Þjóðviljinn - 01.02.1985, Qupperneq 13
MINNING
Marci Bjömsson
fædcL 7.3.1907 - dáin 22.1. 1985
Ætli ég hafi ekki verið sjö ára,
- að minnsta kosti bar ég enn
sameiginlega ábyrgð á hænsnun-
um með ömmu minni - þegar
Haukur bróðir minn kom heim til
Eyja með ilmandi stássdömu upp
á arminn. Ekki var nóg að hún
væri utan allrar þekktrar veraldar
að klæðaburði og öðrum fínhei-
tum, heldur hét hún líka nafni
sem var heilum sólárum í burt frá
Gunnum og Möggum og Ölkum:
hún hét Marci. Og inni í herberg-
inu þeirra í Drífanda var nú
skyndilega ekki spilaður II tro-
vatore á slitnu plöturnar hans
pabba, heldur það sem ég síðar á
ævinni tengdi við sjarleston og
kvikkstepp, - að minnsta kosti
var það eitthvað sætlega synd-
samlegt, þar sem maður fékk
trekk í eyrað út um skráargatið.
Og þó ég væri á vassstígvélum og
með skilningslausan hund á slíka
upphefð, þá fékk ég samt að fara
með þeim upp á Bolsastaði til
Helgu og ísleifs og ganga næst
verunni Marci: það var bókstaf-
lega enginn endir á þeim opinber-
unum, með lakkaðar neglur,
reykti teófaní og var með málað-
an roða uppi í háum og fallegum
kinnbeinunum.
Haukur bróðir minn hafði
komið upp einhverskonar fisk-
verkunarhúsi fyrir vestan Gúanó,
um það bil þar sem við amma
höfðum púturnar og ræktuðum
melónurnar, en um svipað leyti
voru þeir útlagarnir Maó Tse-
dúng og Sjú Enlæ að byrja að æsa
upp svangan bændalýðinn í Kína.
Haukur hafði eitthvert veður af
þessu - vísast úr blöðum Komin-
tern - og hélt um það erindi í Nýja
Bíó. Samkvæmt bjargfastri hefð
staðarins var fabrikka hans óðar
kölluð Kína - enda álíka löng að
ætlun þarlendra, - og sjálfur
hann þá auðvitað Haukur í Kína.
Og slíka athygli sem þessi forfín-
aða heimsdama vakti, var að
sjálfsögðu ortur kviðlingur og
sunginn heimshornanna milli,
þ.e. Hásteins og Urða: Haukur í
Kína/ með kærustuna sína...
Vestmannaeyjar voru vita-
skuld enginn staður fyrir hám-
enntaða coiffuredömu, lærða í
ondúleringu hjá Kristolínu
Kragh og á konunglegum salonni
á Strikinu í Höfn, svo að Reykja-
vík varð að nægja í bili. Og svo
var það nú heimsbyltingin. Á
heimili þeirra Marci og Hauks
var Kommúnistaflokkur íslands
stofnaður 1. desember 1930, og
gott ef nýfæddur einkasonur
þeirra, Friðþjófur, var ekki
nefndur og vatni ausinn við það
tækifæri.
Ár kreppunnar miklu sem nú
fóru í hönd var umrótamikill tími
í lífi þeirra Marci: pólitísk fang-
elsun, kosningaslagur, áföll og
sigrar, og þá ekki sízt sá sem fagn-
að var á heimili þeirra vökunótt-
ina 1937, er þrír glæsilegir fulltrú-
ar róttækasta verkalýðs á landinu
voru í fyrsta sinn kjörnir á Alþing
íslendinga.
Eftir að ég var sprottinn svo úr
grasi, að ég kvaddi bæði hænsn-
fugla og melónur og var sendur til
íslands (sem er partur af Vest-
mannaeyjaklasanum), og nokkru
síðar, er foreldrar mínir fluttust
einnig til Reykjavíkur og höfðu
um hríð sambýli við þau Hauk og
Marci, fór ég að hafa dálítið vit á
að kynnast henni í raun. Hún var
sú tegund hleypidómalausra og
sjálfstæðra kvenna sem íhaldið
kallaði þá einu nafni „kommam-
ellur“, þ.e.a.s. ungar konur sem
létu sig þjóðmál varða, unnu úti
og töldu annað mikilvægara í líf-
inu en gardínur, útsaum og blóm-
arækt í gluggum - og voru jafnvel
í sellu. Marci var æði stórt nafn í
fegrunariðnaði höfuðstaðarins;
Hárgreiðslustofan Marci á
Laugavegi 4 og síðar á Skóla-
vörðustíg 1 var mikill og flott
staður, og sjálf stóð hún að fullu
undir því nafni. Þegar ég les mér
síðar til um „móderne konur“
millistríðs- og kreppuáranna,
dettur mér í hug að mágkona mín
hafi verið tegundarhreint dæmi.
Þar á ég ekki aðeins við útlit,
klæðnað og annað útvortis, held-
ur það beinskeytta og óvílunar-
sama viðhorf sem hvert eitt við-
bragð hennar sýndi. Hún var
þessháttar realisti sem tók öllu er
að kom án eftirsjár bæði og ró-
mantískra þenkinga; naut vel
góðra daga, harmaði ekki þá
verri.
Nokkru fyrir stríðið tóku þau
Marci að sér móðurlausa telpu,
frænku hennar, Erlu Thoraren-
sen, og gengu henni að fullu í for-
eldrastað. En þegar styrjöldinni
slotaði, urðu enn umhvörf í lífi
þeirra: Þau fluttust til Gauta-
borgar, þar sem þau bjuggu fram
á haust 1949. Á þeim árum höfðu
þau oft mikið umleikis, aðrar
stundir færra; en Marci var rétt
sem óbreytanleg í gerð sinni, á
hvoru sem heldur gekk. Óafvit-
andi held ég að lífsspeki Candide
hafi verið henni í blóð borin.
