Þjóðviljinn - 02.02.1985, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Smokkurinn
Kemur
um miðjan
mánuðinn
Óvenju góðargœftir
og mikil línuveiði og
bátarnir nœr
beitulausir
Mikið hefur verið spurst eftir
Falklandseyjasmokknum sem er
væntanlegur til landsins um miðj-
an mánuðinn, en útgerðir línu-
báta víða um land eru í miklum
vandræðum vegna þess að nær
smokklaust er í landinu.
„Mér skilst að það sé ákaflega
lítið til og það hefur töluvert ver-
ið spurt eftir og gerðar pantanir á
smokk hjá okkur“, sagði Daníel
Þorsteinsson hjá Netasölunni í
Reykjavík sem á von á smokkfisk
frá Falklandseyjum. „Jú, þetta
verður eitthvað dýrari smokkur
en fengist hefur hér heima, en ég
er að gera mér vonir um að geta
komið kg verðinu undir 30 kr.“
sagði Daníel. Þessi smokkur er
um 150-200 gr. og veiddur af pól-
skum frystiskipum við Falklands-
eyjar.
Ástæðan fyrir beituskortinum
nú á miðri loðnuvertíðinni, eru
óvenju góðar gæftir í janúar og
mikill línuafli. Margir bátar hafa
því stundað línuveiðar mun
lengur en ella og nær eingöngu
verið beitt með smokknum sem
kom upp að landinu sl. haust og
hann því nær uppurinn.
-•g-
i —
hæðir og brýr
eru vettvang-
ur margra um-
ferðarslysa. Við
slíkar aðstæður
þarf að draga úr
ferð og gæta þess að
mætast ekki á versta
stað.
UMFEROAR
llXF
Sínubruni í janúar. Myndin vartekin í Breiðholtinu á dögunum, og ertil marks um veðurblíðuna
syðraí janúarmánuði. (E.OI.).
FRÉITIR
Ríkissaksóknari
Sýndum mikla
nærgætni
Þórður Björnsson: Jónatan Þórmundsson er ekki helgur maður. Má
halda það sem hann vill. Einungis stjórnarmenn
starfsmannafélaganna verða lögsóttir
Ég hef nú ekki ákæruna fyrir
framan mig, en ég held að ég megi
fullyrða að í ákærunni sé ekki far-
ið fram á annað en að ákærðu
sæti refsingu samkvæmt lögum og
greiði sakarkostnað, sagði Þórð-
ur Björnsson ríkissaksóknari í
gær, þegar Þjóðviljinn spurði
hann hvaða kröfur væru gerðar á
hendur stjórnarmanna starfs-
mannafélaga ríkisútvarpsins.
Er það ekki óeðlUegt að gefin sé
út fréttatilkynning í ijölmiðlum
um ákæru ríkisvaldsins án þess
að kröfur séu birtar sakborning-
Það heyrir til undantekninga,
og hefur nær eingöngu gerst þeg-
ar um mál hefur verið að ræða
sem fjölmiðlarnir hafa verið að
velta sér uppúr. í þessu tilviki var
hins vegar látið hjá líða að birta
nöfn einstaklinga og við teljum
okkur hafa sýnt þessu fólki mikla
nærgætni. Hér er ekki verið að
vega að neinum einstaklingum,
kæran gæti eins verið á hendur
Jóni Jónssyni. En ákæran nær að-
eins til stjórnarmanna stafs-
mannafélaganna. Ég vissi
reyndar ekki um hvaða einstak-
linga var að ræða fyrr en ég undir-
ritaði ákæruskjalið.
Nú hafa fleiri lýst sig samseka í
þessu máli. Verða þeir ekki lög-
sóttir líka?
Nei, það fer fyrir þeim eins og
Jóni Hreggviðssyni, þeir munu
missa af glæpnum.
Hefur þú séð þá gagnrýni sem
Helgarpósturinn hefur eftir Jón-
atan Þórmundssyni prófessor um
málsmeðferð saksóknara?
Nei, Jónatan Þórmundsson má
halda það sem hann vill. Hann er
ekki helgur maður í mínum
augum.
ólg.
Elo-skákstig
Kasparov
ofar
Karpov
Margeir Péturson
stigahœstur
íslenskra
skákmanna
Garry Kasparov er stigahæstur
allra skákmanna í heiminum í
dag, samkvæmt Elo-stigalista Al-
þjóðaskáksambandsins sem út
kom nú í janúar með 2717 Elo-
stig. Næstur honum er svo
heimsmeistarinn Anatoly Karpov
með 2705 stig. Þessir tveir skák-
jöfrar eru lang efstir að stigum í
heiminum í dag og þeir einu scm
eru með meira en 2700 Elo-stig. I
3. sæti á listanum er Hollending-
urinn Jan Timman með 2650 stig.
