Þjóðviljinn - 21.02.1985, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 21.02.1985, Blaðsíða 24
ilsími: 81333. Kvöldsfmi: 81348. Helgarsími: 81663. DJÓÐVIUINN Fimmtudagur 21. febrúar 1985 43. tölublað 50. árgangur Sjómannaverkfallið Allur flotinn á leið í land Verkfallsbrot með vitund útgerðar- manna stöðvuð. Skipstjórar hlýddu skipun frá stéttarfélagi sínu um að hœtta veiðum. LÍÚ braut gerða samninga um veiðar í verkfalli Igær varð ljóst að allur fiski- skipaflotinn, sem enn var á sjó þrátt fyrir verkfall, bæði undir og yfirmanna, er hættur veiðum og á leið í land og þar með er sjómann- averkfallið orðið algert. Ástæða þess að samninganefndir sjó- manna í kjaradeilu þeirra ákvað að kalla skipin inn var sú að LIU braut gerða samninga um veiðar í verkfalli og gerði ekkert í því þótt skip héldu til veiða eftir að verk- fallið var skollið á. Samkvæmt samningum mega skip ljúka veiðiferð í verkfalli en ekki halda út til veiða, né breyta um veiðiaðferð til dæmis úr dag- róðrum yfir í útilegu þegar verk- fall er að skella á eða eftir að það er hafið. Þetta gerðist þó núna. Útgerðarmenn sögðust ekkert vita um málið, þeir hefðu engan hvatt til verkfallsbrota. Það er hinsvegar ljóst að enginn skip- stjórnarmaður rær í óþökk út- gerðarmanns, sagði Þórður Sveinbjörnsson hjá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni í samtali við Þjóðviljann í gær. Þórður sagði ennfremur að eftir að tilkynningin um að skipa flotanum í land hafði verið gefin út, var haft samband við þá skip- stjóra sem voru á miðunum. Tóku þeir allir sem einn vel í það að sigla inn. _ s Sjómannadeilan Við hefðum ekki talað við þá Samningafundi sem halda átti í gœr var frestað. Ekkert við útgerðar- menn að tala meðan þeir brjóta verkfallið Síðustu loðnubröndunum landað, verkfall er hafið og verðmesti hluti loðnuaflans allur óveiddur, loðnan til frystingar. (Ijósm. EÓI.) Samningafundi sem halda átti í sjómannadeilunni í gær var frcstað þar til í dag. Ástæðan skiptir ekki máli í sjálfu sér, við hefðum ekki talað við útgerðar- menn í dag á meðan þeir stunda verkfallsbrot. Nú er flotinn allur á leið í land og þá er hægt að hefja viðræður á ný, sagði Þórður Sveinbjörnsson hjá Öldunni í samtali við Þjóðviljann. Hafþór Rósmundsson hjá Sjómannasambandinu sagði að ýmis sérmál sjómanna á Vest- fjörðum, sem ganga þyrfti betur frá hefðu verið höfuð ástæðan fyrir frestun fundarins í gær. Hann sagði að varðandi kauplið samninganna stæði allt jafn fast og óhaggað og eftir tilboð samn- inganefndar sjómanna um síð- ustu helgi, útgerðarmenn hefðu ekki hreyft sig. Þórður Sveinbjörnsson sagði útgerðarmenn ætíð gera saman- burð á kauptryggingu sjómanna og verkafólks í landi. Það væri bæði óréttlátt og beinlínis rangt, þar sem kauptrygging sjómanna er greidd fyrir ómældan vinnu- tíma. Vissulega væri krafan há ef prósentureikningur væri notað- ur, en í raun væri kauptryggingar- hækkunin ekkert stórmál fyrir út- gerðarmenn, því sem betur fer næði stærsti hluti sjómanna hlut. Kauptryggingin væri fyrst og fremst til að tryggja sjómenn gegn því að vinna kauplaust, þeg- ar skipum er haldið úti í eða á vonlausum veiðum. - S.dór Pjóðminjar Kvikmyndir að skemmast Margar myndir Óskars Gíslasonar aðeins í einu eintaki. k að er búið að gera upp fjórar r myndir Óskars Gíslasonar, en jað er heilmikið eftir óunnið af nyndum hans, sagði Erlendur sveinsson hjá Kvikmyndasafn- inu. Sjónvarpið sýndi í gær síðari áluta heimildarmyndar sem Er- lendur gerði um feril Óskars og kom þar ma. fram að erfitt hefði reynst að afla fjár til að bjarga myndum Óskars frá skemmdum. - Óskar sótti um fé úr Menn- ingarsjóði árið 1975 til að láta endurvinna myndir sínar en sjóð- urinn hafði lítið fé til umráða og treysti sér ekki til að sinna þessu verkefni; hann styrkti eingöngu nýjar kvikmyndir. Árið 1978 var Kvikmyndasafnið stofnað og var þá hafist handa við björgun myndanna í samvinnu við Þjóð- hátíðarsjóð sem styrkti verkefn- ið. Nú er búið að bjarga Reykja- víkurævintýri Bakkabræðra, Síð- asta bænum í dalnum, Nýju hlut- verki og myndinni um Lýðveldis- hátíðina 1944, sagði Erlendur. Það er meira verk en margur heldur að bjarga gömlum mynd- um frá skemmdum. Það þarf að búa til negatífa filmu eftir frum- myndinni og vinna hljóðið, ef það er til staðar, upp af stálþræði sem notaður var við hljóðupp- tökur lengi framan af. - Það er til mikið safn af ísafjörður Eldvamarhurðir í smíðum Innkaupastofnun: Endurhœfingardeildin tilbúin mjög fljótlega Það er verið að smíða eldvarn- ar hurðir og ganga frá þessum málum, sagði Skúli Guðmunds- son forstöðumaður framkvæmd- astofnunar Innkaupastofnunar sem hefur umsjón með byggingu Fjórðungssjúkrahússins á Isfirði. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær, hafa slökkviliðsstjórinn á staðnum og byggingafulltrúinn tilkynnt stjórn sjúkrahússins að óheimilt sé að taka í notkun endurhæfingadeild sem til stóð að opna núna um miðjan þennan mánuð. Er það vegna þess að ekki hefur ennþá verið gerðar úr- bætur á brunavörnum á deildinni. Höfðu fulltrúi Bruna- málastofnunar ríkisins og slökkviliðsstjórinn á ísafirði gert margvíslegar athugasemdir við aðstæður og aðbúnað á deildinni, en því hefur í engu verið sinnt. -Ig- Reykjavíkurmyndum eftir Óskar sem ekki hafa verið hreyfðar, margar þeirra þöglar. Við höfum farið þess á leit við Reykjavíkur- borg að hún keypti það sem ekki væri búið að endurvinna og léti gera það, en sú beiðni hefur enn ekki hlotið fyrirgreiðslu. Safnið hefur ekkert fé til ráðstöfunar í þessu skyni. Á fjárlögum þessa árs fær safnið 892 þúsund krónur af fjárlögum en auk þess er okkur ætlað að afla eigin tekna að upp- hæð 248 þúsund. Mér er það hul- in ráðgáta hvernig við eigum að fara að því. Safnið hefur hálfan starfsmann og þegar búið er að greiða laun, húsaleigu og annan fastakostnað er ekki mikið eftir. - Er mikið til af myndum hér á landi sem liggur undir skemmd- um? - Já, við erum með margar myndir hér í safninu sem eru í allskonar ásigkomulagi. Þar á meðal eru litmyndir sem eru bók- staflega að hverfa af filmunni. Það er því full þörf á að gera átak til að bjarga þessum myndum, sagði Erlendur. - ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.