Þjóðviljinn - 01.02.1985, Side 2
FRETTIR
Kísiliðjan
Gæðingar háskólans
Sverrir Hermannsson: Málamyndarannsóknir.
Björn Dagbjartsson: Gœðingar háskólans rannsökuðu Mývatn.
Guðmundur Einarsson: Leyfisveitingin valdníðsla.
Svavar Gestsson: Málflutningur Sverris og Björns með eindœmum
Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra hélt því fram á Al-
þingi í gær, að rannsóknir sem
vísindamenn hefðu stundað við
Mývatn væru málamyndarann-
sóknir. Sagðist hann hafa beðið
prófessor Pétur Jónasson um að
hafa á hendi verkefnisstjórn við
nýjar rannsóknir á Mývatni.
Guðmundur Einarsson þing-
maður Bandalags jafnaðar-
manna hóf umræðu utan dag-
skrár í sameinuðu þingi í tilefni af
leyfisveitingu ráðherrans til Kísil-
iðjunnar, þar sem henni er
heimilað að vinna kísilgúr úr
botni Mývatns í 15 ár. Kallaði
Guðmundur veitingu leyfisins
valdníðslu, því iðnaðarráðherra
skorti lagalega heimild til að veita
fyrirtækinu leyfið, án samþykkt-
ar Náttúrverndarráðs.
Fullyrðingar iðnaðarráðherra
um 15 ára rannsóknarstarf fjöl-
margra vísindamanna sæta að
vonum miklum tíðindum. Á um-
ræddu tímabili hafa verið unnin
35 ársverk við rannsóknarstörf og
um þær hefur verið fjallað í fjöl-
mörgum tímaritum og skýrslum
innan lands og utan. Björn Dag-
bjartsson þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í NL eystra tók undir
sjónarmið ráðherra og taldi þá
sem að rannsóknunum hefðu
unnið „gæðinga“ Háskólans.
Svavar Gestsson taldi svör ráð-
herra með endemum, hann hefði
ekki svarað þeirri gagnrýni sem
hann hefði orðið fyrir öðru en
skætingi en auk þess væri dómur
hans og Björns Dagbjartssonar
um náttúruvísindamenn og rann- breyta lögunum um verndun, úruverndarráðs á Laxár- og Mý-
sóknir þeirra með ólíkindum. Laxár og Mývatns ef nú kæmi í vatnssvæðinu.
Taldi Svavar að Alþingi yrði að ljós að vafi væri á valdsviði Nátt- hágé.
Kísiliðjan
iTORGIÐ
Smokklaust í
landinu! Eins gott að
aðmírállinn er farinn.
Hljótum að leita til dómstóla
Jón Gunnar Ottósson líffrœðingur: Iðnaðarráðherra segir
engar rannsóknir hafa fariðfram við Mývatn en þær hafa staðið yfir síðan 1970
og á þeim byggir Náttúruverndarráð sína afstöðu
N
áttúruverndarráð getur ekki
annað en látið reyna á málið
fyrir rétti. Ráðið verður, úr því
ráðherra valdi þessa leið, að beita
þeim heimildum sem það hefur í
lögum. Náttúruverndarráð er
sett yfir þetta svæði með lögunum
um verndun Mývatns og Laxár og
því getur ráðið hnekkt ákvörðun
ráðherra og ber skylda til þess,
sagði Jón Gunnar Ottósson líf-
fræðingur, en hann á sæti í Nátt-
úruverndarráði.
Jón sagði að það væri alveg
sama hvar á málið væri litið,
ákvörðun Sverris Hermanns-
sonar iðnaðarráðherra væri útí
hött. Náttúruverndarráð getur
aldrei sætt sig við leyfisveitinguna
til Kísiliðjunnar. Hann gefur
verksmiðjunni leyfi til að fara ó-
takmarkað hvert sem er í Mý-
vatni til efnistöku. Náttúruvern-
darráð lagði til að henni yrðu
settar reglur um röð vinnslu-
svæða. Pá veitir hann verksmiðj-
unni leyfi til að semja við bændur
um að vera með námagröft innan
netalagna.
Leyfistíminn, 15 ár, þýðir það
að verksmiðjan fær að flytja sig
úr ytri flóanum yfir í þann syðri.
Sú ákvörðun setur allt lífríki Mý-
vatns í hættu. Ef óhapp hendir er
allt lífríki vatnsins og raunar Lax-
ár líka í hættu.
Málsmeðferðin er líka fyrir
neðan allar hellur. Ráðherra hef-
ur hreinlega ekkert kynnt sér
þetta mál. Hann segir í viðtali við
Mbl. að engar rannsóknir hafi
farið fram á svæðinu. Þetta er
þvflíkt bull að engu tali tekur.
Það hafa verið rannsóknir í gangi
þarna síðan 1970 og Náttúru-
verndarráð byggir sína afstöðu á
grundvelli þessara rannsókna.
Þetta sýnir að maðurinn hefur
ekki kynnt sér það sem verið er
að gera þarna. Auðvitað er þetta
ekki lagaspursmál heldur hreint
náttúruverndarsjónarmið, sagði
Jón Gunnar að lokum.
-S.dór
Kísiliðjan
Tiltölulega ánægðir
SigurðurR. Ragnarsson stjórnarformaður
Kísiliðjunnar: Ekkert komiðfram á lífríki
Mývatns til hins verra. 180þúsund krónurá
mánuði til rannsókna á lífríkinu
ALÞYÐUBANDALAGHE)
Guómundur J.
