Þjóðviljinn - 21.02.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.02.1985, Blaðsíða 1
AWINNUUF ÞJÓÐMÁL SUÐURLAND HEIMURINN S jómannadeilan Atvinnulíf að stöðvast Áhrifa sjómannaverkfallsins fer að gœta affullum krafti um eða eftir helgina Ljóst er að atvinnulífið úti á landi lamast algerlega um eða strax uppúr næstu helgi vegna sjómannaverkfallsins. Síðustu fiskiskipin eru væntanleg að landi í dag og á morg- un og sumsstaðar getur sá afli sem berst að landi enst í vinnslu rétt fram yfir helgina, annarsstaðar mun atvinnu- lífið lamast fyrr. Jóhanna Friðriksdóttir formaður Verkakvennafél. Snót í Vestmannaeyjum sagði að atvinnurekendur hefðu ætlað að segja kauptryggingu verkafólks í fiskvinnslu upp nk. föstudag en ljóst væri að það gæti breyst. Hún sagðist eiga von á því að vinna héldist í fiskvinnslunni í Eyjum fram í byrjun næstu viku. Vetrarvertíð er nú sem kunnugt er í fullum gangi, um það bil 100 þúsund lestir eru óveiddar af loðnukvótanum og hver dagur dýrmætur til þeirra veiða nú þegar hrygning loðnunnar nálgast. Hann er því þjóðarbúinu dýr hver dag- urinn, sem útgerðarmenn neita að semja við sjómenn og halda flotanum í landi. -S.dór Sjá bls. 4, 5, 6 og 24 Kœrumál Neitar að gefa skýrslu Ingibjörg Hafstað: mun ekki gefa skýrslu vegna kœru Páls Magnússonar fyrr en úttekt hefur verið gerð á umfjöllun Sjónvarpsins um störf Alþingis Ingibjörg Hafstað fulltrúi Kvennaiistans í útvarpsráði hefur neitað að gefa skýrslu hjá Rannsóknarlögreglunni vegna kæru Páls Magnússonar frétta- manns hjá Sjónvarpinu á hendur henni. Segist Ingibjörg ekki geta gefið skýrslu fyrr en búið sé að gera úttekt á umfjöllun Sjón- varpsins um störf Alþingis eins og hún krafðist í ráðinu. III MT%W% A | í gær var öskudagurinn og mikið um dýrðir hjá yngstu kynslóðinni. fl/i m Kötturinn sleginn úr tunnunni á barnaheimilinu Ósi í gær. Kattarkóngurinn sýnir tunnubúann til vinstri. (E.OL). Ingibjörg gerði kröfu um þessa úttekt í haust og lét við það tæki- færi þau orð falla að í umfjöllun Sjónvarpsins um störf Alþingis væri 3. gr. útvarpslaganna, þ.e. hlutleysisreglan, brotin. Páll Magnússon þingfréttamaður tók þessi orð óstinnt upp og kærði Ingibjörgu fyrir brot á 108. gr. almennra hegningarlaga þar sem kveðið er á um allt að þriggja ára fangelsi fyrir hvern þann sem „hefur í frammi skammar- yrði... móðganir... eða ærumeið- andi aðdróttanir við opinber- an starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu...“. Kæran var send ríkissaksókn- ara sem sendi hana áfram til RLR. Síðan hefur Ingibjörg þrí- vegis verið kvödd til yfirheyrslu, en hún segist ekki geta gefið skýrslu fyrr en áðurnefnd úttekt liggi fyrir. - Það nýjasta sem ég hef frétt af málinu er að fyrrverandi útvarps- stjóri sagði að úttektin hefði ekki verið hafin þegar hann lét af störfum um áramót, sagði Ingi- björg. Þjóðviljinn innti núver- andi útvarpsstjóra eftir úttekt- inni. Hann kvaðst ekki hafa feng- ið neinar niðurstöður en ætlaði að kanna málið hjá starfsmönn- um Sjónvarpsins. -ÞH Borgin Flytjum Reykjavíkurflugvöll Tillaga AB í borgarstjórn í kvöld. Sigurjón Pétursson: Rétt og skynsamlegt að flytja flugvöllinn Við teljum að ef annað flugvall- arstæði finnst í nágrenni borgarinnar eða ef hægt er að koma á fót nógu greiðfæru sam- göngukerfi við Keflavík, þá sé rétt og skynsamlegt að flytja fiug- völlinn, sagði Sigurjón Pétursson í gær. Tillagan er svohljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir að gerð verði ýtarleg könnun á mögu- leikum á nýju flugvallarstæði fyrir innanlandsflug í nágrenni borgarinnar. Leitað verði sam- starfs við samgönguráðuneytið og flugmálayfirvöld og könnun- inni hraðað svo sem unnt er. Jafnframt verði kannaðir kostir og gallar þess að flytja innan- landsflugið til Keflavíkurflugvall- ar með hraðsamgöngum við um- ferðarmiðstöð í Reykjavík." -ÁI Akranes Krabbavinnsla í undirbúningi Nýtt fyrirtœki œtlar að hefja vinnslu á trjónukrabba og beitukóngi Á fundi borgarstjórnar í kvöld verður fjallað um tillögu AB um ýtarlega könnun á nýju flugvall- arstæði í nágrenni Reykjavíkur og sagði Sigurjón að tillagan væri flutt þar sem fram væri komin skipulagstillaga frá flugmála- stjórn sem gerir ráð fyrir að lengja flugbrautir á Reykjavík- urflugvelli og reisa þar varan- legar byggingar. „Áður en í slíkt er ráðist er nauðsynlegt að taka ákvörðun um hvort flugvöllurinn á að vera þarna til frambúðar eða ekki,“ sagði Sigurjón. AAkranesi er verið að stofna fyrirtæki, Sjávarréttagerðina sf. og er ætlun þess að vinna trjónukrabba og beitukóng, en þessar tegundir eru í hópi ófríðra sjávardýra og því ekki verið tal- inn mannamatur á íslandi til þessa. Frá þessu er skýrt í Bæjar- blaðinu á Akranesi. Hér er um mjög athyglisverða tilraun að ræða, þar sem krabbar eru einhver dýrasti og eftirsótt- asti matur sem til er víðast hvar um heiminn. Mikið er af þessum krabbategundum nærri Akra- nesi, og má sem dæmi nefna að þessar tegundir angra mjög hrognkelsveiðimenn, því óhemja af þessu kröbbum kemur í net þeirra og veldur tjóni. Ljóst er að íslendingar eru nú að vakna til vitundar um þær fjöl- mörgu sjávardýrategundir sem til þessa hafa ekki verið taldar mannamatur hér á landi, en ann- arsstaðar lostæti. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.