Þjóðviljinn - 02.02.1985, Side 14

Þjóðviljinn - 02.02.1985, Side 14
MYNDUST „Mála sem mér sýnisf Sveinn Bjömsson listmálari opnar sýningu ídag á Kjarvalsstöðum en hann er nú á hraðri leið inn í abstraktið Sveinn Björnsson listmálari í Hafnarfirði er eins og náttúran sjálf. Hann fer sínar eigin leiðir og skapar kraftmikil og frum- leg listaverk. Nú er hann á hraðleið inn í abstraktið þegar margir af jafnöldrum hans eru að hverfafráþví. „Nú langar mig til að mála svona og ég fer eftir því sem mig langar", sagði hann við blaðamenn á fundi í vikunni en í dag, laug- ardag, hefst stór sýning á verkum hans ívestursal Kjar- valsstaða. Blaðamaður Pjóðviljans rabb- aði aðeins við Svein yfir koníaki og harðfiski og hann var fyrst spurður að því hvort hann hefði nokkurn tíma lært málverkið í skóla. - Ég byrjaði að mála fyrir 37 árum. Það var árið 1948 og þá var ég stýrimaður á togara, hafði út- skrifast úr Sjómannaskólanum árið 1947. Það var svo ekki fyrr en 1956 sem ég settist á skóla- bekk. Ég fór á akademíið í Kaup- mannahöfn með teikningar mín- ar af sjónum og var tekinn inn. En ég var kominn með konu og börn og hafði ekki efni á að vera þar nema í 1 ár. - Stundarðu eingöngu mál- verkið? - Nei, ég er ennþá í rannsókn- arlögreglunni í Hafnarfirði, vil ekki eiga undir því að selja. Ég hef hugsað mér að hafa brauðið hjá lögreglunni en mála svo það sem mér sýnist. - En þú ert mjög afkastamikill? - Ég er alveg vitlaus þegar ég mála. Ég hætti í vinnunni kl. 4 og ek þá beina leið til Krísuvíkur en þar hef ég vinnustofu og mála stundum til kl. 6 á morgnana. Ég vil helst vera einn þegar ég mála, vil ekki láta konu bíða eftir mér. - Hvernig stendur á þessari vinnustofu í Krísuvík? - Það er gamla bústjórahúsið í Krísuvík. Ég fékk það frá bæjar- stjórninni í Hafnarfirði. Það hafði þá staðið autt í 15 ár og ég fór til bæjarstjórans og bað um það. Hann sagði að það ætti að rífa það eftir viku - eða ég man ekki hvað það var. En það varð úr að ég fékk að leigja það um Móðir jörð heitir þessi mynd Sveins Björnssonar. Hún er máluð í Krýsuvík eins og aðrar myndir hans. Ljósm.: eik. einhvern tíma og svo áfram og nú bæj arstj órnina um að fá að hafa ég verð áttræður. Þeir eiga heiður er ég búinn að gera samning við það næstu 20 árin eða þangað til skilinn fyrir það. Þetta er eins konar legat, var samþykkt með öllum atkvæðum. Mála við músík - Hvernig stendur á þessari þróun þinni til abstraktsins? - Það sem mér finnst fallegast í náttúrunni er eiginlega abstrakt. Þegar maður kemur til Krísuvík- ur og horfir niður fyrir sig sér maður kannski tvo steina og gul- an flöt allt í kring. Þetta virkar á mig eins og abstrakt en getur auðvitað alveg eins verið natural- istískt. Lengi málaði ég sjóinn og fjöllin og árin 1961 og 1962 mál- aði ég eintóma fiska. Mig dreymdi þá mikið neðansjávar- fiska. Nú er þetta allt búið að vera. - Það er einhver bylgjuhreyfing í mörgum verka þinna? - Já, ég hlusta mikið á Bach og Grieg þegar ég mála og þetta er kannski einhver skyldleiki við músíkina. Og hraunið er líka svona í bylgjum. - Málarðu alltaf við músík? - Já, nú orðið mála ég