Þjóðviljinn - 08.02.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.02.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR r Steinar Birgisson var Víkingum drjúg- ur síðasta hluta leiksins í gærkvöldi. Helgar- sportið Handbolti Síðasti leikurinn í 11. umferð 1. deildar karla fer fram í Vestmannaeyjum í kvöld. Nýliðar Þórs fá íslandsmeistara FH í heimsókn og hefst leikurinn kl. 20.00. Þetta er eini leikurinn í deildakeppninni en um helgina verður leikið í 2. flokki karla og kvenna, svo og í 6. flokki karla og 4. flokki kvenna. Körfubolti Efsta liðið í úrvalsdeildinni fær það neðsta i heimsókn í kvöld, UMFN og ÍS leika í Njarðvík kl. 20. Á sunnudag leika KR og Valur í Hagaskóla kl. 14 og mætast Haukar og ÍR í Hafnarfirði kl. 20 á sunnudagskvöldið. UMFN og KR leika í 1. deild kvenna í Njarðvík kl. 15.30 á morgun, laugardag. Þá verða einnig tveir leikir í 1. deild karla - Grindavík og Fram leika í Njarð- vík og Reynir-ÍBK í Sandgerði. Báðir leikir hefjast kl. 14. Blak Þrír leikir verða í Digranesi í kvöld. HK og Þróttur leika í 1. deild karla kl. 20, HK-b og HSK í 2. deild karla kl. 21.30 og Breiðablik-KA í 1. deild kvenna þar á eftir. Á morgun er leikið í Hagaskóla -ÍS-KA í 1. deildkvennakl. 14og Þróttur-fS í 1. deild karla kl. 15.15. Á sunnudag eru tveir leikir á sama stað - Þróttur-b gegn HSK í 2. deild karla kl. 20.15 og Fram- HK í 1. deild karla kl. 21.30. Badminton Deildakeppni BSf fer fram í Laugardalshöllinni um helgina og verða leiknar þrjár umferðir á morgun, laugardag, og einnig þrjár á sunnudag. Umferðirnar hefjast kl. 10, 13 og 16 á laugar- dag og kl. 10, 13 og 15 á sunnu- dag. Sex lið leika í 1. deild og 10 lið í 2. deild eins og við greindum frá í blaðinu í gær. Skíði Trimmganga fer fram á Ólafs- firði á morgun, laugardag, á veg- um UÍÓ. Frjálsar Meistaramót íslands fyrir 14 ára og yngri fer fram í Ármanns- hcimilinu og Baldurshaga á laug- ardag og sunnudag. Mótið hefst í Ármannsheimilinu kl. 12.30 á morgun og verður áfram haldið í Baldurshaga kl. 17. Á sunnudag hefst síðan keppni í Baldurshaga kl. 14. Annað Stjörnuhlaup FH fer fram á morgun, laugardag, og hefst kl. 14. Keppt verður í karla- flokki (5 km), kvennaflokki (3 km), drengja- og sveinaflokki (3 km), telpna- og piltaflokki (1 km). Hlaupið verður frá Lækjar- skóla og eru keppendur beðnir um að mæta tímanlega. Handbolti Víkingar sterkari Unnu Stjörnuna 24:20 í Digranesi Það var ekki hægt að sjá að þar færi lið í undanúrslitum Evrópu- keppni,sem lék við Stjörnuna í 1. deiid handknattleiks í Digranesi í gærkvöldi. En svo var þó raunin er Víkingar unnu Stjörnuna með 24 mörkum gegn 20, eftir að stað- an var 13:9 fyrir Víking í hálfleik. Víkingar byrjuðu af miklum krafti og eftir 10 mín. var staðan orðin 2:6 og virtust þeir vera á góðri leið með að kafsigla Stjörnumenn. Garðbæingar voru þó ekki á sama máli og náðu að jafna 6:6, á 15. mín. Það sem eftir lifði hálfleiksins voru Víkingarnir mun