Þjóðviljinn - 02.02.1985, Síða 12
ro"»" .\ty ' <C\'Q,U viaVO^
2 -^g5^*sStJS>S5«
ft..«asr;sss*£Skssí*M:
-c. ^S^SS^*4'' t,%
SlíSigSÉÍssíS?
«>■*&%&
t n«\Uwe*íia ^
****>'&"
e\aa'
,\bv»»
‘Setsas&s^
oiort':
-<£
_^rQ, rA'o>>V'rt5>
petta e'. v<\ aö S?t vjesya'
Vs>v
^ Frank Zappa
Forboðinn
í henni
Ameríku
Frank Zappa
Frank Zappa fæddist í Baltim-
ore, Maryland, 21. des. 1940.
Þar ólst hann upp og gekk í
skóla og fór snemma aö
þreifa fyrir sér á tónlistarsvið-
inu, semja hljómsveitarverk
í nokkuð frumlegri dúr en
gengur og gerist almennt. Þó
gekk hann aldrei á tónlistar-
skóla, en segist hafa lært
músík af plötum og með spili á
börum.
Hann vann sér inn nokkrar
krónur þegar hann samdi tónlist
við kúrekamynd, og kom sér upp
litlu hljóðveri í Kaliforníu árið
’62, þá tuttugu og tveggja og eitt
ár liðið frá því hann samdi sitt
fyrsta rokklag. Sjö árum síðar
setti hann á stofn sitt fyrsta útgáf-
ufyrirtæki, Bizarre, og fleiri áttu
eftir að fylgja í kjölfarið: Dis-
creet, Zappa og það sem nú á
merkin á plötuum hans, Barking
Pumkin (Geltandi grasker).
Árið 1966 giftist hann síðari
konu sinni, Gail, og eiga þau
fjögur börn, Moon Unit (16 ára),
Dweezil (14 ára), Ahmet Emu-
ukha Rodan (10 ára) og Diva
Thin Muffin Pigene (4 ára)...
Frank Zappa verður að teljast
einn afkastamestur rokkari fyrr
og síðar. Á hann að baki sér 39
plötur (eða albúm, því mörg
þeirra eru tvöföld og plöturnar
því fleiri, þar að auki tvo þriggja
platna ,,kassa“), og þykir mörg-
um þegar nóg um. Fertugasta
plata hans (tvöfalt umslag) Them
or us, kom út seinni part árs ’84,
og eins og um margar aðrar
plötur Zappa, hefur staðið styrr
um hana, svo mikill reyndar að
nú er Them or us bönnuð í
Bandaríkjunum af siðferðispost-
ulum Móralska meirihlutans.
Frank Zappa hefur oft verið legið
á hálsi fyrir sína kræfu, jafnvel
„dónalegu“, kímnigáfu og kald-
hæðni, og notar hann orðaleiki
snilldarlega til að koma ýmsu til
skila sem er oftar en ekki forboð-
ið í vitund almennings og bann-
að.
Það eitt, að plata hans Them or
us skuli hafa verið bönnuð, gerir
hana forvitnilega. Og vitaskuld
eru það textarnir, sem skarta
meiningum og orðum sem fáir
meðalmenn eiga í fórum sínum.
Þeir sem fylgst hafa með Zappa í
gegnum tíðina vita nokk við
hverju er að búast af honum -
einhverju óvæntu, en auk þess
fylgja gamlir og góðir rokktaktar
með poppívafi, þessi löngu
zappísk-brjáluðu en hörkugóðu
gítarslóló; allt er þetta á Them or
us í hefðbundnum fáránleikastíl.
Það má kannski spyrja hvort
Frank sé dottinn niður á eitthvert
fast form fyrir rokktónlist sína,
hvort hann sé „staðnaður". Þá
má líka spyrja sem svo, hve lengi
getur maðurinn ausið úr skálum
frumleika síns? Það hljóta að
vera takmörk fyrir því, og ekki
hægt að ætlast til þess.
Frank Zappa gerir fátt nýtt á
þessari plötu, á sína mælistiku,
flestir hafa heyrt eitthvað af
þessu áður, en fyrir „zappafanat-
íkusa“ á öllum aldri ætti Them or
us ekki að valda vonbrigðum, því
sumir textarnir míga í munni.
Ef Frank Zappa er spurður
svo:
Þú er ásakaður fyrir að vera
ekki eins og fólk er flest, ....ertu
abnormal?
