Þjóðviljinn - 01.02.1985, Page 5
Neskaupstaður
Allt byggist
á útgeröinni
Vegni henni vel þarfengu að kvíða
Atvinnuástandið í Neskaup-
stað var lengstaf gott á sl. ári,
en það stendur og fellur með
útgerðinni og fiskvinnslunni.
Fiskvinnslan í landi byggist að
verulegu leyti á afla 3-4 togara.
Tveir þeirra voru þó alllengi frá
veiðum vegna véiaskipta og af
þeim sökum treindist kvótinn
lengur.
Auk togaranna er svo mikil
smábátaútgerð frá Neskaupstað.
Yfir sumarmánuðina róa 40-50
trillur. Stunda þær einkum
handfæra- og línuveiðar. Þeim
trillum fjölgar stöðugt, sem róa
fram eftir hausti. Afli trillanna
var frekar tregur á sl. ári.
Á vetrarvertíðinni bárust um
30 þús. tonn af loðnu og svo var
loðnu landað aftur í haust. Þá
voru og saltaðar 9-10 þús. tunnur
af sfld.
Segja má að skortur hafi verið
á vinnuafli í fiskvinnslunni allt sl.
ár. Er býsna erfitt að fá fólk til
starfa þar, enda launin ekki
beinlínis lokkandi. Töluvert var
um farandverkafólk, einkum er-
lent.
Sem fyrr segir eru fiskiveiðar
og fiskvinnsla höfuðburðarásarn-
ir í atvinnulífinu í Neskaupstað.
Öllu skiptir því hversu háttað er
afkomu þess atvinnurekstrar. Nú
er staða sjávarútvegsins slæm og
horfur tvísýnar. En verði fisk-
veiðum og -vinnslu sköpuð við-
unandi rekstrarskilyrði þarf engu
að kvíða um atvinnu.
Framleiðsluiðnaður, að fisk-
iðnaði slepptum, er lítill. Þjón-
ustuiðnaður, tengdur sjávarút-
vegi, er hinsvegar töluverður. Má
þar nefna netagerð, vélaverks-
tæði, rafeindaverkstæði og plast-
bandaverksmiðju. Afkoma þess-
Óskadraumur
Frá Neskaupstað
Í R.
ara fyrirtækja helst að sjálfsögðu
í hendur við afkomu sjávarút-
vegsins. Vegni honum vel blóm-
stra þau, eigi hann í erfiðleikum,
bitnar það á þeim.
Nokkur fjölgun hefur orðið í
þjónustustörfum, einkum í sam-
bandi við heilsugæsluna. f fjórð-
ungssjúkrahúsinu starfa um 80
manns. Störfum við fræðslumál
hefur fjölgað vegna eflingar
framhaldsskólans í Neskaupstað.
Þann 1. des. 1983 voru íbúar
kaupstaðarins 1684. Heildar-
fjölgun þeirra frá 1971-1983 var
5%. Meðaltalsaukning á sama
tímabili var 0,4%. Mest fjölgaði
íbúum árið 1973, 3,8%. íbúum
fækkaði á árunum 1974, 1977,
1980, 1982 og 1983. Mest varð
fækkunin 1974, 1,6%. -mhg.
Reiðhöll rís í Víðidal
Séö Inn i ullnn. áborf»n<U*v»ðl og «ynlngar»ö«tOöo.
All lengi hafa hestamenn
alið með sér þann draum, að
koma upp reiðhöll í Reykjavík.
Það mál er nú komið á þann
rekspöl að stofnað hefur verið
hlutafélag um bygginguna,
svo sem áður hefur verið skýrt
frá hér í blaðinu. Þar var einnig
greint frá undirbúningi máls-
ins og stjórn hlutafélagsins.
Reiðhöll mun gerbreyta allri
aðstöðu til þjálfunar hesta og
reiðmanna, sem hestamennskan
almennt mun njóta góðs af.
Hrossabændur og aðrir ræktun-
armenn eignast þarna verðmæta
kynningaraðstöðu og sölumið-
stöð.
Áætluð stærð hallarinnar er
2500 ferm. Þar af er vallarstærð
20x60 m. Sæti verða fyrir 800-900
manns. Funda- og kennsluað-
staða fyrir 50-100 manns, sem
verður um leið kaffitería. Bfla-
stæði fyrir 500 bfla. Þá verður
búningsaðstaða fyrir konur og
karla, rúmgott áhorfendasvæði,
vinnuaðstaða fyrir starfsfólk,
hreinlætisaðstaða, rými fyrir
veitingar, aðstaða fyrir undirbún-
ing hesta áður en farið er inn á
völlinn, aðstaða fyrir dómara,
stjórnstöð fyrir ljós og tónlist
o.fl.
Gert er ráð fyrir því að þarna
fái væntanlegur reiðskóli aðset-
ur. í honum færi fram kennsla
fyrir reiðkennara, tamninga-
menn og leiðbeinendur, nám-
skeið í tengslum við bænda-
skólana, námskeið fyrir dómara í
keppnisgreinum á vegum L.H.,
námskeið fyrir byrjendur í hesta-
mennsku og hestamenn almennt.
