Þjóðviljinn - 23.01.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.01.1985, Blaðsíða 11
_____________________VIÐHORF__________________ Er Nató-stuðningur það sem koma skal? eftir Birnu Þórðardóttur „Vinstri viðræður félags- hyggjufólks í öllum flokkum" eru boðaðar í Þjóðviljanum 10. janú- ar si. Tilgangurinn: Að mynda nýtt landstjórnarafl. Stefnuleg markmið engin uppgefin, en ým- islegt kyndugt hefur birst að und- anförnu á síðum I'jóðviljans - sérstaklega varðandi utanríkis- mál. í sama blaði og hinar félags- legu viðræður félagslega sinnaða félagshyggjufólksins eru boðaðar birtist grein eftir Ólaf Ragnar Grímsson um „innri andstæðurn- ar“ í Nató og mikilvægi þeirra. Skömmu áður, eða 4. janúar, birtist grein eftir Margréti Björnsdóttur þarsem hún spyr hvort utanríkismál þurfi að sundra félagshyggjufólki og svar- ar því einfaldlega neitandi: Engin ástæða að vera með sundrandi út- úrboruhátt, öllu mikilvægara að fá Alþýðubandalagsutanríkisráð- herra (félagslega sinnaðan) til að sitja Nató-ráðstefnur - það væri flott. Herinn - Nató Nú er svo að bæði Ólafur Ragnar og Margrét eiga sæti í boðaðri viðræðunefnd félags- hyggjufólksins, þannig að skrif þeirra eru greinilegur forsmekk- ur að stefnumörkun Alþýðu- bandalagsins. Innihaldið er ekki ýkja frum- legt: Verum ekki lengur aðberj- ast gegn Nató, enda hefur Abl. ósköp lítið gert í því, segir Mar- grét og best að hætta alveg. Það er ekkert nýtt að afsaka uppgjöf með eigin fyrri aumingjadómi. Það er ekki heldur ýkja frumlegt að reyna að greina í sundur bar- áttuna gegn herstöðvunum og Nató. 1971 átti að grípa til fata- skiptalausnar og klæða dátana í Gefjunarföt til að redda málun- um - fela herinn og halda Nató. Ætíð hefur viðkvæðið verið það sama: Það má ekki fæla „sanna“ herstöðvaandstæðinga frá með því að blanda Nató inní málin. Vísað hefur verið til „ein- hverra Framsóknarmanna" eða enn kyndugri huldumanna útí bæ sem örugglega kæmu þá ekki með. Þannig var á landsráðstefnu herstöðvaandstæðinga í Stapa 1975. Þarvarúrtöluliðiðbeðiðað nefna allan þennan baráttufúsa fjölda sem kæmi þjótandi til liðs við herstöðvaandstæðinga - ef þeir bara slepptu Nató. Loksins dróst uppúr hinu Framsóknar- holla liði: „Það er nú td. hann Sigurvin Einarsson". Sigurvin var staddur á ráðstefnunni og mótmælti þegar í stað harðlega. Kvaðst alla tíð hafa verið andvíg- urNató-aðild. En orð hans máttu sín einskis, hvað sem tautaði skyldi hann vera fylgjandi Nató. Þetta er nokkuð dæmigert. Menn reyna að fela Framsóknar- manninn í sjálfum sér með því að benda á ótilgreinda aðila sem skulu fyrirfinnast einhvers staðar í þjóðfélaginu. Annað nýlegt dæmi má nefna frá undirbúningi friðargöngunnar 22. des. sl. Hún kom beint í kjölfar nöturlegra upplýsinga um tilgang fyrirhug- aðra ratsjárstöðva vestanlands og austan sem hlekkja í kjarnorku- árásarkeðju Bandaríkjastjórnar. Eðlilegt mætti ætla að friðar- gangan sameinaðist gegn svo áþreifanlegri hættu. En það mátti ekki og gengu Abl.-félagar hart þar fram. Það gætu einhverjir fælst frá! Hins vegar var sagt að setning í ávarpi friðargöngunnar er hljóðaði svo: „Við viljum ekki að ísland verði vettvangur aukins vígbúnaðar á norðursIóðum...