Þjóðviljinn - 08.02.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.02.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Myndbandastríðið „Kaupum frið“ fyrir stórfé Myndbandaleigurnar vilja hreinsa til. Vantar allsherjar reglugerð um þessi viðskipti. Leigufrömuðir: Rekinn harður áróður gegn okkur Fjölmargar myndbandaleigur hafa á undanförnum árum greitt einstökum rétthöfum hundruð þúsunda krónur til „að kaupa sér frið“ eins og leiguaðilar orða það. Hér er um hreinar mútugreiðslur að ræða og allar kærur látnar falla niður í fram- haldinu. Nú ætla leigufrömuðir hins vegar að taka höpdum sam- an og styrkja sín samtök. Eina ráðið til að koma einhverri reglu á myndbandamarkaðinn er, að sögn þeirra, að setja lög og reglu- gerð um þessi viðskipti. „Það vantar allsherjarreglu- gerð um þessi viðskipti frá upp- hafi til enda. Almenningur er orðinn gegnsósa af áróðri móti okkur og við unum því ekki að vera kallaðir svikarar og svindlar- ar í sölum Alþingis", segja for- svarsmenn myndbandaleiga. Á fundi með fréttamönnum í gær lögðu þeir áherslu á að leigurnar greiddu söluskatt og tolla af öllu myndbandaefni sem væri keypt inn og leigt út. Margt væri hins vegar óljóst um löglega rétthafa af stórum hluta mynd- bandaefnis sem er í umferð og félagar í samtökum rétthafa hefðu farið með yfirgangi í árás- um sínum á leigurnar.____________________________________________________________________________________________________ Forráðamenn félags myndbandaleiga segjast vilja koma einhverri skikkan á /iðskipti þeirra og rétthafa. Reglugerð verði að koma til. Mynd-eik. B-álma Borgarspítalans Vantar starfsfólk og húsnæði Fjárframlög stórlega skorin niður. Framkvœmdir dragast á langinn. Sjúkrarúm auð vegna skorts á starfsfólki. Ekki hœgt að senda fólk heim því engin þjónusta er fyrir hendi. Vandamálin sífellt að aukast essi aðstaða fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun er orðin mjög að- kallandi og hefði þurft að koma til helst í dag. Núna höfum við not af smáherbergi í turinum sem þjón- ar um leið öllum Borgarspítalan- um, sagði Gunnar Sigurðsson yfirlæknir lyflækningardeildar á B-álmu Borgarspítalans er Þjóð- viljamenn kynntu sér þær að- stæður er starfsfólk og sjúklingar búa þar við. Samkvæmt áætluninni átti að ljúka að fullu við B-álmuna fyrir lok næsta árs en eftir mikinn niðurskurð á framkvæmdafé frá ríkissjóði og borgaryfirvöldum er ljóst að þessi þjónustuálma fyrir aldraða kemst ekki að fullu í gagnið á þessum áratug. I dag eru aðeins 2 hæðir af 7 í B-álmunni komnar í rekstur, báðar undir legudeildir með sam- tals 58 sjúkrarúmum. Þar af eru nú 14 rúm ónotuð vegna mikils skorts á sjúkraliðum og hjúkrun- arfræðingum. Um þriðjungur sjúklinga á deildinni eru þar í endurhæfingu en vegna mikils skorts á starfsfólki til heimilis- þjónustu fyrir aldraða í borginni hefur nánast ekki verið hægt að útskrifa nokkurn vistmann af B- álmunni frá áramótum. „Þetta fólk teppist hér inni á sama tíma og fjöldi aldraðra bíð- ur eftir að komast inn. Hér situr allt fast og vandamálið er sífellt að aukast", sögðu þær Ásta Möller deildarstjóri og Jóna Egg- ertsdóttir félagsráðgjafi á B- álmu. Þar á ofan bætist að dregið hef- ur verið mjög úr framkvæmdum við álmuna og ljóst er að iðju- og þjálfunardeildin á 1. hæð verður ekki fullkláruð á árinu eins og stefnt var að. Þá er engin lyfta