Þjóðviljinn - 08.02.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.02.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Aldraðir á götunni Þjóöviljinn hefur upplýst síðustu daga aö í húsnæðismálum aldraðra Reykvíkinga ríkir nú nánast neyðarástand. Þannig segir Þórir Guð- bergsson, ellimalafulltrúi borgarinnar, í viðtali við Þjóðviljann, að um 300 aldraðir borgarar búi við algera neyð og séu í mjög bráðri þörf fyrir húsnæði og aðstoð. Þetta hrikalega ástand má fyrst og fremst rekja til þess sem ekki er hægt að kalla annað en algert virðingarleysi meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík fyrir húsnæðisþörfum þeirra sem komnir eru á elliár. Þetta virðingar- leysi sést best á á því, að frá því Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn tóku við stjórnar- taumum í Reykjavík hefur ekki ein einasta íbúð verið tekin í notkun fyrir aldraða. Annað dæmi og ekki síður alvarlegt er svo sú staðr- eynd, að í tíð núverandi borgarstjórnarmeirih- luta hafa ekki heldur verið lögð drög að neinum nýjum byggingum fyrir aldrað fólk. Fyrrverandi meirihluti borgarstórnar hafði í sinni tíð áætlað byggingu þjónustuíbúða í Selja- hlíðum og framkvæmdir við þær áttu að hefjast árið 1982. En það er einmitt lýsandi fyrir viðhorf borgarstjóra og Sjálfstæðisflokksins til húsn- æðisþarfa aldraðra Reykvíkinga hvernig Selja- hlíðarnar voru meðhöndlaðar. Eitt af fyrstu verkum meirihlutans var nefnilega að fresta byggingu dvalarheimilisins um ár. Jafnframt beitti meirihlutinn sér fyrir þeirri stefnubreytingu, að smáhýsi sem verða reist í tengslum við þjónustuíbúðirnar í Seljahlíðum verða seld. Þannig munu einungis þeir sem búa við rúm efni eiga þess kost að njóta þeirra þæg- inda og öryggis sem smáhýsin bjóða upp á. Þarmeð er stór hópur gamalmenna útilokaður frá því að eiga öruggt athvarf í ellinni einungis af því að hann býr ekki við sömu efni og sumir aðrir sem lífið hefur leikið betur. En þessi nýja mann- úðarstefna Davíðs Oddssonar er auðvitað í stíl við þá hugmyndafræði leiftursóknarinnar sem hefur náð ofurtaki á Sjálfstæðisflokknum síð- ustu árin. Aðgerðarleysi Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki hefur nú orðið þess valdandi, að átta hundruð aldraðir Reykvíkingar voru á biðlista eftir húsnæði í janúar 1984, og hafði fjölgað mjög verulega frá því fyrrverandi meirihluti var við völd. Þetta dæmi segir þó ekki alla söguna. Tala háaldraðra í þessum hópi, 81 árs og eldri, hefur á þessu tímabili aukist hlutfallslega miklu meira. í janúar 1982 voru þannig 182 einstak- lingar 81 árs eða eldri á biðlista eftir húsnæði. Eftir tveggja ára valdaskeið Sjálfstæðisflokks- ins hafði tala þeirra rösklega tvöfaldast og var orðin 371. Dæmið verður ekki fallegra þegar litið er á þann hóp sem býr við svo bágar aðstæður að talið er mjög brýnt að veita honum skjóta úr- lausn. Við valdatöku Sjálfstæðisflokksins voru 23 einstaklingar í þessum hópi. Eftir tveggja ára stjórnartíð hans hefur þeim fjölgað um 330 prósent og eru orðnir 99 talsins. Þetta fólk býr við það sem ekki er hægt að kalla annað en algert neyðarástand. Sama verður uppi á teningnum þegar horft er til meðferðar borgarstjórnarmeirihlutans á fjár- veitingum til B-álmunnar á Borgarspítalanum, sem er ætluð fyrir aldraða langlegusjúklinga. Það fé, sem Sjálfstæðisflokkurinn hyggst láta renna til framkvæmda við B-álmuna í ár, mun ekki einu sinni duga til að koma einni sjúkradeild í gagnið. Guð hjálpi þeim sem verða gamlir í borg Davíðs. _ös KUPPT OG SKORIÐ Hvert sæti skipað á Hótel Borg í fyrrakvöld. (Eik). Fjölmennur fundur í fyrrakvöld var haldinn fjöl- mennur fundur á Hótel Borg, þar sem stofnað var Málfundafélag félagshyggjufólks. Umræðuefnið var: Ríkt land - Iág laun - hvert fara peningarnir? Framsögu höfðu hagfræðing- arnir Birgir Björn Sigurjónsson, Jón Sæmundur Sigurjónsson og Birgir Árnason. í almennum um- ræðum töluðu m.a. Hörður Berg- mann, Gísli Gunnarsson, Ásgeir Daníelsson og Svanur Kristjáns- son. í máli þessara manna var komið inná atriði sem hér verður lauslega drepið á: Ríkisvaldið Það er mál manna á vinstri vængnum, að hægri bylgjan að undanförnu hafi komið í veg fyrir að ríkisvaldið hafi fengið nauðsynlega og eðlilega gagnrýni - frá