstofu Sauð- árkróks frá og með 22. janúar 1985. En útboðsgögn 8 fást á skrifstofu Rafteikningar hf. Borgartúni 17, Reykjavík og á Bæjarskrifstofu Sauð- árkróks frá og með 25. janúar 1985. Skilatrygging er kr. 1.000. Tilboðum skal skilað á sömu staði, eigi síðar en kl. 14.00 þriðjudaginn 12. febrúar 1985. Og verða þau opnuð samtímis að viðstöddum þeim bjóð- endum, sem þess óska. STEINULLARVERKSMIDJAN HF BJARNIDAGUR/AW3L TEKMSTOfA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.