sterkari, með Þorberg Aðal- steinsson í fararbroddi og skoruðu úr hraðaupphlaupum. Náðu þeir góðu forskoti fyrir leikhlé, 9:13. Víkingar juku síðan forustuna í byrjun síðari hálfleiks. Komust þeirí 10:16 og síðan 12:18 eftir 12 mín. Þá varði Brynjar Kvaran annað vítaskotið í hálfleiknum og Stjörnumenn fóru í gang. Þeir höfðu reynt að taka tvo menn Víkings úr umferð, en hættu því Handbolti Pétur jafnaði Þróttur með góða stöðu en KR náði jöfnu, 25-25 Leikur Þróttar og KR sem fram fór í Höllinni í gærkvöldi var allan tímann mjög spennandi og mátti aldrei á milli sjá hvort liðið hefði betur, enda fór það svo, að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lok- atölur 25-25 eftir að hvort liðið um sig hafði gert 13 mörk í þeim fyrri. KR hafði lengst af fyrri hálfleiks nauma forystu, þeir komust í 5-3 og síðar í 10-7 og 13-10 en Þrótti tókst að jafna metin fyrir hlé. í seinni hálfleiknum voru Þróttarar yfirleitt fyrri til að skora þó að sama jafnræðið hafi haldist með liðunum. Á síðustu mínútunum leit allt út fyrir að þeim tækist að ná báðum stigun- um, þeir náðu forystunni 24-22 og höfðu síðan boltann er staðan var 25- 24 þeim í hag, þeir misstu hinsvegar boltann til KR-inga sem hófu hraða- upphlaup sem endaði með marki Pét- urs Árnasonar. Sú mínúta er eftir var dugði Þrótti ekki til marks og jafnteflið því staðreynd. Þeir Birgir Sigurðsson, Lárus Lár- usson og Gísli Óskarsson léku allir mjög vel fyrir Þróttaraliðið sem hefur tekið á rás upp töfluna eftir mjög slakan árangur í byrjun mótsins. Hjá KR áttu „gömlu kempurnar" Páll Björgvinsson og Haukur Ottesen skínandi leik og þá stóð Jakob Jóns- son fyrirsínu í fyrri hálfleiknum. Einn vesturbæinganna fékk að sjá rauða spjaldið fyrir nöldur í dómara, það var Haukur Geirmundsson og spil- uðu KR-ingarnir því án hans síðustu 20 mínúturnar. Mörk Þróttar: Birgir 7, Lárus Lárusson og Gísli 5, Páll Ólafsson 5/3v, Sverrir Sverrisson 2, Nikulás Jónsson 1. Mörk KR: Páll Björgvinss. og Jakob 6, Haukur 0.4, Ólafur Lárusson 3, Haukur G. 3/1 v, Pétur 2, Jóhannes Stefánsson 1. Þeir Þorgeir Pálsson og Guðmund- ur Kolbeinsson voru nokkuð mistæk- ir í dómum sínum, en hvorugu liðinu til góða. Frosti og náðu að saxa jafnt og þétt á forskotið. Vörn Stjörnunnar þéttist, og sóknin skilaði betri ár- angri. Þá hjálpaði það að Víking- ar urðu full grófir og þurfti að hvíla nokkra í þeirra hópi. Mun- urinn minnkaði jafnt og þétt og þegar 5 mín. voru til leiksloka var staðan orðin 19:20. Mínútu síðar er staðan 20:21, en þá er Eyjólfi Bragasyni vikið af velli og Steinar Birgisson bætir 22. markinu við fyrir Víkinga. Steinari var síðan vísað af leikvelli þegar tæpar 2 mín. voru eftir, en Garðbæingar gátu ekki nýtt sér það í lokin því Víkingar bættu 2 mörkum við og sigruðu 20:24. Leikurinn var nokkuð vel leikinn á köflum af báðum liðum, en heldur sveiflukenndur. Krist- ján Sigmundsson varði mjög vel og hélt liðinu oft á floti. Hann varði 