Þjóðviljinn - 02.02.1985, Page 16
MENNING
Kjarvals-
staðir og
Akureyri
Ruth Slenczynska hefur veriö tal-
in mesta undrabarn á píanó á
þessari öld
50 ára
undra-
barn
Nk. mánudag, 4. febrúar kl.
21.00, heldurRuth
Slenczynska píanóleikari frá
Bandaríkjunum tónleika á
Kjarvalsstöðum.
Ruth Slenczynska hélt sína
fyrstu píanótónleika í Kaliforníu
aðeins 3 ára gömul. Fyrstu tón-
leika sína í Evrópu hélt hún 5 ára
gömul í Berlín og í París tveimur
árum seinna. Hún hefur verið tal-
in mesta undrabarn á píanó á
þessari öld, og jafnvel jafnað við
W. A. Mozart. Um þessar mundir
heldur hún upp á 50 ára starfsaf-
mæli sitt með tónleikaferðalagi
um allan heim. Ruth Slenczynska
hefur skrifað tvær bækur, sjálfs-
ævisögu sína „Forbidden Child-
hood“ og „Music at Your Fing-
ertips“. Hún hefur Ieikið inn á
yfir 100 hljómplötur og er nú
„Artist in Residence“ í Southern
Illionis-háskólanum.
Á tónleikum sínum á Kjarvals-
stöðum mun hún leika verk eftir
Liszt, Scarlatti, Chopin, Virgil
Thomson, Rachmaninoff og
Prokofieff. Miðar verða seldir
við innganginn.
Þriðjudaginn 5. febrúar heldur
hún síðan tónleika á Akureyri, í
sal Tónlistarskólans, og hefjast
þeir kl. 20.30.
Selma Guðmundsdóttir
Elísabet Erlingsdóttir
Óperan
Hádegistónleikar
á þriðjuáögum
íslenska óperan efnir til ein-
söngstónleika í hádeginu á
þriðjudögum í febrúar og mars.
Tónleikarnir verða í forsal ís-
lensku óperunnar, en þar hefur
verið komið upp litlu sviði, og
tekur þessi nýi tónleikasalur um
100 manns í sæti.
Fyrstu hádegistónleikarnir
verða nk. þriðjudag 5. febrúar,
þá syngur Elísabet Erlingsdóttir,
sópran, lög eftir Pál ísólfsson og
Jean Sibelius. Píanóleikari er
Selma Guðmundsdóttir.
Á næstu sjö hádegistónleikum
íslensku óperunnar syngja eftir-
taldir einsöngvarar: Ólöf Kol-
brún Harðardóttir, John Speight,
Elísabet F. Eiríksdóttir, Guð-
mundur Jónsson, Anna Júlíana
Sveinsdóttir, Halldór Vilhelms-
son, Sigurður Björnsson.
18 mánaða sparireikningar
Búnaðarbankans
bera óumdeilanlega
hæstu bankavextína
Fyrirlestur
Verkefni
íslenskrar
heimspeki-
sögu
Sunnudaginn 3. febrúar mun
Gunnar Harðarson flytjafyrir-
lestur á vegum Félags áhuga-
manna um heimspeki, sem
hann nefnir: „ Verkefni ís-
lenskrar heimspekisögu".
f fyrirlestri sínum hyggst
Gunnar ræða helstu rannsóknar-
svið innan íslenskrar heimspeki-
sögu, heimspekiiðkan íslendinga
fyrr á öldum og spurninguna
hvort íslendingar eigi sér
heimspekihefð.
Gunnar lauk B.A. prófi í
heimspeki frá H.í. haustið 1978
og stundaði síðan framhaldsnám í
heimspekisögu við Parísarhá-
skóla og lauk þaðan doktorsprófi
í júní sl. Hann hefur unnið að
útgáfu lærdómsrita frá miðöldum
á vegum Heimspekistofnunar
Háskóla íslands.
Fyrirlesturinn verður fluttur í
Lögbergi stofu 101 og hefst kl.
15.00.
VEXTIR
Nú hækkum við vexti úr 34% á ári í 37%.
ÁVÖXTUN
Þar sem vextir eru færðir tvisvar á ári verður ársávöxtunin
40,4%.
VERÐ-
BÓLGA
Verðbólguspá Seðlabanka íslands og Þj óðhagsstofnunar
gerir ráð fyrir 20% hækkun lánskjaravísitölunnar á árinu
1985, en við hana miðast vaxtakjör verðtryggðra reikninga.
VERÐ-
TRYGGING
Sparifé á 18 mánaða reikningum nýtur fullrar verðtryggingar.
Vaxtakjör eru borin saman við kjör 6 mánaða verðtryggðra
reikninga, en miðað við þessa spá, þurfum við tæplega á því
að halda!
VERTU
ÁHYGGJULAUS
Þetta er góður kostur fyrir þá sem vilja vera algjörlega
áhyggjulausir um sparifé sitt í 18 mánuði eða lengur.
BUNAÐARBANKINN
TRAUSTUR BANKI
Ml) ONNUMST INNLAUSN
SI'ARISklR I I INA RÍKISSJÓÐS
'Vextir eru breytilegir til hækkunar
eða lækkunar samkv. ákvörðun Búnaðarbanka íslands
TlMABÆR