Þjóðviljinn - 01.02.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.02.1985, Blaðsíða 14
Hjúkrunarfræðingar takið eftir: Hjúkrunardeildarstjóri óskast sem fyrst, einnig hjúkr- unarfræðingar. Skurðstofuhjúkrunarfræðingur óskast frá 1. júlí 1985 til 1. sept. 1986. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333 eða á kvöldin í síma 96-41774. Sjúkrahúsið á Húsavík Sjúkraliðar, takið eftir: Óskum að ráða sjúkraliða í sumarafleysingar. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333 eða á kvöldin í síma 96-41774. Sjúkrahúsið á Húsavík -IL Einbýlishúsalóðir Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta lóðum í Setbergi. Um er að ræða nál. 40 lóðir, einkum fyrir einbýlishús, en einnig nokkur raðhús og parhús. Lóð- irnar verða byggingarhæfar á sumrinu 1985. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræðings Strandgötu 6, þar með talið um gatnagerðargjöld, upptökugjöld, byggingarskilmála o.fl. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem þar fást eigi síðar en 12. febr. n.k.. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Bæjarverkfræðingur III ÚTBOÐ Tilboð óskast í málningavinnu fyrir byggingadeild samkvæmt eftir- farandi. 1. Ýmiss konar málningavinnu innanhúss í dagvistunarhúsnæði Reykjavíkurborgar. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 21. febrúar nk. kl. 11.00 f.h. 2. Ýmiss konar málningavinnu innan- og utanhúss á ýmsum fast- eignum Reykjavíkurborgar. Tilboðin verða opnuðfimmtudaginn 21. febrúar nk. kl. 14.00e.h. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 2.500 skilatryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. Tilboðin eru opnuð á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 l«l ifí UTBOÐ Tilboð óskast í eftirfarandi fyrir Rafmagnsveitur Reykjavíkur: 1. Götuljósabúnað. Tilboðin verða opnuð þriðjud. 5. mars n.k. kl. 11 f. hád. 2. 12860 götuljósaperur. Tilboðin verða opnuð miðvikud. 6. mars n.k. kl. 11 f. hád. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 eSt. Jósefsspítali Landakoti Laus staða Fóstru eða annan starfskraft vantar nú þegar á barna- dagheimilið Litla-Kot. Börn 1-31/2 árs. Umsækjendur vinsamlega hafi samband við fóstrur á Litla-Koti í síma 19600-297. Reykjavík, 31.1. 1985. St. Jósefsspítali Landakoti Auglýsið í Þjóðviljanum UM HELGINA Tónlist Myrkir músíkdagar á fullu Myrkir músíkdagar hefjast núna á fullu um helgina en þeir eru einn helsti tónlistarviðburður ársins. Tvennir tónleikar verða á laugardag og sunnudag í Bú- staðakirkju. Á laugardag kl. 17 eru strengjakvartettar eftir fjögur tónskáld sem þau Guðný Guð- mundsdóttir, Szymon Kuran, Robert Gibbons og Carmel Russ- il leika. Frumflutt verður verkið Net til að veiða vindinn eftir Gunnar Reyni Sveinsson en það er samið á síðasta ári. Þá verður fluttur Kaupmannahafnarkvart- ett Þorkels Sigurbjömssonar frá 1978, Sex lög fyrir strengjakvart- ett eftir Karólínu Eiríksdóttur frá 1983 og að lokum Strengjakvart- ett nr. 7 í fís-moll eftir Sjostakó- vitsj. Á sunnudag kl. 17 verða flutt verk eftir 5 íslensk tónskáld. Þau eru: 1. Viva strætó fyrir einleiks- flautu eftir Skúla Halldórsson. Bemharður Wilkinson leikur á flautuna. 