18skot,9íhvorum hálfleik, þar af 1 víti og 9 skot af línu. Steinar var bestur af útileik- mönnunt, en þegar hann fór útaf í lok leiksins hafði hann staðið upp úr og skorað 4 af síðustu 5 mörk- um Víkinga. Þorbergur var sterk- ur í fyrri hálfleik, en datt niður í þeim síðari. Sigurjón Guðmundsson var bestur Stjörnumanna í þessum leik, og réðu hvorki varnarmenn né Kristján í markinu við hann þegar hann fór inn úr horninu. Brynjar varði þokkalega, m.a. 2 vítaskot. Áðrir voru svipaðir. Dómarar voru þeir Óli P. Ólsen og Rögnvaldur Erlingsson og mega þeir muna betri leiki. Mörkin: Stjarnan: Sigurjón 7, Hannes Leifsson 5 (1 v.), Magnús Teitsson 3, Her- mundur Sigmundsson 2, Guðmundur Þórðarson, Eyjólfur og Gunnlaugur Jóns- son 1 hver. Víkingur: Steinar 6, Þorbergur 5 (öll í f. hálfleik), Viggó Sigurðsson 4, Hilmar Sigurgíslason og Einar Jóhannesson 3, Karl Þráinsson 2 og Guðmundur Guðm- undssson 1. - gsm Óskar Ingimundarson fagnar marki - gegn ÍBV í 1. deildinni. Knattspyrna Óskar austur Oskar Ingimundarson úr KR hefur verið ráðinn þjálfari hjá 3. deildarliði Leiknis, Fáskrúðs- firði. Óskar hefur leikið með KR um nokkurt skeið en var áður með KA á Akureyri og var þar markakóngur 2. deildar fyrir nokkrum árum. Leiknir varð 4. deildarmeistari í fyrra og ætti Óskar að vera góður styrkur fyrir liðið. - VS Sovéskur sigur Sovétmenn tryggðu sér í fyrra- dag sigur í keppninni um Nehru- gullbikarinn, sem undanfarið hefur staðið yfir á Indlandi. So- vétmenn sigruðu Júgóslava 2:1 í úrslitaleik en höfðu áður tapað fyrir þeim í riðlakeppni mótsins. Handbolti Létt hjá Val Þó aðeinsþriggja marka sigur á UBK Staðan 11. deildinni j handknattleik eftlr leikina I gærkvöldi: FH............. 10 9 1 0 274-228 19 Valur.......... 10 7 3 0 237-196 17 KR............. 10 4 3 3 212-201 11 Vlkingur....... 10 4 2 4 245-228 10 Þróttur.........11 3 3 5 260-273 9 Stjarnan....... 11 3 2 6 238-248 8 ÞórVe........... 9 3 0 6 181-216 6 Breiðablik..... 11 1 0 10 224-281 2 Markahæstir: Kristján Arason, FH................72 Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi...69 HansGuðmundsson, FH................58 GuðmundurÞórðarson, Stjörnunni....58 Björn Jónsson, Breiðabliki.........57 Þór og FH leika í Eyjum í kvöld. ísland og Færeyjar leika þrjá karla- og þrjá kvennalandsleiki í Færeyjum í næstu viku. Leikið verður í Þórshöfn á miðviku- og föstudag en í Klakksvík á fimmtudag. Landsliðin íslensku eru þannig skipuð: Karlaliðið: Hreinn Þorkelsson og Ástvaldur Arthúrsson, HK, Kristján Már Unnarsson, Fram, Þorvarður Sigfússon og Haukur Valtýsson, ÍS, Samúel Örn Er- Valsmenn fóru létt með slaka Blika er liðin áttust við í 1. deild í Höllinni í gærkvöldi. Munurinn varð að vísu aðeins þrjú mörk í lokin 24:21, en sá munur gefur þó enga mynd að gangi leiksins. Fyrstu tíu mínúturnar voru jafnar en þá tóku Valsmenn sig til í andlitinu, breyttu stöðunni úr 2:3 í 6:3 og skömmu fyrir lok hálf- leiksins komust þeir í 