“ þýddi í raun andstöðu gegn rat- sjárstöðvunum. Það væri bara ekki dipló að segja það beint - þú skilur! Sambærileg rök segja að friðarhreyfingar í Evrópu hafi gert stóran skandal með því að einbeita baráttunni gegn stýri- flaugunum. Auðvitað áttu þær aldrei að nefna stýriflaugarnar á nafn. Kannski eru einhvers stað- ar Framsóknargæi eða pía í felum sem „fældust frá“. Herinn = Nató Ólafur Ragnar klappar sama steininn: Herstöðvarnar og Nató eru tvö aðskilin mál. Undarlegt. Á meðan ísland á aðild að Nató getur Bandaríkjastjórn - og raunar sérhver önnur Nató- stjórn sett hér upp herstöð, sé það talið nauðsynlegt. Það er skýrt orðað í 4. grein Nató- samningsins: „Aðilar munu hafa samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landsvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálf- stæði eða öryggi ógnað.“ Það þarf ekki stjórnspeking til að skilja þetta. Telji eitthvert/ einhver Nató-ríki nauðsynlegt að grípa til hernaðaraðgerða í öðru Nató-ríki er það skipulagt sam- eiginlega af til þess kvöddum. Hætturnar geta verið margvísleg- ar. T.d. steðjaði ógnar hætta að íslandi vegna Kóreustríðsins 1951, þess vegna herstöðvarnar 1951. Ámóta hætta af Súes- stríðinu og uppreisninni í Ung- verjalandi 1956, þess vegna mátti herinn ekki fara. Grikkland var í stórhættu 1967 vegna yfirvofandi kosningasigurs Papandreu, þess vegna valdránið skv. Promeþeifs- áætlun Nató. Valdaránið í Tyrk- landi var með vörumerki Nató, og margar áætlanir hafa verið til- búnar á borðum Nató fyrir Ítalíu væri „pólitísku öryggi" nægilega ógnað. Hættum baráttunni gegn Nató... Krafan um brottför hersins og úrsögn úr Nató er vonlítil „amk. eins og stendur", telur Margrét og því ekki ástæða til að halda fast á kröfunum. Abl. hafi ekki lagt áherslu á þessa kröfu innan ríkisstjórna og þá aðeins þegar aðrir samstarfsflokkar hafi haft sömu stefnu. Abl. muni því ekki svíkja neitt meira en Framsókn eða Alþýðuflokkur hafi þegar gert. Sem sagt: Fyrst þú hegðar þér eins og svín, þá er ekkert til- tökumál þótt ég geri það líka. Já, baráttuþrekið er magnað. Hve- nær ætlast Margrét til þess að hægt verði að hefja baráttu gegn Nató? Allt í einu muni vakna upp ægilegur baráttuvilji, sísona af sjálfu sér. Helst af öllu ef menn þegja nógu fjandi fast. Trú manna á ofurmátt hins hreina draums virðist ómælanleg. Sósíalistaflokkurinn spænski leyfir ágreining um Nató og bandarískar herstöðvar, samt er hann lífvænlegar og áhrifamikill, segir Margrét. Sósíalistaflokkur- inn spænski hlaut kosningu ekki síst út á það að halda Spáni utan Nató og leggja niður bandarísku herstöðvarnar. Þetta hefur verið svikið. Inngangan í Nató var eftir íslensku formúlunni: Fyrst á að ganga í Nató, svo einhvern tím- ann seinna, „þegar þið eruð orðin nógu þroskuð", þeas. búin að venja ykkur við Nató sem stað- reynd (gamla raunsæið, Mar- grét), þá megiði greiða um það atkvæði hvort Spánn á nokkuð að fara aftur út. Felipe Gonzalez lof- aði umsvifalausri þjóðarat- kvæðagreiðslu um Nató. Hún hefur enn ekki verið dagsett. Spænski Sósíalistaflokkurinn þolir opinskáa umræðu, segir Margrét. Ekki svo mjög. Felipe hótaði að segja af sér ef stefna hans yrði ekki samþykkt á flokks- þinginu í desember sl., bara far- inn í fýlu. Þær segja til sín dollar- amilljónirnar. ...enda óþarfi ...