Þjóðviljinn - 02.02.1985, Qupperneq 4
LEIÐARI
Lýðræði í Suður-Ameríku
Nokkuð hefur að undanförnu verið skrifað um
þá jákvæðu þróun til þingræðis sem átt hefur
sér stað í Rómönsku Ameríku. Fyrir nokkrum
árum ríktu herstjórar yfir öllu meginlandinu
sunnan við Kólumbíu og Venezúelu, en nú eru
aðeins tveir slíkir þar eftir, Stroessner í Paragu-
ay og Pinochet í Chile. Ecuador fékk borgara-
legastjórn 1979, Perú 1980, Bolivía 1982, Arg-
entína 1983 og nú hrekjast herforingjastjórnir
frá Uruguay og svo stórveldi álfunnar, Brasilíu.
Þetta er að mörgu leyti ánægjuleg þróun,
fyrst og fremst vegna þess, að undanhald her-
foringjanna og þær kosningar sem farið hafa
fram í þessum löndum hafa komið á eftir bæði
víðtækum þiýstingi af hálfu almennings, merki-
legri mannréttindabaráttu og svo kreppu, sem
herstjórarnir hafa komið sér í: þeir gerðu tilkall til
þess að kunna betur með mál þjóða sinna að
fara en stjórnmálamennirnir, en stjórnir þeirra
hafa reynst enn spilltari og dugminni en þær
kjörnar stjórnir sem þeir veltu úr sessi.
Hitt er svo ekki nema rétt, að lýðræði í þessari
álfu er víða mjög í skötulíki. Til dæmis má taka
Kolumbíu þar sem herforingjar hafa ekki verið
við völd síðan 1957. Þar er með reglubundnum
hætti efnt til forsetakosninga, en öllu valdi er
fyrirfram skipt milli tveggja borgaralegra flokka
og eiga margir erfitt með að greina umtalsverð-
an mun á milli þeirra. Enda hefur kosningaþátt-
taka einatt farið undir fimmtíu prósent. Og þótt
herinn haldi sig nokkuð baksviðis hefur hann
mikil áhrif. í ýmsum héruðum er lýst neyðará-
standi, ekki síst vegna pólitískrar ókyrrðar, og
þar fer herinn í raun og veru með öll völd. Og þar
eru framin mannréttindabrot sem engu skárri
eru en þau sem alræmd herforingjastjórn í Arg-
entínu stundaði þar til henni var sópað frá völd-
um í hitteðfyrra.
í Mexíkó hefur sami flokkur einokað ríkisvald-
ið allar götur frá 1929 - enda heitir hinn ríkjandi
flokkur því undarleg nafni Stofnsetti byltingar-
flokkurinn. En þareru haldnarkosningarsvo að
ytri formum lýðræðis telst vera fullnægt.
Engu að síður er ástæða til að fagna því, að
herstjórar gerast úr heimi hallir: þeim fylgir ein-
att sú grimmdarkúgun, sem treystir á mannrán,
pyntingar og fleira djöfullegt. Hin lýðræðislegu
form gætu orðið vísir að betra þjóðfélagi. Það er
hinsvegar enganveginn tryggt, að sú þróun
haldi áfram. Lönd Rómönsku Ameríku skulda
samtals um 400 miljarði dollara. Flest lönd eru
svo illa sett að afborganir og vextir gleypa meira
en helming útflutningsteknanna. Þetta þýðir að
enn minna svigrúm verður en ella til innri upp-
byggingar og kjarabóta. Og skilmálar erlendra
ilánadrottna koma jafn verst niðurá þeim fátæk-
justu í þessum löndum. Ríkisstjórnirnar verða æ
jháðari Alþjóða gjaldeyrissjóðnum út á við og
herforingjunum heima fyrir og mun háðari þess-
um aðilum en þeim kjósendum sem kusu þærtil
valda. Það er því bæði freisting og möguleiki
sem sjaldan er skammt undan í löndum að
kippa kjósendum aftur úr sambandi. Og enn
mjög langt í land með að almenningur í þessum
löndum njóti einhverra þeirra áhrifa, sem setja
stórt strik í reikninga hinna gráðugu og grimmu
yfirstétta álfunnar.
-áb
Ó-ÁLÍT
svo þarf ekki annað
en að ýta á annan takka,
og þá gengur KAPTEINN
SAMVISKA endanlega
frá Ijóta kallinum."
njðmnuiNN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utg«fandl: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rft*tjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Rft*tjóm*rfulltrul: Oskar Guðmundsson.
Fréttástfórl: Valþór Hlóðversson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson,
Jóna Pólsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason,
ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir).
yósmyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson.
Utllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrtta- og prófarkalostur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvaomdastjóri. Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrff*tofu*tjórl: Jóhannes Harðarson.
Auglýslngastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 330 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1985