Þjóðviljinn - 02.02.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 02.02.1985, Qupperneq 5
INN SÝN Stuldur aldarinnar Er 600-700 miljón króna umboðslaunum skotið undan skatti árlega? Borga íslendingar 5 til 7 prósentaf þjóðartekjum vegna svika og óhag- kvœmra viðskiptahátta innflutn- ingsverslunarinnar? Miðað við út- tekt á innflutningsversluninnifrá 1979, þá er svarið já! Innflutningssvindl Mótorskips hf. sem Þjóðviljinn upplýsti fyrstur blaða ásamt kaffi- svindli SÍS hafa vakið mikla athygii. Áárunum 1979-1981 tókst Sambandi íslenskra samvinnufélaga að stela af kaffineytendum í landinu sem svaraði til 220 miljóna ís- lenskra króna. Þaðjafngildir nánast árslaunum allara íbúa í bæjarfélagi á stærð við Þorl- ákshöfn. Skattrannsóknar- stjóri hefur komist að því að mest af þessu fé rann í sjóði Samvinnuhreyfingarinnar, en þó er ekki enn búið að upp- lýsa hvað varð um 20 miljónir króna. Margir hafa orðið til að spyrja sem svo: ef SÍS tókst að hafa jafn geipilegar upphæðir af neytendum á kaffiinnflutningi, má þá ekki búast við því að aðrir kaffiinnflytjendur séu seldir undir svipaðar sakir? Og fyrst svona miklu er hægt að stela bara á kaffiinnflutn- ingi, er þá ekki viðbúið að heildarrán innflutningsversl- unarinnar nemi tröllauknum upphæðum? Svarið er því miður jákvætt. Innan innflutningsverslunarinnar þrífst gífurleg spilling, og það er nánast sama við hvern er rætt í þessari atvinnugrein. Flestir kannast við einhvers konar myrkraverk. Rangfenginn gróði? Að frumkvæði Alþýðubanda- lagsins var gerð úttekt á innflutn- ingsversluninni árið 1978 og 1979. Sú könnun leiddi í ljós, að verðlag á innfluttum vörum var að minnsta kosti 10 til 15 prósent- um of hátt. Aðilar í innflutnings- verslun töldu aðspurðir að á- standið væri að öllum líkindum svipað í dag. Það er því hægt að setja upp einfalt reikningsdæmi til að slá gróflega á, hversu háar upphæðir íslenskir neytendur greiða sam- tals fyrir svik og óhagkvæman rekstur í innflutningsversluninni. Samkvæmt spám Seðlabankans mun innflutningur á yfirstand- andi ári, sem með réttu má taka til viðmiðunar, nema í kringum 41 miljarð. Sé gert ráð fyrir því, að 10 til 15 prósent þessarar upp- hæðar stafi af of háu verðlagi - eins og uppgötvaðist í fyrrnefndri könnun, þá þýðir þetta einfald- lega að íslenskir neytendur greiði árlega fjórum til sex miljörðum of hátt verð fyrir influttar vörur. Seðlabankinn spáir því að þjóðartekjur þessa árs muni verða um 86 miljarðar. Sam- kvæmt því munu 5 til 7 prósent þjóðarteknanna fara til að standa straum af spillingu innflutnings- verslunarinnar. Þetta jafngildir því að um 30 til 45 splunkunýjum skuttogurum væri árlega sökkt ónotuðum í haf- ið. Umboðslauna- svikin Eitt af þeim atriðum sem inn- flytjendur nota til að auðgast ó- löglega eru svik í tengslum við umboðslaun. íslendingur sem flytur inn vöru frá erlendum aðila þiggur fyrir það umboðslaun, sem oft eru á bilinu 5 til 10 prós- ent. Umboðslaunin eru tekin af innflutningsverðinu, og eiga ekki að ieggjast ofan á það. Álagning- in sem hinir íslensku innflytjend- ur fá af vörunni þykir þeim hins vegar oftlega of lág. Til að hækka krónutöluna sem álagningin gef- ur grípa þeir því stundum til þess ráðs, að fá hinn erlenda við- skiptaaðila til