13:6. í hléi var 14:8. Seinni hálfleikur var síðan mjög köflóttur, Valsmenn náðu 12 marka forskoti 22:10, þá datt leikur þeirra niður í algjöra enda- leysu og Breiðablik náði að skora 11 mörk á jafnmörgum mínútum á meðan Valsmönnum tókst að- eins að gera tvö. lingsson, Jón Árnason, Leifur Harðarson, Lárentsínus H. Ág- ústsson og Guðmundur E. Páls- son, Þrótti. Guðmundur er jafn- framt þjálfari liðsins. Kvennaliðið: Jóhanna Guð- jónsdóttir, Völsungi, Gyða Steinsdóttir, Þóra Andrésdóttir og Málfríður Pálsdóttir, ÍS, Snjó- laug Bjarnadóttir, Steina Ólafs- dóttir og Hulda Laxdal Hauksdóttir, Þrótti, Sigurborg Varnarleikur Valsmanna var mjög sterkur ef undanskildar eru lokamínúturnar, en hann gleymdist. Einar Þorvarðarson stóð sig best Valsmanna, hann glímdi við fjögur vítaköst og varði þau öll. Valdimar Gríms- son, Jakob Sigurðsson og Júlíus Jónasson voru einnig seigir. Breiðabliksliðið var nokkuð langt frá sínu besta, stórskyttur þeirra reyndu sí ofan f æ skottil- raunir yfir hávörn Valsmanna og þegar svo furðulega vildi til að boltinn fór fram hjá varnarmúrn- um þá var Einar yfirleitt á réttum stað. Þeir Kristján Halldórsson og Jón Þór Jónsson voru þeirra skástu menn. Gunnarsdóttir, Sigurlín Sæ- mundsdóttir og Þorbjörg Rögnvaldsdóttir, Breiðabliki. Þjálfarar eru Björgólfur Jó- hannsson og Leifur Harðarson. Val Jóhönnu er merkilegt fyrir Íiær sakir að Völsungur, sem varð slandsmeistari í fyrra, tekur ekki þátt í íslandsmótinu í ár og Jó- hanna leikur því ekki með neinu liöi í vetur, nema landsliðinu! - VS Sveinsson 4, Jakob 3, Steindór Gunnars- son 2, Þorbjörn Guðmundsson, Ingvar Guðmundsson og Þorbjörn Jensson 1. Mörk UBK: Jón Þór og Kristján H. 5, Krist- ján Gunnarsson 4, Björn Jónsson og Einar Magnússon 2, Aðalsteinn Jónsson, Brynj- ar Björnsson og Magnús Magnússon 1. - Frosti Borðtennis Síðbúið Rv.-mót Reykjavíkurmótið í borðtennis fyrir árið 1984 fór fram í Laugardals- höll um síðustu helgi. Keppt var í ung- lingafiokkum, 17 ára og yngri, og í flokki öldunga. Reyjavíkurmeistarar urðu eftirtaldir: Einliðaleikur öldunga: Halldór Haralz, Erninum. Tvíliðaleikur öld- unga: Halldór Haralz/Gunnar Hall, Erninum. Drengir yngri en 13 ára: Sigurður Bollason, Víkingi. Drengir 13-15 ára: Valdimar Hannesson, KR. Drengir 15-17 ára: Hermann Bárðar- son, Víkingi. Stúlkur yngri en 17 ára: María Hrafnsdóttir, Víkingi. Tvíliða- leikur drengja yngri en 15 ára: Vald- imar Hannesson/Kjartan Briem, KR. Tvfliðaleikur drengja 15-17 ára: Stef- án Garðarsson KR/Jón Karlsson, Erninum. Tvíliðaleikurstúlkna: Mar- ía Hrafnsdóttir/Hjördís Þorkelsdótt- ir, Víkingi. Tvenndarleikur unglinga: Birgir Ragnarsson KR/María Hrafns- dóttir, Víkingi. Reykjavíkurmótið 1984 fyrir karla- og kvennaflokk verður haldið síðar en Reykjavíkurmótið 1985 fer vænt- anlega fram næsta haust. Mörk Vals: Valdimar og Júlíus 6, Geir Blak Leikið í Færeyjum Föstudagur 8. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.