Þjóðviljinn - 21.02.1985, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 21.02.1985, Qupperneq 2
Borgarlíf Volvo-áskriftinni sagt upp? Innkaupastofnun Reykjavík- urborgar hefur nú verið falið að kanna verð á nýjum strætisvögn- um frá hinum ýmsu framleiðend- um. Skal verðkönnuninni lokið á einum mánuði og að því búnu tekin ákvörðun um að hvort kaup á nýjum vögnum verða boðin út eða haldið áfram að kaupa Volvo í áskrift. Þrenn Ijós á Bústaðavegi Ákveðið hefur verið að setja upp þrenn umferðarljós á Búst- aðaveg: Á gatnamótum við Grensásveg, Háaleitisbraut og við austurtengingu inn á Kringlu- mýrarbraut. Á árinu verður Bústaðavegur lagður á brú yfir Kringlumýrarbraut og einnig er fyrirhugað að byggja göngubrú yfir Bústaðaveginn milli Suður- hlíðahverfisins nýja og gamla Hlíðahverfisins 50% hækkun á gæsluvöllum Heimsóknargjald á gæsluvelli hefur nú verið hækkað úr 10 krónum í 15 og úr 8 krónum í 12 ef keypt eru kort. Guðrún Ágústs- dóttir og Ingibjörg Hafstað greiddu atkvæði gegn þessari hækkun og lýstu andstöðu við gjaldtöku á gæsluvöllum þegar hún var ákveðin í félagsmálaráði. Gjaldtaka var innleidd á gæslu- velli í Reykjavík á árinu 1983 og hefur gjaldið verið 10 krónur þar til nú að það er hækkað um 50% Listabraut Borgarráð hefur samþykkt að tillögu bygginganefndar að nefna götuna sem Borgarleikhúsið stendur við „Listabraut". Er það fyrsta gatan sem hlýtur nafn í Nýja Miðbænum. Ekið niður Grettisgötu? Fulltrúi vagnstjóra í umferðar- nefnd hefur lagt fram fjórar til- lögur um breyttan akstur í gamla bænum. Leggur hann til að akstri um Grettisgötu verði snúið við frá Snorrabraut eða Rauðarárstíg þannig að ekið verði til vesturs, - einstefna verði sett á Njálsgötu frá Klapparstíg að Rauðarárstíg, - einstefna verði sett á Skóla- vörðustíg frá Njarðargötu að Týsgötu og að breytt verði ein- stefnu á Vegamótastíga frá Grettisgötu að Skólavörðustíg. Umferðarnefnd hefur þessar til- lögur nú til athugunar. Aldraðir í Vesturbæ fá forgang Félagsmálaráð samþykkti fyrir skömmu að ? illögu Guðrúnar Ág- ústsdóttur skipa sérstaka nefnd til aö reyna að leysa þá neyð sem ríkir í málefnum aldr- aðra í borginni. í nefndinni eru Þórir Guðbergsson, ellimálafull- trúi, Margrét S. Einarsdóttir og Guðrún Agústsdóttir. Að tillögu Ingibjargar Rafnar mun nefndin einbeita sér að málefnum aldr- aðra í Vesturbæ í fyrstu. _______________FRETT1R_____________ Þingvellir Beiðni unTsumarbústaði í Mjóaneslandi Vilja byggja á 10 hektara landi Engin afstaða hefur enn verið tekin til ítrekaðrar beiðni um byggingu 20 sumarbústaða í landi Mjóaness f Þingvallasveit. Skipu- lagsstjórnin frestaði málinu á fundi í gær og að sögn Zóphanías- ar Pálssonar skipulagsstjóra er stefnt að sameiginlegum fundi með fulltrúum Þingvallanefndar og Náttúruverndarráðs eftir að ráðið hefur fjallað um málið í næstu viku. Seint á síðasta ári höfnuðu fyrrgreindir aðilar beiðni um sumarbústaðabyggingar á 10 hektara svæði úr landi Mjóaness, sem er næsta byggða jörð austan núverandi þjóðgarðsmarka. Hreppsnefnd og Jarðanefnd höfðu þá samþykkt beiðnina fyrir sitt leyti. Eftir áramót barst beiðnin aftur þannig breytt, að sumarbústaðasvæðið er flutt fjær þjóðgarðsmörkunum, en mark- miðið með byggingunum er að afla fjár til hlöðu- og fjárhúsbygg- inga á jörðini. _ ÁI TORGIÐ Þeir hafa flúið til Ameríku eftir að Akureyringarnir byrjuðu að slá þá úr tunnunni. Kjarnorkuvígbúnaður Vísbendingar um viðbúnað Gunnar Gunnarsson: Vísbendingar um viðbúnað fyrir kjarnorkuvopn komu þegar fram 1980. Stjórnvöld geta gengið úr skugga ummálið Eg var einfaldlega að benda á að sumarið 1980 spannst um- ræðan um staðsetningu kjarn- orkuvopna hér á landi út frá setn- ingu í upplýsingabæklingi varn- arliðsins þarsem segir að land- gönguliðar flotans hafi með ör- yggisgæslu að gera samkvæmt reglum sem kveðið er á um í handbók flotans um öryggisgæslu kjarnorkuvopna. Ég leitaði álits ýmissa fræðimanna í Washington á þessu atriði og þeir voru á einu máli um að sennilega þýddi þetta að gert væri ráð fyrir flutningi kjarnorkuvopna til íslands á hættu- eða ófriðartímum, sagði Gunnar Gunnarsson