að leggja umboðs- launin ofan á hið raunverulega verð. Þetta hækkar að sjálfsögðu verðið á hinni innfluttu vöru og þar með þann stofn, sem innflytj- andinn leggur álagningarprósent- una ofan á. Þannig eykst gróði innflutningsaðilans. Varan hins vegar hækkar að sama skapi og það er neytandinn sem auðvitað borgar brúsann. Jafnframt virðist það alsiða í innflutningsversluninni að sá sem flytur inn vöruna til íslands semur við erlenda viðskiptaað- ilann um að gefa einungis upp hluta af umboðslaununum. Áf- gangurinn er svo settur á er- lendan reikning. Þar með er ís- lenski aðilinn kominn með fjár- muni í gjaldeyri til ávöxtunar í erlendum banka. Þetta brýtur vitaskuld í bága við reglur um gjaldeyrisskil. En það, sem er ef til vill verra, er að þessum fjármunum er þar með vikið undan skatti. „Týnast“ 600-700 miljónir? Georg Ólafsson, verðlags- stjóri, áætlaði í fyrrnefndri skýrslu, að 31 til 36 prósent af umboðslaunum væri með þessum hætti skotið undan skatti. Sam- kvæmt spám Seðlabankas verður innflutningur á vörum (þjónusta undanskilin) á þessu ári jafnvirði 31 miljarðs króna. Sé miðað við að umboðslaun séu 6,5 prósent að meðaltali (sama tala og var notuð í skýrslunni 1979) og sama hlutfalli þeirra sé komið undan skatti og verðlagsstjóri áætlaði, þá er líklegt að á þessu ári muni vantalin umboðslaun nema um 600 til 700 miljónur króna. Af þessum stórupphæðum er að sjálfsögðu enginn skattur greiddur. Þær verða einfaldlega eftir á erlendum reikningum, notaðar til að kosta einkaneyslu ytra. Flestir þekkja dæmi um þetta. Svo ég nefni eitt úr mínu nánasta umhverfi: innflytjandi á iðnaðarhráefni frá Svíþjóð fær 10 prósent umboðslaun. Einungis sex prósent eru gefin upp. Af- gangurinn er á sænskum banka og notaður til að kosta afkvæmi hans til háskólanáms! Hækkun í hafi - skjalafals Gírugir innflytjendur eru gjarnan sáróánægðir með sinn hlut, þ.e. þá krónutölu sem kem- ur í vasa þeirra þegar þeir hafa lagt sína álagningarprósentu ofan á innflutningsverðið. Til að hækka hlut sinn komast þeir að samkomulagi við erlenda selj- andann um að falsa innflutningss- kjöl, stundum þannig að verðið er skráð hærra en það raunveru- lega er. Á þessu græðir íslenski kaupandinn tvennt: álagningar- stofninn hækkar og þar með krónutalan sem rennur í vasa hans. En hin fölsuðu innflutn- ingsskjöl gera honum jafnframt kleift að fá gjaldeyri út á hið skráða verð. Mismunurinn á skráða verðinu og hinu raunveru- lega verði - sem er auðvitað greiddur af neytendum á íslandi og er því hreinn þjófnaður af hálfu innflytjandans - er svo sett- ur á reikninga í bönkum í landi viðskiptaaðilans. Sá íslenski get- ur þarmeð haft ránsfenginn á vöxtum erlendis (eftirsóknarvert á tímum verðbólgunnar) og tekið út til einkaneyslu þegar hann er á ferðalögum sér til skemmtunar. Hækkun í hafí er þannig notuð til að stela af íslenskum neytend- um. Ránsfengurinn er svo notað- ur til að fjármagna prívatneysíu í útlöndum. Það virðist einnig tíðkast tals- vert að íslenskir innflytjendur kaupi vöruna ekki beint frá fram- leiðandanum, heldur í gegnum millilið, oft í þriðja landi. Þetta veldur því yfirleitt að varan hækkarmjögmikiðíverði. Dæmi hafa verið nefnd um vöru sem þannig hækkaði í innkaupi um 80 prósent. í viðtali við