Þjóðviljinn - 02.02.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.02.1985, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING Mótorskip Umframorkulandið Margar bíla- tegundir Stjórnarmaður Mótorskips: Veit ekkert umfyrirtœkið Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans munu innflutningssvik Mótorskips hf ekki einungis tengjast innflutningi á Toyota bif- reiðum heldur einnig bflum af tengundunum Packard, Buick og Chrysler. Þjóðviljinn náði tali af einum stjórnarmanna Mótorskips hf og sá upplýsti að fyrirtækið hefði ekki haldið aðalfund sína í mars 1983. „Ég er að visu í stjórn Mót- orskips hf“, sagði viðmælandi blaðsins, „en ég veit hreint ekk- ert hvað það er sem fyrirtækið flytur inn“. Málið er enn á frumstigi rann- sókna hjá rannsóknarlögregl- unni. Eins og Þjóðviljinn greindi frá í gær er framkvæmdastjóri Mótorskips hf í gæsluvarðhaldi og búið er að leggja hald á alla pappíra fyrirtækisins. S.dór/ÖS. Keilunni kastað í gær var nýja keiluspilahúsið í Öskjuhlíðinni vígt að viðstöddu Qölmenni. I vígsluræðu sinni, sagði eigandinn, Jón Hjaltason, að vonast væri til að húsið yrði Reykvíkingum til skemmtunar og . sá segull sem dregið gæti almenn- ing að útivistarsvæðinu í Öskju- hlíð. Steingrímur Hermannsson kastaði fyrstu kúlunni og síðan silkihúfurnar hver af annarri: Da- víð borgarstjóri, Inga Jóna út- varpsráðsformaður, Sveinn for- seti ÍSÍ. Myndin sýnir hins vegar skáldið og júdókappann Thor Vilhjálmsson reyna sig í þessari nýju íþrótt. (E.Ol.). ABR Þorra- blótið íkvöld Hið vinsæla Þorrablót ABR verður í kvöld að Hverfisgötu 105 og hefst klukkan 19.30. Klassísk- ur þorramatur verður fram- reiddur auk annarra rétta. Skemmtikraftar koma fram og síðan munu veislugestir sveiflast í ljúfum dansi fram eftir morgni. Athugið, að hægt er að kaupa miða einungis inn á dansleikinn og sleppa matnum. -RÞ. Gjaldskrá Landsvirkj- unar endurskoðuð Forstjóri Landsvirkjunar staðfestir frétt Þjóðviljansfrá í gœr. Telur diselkeyrslu Rarik óhagkvœma. Fulltrúi Rarik mótmœlir þeirrifullyrðingu Forstjóri Landsvirlyunar Hall- dór Jónatansson staðfestir í athugasemd sem hann hefur sent Þjóðviljanum frétt blaðsins frá í gær um að Landsvirkjun hafi mótmælt þeirri ákvörðun for- ráðamanna Rarik að keyra disel- vélar til þess að framleiða raf- magn í stað þess að kaupa frá Landsvirkjun. Jafnframt lýsir hann því yfir að hér sé um þjóð- hagslega óhagkvæmni að ræða og enginn viti fyrr en árið er á enda hvort Rarik hagnist á þessari diselkeyrslu. Guðmundur Guðmundsson verkfræðingur hjá Rarik mót- mælir þessari yfirlýsingu Hall- dórs og segir að keyrslan á disel- vélunum hafi verið til hagsbóta fyrir Rarik enda hefði ekki verið farið út í þær aðgerðir að öðrum kosti. í athugasemd Halldórs Jónat- anssonar sem birt er í blaðinu í dag kemur einnig fram að Lands- virkjun krafðist fundar með for- ráðamönnum Rarik í iðnaðarráð- uneytinu í fyrradag vegna þessa máls eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær. Einnig upplýsir Halldór að gjaldskrá Landsvirkjunar hafi verið tekin til endurskoðunar m.a. með tilliti til vægis milii afl- gjalds og orkugjalds. Sjá bls. 2 -ig- Ríkissaksóknari Ofnotkun ákæruvaldsins Jónatan Þórmundssonprófessor í refsirétti: Hálfpólitísk lyktafákæru ríkissaksóknara. Óeðlilegt að auglýsa kœru án þess að kröfurséu birtar sakborningum að er rétt að ég hef veitt full- trúum starfsmanna RÚV ráð- gjöf vegna ákæru saksóknara. Astæðan er sú að mér fínnst hálf- pólitísk lykt af málinu og að hér sé að mínu mati um ofnotkun á- kæruvaldsins að ræða, sagði Jón- atan Þórmundsson, prófessor í refsirétti, í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Það sem mér finnst gagnrýni- vert við málsmeðferð ríkissaks- óknara er í fyrsta lagi fjölmiðla- birtingin. Það er að vísu ekki einsdæmi að ákærur séu birtar mönnum í fjölmiðlum, en slíkt hefur ávallt mælst illa fyrir. Raunverulega veit enginn ennþá hvaða kröfur ríkissaksóknari ger- ir, t.d. hvort farið er fram á rétt- indasviptingu eða greiðslu skaða- bóta. Það er í hæsta máta óeðli- legt að sakborningur fái tilkynn- ingu í fjölmiðlum um ákæru frá ríkissaksóknara án þess að fá að vita hvaða kröfur eru gerðar á hendur honum. Kröfurnar hafa verið ákveðnar fyrir nokkrum vikum, en ríkissaksóknari er einn um að vita hverjar þær eru. Þá tel ég það einnig ámælisvert að fréttatilkynning um ákæruna hafi verið spyrt saman við ákæru út af ólöglegum útvarpsstöðvum sem er aðskilið mál. Samkvæmt þeirri lagagrein sem hér er kært eftir er um alvar- legt brot að ræða, sem varðar allt að þriggja ára fangelsun. Þó er hægt að beita sektum ef um máls- bætur er að ræða, en ekki er hægt að ganga út frá því á þessu stigi að dómsstólar telji þær fyrir hendi. Sjá bls. 3. -ólg. Mannshvarf Pilturinn enn ófundinn Ekkert hefur enn spurst til unga piltsins sem hvarf að heiman frá sér úr Reykjavík fyrir nærri tveimur vikum síðan. Að sögn Arnþórs Ingólfssonar aðalvarðstjóra sem hefur umsjón með leitinni hafa lögregla og björgunarsveitir síðustu daga fínkembt Mýra- og Borgafjarð- arsýslur án árangurs. Eina vís- bendingin sem menn hafa fengið um ferðir Hafþórs Haukssonar frá því að hann fór að heiman er að til hans sást að öllum líkindum í Borgarnesi. Engin skipuleg leit fer fram þessa stundina en lögreglan hefur uppi eftirgrennslan um all land. -is.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.