starfsmaður Öryggismálanefndar við Þjóð- viljann í gær, en ummæli hans í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld um þetta atriði vöktu mikia athygli Gunnar sagði að hægt væri að gangá úr skugga um það hvort viðbúnaður fyrir kjarnorkuvopn væri til staðar í Keflavík. Stjórnvöld hefðu aðgang að öllum upplýsingum á grundvelli „varnarsáttamálans". Þau gætu t.d. gengið úr skugga um það með því að kanna hvort hluti landgönguliðanna væri sérþjálf- aður til að sjá um öryggisgæslu kjarnorkuvopna. Slíkt væri á- kveðinn liður í viðbúnaði. Gunn- ar kvaðst ekki vita betur en að það þyrfti leyfi íslenskra stjórnvalda fyrir hvers konar við- búnaði í Keflavík samkvæmt varnarsamningnum. - Eti hafa ekki nýjustu fréttir einmitt sýnt fram á að til voru áætlanir um kjarnorkuvopn sem nú er búið að breyta, áœtlanir sem ekki voru bornar undir íslensk stjórnvöld? - Að mínu mati er það alveg ljóst jú. Ég tek mark á skjölum þeim sem Arkin kom með hing- að, ég tek mark á greininni í New York Times og ég tek líka mark á ályktunum þeim sem fræðimenn í Bandaríkjunum tóku þegar 1980. Þetta kemur og fram í greinar- gerð Öryggismálanefndar í júní 1980 og birtist þá í fjölmiðlum, sagði Gunnar Gunnarsson. -óg Alþýðubandalagið Fundaherférð um verkalýðsmálin Verkalýðsmálaráð ABR undirbýr fundaröð þar sem m.a. verður rœtt um lýðrœðið í verkalýðshreyfingunni, launastefnu og vinnuvernd Með þessari fundarispu viljum við í Verkalýðsmálaráði ABR taka til umræðu ýmis þau mál sem ekki hafa mjög verið til skoðunar innan flokksins þar sem meira hefur verið rætt um stóru málin eins og kaupið og kjörin. Flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir þetta en með þessum fundum viljum við koma til móts við þær gagnrýnisraddir, sagði Guðmundur Hallvarðsson einn forsvarsmanna fjögurra funda um verkalýðsmál sem hefj- ast innan skamms. auðvitað eina heild og síðan er ætlunin að nýta afrakstur fund- anna sem vegarnesti í stefnuum- ræðunni innan flokksins. Mörg- um hefur þótt sem að flokkinn vanti skýra stefnu í einstökum þáttum verkalýðsmála, einkum launastefnu. Hefur Alþýðu- bandalaginu verið líkt við skip á rúmsjó í þeim efnum en með þessari fundaherferð, sem við vonum að allir verkalýðssinnar nýti sér, vonumst við til að kúrs- inn verði tekinn“, sagði Guð- mundur Hallvarðsson að síðustu. Guðmundur Hallvarðsson: Vonandi nær flokkurinn betri áttum í stórsjó verka- lýðsbaráttunnar eftir þessa fundaröð. Ljósm. eik. Atvinnuleysi 2600 án atvinnu í janúar 2.3% alls mannafla á vinnumarkaði atvinnulaus. Ástandið verst á suður- og vesturlandi Fyrsti fundurinn verður fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.30 í flokksmiðstöð Alþýðu- bandalagsins að Hverfisgötu 105. Þar munu þau Sigurlaug Gunnlaugsdóttir og Gylfi Páll Hersir spjalla um vinnuvernd og einkum leggja áherslu á niður- stöður úr nýlegri könnun um að- búnað fiskvinnslufólks. Síðan verða fundir fimmtudagana 7. mars um launakerfi og launa- stefnu, 14. mars um skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar og 21. mars um lýðræðið í verkalýðs- hreyfingunni. Eru allir fundirnir nánar auglýstir í Þjóðviljanum í dag. „Þessir fjórir málaflokkar sem við ætlum að skoða nánar mynda Ijanúar voru skráðir 57 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu en það jafngildir því að 2600 manns hafí verið á atvinnuleysis- skrá allan mánuðinn eða 2.3% mannafla á vinnumarkaði. í desember voru skráðir 40 þúsund atvinnuleysisdagar og fjölgaði atvinnulausum um 37% í janúar. Þetta atvinnuleysi var langmest á suðvesturhorninu vegna tímabundinnar stöðvunar fiskvinnslu, en 76% þeirra sem skráðir voru atvinnulausir komu úr starfsgreinum sjávarútvegsins. í Reykjavík voru 459 skráðir atvinnulausir í janúar sl. og 205 í Hafnarfirði. í Keflavík voru 232 atvinnulausir og 88 í Sandgerði og 215 á Akranesi. Þá voru 161 atvinnulaus á Akureyri 117 á Húsavík og 101 á Sauðárkróki. Á Vestfjörðum og Austfjörðum var lítið atvinnuleysi en á Suðurlandi voru 67 atvinnulausir á Stokks- eyn, 66 á Eyrarbakka og 56 á Sel- fossi. _ l„ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.