innkaupastjóra stórs fyrirtækis á íslandi kom fram að hátt vöruverð hjá um- boðsaðilum á íslandi hefði leitt til þess að hann fór sjálfur að leita eftir beinum innkaupum utan- lands frá. Við það kvaðst hann hafa komist að raun um, að hægt væri að kaupa vörur á miklu hag- stæðara verði en hinum íslensku umboðsaðilum fyrir sömu vöru- merki tækist að gera. Hann tók sem dæmi tvær tegundir af úrum. Önnur tegundin var hjá honum á fjögur þúsund króna lægra verði en hjá íslenska umboðsaðilanum. Hin á þúsund króna lægra verði. Hann kvaðst líka hafa rekið sig á, að íslenskir innflytjendur keyptu vöru gegnum milliliði sem væru staðsettir í sama landi og framleiðandi vörunnar. Að sjálf- sögðu leiddi það til miklu hærra verðs, en þörf væri á og kæmi því neytendum hér á landi í óhag. I skýrslunni frá 1979 eru nefnd dæmi um þetta. Þar er meðal annars greint frá því að milliliða- viðskipti við Danmörku (alls ekki fátíð) hafi í för með sér fjórð- ungshækkun á innkaupsverði, miðað við að ella væri keypt beint frá framleiðslulandinu. Þó eitthvað af slíku megi rekja til þekkingarleysis á mörkuðum er líka jafnljóst að hérlendir inn- flytjendur gera þetta vísvitandi til að hækka álagningarstofninn og þarmeð krónumar sem renna í vasa þeirra. Svindl á svindi ofan Fleiri aðferðir eru líka notaðar til að svindla á innflutningi. Ein tegund fölsunar er að skrá ranga vörutegund á innflutningsskjöl, sem er þá í lægri tollaflokki en hin raunverulega vara. Þannig þekk- ir Þjóðviljinn dæmi þess, að fyrir- tæki flutti inn gám sem átti að geyma hljómplötur en var hins vegar fullur af myndböndum, sem eru í lægri tollaflokki. Dæmið af Mótorsport hf., sem Þjóðviljinn uppiýsti fyrstur fjöl- miðla, sýnir annað dæmi. Þar var skráð of lágt verð. Þannig urðu tollar miklu lægri en ella og hægt var að bjóða vöruna á lægra verði en umboðsaðilinn á íslandi gerði. Geipilegar fjárhæðir Allt ber þetta að sama bmnni. Svindlið í innflutningsversluninni skellur fyrst og síðast á neytand- anum. Ánnaðhvort með því að vömverð er snöggtum hærra en þarf, einungis til að fóðra betur pyngju gróðapunganna, eða með því að miklum fjárhæðum er stol- ið undan skatti og réttmætum skerfi til samneyslunnar þannig komið undan. Einsog fyrr er sagt, þá er ekki ólíklegt að 600 til 700 miljónir króna af umboðslaunum verði eftir á erlendum gjaldeyrisreikn- ingum og komi aldrei fram til sköttunar hér á landi. Jafnframt er hægt að færa að því rök, að áriega borgi Iandsmenn um 4 til 6 miljörðum of mikið fyrir innflutt- an varning, vegna svika og óhag- stæðra verslunaraðferða inn- flutningsverslunarinnar. Þetta jafngildir um 5-7 prósentum af áætluðum þjóðartekjum. Þetta borgum við, neytendur, til að halda uppi einkaneyslu þeirra heildsalanna. Hvað er til ráða? Það er ljóst að það þarf að gera ýtarlega úttekt á innflutningsversluninni. Einsog ofangreindar tölur sýna, þá er einsýnt að þar liggur hið falda fé í þessu þjóðfélagi. Upptaka þessa rangfengna gróða hlýtur að vera ofarlega á dagskrá og gott skref í áttina er að finna í frumvarpi þingflokks Alþýðubandalagsins um úttekt á innflutningsverslun- inni. Því fyrr - því betra. Það er mál að stuldi aldarinnar linni. Össur Skarphéðinsson. Laugardagur 2. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.