Stigahæstur íslenskra skák-
manna er Margeir Pétursson með
2535 stig og er hann í 5. sæti á lista
FIDE. Næstur er Jóhann Hjart-
arson með 2530 og Helgi Ólafsson
þriðji með 2515 Elo-stig.
Samkvæmt fslenska skákstig-
alistanum sem var að koma út er
Jóhann Hjartarson efstur með
2550 stig, næstur Helgi Ólafsson
með 2545 stig, þá Friðrik Ólafs-
son með 2530 stig, Jón L. Áma-
son með 2510 stig, Margeir Pét-
ursson með 2510 stig. Aðrir em
fyrir neðan 2500 stig.
Til gamans látum við fylgja hér
lista yfir þá skákmenn sem hafa
2600 Elo-stig eða meira hjá
FIDE:
1. Garry Kasparov Sovétr. 2717
2. Anatoly Karpov Sovétr. 2705
3. Jan Timman Hoilandi 2650
4. Rafael Vaganian Sovétr. 2640
5. Alexander Beliavsky Sov. 2635
6. Lajos Portisch Ungverjal. 2635
7. Victor Kortsnoi Sviss 2630
8. Lev Polugaevsky Sovét.. 2625
9. John Nunn Englandi 2615
10. Zoltan Ribli Ungverjal. 2615
11. Robert Hubner V-Þýskal. 2605
12. Vassily Smyslov Sovétr. 2600
-S.dór
Húsavík
Húsbyggjendur
gjaldþrota
Fjöldi húsbyggjenda að missa eignirsínar á uppboðum. „Vorum
svikin um skuldbreytingu og lenginu lána. Málið er mjög heitt ogþolir
Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í
gær er hafln á Húsavík undir-
skriftasöfnun meðal bæjarbúa
þar sem lýst er ábyrgð á hendur
stjórnvöldum fyrir sofandahátt í
húsnæðismálum. Fjöldi hús-
vískra íbúðabyggjenda stendur
nú frammi fyrir gjaldþroti og
uppboði húseigna sinna og hafa
fyrstu uppboðin þegar verið aug-
lýst. Hér er í öllum tilfellum um
að ræða svokallaða „verðtrygg-
ingarkynslóð“ húsbyggjenda sem
hefur orðið hart úti í viðskiptum
sínum við stjórnvöld og yflrvöld
bankamála á staðnum, þá sér í
lagi Landsbankans.
Einn af forvígismönnum undir-
skriftasöfnunarinnar hefur þegar
fengið tilkynningu um annað og
síðara uppboð húseignar sinnar. I
samtali við Þjóðviljann sagðist
hann einungis vera efstur á nagl-
anum, miklu fleiri biðu eftir upp-
boðstilky nningum.
engabið‘
Eignalaus og
stórskuldugur
„Mín húsbyggingasaga er
nokkuð dæmigerð fyrir þá að-
stöðu sem fjöldi ungs fólks er
kominn í,“ sagði þessi ungi mað-
ur og fimm barna faðir. „Húsið
mitt er metið í byggingarkostnaði
á 5 miljónir en hægt að fá 2,8 fyrir
það á frjálsum markaði. Nú þeg-
ar dæmið er gert upp, á ég ekki
krónu í húsinu og skulda að auki
nær 500 þús. kr. Eg hef leitað um
fyrirgreiðslu til Landsbankans
hér á Húsavík og lagt fram veð í
tveimur skuldlausum eignum.
Mér er lofað fyrirgreiðslu með
því skilyrði að annar maður taki
lánið, húsið verði selt og bankinn
taki alla útborgunina uppí
skuldir. Auðvitað get ég ekki
gengið að slíkum afarkjörum“.
Hann sagði ástæðuna fyrir því
að svo væri komið fyrir sér og
fleirum vera þá að engin skuld-
breyting hefði fengist á
skammtímalánum hjá Lands-
bankanum. „Okkur var neitað
um það. Við fengum á sínum
tíma lán upp í væntanlegt hús-
næðislán sem lét á sér standa.
Þegar það loksins kom tók bank-
inn af því fyrir sínu láni og lét
okkur hafa það litla sem eftir var.
Við áttum að fá óskert húsnæðisl-
án en sitjum uppi með skamm-
tímalán á allt öðrum kjörum.
Krefjumst svara
Mér er spurn: Verður þetta
virkilega látið viðgangast? Eigum
við ekki að fá neina fyrirgreiðslu
með framlengingu og skuldbreyt-
ingu lána eins og stjómvöld
höfðu iofað? Við heimtum svör
því þetta er mjög heitt mál hér og
þolir enga bið“, sagði viðmælandi
Þjóðviljans. -Ig.