...svarar hann á þessa leið:
Auðvitað. Ef við göngum út
frá viðtekinni amerískri meðal-
hegðun í dag... hlutum eins og
kristilegri myndbandafanatík, of-
neyslu eiturlyfja, áhuga fyrir
tennis eða öðrum hlutum sem or-
saka appelsínugult hár, þá upp-
fylli ég allar kröfur um óeðlilega
hegðun. 9
Bláu bjöllurnar
Hressar
The Bluebells er hljómsveit
sem lætur hvorki gamla tímann
né þann nýja fram hjá sér fara í
tónlist sinni, meiri sækir hún þó
til bítlatímabilsins á sjöunda ára-
tuginum. Bítlar, Hollies, Brian
Pool and the Tremeloes eru nöfn
sem koma upp í hugann þegar
hlustað er á hljómskífu Blue-
bells, „Sisters“, án þess þó að
þeir verði þjófkenndir fyrir nokk-
urn mun, því þeirra lagasmíðar
eru bara asskoti vel heppnaðar og
einkennandi eru grípandi laglín-
ur og skemmtilegar.
Einhver Elvis Costello þefur
finnst vel ef fólk andar þessari
plötu að sér, útsetur kappinn
meira að segja eitt laganna sjálfur
fyrir Bláu bjöllurnar og kemur
vel út hans oftlega „gamaldags"
stfll, í meðförum Bjallnanna.
Systurnar er semsagt plata upp á
gamla mátann, þegar stóra systir
og bróðir voru táningar og
mamma og pabbi ung.
Textar á plötunni eru langt því
frá að vera það vitlausasta sem á
mínar fjörur hefur rekið, sum-
staðar rekst maður jafnvel á
brodd af ádeilu, gott er lag Bob
Dylans, With god on our side;
þar hafa Bláu bjöllurnar samið
nýjan andstríðs texta við þetta
gamla lag (frá ca, ’65), sem er að
vísu ekki síður róttækur í upp-
runalegri gerð Bobs Dylan.
Bláu bjöllurnar eru: Robert Hodgens,
Neil Baldwin, Ken McCluskey, Craig
Gannon og David McCluskey.
Bjöllurnar kalla lagið „The Pat-
riot Game“ og í textanum deila
þeir á þjóðernisást þá sem ungum
mönnum er blásin í brjóst til þess
að fá þá út á vígvöllinn til að berj-
ast fyrir föðurlandið.
Ég vil mæla með Systrunum
sem hressri og skemmtilegri
plötu, með vitrænu ívafi í bland.
$
Dá á
hljóm-
leikum
Hljómsveitin Dá hélt snotra
tónleika í Safarí sl. fimmtudag.
Dá spilar á strengi frumleikans,
eða upprunans; gífurlega þung-
ur, einfaldur bassaleikur sem
stundum yfirgnæfði annað í tón-
listinni svo drundi í, enda tveir
um bassaspilverkið, kraftmikill
trommuleikur og oft á tíðum ynd-
islega hrár og taktviss. Þess tvö
hljóðfæri eru mest áberandi, þó
fékk gítarleikarinn sín notið í
nokkrum ágætlega hógværum só-
lóum. Hljómborðsleikur kryddar
tónlistina, sem er einföld og stól-
ar á söngkonuna til frekari blæ-
brigða. Hanna Steina er söngk-
vinna Dás. Sú kann að standa á
sviði, næstum í sömu sporunum,
en láta hendur, höfuð og aðra lík-
amsparta iða og tifa án afláts, og
andlitið...munnurinn og augun,
látbragðið! Það er gaman að
horfa á þennan granna kropp tjá
sig í takt við sjálfa sig og sönginn.
Hanna er greinilega undir sterk-
um áhrifum frá Ninu Hagen í
söng sínum, langt er þó frá því að
krafturinn sé sá sami eða burðirn-
ir, Hanna býr þó að afli sem sker
hana úr og gerir hana að góðri
söngkonu, og skemmir kímnigáfa
hennar ekki fyrir því.
Dá er vaxandi hljómsveit og at-
hyglisverð. Meðvitaðir textar á
íslensku, og boðskapur, ekki
endilega háfleygur eða út-
þynntur, en einfaldur og já-
kvæður svo langt sem eyru mín
heyrðu, eða námu orðin. Um
margt minnir Dá á Kukl, þetta
eru tvær hljómsveitir á „sömu lín-
unni“ hvað tónlist varðar hér á
skeri, og vel þess virði að fylgjast
með þeim. O