þar sem Nató er að liðast í sundur, segir Ólafur Ragnar - í eina átta hluta og þar verður nú aldeilis hægt að spila á sundur- þykknina. Baráttuna skal því flytja inn í aðalstöðvar Nató, þar sem fingrafimir stjórnspekingar leika af fingrum fram og gera það gott. Ætla mætti að Nató væri um- breytt í góðgerðaklúbb sem út- deildi vísindastyrkjum til snauðra vísindamanna og blómum til hinna. Það virðist alveg „gleymast" að Nató er hernaðar- bandalag auðvaldsríkja V- Evrópu og N-Ameríku, því er ætlað að verja hagsmuni heimsvaldasinna fram í rauðan dauðann með öllum tiltækum ráðum, eins og td. ráðum tyrk- nesku herforingjanna. Eðli Nató breytist ekki með hallarbyltingu. Finnst ykkur kannski breska stjórnin æðislega líkleg til að lenda í andstöðu við Bandaríkin, þótt ekki slitni slefan á milli Re- agans og Thatschers. Nató- herstöðvarnar í Bretlandi - minni háttar mál, snertir ekki Nató. Aðgerðir franska hersins í Nýju Kaledóníu, Chad, Mið- Afríkukeisaradæminu; breska hersins á N-írlandi; valdarán tyrkneska hersins og ofbeldi- sverk; valdaránsáætlanir ítalska hersins - náttúrlega aldrei rætt í stofnunum Nató. Allt frá Eisenhover-kenning- unni 1957 hefur Bandaríkjaher ráðið Miðjarðarhafssvæðinu - fyrir hönd Nató. Þar ríkir 6. flotinn sem er 3. stærsti kjarnork- uherafli heims. 6. flotinn tengist ítalska hernum með bandarísku herstöðvunum í Napólí og víðar. Sikiley er að verða ein allsherjar Nató-herstöð ekki síst með upp- byggingu kjarnorkuflugvallarins í Comiso, þar sem koma á fyrir 112 Cruise stýriflaugum. Þeim fylgja nokkur þúsund bandarískir hermenn. Allt er þetta í nafni Nató. Á Spáni eru nokkrir tugir bandarískra herstöðva fyrir flugher og flota, bæði á megin- landinu og eyjunum. Td. eru stórar bandarískar herstöðvar á Kanaríeyjum. Yfirstjórn Nató lítur hýru auga til 347.000 manna herafla Spánar, sem reyndar hef- ur haft mjög náið samstarf við Bandaríkjaher. Á Gíbraltar situr 6.000 manna her og í Beja í Por- túgal er v-þýski herinn. Sl. 30 ár hefur Bandaríkjastjórn í raun verið yfirherstjóri á Pýrenea- skaga. 1976, þegar Portúgal var inn- limað til fulls að nýju í Nató, fór hluti herafla þess beint undir stjórn Nató, síðan sá Kaninn um það að endurskipuleggja portúg- alska herinn. í staðinn fékk Por- túgal 1,3 billjón dollara „hjálp“ frá Bandaríkjunum 1983. Spánn fékk líka smá stuð eða 1,4 billjón dollar 1976-1981. 1982 snarm- innkaði „hjálpin", en 1983 fékk Felipe fljúgandi 400 milljónir dollara tii endurbyggingar spán- ska hersins. Hernaðaruppbyg- gingin er í fullu svingi á Italíu, Spáni og Portúgal, allt undir föðurlegri umsjá Bandaríkjahers í nafni Nató. Ríkisstjórnir S-Evrópu, td. Grikklands, Portúgals og Spánar nota dollaraflæðið sem rök til að réttlæta svikin loforð um úrsagnir úr Nató og lokun bandarísku her- stöðvana. Vonin í Vestur- Evrópu- bandalaginu Ólafur Ragnar telur V-Evr- ópubandalagið hina miklu von sem taki við af Nató. Þetta er engin ný speki, ef speki skyldi kalla. Ýmsir forystumenn ítalska