Þjóðviljinn - 08.02.1985, Blaðsíða 5
Bakkagerði, Staðarfell í baksýn.
Hlunnindi
Æðarvarp og dúntekja
Rit Eysteins G. Gíslasonar
Út er komið hjá Búnaðarfé-
lagi íslands fræðslurlt, Æðar-
varp og dúntekja, eftir Eystein
G. Gíslason í Skáleyjum, ágæt
lesning og nauðsynleg öllum
þeim, sem fást við að rækta
æðarfugl og áhuga hafa á
þeirri búgrein. Eftirfarandi
upptalning gefur til kynna efni
ritsins:
1. Yfirlit. 2. Lifnaðarhættir æð-
arfugls. 3. Viðbúnaður í varp-
landi. 4. Hirðing varps og dún-
tekja. 5. Egg og skyggning. 6.
Dúnn og dúnhreinsun. 7. Við-
koma æðarfugls. 8. Vanhöld og
hættur. 9. Efling æðarvarps. I
lokaorðum segir Eysteinn:
- Þegar fjallað er um efni eins
og æðarvarp, hlýtur sú spurning
að vakna hvort dúnn eigi framtíð
fyrir sér sem dýrmæt framleiðslu-
vara. Munu ekki ódýr gerviefni
leysa hann af hólmi? Er ekki út í
hött að vera að eltast við nytjar af
æðarvarpi á afskekktum lands-
homum á tímum vélvæðingar,
stóriðju og borgarlífs?
Engu skal hér um það spáð
hvort dúnninn mun halda velli í
samkeppninni við gerviefnin.
Hugsanlegt er að hann geri það
ekki. En á það má minna, að því
sama mun hafa verið spáð fýrir
ull og öðrum náttúrulegum efn-
um til fatagerðar. Líklegt þótti að
þau myndu hverfa vegna gervi-
efnanna. Reynslan varð önnur
vegna þess að í ljós kom að þau
bjuggu yfir mörgum eiginleikum,
sem gerviefni vantaði. Líklega á
það ekki síður við um dúninn. Þó
að gerviefni geti komið í hans
stað er harla ólíklegt að þau muni
nokkurntíma jafnast á við hann
að fullu. Því má væntanlega gera
ráð fyrir að þessi dýrmæta vara
verði áfram hagnýtt.
Um síðari spurninguna er það
að segja, að hún kann að vera
hluti af annarri stærri: þ.e.a.s.
hvort við viljum halda áfram að
byggja landið og nýta þau gögn
og gæði, sem það hefur upp á að
bjóða. Reyndar telja sumir að
verkefni eins og æðarrækt geti
veitt fólki ýmislegt, sem véla-
vinna og stóriðja muni aldrei
geta.
- mhg
Borgarfjarðarhreppur
Brýnast að bæta
hafnaraðstöðuna
Styðja þarf einnig iðnað og landbúnað
í Borgarfirði eystra hefur
atvinnuskortur yfir vetrarmán-
uðina löngum verið landlægt
vandamál. Þó hefur nokkuð
skipt um til hins betra í þeim
efnum hin síðari árin. Kemur
þar einkum tvennt til:
Bátalægið hefur. gert kleift að
lengja úthaldstíma bátanna vor
og haust, auk þess sem unnt hefur
verið að gera út stærri báta en
áður. í annan stað hefur verið
fitjað upp á fyrirtækjum, sem ým-
ist veita tímabundna atvinnu, svo
sem alifuglasláturhúsið, eða allt
árið, eins og saumastofan, bygg-
ingarfélag og steiniðja. Ætla má
að þessi fyrirtæki séu nú komin
yfir byrjunarerfiðleikana. Enn
má nefna síldarsöltun, þótt ekki
hafi hún verið í miklum mæli hef-
ur hún samt veitt nokkra atvinnu
fram á veturinn.
En betur þarf að róa og þegar
litið er til úrbóta í atvinnumálum
liggur fyrst fyrir að bæta hafnar-
aðstöðuna. Ejnnig þarf að styðja
við bakið á þeim iðnfyrirtækjum
sem stofnuð hafa verið og svo að
koma í veg fyrir að landbúnaður
sá, sem rekinn er í hreppnum,
dragist meira saman en orðið er.
Hreppurinn er ein heild þar sem
sveitin og þorpið styðja hvort
annað.