alltaf inni og alltaf við músík. - Og við Bach og Grieg? - Já, mest en stundum við Beethoven og það kemur fyrir að ég skelli mér í Louis Armstrong og þá verður allt vitlaust hjá mér. - Þú hefur sýnt ansi oft? - Já, ég held ég sé búinn að halda 35 sýningar. Eg sýndi fyrst í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði 1952 en fyrsta sýningin í Reykja- vík var í Listamannaskálanum 1954. Svo er ég búinn að sýna í Danmörku, Þýskalandi, Amer- íku, Vestmannaeyjum, ísafirði, Neskaupstað o.s.frv.. En oftast hef ég sýnt í Danmörku, bæði Charlottenborg, Gallerí M og víðar. Árið 1978 sýndi ég t.d. yfir 100 myndir á vegum Den Frie. - Og þú málar aðallega í Krísu- vík? - Já, mér finnast fallegir þessir steinar í Krísuvík. En ég vil hafa sköpun í myndunum en ekki eftirhermu. - Og þú ert að verða sextugur? - Já, þetta er eiginlega afmæl- issýning. Ég verð sextugur seint í febrúar. Annars ætla ég að verða n5 ára. Það hefur spákona sagt íér. Þegar ég kemst á eftirlaun hjá lögreglunni þá kemst ég fyrst í ham. - GFr. Chet Baker í þrjá- tíu ár með tromp- etinn að vopni. Jazz Sérhver nóta dýr Úr einni borg í aðra, til skiptist í reykmettuðum djassklúbbum og virðulegum hljómleikasöl- um, land úr landi með nýja ryþmasveit á hverjum stað; við þær aðstæður hefur Chet Baker boðað sína fáu en áhrifamiklu tóna í meira en þrjátíu ár með trompetinn að vopni. Hann var nýverið spurður að því í viðtali hvort hann væri ekki orðinn þreyttur á þessum endalausaflæk- ingi:„Þreyttur? Ég er djassmúsíkant og þetta er mín vinna“. Ferill Chet Bakers hófst um 1950 á bandarísku vesturströnd- inni. Þar djammaði hann með mönnum eins og Dexter Gordon, Poul Desmond, Hampton Hawes og 1952 lék hann mikið með Charlie Parker. Stuttu síðar varð svo tvístirnið Chet Baker/Gerry Mulligan heimsþekkt. Að vera heimsfrægur hálfþrítugur getur leikið menn grátt. Það var líka á þeim árum þegar heróínið hjó hvað stærst skörð í raðir djass- manna. Baker var heppnari en margur annar, hann slapp lifandi. Frægðar- og vinsældalínurit djassleikara hafa löngum haft til- hneigingu til að verða öldótt. Menn rehna mishratt niður af toppnum og það er ekki á allra færi að klöngrast upp að nýju. Baker átti sitt „come - back“ þeg- ar þeir Mulligan komu fram eftir 20 ára hlé, 1974-75. Síðan hefur hann þokast hægt og örugglega upp brekkuna að nýju. Árið 1981 var plata hans Touch of your lips valin í hóp bestu djassplatna þess árs í bandaríska tímaritinu Downbeat, sem er Blaðið Okkar í hópi djassáhugamanna. Auk nótnavalsins er það kann- ski fyrst og fremst ljóðrænan og hlýjan sem eru höfuðeinkenni trompetleiks Bakers. Hann spilar sín tónaljóð samkvæmt þeirri kenningu að sérhver nóta sé dýr; Halldór Laxness ráðlagði ungum rithöfundum að ímynda sér að þeir væru að senda símskeyti til Falklandseyja þegar þeir skrif- uðu texta. Það ráð er að sjálf- sögðu ekki einhlítt. En þegar öguð hugsun bætist við náðargáf- una þá erum við komin á vit list- arinnar. Jazzvakning heldur tónleika með Chet Baker í Gamla Bíói laugardaginn2. febrúarkl. 15.00. Tómas R. Einarsson 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.