vinstri. Frjálshyggjupostul- arnir hafa keyrt af svo miklu of- forsi á ríkið - „kerfið", að félags- hyggjufólk hefur neyðst til að verja þetta „kerfi“, - til að koma í veg fyrir að veikir og aldraðir yrðu settir á gaddinn og til að við- halda einhverju lágmarks félags- legu öryggi. Um leið og þessir gjörningar hægri aflanna stóðu, var ekki áróðurslega verjandi að gagnrýna og ráðast á þá ótal- mörgu þætti ríkisvaldsins, sem eru undirorpnir sukki og óráðsíu - hagsmunavörslu fyrir ákveðna þætti hagkerfisins. Það við bætist að ríkisvaldið og ríkið íslenska, sé ekki viðkunnan- legt kerfi - nánast ekki viðmiðun- arhæft, - og því hafi umfjöllun um það verið meira og minna í skötulíki. Dagsbrún En menn þykjast sjá dagsbrún nýs tíma. Frjálshyggjan er á undanhaldi í vestrænum þjóðfé- lögum - ekki síst hér á landi. Þarmeð fær það ríkisvald sem hún hefur verið að valtra yfir, öðruvísi og væntanlega ýtarlegri umfjöllun en á undanförnum árum. Það kom enda glöggtíljós, að félagshyggjufólk vill allt öðru- vísi ríkisvald en það sem við nú þekkjum. Til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt: meira frelsi og lýðræði, þarf að auka og jafna tekjur fólks. Ríkisvaldið er tæki til þess og vinstri menn eiga að vera jafn óhræddir við að berjast fyrir slfku ríkisvaldi einsog þeir ríku skirrast ekki við að nota það blygðunarlaust í sína þágu. Slíkt ríkisvald, ríki er allt öðru- vísi en það sem nú þekkist. Bent er á nauðsyn: stofnanagagnrýni (t.d. sóun íheilbrigðisgeiranum), opnun kerfisins, lýðræðislegri stjórnun innan þess og fleira í þeim dúrnum. Lýðræðið Sérfræðingaveldið í íslenska þjóðfélaginu kom aðeins til tals. Bent var á miljarðaoffjárfesting- ar í orkumálum, hversu ilia er búið að alþingi til umfjöllunar ýmissa mála og hversu miklar fjárhæðirfaraísúginn m.a. vegna þess að eðlileg umfjöllun og gagnrýni hefur ekki verið fyrir hendi. Þetta allt ber einnig vott um takmarkað lýðræði í Iandinu. Fjármagnstilfærslurnar frá launafólki til fjármagnseigenda eru sömuleiðis frelsisskerðandi og aðför að lýðræðinu. Talað var um að Sjálfstæðisflokkurinn væri einna hræsnisfyllstur þegar frels- ið og frjáls verslun/markaður væri til umræðu. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði t.d. áratugum saman komið í veg fyrir að stór- verslanir yrðu settar á laggirnar í Reykjavík, með því að koma í veg fyrir lóðaúthlutun til slíkra verslana sem væru neytendum hagstæðari. Mesti einokunar- flokkurinn, sögðu menn. Við erum ekki félagshyggju- fólk afþví við séum „hópsálir" eða viljum „múgsefjun", heldur vegna þess að við viljum meira og raunverulegra frelsi einstaklings- ins. Hin gegndarlausa markaðs- kredda hefur takmarkað frelsi einstaklinganna; við viljum endurheimta frelsið með því að fá til baka eitthvað af því sem tekið hefur verið af okkur, m.a. í launum og viljum gott betur. Sömuleiðis er lýðræði það, að hver einstaklingur ráði meiru um nánasta umhverfi sitt, vinnustað, borgarhverfi o.s.frv. Félags- hyggjufólk vill því meira frelsi og meira lýðræði. Nýtt lantis- stjórnarafl? Á þessum fjölmenna stofn- fundi Málfundafélags félags- hyggjufólks mátti sja fólk úr ýms- um áttum: Bandalagi jafnaðar- manna, Kvennalistunum, Al- þýðuflokki, Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi, auk margra sem hvergi skipa sér í sveitir virkra flokksmanna. í ljósi þess hve viðræðutilboð t.d. Alþýðu- bandalagsins hafa hlotið dræmar undirtektir forystumanna hinna flokkanna, hlýtur það að verða þeim umhugsunarefni hve margir vilja ræða saman á þessum ein- földu pólitísku nótum; um hvað erum við sammála og hvað skilur okkur að, í hvernig þjóðfélagi viljum við búa? Alþýðusamband íslands gerði ályktun á síðasta þingi um nýtt landsstjórnarafl, - og það gerði Alþýðubandalagið einnig. Ætli stofnfundur Málfundafélags fé- lagshyggjufólks hafi verið einn vísir að því landsstjórnarafli sem koma skal? -«g DiÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karisson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bilstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, sími 81333. Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverö ö mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn slmi: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.