1. desember 1983 voru íbúar í
Borgarfjarðarhreppi 236. Með-
altalsfækkun frá 1971-1983 var
0,9%. Heildarfækkun á sama
tímabili var 10,5%. Fjölgun varð
árin 1977, 1978, 1980 og 1983,
mest 1978, 3,8%. Mest varð
fækkunin 1974, 4,6%. - mhg
Mjólkursamsalan
Samkeppni um
afmælisdrykki
Uppskriftir skiptu hundruðum
í tilefni af 50 ára afmæli
Mjólkursamsölunnar þann 15.
janúar sl. efndi stjórn fyrirtæk-
isins til samkeppni meðal
framleiðslumanna um bestu
afmælisdrykkina, áfenga sem
óáfenga, kokkteila og „long
drinks".
Þessi samkeppni var að því
leyti nýstárleg að þátttakendum
var gert skylt að nota ýmsar
óvenjulegar tegundir hráefnis til
blöndunar, sem margar hverjar
hafa ekki verið reyndar hér áður.
Ekki skorti þátttöku. Bárust yfir
70 bréf sem innihéldu frá einni og
upp í 15 uppskriftir hvert, þannig
að uppskriftirnar skiptu hundr-
uðum. Skipuð var þriggja manna
nefnd til þess að dæma um drykk-
ina: Eiríkur Þorsteinsson frá
Mjólkursamsölunni, Ólafur
Sveinsson frá Félagi framleiðslu-
manna og Anna Bjamason frá
óháðum aðilum. Verðlaunaðir
skyldu 8 drykkir, 4 áfengir og 4
óáfengir. Var nefndinni að von-
um ærinn vandi á höndum en
þegar upp var staðið var niður-
staðan þessi:
1. verðlaun fyrir besta áfenga
rjómakokkteilinn („Vestrænt
smáljóð“) hlaut Kristján R. Run-
ólfsson. Fyrir besta áfenga
mjólkurkokkteilinn („Hitabeltis-
draumur") Haukur Tryggvason.
Fyrir besta áfenga mysudrykkinn
(,,Gimmis“) Bjarni Óskarsson.
Fyrir besta áfenga Flóridana-
drykkinn („Sunnan 12“) Guðjón
Egilsson. Fyrir besta óáfenga
rjómakokkteilinn („Hollur")
B j arni Óskarsson. Fyrir besta
óáfenga mjólkurkokkteilinn
(,,Baldur“) Halldór Sigdórsson.
Fyrir besta óáfenga mysu-
drykkinn (,,Hraustur“) Wilhelm
Gunnar Norðfjörð. Fyrir besta
óáfenga Flóridanadrykkinn
(„Samsölu sjúss“) Bjami Óskars-
son, og var þar með orðinn þre-
faldur verðlaunahafi.
Verðlaunin vom áletraðir
bikarar ásamt 10 þús. kr. pen-
ingaupphæð fyrir besta drykkinn
í hverjum flokki.
Frú Anna Bjamason skýrði frá
úrslitum í samkeppninni en síðan
afhenti Guðlaugur Björgvinsson,
forstjóri Mjólkursamsölunnar,
verðlaunabikarana.
Blaðamönnum var boðið að
bergja á drykkjunum. Af svip-
móti þeirra varð ekki annað ráðið
en að þeim brögðuðust drykkirn-
ir vel. - mhg.
Tímarit
Hlynur
„Ábyrgur aðili trúði mér fyrir
því á dögunum, að ef hver ís-
lendingur keypti sér einar ís-
lenskar buxur og eina íslenska
skó ári sköpuðust 200 til 250
ný störf í þessum iðngreinum
og sama er uppi á teningnum á
öðrum sviðum. Hér er því þarft
mál á ferðinni og ef árangur
næst verður það okkur öllum
til góðs.“
Þannig farast Guðmundi Loga
Lárussyni orð í síðasta tbl. Hlyns,
en hann hefur heimsótt félög
samvinnustarfsmanna víðsvegar
um land, jafnframt því sem hann
hefur unnið að kynningu á sam-
vinnuvörum. Af öðru efni Hlyns
skal nefnt: Aðventa, ljóð eftir sr.
Framhald á bls. 6
Föstudagur 8. febrúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5
UMSJÓN: MAGNÚS H. GÍSLASON