Kommúnistaflokksins og fleiri hafa verið iðnir við að boða ámóta stefnu. Ólafur Ragnar mun reyndar hafa verið staddur á þingi Baráttuhreyfinga fyrir kjarnorkuvopnaafvopnun Evr- ópu (END), sem haldið var í Per- ugia á Ítalíu í enduðum júlí sl. Þar mun Ólafur Ragnar hafa reynt að sannfæra þingheim um mikilvægi samningaviðræðna milli ríkis- stjórna landa utan hernaðar- bandalaga og eins um „háleit lýðræðismarkmið" Indiru Gand- hi og Miguei de la Madrid, for- seta Mexíkó, en tilraunir Ólafs Ragnars voru taldar „of minor importance", möo. harla léttvæg- ar. Þrátt fyrir tilraunir ýmissa endurbótasinna sem ætíð eru reiðubúnir að „viðurkenna stað- reyndir" og sýna „raunsæi" til að leggja upp laupana, varð yfirlýs- ing þingsins í Perugia í aðra átt. Þar var stýriflaugunum hafnað, Nató var hafnað og eins „öllum tilraunum til að mynda v- evrópskan kjarnorku- eða hefð- bundinn herafla". 27. okt. sl. hélt V-Evr- cpubandalagið fund í Róm. Ólafur Ragnar telur fundinn hinn merkasta þótt eina skýra útkom- an af þessum fundi 7 hermálaráð- herra N ató væri að staðfesta enn á ný algjöra hollustu við hernaðar- stefnu Bandaríkjanna. Að efla baráttu - eða hamla Þjóðviljinn endurspeglar Al- þýðubandalagið sem líkist öðrum krataflokkum í því að lalla í hum- átt á eftir raunverulegum - eða ímynduðum - hreyfingum, en tekur aldrei sjensinn á að stíga framfyrir skjöldu. Verkaði kann- ski illa á einhvern - fældi frá, þú skilur! Þess vegna reynir hvorki Abl. né Þjóðviljinn að móta hreyfingar, heldur samlagast þeim til að sjúga út það sem mestu varðar - atkvæði. Verði baráttuhreyfingar það stórar að þær fari að hafa áhrif á kjörsókn og kjörfylgi, þá fyrst er kominn tími til að hreyfa sig. Margrét nefnir ágreining innan stóru krataflokkanna í V-Evrópu um aðildina að Nató. Þessi á- greiningur er afleiðing af barátt- unni gegn stýriflaugunum ekki orsök hennar. Flokksbroddar hafa neyðst til að láta undan þrýstingi stýriflaugaandstæðinga og hafa eins orðið að taka tillit til vaxandi Nató-andstöðu, þótt reynt sé að halda öllu í skefjum orðanna, þar sem athafnir eru einum of afgerandi. Kratar ganga aldrei feti framar í fjöldabaráttu en þeir neyðast til. „Félagshyggjufólkið" á ekki að þurfa að pæla í Nató-andstöðu, segir Margrét, það sundrar. Bar- áttukröfur eru ætíð sundrandi enda málið auðvelt ef allir væru sammála um þær. Það vinnst enginn stuðningur við eitthvert baráttumál með því að stinga því undir stól - og ætla síðan að draga fram fullskapað einhvern tímann þegar vel stend- ur á í hinu félagslega forholli. Það vinnur enginn annan til fylgis við málstað sinn með því að þegja yfir honum og gera léttvæg- an - þá er málstaðurinn ekki lengur fyrir hendi. Og trúlega er það þar sem skórinn kreppir að Alþýðubandalaginu í dag. 16. janúar 1985. Birna Þórðardóttir Birna Þórðardóttir er ritari hjá Læknafélagi íslands. Þjóðviljinn endurspeglar Alþýðubandalagið sem líkist öðrum krataflokkum íþvíað lalla íhumáttá eftir raunverulegum - eða ímynduðum - hreyf- ingum, en tekur aldrei sénsinn á að stígafram fyrir skjöldu. Miðvikudagur 23. janúar 1985 pjóoviLJINN - SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.