Helgi.
Sigrún.
Hansína.
Pröstur.
Krlstfn
Haraldur.
Reynslan 1984 - Baráttan 1985
Aðalfundur verkalýðs-
málaráðs Alþýðubandalagsins
1.-2. febrúar 1985
Fundarstaður: Hverfisgata 105, Reykjavík
Aðalfundur Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins verður haldinn að
Hverfisgötu 105 í Reykjavík föstudagskvöldið 1. febrúar og laugardag-
inn 2. febrúar nk.
Föstudagur 1. febrúar:
Kl. 20.30-20.45 Þröstur Ólafsson formaður setur aðalfundinn með
ávarpi.
Kl. 20.50-11.20 Panelumræður: „Reynslan 1984 - Baráttan 1985".
Fulltrúar frá BSRB og ASÍ verða i panelnum. Þátttak-
endur: Haraldur Steinþórsson, Valgerður Eiríksdóttir
og Sjöfn Ingólfsdóttir frá BSRB. Frá ASÍ: Guðmundur
J. Guðmundsson, Ásmundur Stefánsson og Sigrún
Clausen. Stjórnendurumræðnanna verðaHelgi Guð-
mundsson og Kristín Guðbjörnsdóttir.
Laugardagur 2. febrúar:
Kl. 10.00-12.00 Umræður um skipulag á starfi verkalýðsmálaráðs.
Framsögumaður verður Hansína Stefánsdóttir.
Kl. 12.00-13.00 Léttur hádegisverður að Hverfisgötu 105.
Kl. 13.00-13.30 Skýrsla um kjarabaráttu sjómanna: Hafþór Rós-
mundsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands-
ins.
Kl. 13.30-16.00 Almennar umræður.
Kl. 16.00-17.00 Afgreiðslur. Stjórnarkjör.
Aðalfundur verkalýðsmálaráðs er opinn öllum Alþýðubandalags-
mönnum og öðrum áhugamönnum um verkalýðsmál.
Sjöfn
Valgerður.
Við erum tiltölulega ánægðir
með afgreiðslu ráðherra,
sagði Sigurður Rúnar Ragnars-
son stjórnarformaður Kísiliðj-
unnar við Mývatn við Þjóðvilj-
ann í gær.
- Breytingar frá eldri samn-
ingi eru nokkrar; þær veigamestu
eru að hann er til styttri tíma en sá
gamli, nýja ákvæðið um um-
hverfisnefnd og það veigamesta
rannsóknir af áhrifum náma-
vinnslunnar í Mývatni. Sam-
kvæmt lögum er sú skylda lögð á
herðar Náttúruverndarráðs, að
rannsaka lífríkið á þessu svæði.
Rannsóknarstöðin við Mývatn
var stofnuð í þessu skyni. Því
miður hefur fjárhagur
Rannsóknarstöðvarinnar ekki
leyft miklar rannsóknir. Og þær
sem samt hafa verið gerðar hafa
ekki beinst að námavinnslunni
sérstaklega. Með nýjum samn,-
ingi er gert ráð fyrir að námagjald
sem Kísiliðjan greiðir til ríkis-
sjóðs renni til rannsókna næstu
árin og að auki leggi Kísiliðjan
annað eins á móti. Þetta eru um
180 þúsund krónur á mánuði á
núvirði út samningstímann.
Sigurður Rúnar taldi afstöðu
Náttúruverndarráðs óþarflega
harða. „Engar breytingar hafa
komið fram á lífríki Mývatns til
hins verra sem rekja má til staf-
semi Kísiliðjunnar. Fólk verður
að skilja að það er erfitt að reka
fyrirtæki sem ekki hefur rekstrar-
leyfi nema til fimm ára“. Sigurð-
ur kvað örlög Mývatns verða þau
náttúrulögmálunum samkvæmt
að verða að mýri. „Svo er það
hlutlægt mat hvort menn eigi yfir-
leitt að taka fram fyrir hendurnar
á framrás náttúrunnar“, sagði
Sigurður Rúnar Ragnarsson að
lokum. —óg
Fiskur
28% aukning
á sölu til Bretlands
Hjá Iceland Seafood Corporat-
ion í Bandaríkjunum varð.
heildarsalan á sl. ári, í verð-
mætum talið, því nær hin sama og
árið áður, rúmar 120 miy. doll-
ara. Tókst þannig að halda hinni
miklu söluaukningu frá 1983, sem
var um 19%. Að magni til jókst
salan um 4%. Sýnir hlutfall þess-
ara talna að verðlag hefur nokk-
uð lækkað á árinu 1984.
Hjá Seafood Limited í Bret-
landi varð salan rúmar 12 milj.
punda, jókst um 28% frá árinu
áður. Að magni jókst salan hins-
vegar um 34%. Mikið hefur
áunnist á þeim fjórum árum, sem
fyrirtækið hefur starfað því fyrsta
árið, 1981, nam salan aðeins 3,5
milj. punda.
Hjá Hamborgarskrifstofu SIS
minnkaði salan um 4%, varð 5,7
marka. Að marki til jókst salan
samt um 5%. Hún hefur þó vaxið
úr 3,2 milj. marka frá 1981. Sýnt
er að salan til Japans hefur dregið
úr Þýskalandssölunni. Á það
einkum við um karfann og grá-
lúðuna en báðar þessar afurðir
hafa verið seldar til Þýskalands.
-mhg
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. tebrúar 1984