Og enn kom fyrir þeim Hauki,
eins og flestum, hið langa, hníg-
andi haust. Hann dró sig út úr
sínum miklu umsvifum, og hið
fallega, listprýdda heimili þeirra
á Sólheimum 23 varð umgerð ró-
semi og kyrrlátra heimsókna
okkar úr fjölskyldunni. í umræð-
um átti spegillinn jafnan tvö horf,
til atburða og átaka hins liðna og
þess sem fram horfði í heimsmál-
FRÁ LESENDUM
Góð myndasaga
Einar hringdi:
Afhverju eruð þið á Þjóðvilj-
anum hætt við myndasöguna
hans Kjartans? Hún var oft ansi
góð og hressileg þótt brandararn-
ir væru soldið mistækir. Hún er
allavega skárri en þessir væmnu
Ástarbirnir eða f blíðu og stríðu
sem mér hefur aldrei fundist
fyndin.
Ég skil þetta ekki, og alls ekki
vegna þess að mér sýnast allar
hinar myndasögurnar ykkar vera
amerískar, - þetta var sú eina ís-
lenska. Hvað gerðist?
Hætti Kjartan eða fór eitt
hvað í fínu taugarnar á ein
hverjum?
Föstudagur 1. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
um. Hvorugt þeirra hafði glatað
svo miklu sem örðu af trúnni á
það, að mannkynið ætti eftir að
setjast á friðarstól, við þær alls-
nægtir sem veröldin býður.
Á milli slíkra heimsókna, utan-
landsferða eða dvala úti um land,
undi Marci við lestur sinn,
myndþrautir, kapal - og gott
kaffi. Og í þessari rósemd mundi
hún eftir sínu gamla nafni: Ingi-
björg Marsibil Guðjónsdóttir.
Svo sem þau Haukur höfðu
fylgzt að í blíðu og stríðu á sjötta
áratug, svo er heldur ekki langt
milli þeirra hinztu ferðina.
Haukur lézt í október fyrir rúmu
ári, Marci þann 22. janúar síð-
astliðinn, eftir nokkurra daga
sjúkralegu. Ekkert hefði verið
henni fjær en harmakvein. Og
ekkert er fjær. Því stundir lífsins
hverfa ekki með manneskjunni:
Það er þeirra sem eftir lifa að
selta saltið og setja ljós minning-
anna á stiku, svo vísað sé til orða
uppreisnarmannsins frá Nasaret.
Björn Th. Björnsson
Ingibjörg Marsibil Guðjóns-
dóttir lést á Landspítalanum 22.
janúar s.l. eftir stutta legu. Þrátt
fyrir vanheilsu undanfarin ár,
kom andlátsfregn hennar mér á
óvart. Við áttum tal saman ör-
fáum dögum áður og var hún þá
lasin, en sagði að það myndi líða
hjá: það var ekki hennar siður að
kvarta.
Marsí, eins og við vinir hennar
kölluðum hana jafnan, var fædd í
Reykjavík 7. mars 1907. Marsí
var einstaklega hreinskilin kona
og traust í alla staði. Hún sagði
jafnan meiningu sína hvort sem
um var að ræða menn eða mál-
efni, en var þó bæði orðvör og
umtalsfróm.
Við hjónin höfðum þekkt
Marsí frá því 1931 og áttum mikil
og góð samskipti við hana og
Hauk mann hennar áratugum
saman, þótt við hittumst sjaldan
hin síðari árin.
Það sem tengdi okkur saman í
upphafi var félagslegur áhugi
þeirra hjóna og okkar fyrir fram-
göngu sósíalískrar stefnu, fyrst í
Kommúnistaflokki íslands og
síðar í Sósíalistaflokknum.
Haukur var eins og kunnugt er
enginn meðalmaður í skipulags-
og félagsstörfum sósíalista, þegar
hann var upp á sitt besta, og í öllu
því starfi var Marsí góður og
traustur félagi.
Marsí var raunsæis- og mann-
kostakona í bestu merkingu
þeirra orða og glöð og skemmti-
leg í vinahópi.
Þessi stutta kveðja mín til
hennar á að fela í sér þakklæti
fyrir ótal góðar minningar um
margar ánægjulegar samveru-
stundir.
Ég vil færa Friðþjófi syni henn-
ar og öllum aðstandendum sam-
úðarkveðjur frá okkur hjónum
og dætrum okkar.
Elín Guðmundsdóttir
ALÞÝÐUBANDALAGID KÓPAVOGI
ÁRSHÁTÍÐ
Árshátíð félagsins verður haldin í Þinghóli 2. febrúar 1985
Vönduð dagskrá:
Böðvar Guðlaugsson kennari fer með gamanmál.
Jóhann Sigurðsson og Jón Hjartarson flytja atriði úr revíu.
Heitur réttur borinn fram síðla kvölds.
Diskótek og happdrætti.
Kokteill framreiddur til kl. 22.
Ræðumaður kvöldsins: Margrét Frímannsdóttir.
Veislustjóri: Steingrímur J. Sigfússon.
Húsið opnað kl. 20.30.
íl || s
Jóhann Steingrímur Margrét Jón
Síðustu forvöð að panta á föstudagskvöld.
Miðaverð kr. 350.-
Miðapantanir í símum 41279 (Lovísa) og 45306 (Friðgeir).