Þá yrðu þarna þjálfunarnám-
skeið, hestaíþróttir, vörusýning-
ar, skemmtanir og samkomur.
Ætlunin er að Reiðhöllin rísi í
Grjótnámi Reykjavíkur í Víði-
dal, og hefur það svæði þegar ver-
ið tekið frá í þessu skyni. Sérstök
aðkeyrsla verður frá væntan-
legum „Ofanbyggðarvegi", að-
altengibraut við nágrannabyggð-
ir Reykjavíkur og Suður- og
Vesturlandsveg. Fákur hefur gef-
ið fyrirheit um aðstöðu fyrir 25-
50 hesta í húsum félagsins og ættu
hestamenn utan Reykjavíkur að
geta notið þess meðan á náms-
dvöl stendur.
Valdimar G. Guðmundsson
vinnur frumdrög að höllinni en
þar verður byggt á erlendum fyr-
irmyndum og reynslu. Við enda
byggingarinnar er gert ráð fyrir
gerði, 20x40 m, í beinu framhaldi
af sýnignarsvæðinu. Ætla má að
virk starfsemi á vegum hesta-
manna geti farið þarna fram allan
veturinn.
Búist er við að Reiðhöllin kosti
rúmar 20 milj. fullbúin og að
loknum öllum ytri frágangi.
Hugsa mætti sér að framkvæmd-
inni yrði skipt í þrjá áfanga. Sá
fyrsti yrði þá að koma húsinu
upp, loka því og ganga frá vellin-
um, þannig að nota mætti það til
kennslu og þjálfunar. Næst yrði
smíðað áhorfendasvæði og aðrar
innréttingar og loks gengið var-
anlega frá athafnasvæði utan
dyra. Ætti þetta ekki að taka
nema 2-3 ár.
Eignaraðilar eru: Stéttarsam-
band bænda, Búnaðarfélag fs-
lands, Félag hrossabænda,
Landssamband hestamannafé-
laga, Fákur, Félag tamninga-
manna og einstök hestamannafé-
lög. Þá verður einstaklingum,
stofnunum og fyrirtækjum boðin
þátttaka.
Og ekki þarf að efast um að oft
verði kátt í höllinni. -mhg.
Stofnlánadeild
Minnkandi lánveitingar
Undanfarin 8-10 ár hefur mjög dregið úr lánum frá Stofnlándeild
landbúnaðarins til útihúsabygginga, ræktunar og annarra fram-
kvæmda. Heildarlán til framkvæmd í landbúnaði, þar með talin lán til
vinnslustöðva, reiknuð á föstu verðlagi, hafa dregist saman um 54,5%,
miðað við lánveitingar á árunum 1976-1977.
Á sl. ári hefur frekast orðið aukning á lánum til loðdýrahúsa. Voru
lán veitt til 108 slíkra húsa en til 105 húsa 1983. Jarðarkaupalán voru
129 og til kaupa á dráttarvélum 149. Lífeyrissjóður bænda veitti 316
lán. Þar af voru 233 til íbúðarhúsa og 83 til bústofnskaupa.
-mhg
Iðnaðardeild
Betri horfur
Rekstur Iðnaðardeildar SÍS var fremur erfiður sl. ár og á það ekki
hvað síst við um skinnaiðnaðinn, að því er segir í fréttabréfi frá
Iðnaðardeild.
Horfur á næsta ári eru hins vegar batnandi. Veruleg hækkun hefur
náðst á skinnaverðum og mikil aukning verður á fullvinnslu. Eru
verkefni framundan því mikil. Talið er óhætt að gera ráð fyrir góðri
sölu á fatnaði og að sala á garni muni aukast.
-mhg
Orlof
Bændaorlof 11.-17. mars
Efnt hefur verið til orlofsvikna fyrir bændur og þeirra fólk að Hótel
Sögu nokkra undanfarna vetur. Síðastliðinn vetur voru vikurnar tvær
en hafa stundum verið þrjár.
Dagskrá viknanna hefur verið fjölbreytt: heimsótt helstu afurða-
sölufélögin í borginni, ýmsar stofnanir borgarinnar og j afn vel skroppið
austur fyrir fjall. í stuttu máli: hæfileg blanda af skemmtun, fróðleik og
hvfld.
Næsta orlofsvika verður dagana 11.-17. mars, fáist næg þátttaka.
Þátttökugjald er kr. 6 þús. á mann. í því felst gisting, morgunverður á
Hótel Sögu, tvisvar sinnum kvöldverður, spilakvöld, dansleikur og
ferðir með hópferðabifreið í þrjá daga. Ýmislegt fleira er í boði án
aukakostnaðar fyrir þátttakendur.
Nánari upplýsingar er að fá hjá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins
og Ferðaþjónustu bænda í síma 19200.
UMSJÓN: MAGNÚS H. GÍSLASON
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
-mhg