Þjóðviljinn - 08.02.1985, Blaðsíða 14
UM HELGINA
Valtýr við tvö af verkum sínum á sýningunni.
Valtýrá
Veshirgötu
A usturbœjarbíó
Slenczynska
aftur í
Reykjavík
Píanótónleikar Ruth Slenc-
zynska á Kjarvalsstöðum sl.
mánudagskvöld vöktu mikla
hrifningu allra viðstaddra. Eins
og fram hefur komið í fjölmiðlum
var Ruth undrabarn á sínum tíma
og enn - 50 árum síðar - býr þessi
smávaxna kona yfir ótrúlegri
tækni og orku.
Vegna þess að Ruth
Slenczynska verður lengur hér á
landi en upphaflega var ráð fyrir
gert hefur verið ákveðið að gefa
tónlistarunnendum annað tæki-
færi til að hlusta á þessa sérstæðu
listakonu.
Tónleikarnir verða haldnir í
Austurbæjarbíói laugardaginn 9.
febrúar kl. 14.00.
Á efnisskránni verða 24 etýður
op. 10 og 25 eftir Chopin, Noct-
urne eftir Aaron Copland og
Carnaval eftir Schumann. Miðar
verða seldir við innganginn og
kosta kr. 300.- (Kr. 200.- fyrir
tónlistarnemendur).
Sigfúsarkvöld
fyrir norðan
Nú um helgina munu þau Sig-
fús Halldórsson, Elín Sigurvins-
dóttir og Friðbjörn G. Jónsson
leggja land undir fót og fara í tón-
leikaferð til Ólafsfjarðar og Ak-
ureyrar, og flytja „Ljúfustu lögin
hans Fúsa“ fyrir tónlistarfélögin
þar. Þau Elín og Friðbjörn munu
ýmist syngja dúett eða einsöng
hvort í sínu lagi við undirleik Sig-
fúsar.
Fyrri tónleikarnir verða á Ól-í
afsfirði laugardaginn 9. febrúar
kl. 20.30, - og hinir síðari í Borg-
arbíói á Akureyri sunnudaginn
10. febrúar kl. 15.00.
Musica Antiqua
í Hafnarfiröi
Tónleikar Musica antiqua með
Camillu Söderberg blokkflautu-
leikara og Herði Askelssyni org-
elleikara sem voru í janúar sl.
verða endurteknir í Hafnarfjarð-
arkirkju á morgun 9. febrúar kl.
17. Leikin verða samleiks- og ein-
leiksverk frá barokktímanum
eftir ítölsk og frönsk tónskáld.
Camilla leikur á 4 ólíkar gerðir af
blokkflautum. Orgel Hafnar-
fjarðarkirkju er 30 radda með 3
hljómborð og pedal, smíðað af
Walcker orgelverksmiðjunum í
Þýskalandi árið 1955. Áðgangs-
eyrir að tónleikunum er 200
krónur.
Á morgun verður opnuð mál
verkasýning Valtýs Péturssonar í
Gallerí íslensk list að Vesturgötu
17. Sýnir hann þar olíumálverk
og vatnslitamyndir. Kennir þar
margra grasa, ólíkra þeim sem
frá Valtý komu um árabil en hann
er nú að mestu snúinn frá ab-
straktinu. Hér gefur að líta
merkilegar yndismeyjar naktar,
báta, hús, fjöll, blóm og ávexti.
Blaðamaður hitti Valtý að máli
í vikunni og spurði hvort hann
væri snúinn til upphafs síns í
myndlistinni. Hann sagði:
- Ég byrjaði eiginlega svolítið í
surrealískum stíl en þær myndir
fóru aldrei upp á veggi. Annars er
maður orðinn svo gamall í hett-
unni að það er rétt að ég muni
hvað ég málaði í það og það
Á vegum Menningarsamtaka
Norðlendinga stendur nú yfir
kynning á verkum eftir Samúel
Jóhannsson í Alþýðubankanum á
Akureyri. Samúel hefur tekið
skiptið. En ég málaði lengi ab-
strakt, alltafíein 20ár. Efþúlítur
á þessar uppstillingar mínar get-
urðu líka séð að útilokað væri að
ég hefði málað þær nema hafa
gengið í gegnum abstraktið.
- Þessar myndir minna á mál-
verk sem urðu til á kreppuárunum
og stríðsárum?
- Já, þaðer kannski íslenskasta
skeiðið í íslenskri málaralist. Ég
þurfti að breyta til hvort sem það
verður til ills eða góðs.
- Eru þetta allt nýjar myndir?