komin í gagnið ennþá, loftræsti- kerfið ófrágengið og- símamál ó- fullkomin. „Með því að draga þessar framkvæmdir á langinn þá er ein- ungis verið að skapa meiri vanda annars staðar. Hér eigum við að veita ýmsa þjónustu við aldraða sem hvergi annars staðar er að fá. Við erum einnig hér með hóp af fólki sem ætti betur heima á vist- heimili en þar er ekkert pláss að hafa. Þessi mikli skortur af starfs- fólki bæði á spítalana og í heimil- isaðstoð er vandi sem verður að leysa. Það eru fyrst og fremst bág launakjör sem þar standa í vegin- um. Við sjáum ekki að neitt sé gert til að taka á þessum málum. Það leysir heldur engan vanda að láta þessa miklu fjárfestingu í B- álmunni vera meira og minna ó- nýtta árum saman. Hér er mikið í húfi og það verður að taka á þess- um málum", sögðu forráðamenn B-álmunnar. -*g- Skák Þrjú alþjóðleg í vor Forstöðumenn á tímaritinu Skák eru nú að undirbúa þrjú al- þjóðleg mót í vor og verða þau öll á landsbyggðinni. í fréttatilkynningu frá Skák segir að líklegur tími móts á Húsavík sé miður mars, síðan verði annað í Borgarnesi um miðjan apríl og enn eitt í Vestmannaeyjum um 20. maí. Þessi mót eiga sér að fyrirmynd mót á Neskaupstað og í Grinda- vík í fyrra. Þar tóku allsterkir inn- lendir og útlendir skákmenn þátt í og þóttu mótin heppnast prýði- lega. —m Alþýðubandalagið Úrbætur í atvinnu- málum Lögð fram tillaga I gærkvöldi fluttu fulltrúar Al- þýðubandalagsins í borgarstjórn tillögu um að endurvekja nefnd sem starfaði á síðasta kjörtíma- bili en hún hafði það verkefni m.a. að vinna að úrbótum í at- vinnumálum fatlaðra. Nefndin beitti sér fyrir marg- víslegum úrbótum m.a. vernduð- um vinnustað en hefur ekkert starfað síðan núverandi meiri- hluti komst til valda. Atvinnu- fatlaðra borgarstjórn í gær leysi er mjög alvarlegt hjá fötluð- um einsog sagði frá í Þjv. í gær. Guðrún Ágústsdóttir fylgdi til- lögunni úr hlaði í gær, og minnti á að nefndin hefði verið sett á lagg- irnar á ári fatlaðra í kjölfar göngu og fundar á Kjarvalsstöðum. Samþykkt var á fundi borgar- stjórnar í gær að fresta tillögu Al- þýðubandalagsins til næsta fund- ar. -GFr Skuldaskipin Uppboðin að byrja Uppboðsbeiðni hefur verið send til nokkurra bæjarfógeta. Húsvíkingar œtla að halda borgarafund um málefni Kolbeinseyjar að er rétt að uppboðsbeiðni hefur verið send frá Fisk- veiðasjóði til nokkurra bæjarfóg- eta. Lánaskuldbreytingum hjá Fiskveiðasjóði er lokið og þeir skuldaaðilar sem ekki tóku þátt í henni verða því boðnir upp, sagði Gunnar Páll ívarsson skrifstofu- stjóri Fiskveiðasjóðs í samtali við Þjóðviljann í gær. í Víkurblaðinu á Húsavík er greint frá því í gær að uppboðs- beiðni sé komin til bæjarfógetans á Húsavík vegna skuttogarans Kolbeinseyjar. í samtali við út- gerðarstjóra skipsins, Kristján Ásgeirsson, segist hann muni leggja til að verkalýðsfélagið á Húsavík, sem á í skipinu, eins og margir fleiri aðilar á staðnum, boði til borgarafundar um málið. Tilvist togarans á Húsavík er spurning um atvinnu eða atvinnuleysi, þar sem skipið skilar 40% þess hráefnis sem unnið er í Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur. Gunnar Páll ívarsson sagðist ekki geta sagt á þessari stundu hve mörgum hefði verið send uppboðsbeiðni, en hann sagði það ekki vera mörg skip sem lenda myndu undir hamarinn. Föstudagur 8. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.