2. Frumflutningur á Dúó fyrir bassethorn og selló eftir ungt tónskáld, Atla Ingólfs- son. Kjartan Óskarsson leikur á bassethornið og Inga Rós Ing- ólfsdóttir á selló. 3. Hrím fyrir einleiksselló eftir Áskel Másson. Carmel Russil leikur. 4. Sextett eftir Fjölni Stefánsson frá árinu 1983. Flytjendur: Martiel Narde- au (flauta), Kjartan Óskarsson (klarinett), Lilja Valdimarsdóttir (horn), Björn Árnason (fagott), Hlíf Sigurjónsdóttir (fiðla) og Arnþór Jónsson (selló). 5. Þrír þættir fyrir 9 blásara eftir þá Pál P. Pálsson, Werner Schulze og Herbert H. Ágústsson. Flytjend- ur em Kristján Stephensen, Daði Kolbeinsson, Sigurður I. Snorra- son, Kjartan Öskarsson, Haf- steinn Guðmundsson, Hans Plo- der, Herbert H. Ágústsson, Jos- eph Ognibene og Láms Sveins- son. -GFr Nýlistasafnið Reyktir æskumenn Föstudaginn 1. febrúar 1985 verður mikið sprell í Nýlistasafn- inu. Þar stendur nú til 3. febrúar yfir sýning ítalska málarans Corr- ado Corno. Lesin verða upp ljóð, önnur ritverk og úrgangur hug- ans mun streyma um sali safnsins. Hin helstu ungu úrvalsskáld Reykjavíkur munu les upp úr verkum sínum, þeir eru: Þorri, Sjón, Matthías Magnússon, Sig- urberg Bragi, Þór Eldon, Krist- inn Sæmundsson. Síðan eftir orð- in munu meðlimir úr Inferno 5 líklega leika fyrir dansi. Húsið opnar kl. 21.30 og lestur byrjar fljótlega upp úr því. Gestir mega gefa 50 kr. til styrktar fyrir ánægj- una, en bókmenntafræðingar verða að borga þrefalt verð. Allir velkomnir. Rekaviður í Snoirabúð Sæmundur Valdimarsson opn- ar um helgina sýningu á 16 reka- viðarskreytingum í Snorrabúð, félagsheimili verkalýðsfélaganna í Borgarnesi. Sýningin verður opin frá kl. 14- 22 laugardag og sunnudag. Sæmundur hefur haldið nokkr- ar sýningar á rekaviðarmyndum áður, t.d. á Kjarvalsstöðum en þetta er fyrsta sýning hans sem er sett upp í samvinnu við verka- lýðsfélög. Páll Eyjólfsson gítarleikari. Stykkishólmur Gítartónleikar Páll Eyjólfsson gítarleikari heldur tónleika í kapellu St. Fransískussystra í Stykkishólmi laugardaginn 2. febrúar kl. 16.00. Á efnisskrá verða verk eftir Luis de Narvanez, Scarlatti, Bach, Te- desco, Albeniz og Toroba. Páll hóf tónlistarnám í Barn- amúsíkskóla Reykjavíkur en seinna í Gítarskólanum þar sem kennari hans var Eyþór Þorláks- son. Hann lauk einleikaraprófi þaðan 1981 og árið 1982 hélt hann til framhaldsnáms til Spán- ar. Þar stundaði hann nám undir handleiðslu spænska gítarleikar- ans Jose Luis Gonzales í borginni Alcoy. Þaðan kom hann í haust sem leið og starfar nú sem gítark- ennari í Reykjavík. Boðunarkirkja Guðsmóður í Murmanskhóraði (frá 1674). MÍR Kvikmynd um húsa- gerðarlist Kvikmyndasýning verður að venju í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag, 3. febrúar, kl. 16. Sýndar verða tvær hálftíma langar myndir með skýringatali á íslensku. Fjallar önnur kvik- myndin um friðarbaráttu sov- éskra kvenna, hin um húsagerð- arlist í Sovétríkjunum. - Að- gangur er ókeypis og öllum hei- mill. 14 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. febrúar 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.