- Petta eru valdar myndir og
margar hafa ekki sést áður. Ég
hef sýnt sumar í Þrastarlundi þar
sem ég er með sýningu á hverju
sumri en yfirleitt hef ég breytt
þeim. Ég er alltaf að vinna mynd-
ir mínar, stöðugt að pikka í þær.
-GFr
þátt í nokkrum samsýningum
m.a. á Kjarvalsstöðum og í Nor-
ræna húsinu. Hann hefur einnig
haldið eina einkasýningu á Akur-
eyri, 1983.
Akureyri
Samúel sýnir í
Alþýðubankanum
Plakat-list
í Listamiðstöðinni
í dag kl. 14 verður opnuð sýn-
ing á Plakat-list í Listamiðstöð-
inni við Lækjartorg. Er hún á
vegum plakatverslunarinnar
„Hjá Hirtí“ á Laugavegi 24 og 21.
Plakötin sem til sýnis verða eru
frá hinum þekktu hollensku fyrir-
tækjum: Art Unlimited og Verk-
erke. Eru þau flutt inn í mjög tak-
mörkuðu upplagi, 1 - 5 eintökum
af hverri mynd og er verð frá 1400
- 2500 plakatið í ramma.
„Hjá Hirti“ er ungt fyrirtæki
sem hefur haslað sér völl á þessu
sviði, enda er almennt hér á landi
mjög vaxandi áhugi á plakat-list.
Verslunin „Hjá Hirti" Lauga-
vegi 24 sérhæfir sig í umræddum
plakötum en verslunin Laugavegi
21 er sérstaklega ætluð unga fólk-
inu sem áhuga hefur á hljóm-
sveitaplakötum o.þ.h..
Sýningin stendur yfir dagana 9.
-17. febrúar og verður opin dag-
lega kl. 14 -18. Aðgangur verður
ókeypis.
í innri sýningarsal Listamið-
stöðvarinnar verða svo verk eftir
ýmsa innlenda og erlenda lista-
menn til sýnis, sölu og leigu.
Einnig verða til sölu möppur með
eftirmyndum af verkum nokk-
urra íslenskra listamanna á mjög
hagstæðu verði.
Sauðárkrókur
Gítartónleskar
Páls Eyjólfssonar
Páll Eyjólfsson gítarleikari
heldur tónleika í Safnahúsinu
Sauðárkróki sunnudaginn 10.
febr. kl. 16. Á efnisskrá verða
verk eftir Luis de Narvaez, D.
Scarlatti, J.S. Bach, M. C. Te-
desco, I. Albeniz og F. N. Torro-
boa.
Páll hóf nám í Barnamúsík-
skóla Reykjavíkur en síðar í Gít-
arskólanum þar sem kennari
hans var Eyþór Þorláksson.
Hann lauk þaðan einleikaraprófi
árið 1981 og stundaði síðan fram-
haldsnám á Spáni undir hand-
leiðslu spánska gítarleikarans
Jose Luis Gonzales. Hann starfar
nú sem gítarleikari í Reykjavík.
Mokka
Ljósmyndir
Lofts Atla
Nú stendur yfir Ijósmyndasýn-
ing Lofts Atla á Mokka-kaffi við
Skólavörðustíg. Þetta er 3ja
einkasýning hans en auk þess hef-
ur hann tekið þátt í nokkrum
samsýningum.
Á sýningunni eru 3 svart/hvítar
myndir og 11 litmyndir og eru
þær allar til sölu. Sýningin er opin
til 25. feb. á opnunartímum kaffi-
hússins.
Hafnarborg
Fimmta einkasýning
Jónínu
Jónína Guðnadóttir, leirlistar-
maður, opnar sýningu á skúlptúr-
um, lágmyndum o.fl. í Hafnar-
borg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar að Strandgötu 34,
á morgun, laugardaginn 9. febrú-
arkl. 14.00. Sýningin eropin dag-
lega frá kl. 14.00-19.00. Henni
lýkur 24. febrúar. Þetta er
fímmta einkasýning Jónínu en
hún hefur tekið þátt í fjölda sam-
sýninga innan lands sem utan,
m.a. Scandinavia Today í Banda-
ríkjunum og Form Island sem
hófst í Helsingfors á síðastliðnu
ári.
Eitt af verkum Jónínu Guðnadóttur
Leikfélag Akureyrar
Næstsíðasta sýningarhelgi
Sýningum fer nú að ljúka á
leikriti Sveins Einarssonar, Ég er
gull og gersemi, sem fjallar um
Sölva Helgason listamann og
flæking á síðustu öld. Leikritið
fékk yfírleitt ágæta dóma og ættu
menn því að grípa tækifærið og
sjá verkið áður en það er um
seinan. Þriðja síðasta sýning
verður í kvöld og svo verða tvær
síðustu sýningarnar í næstu viku.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. febrúar 1985