Þjóðviljinn - 21.02.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 21.02.1985, Page 4
LEIÐARI Hjólin að stöðvast Áhrifa sjómannaverkfallsins er þegar fariö aö gæta víös vegar um landsbyggöina. Hjól at- vinnulífsins stöðvast hvert af öðru meöan ríkis- stjórnin situr föst í sætunum og ráðherrarnir glápa í forundran uppí himininn og skilja ekkert í því hvers vegna sjómenn, kennarar og annað launafólk þarf hærra kaup til aö geta lifaö sómasamlega. Yfirstjórn LÍÚ, sem er eins konar framlenging núverandi ríkisstjórnar, hefur þumbast við og ekki verið til umræðu um aöalkröfu sjómanna um tvöföldun kauptryggingar. Á sama tíma er verið aö binda lífsbjörgina við bryggju í sjávar- plássum um land allt. Það þarf vart að tíunda þáð tjón sem þjóðar- búið verður fyrir þegar aðalatvinnuvegur þjóð- arinnar er í lamasessi. Ef verkfallið stendur í nokkrar vikur má reikna með miljarða tapi. Sem dæmi um það er að einungis af loðnunni einni, þarsem 100 þúsund tonn eru eftir af kvóta, má reikna með tekjutapi sem nemur 600 miljónum fyrir þjóðarbúið. Þá er ótalið það tjón sem sjómenn verða fyrir og fjölskyldur þeirra, fiskvinnslufólkið og atvinnulífið allt, sérstaklega á landsbyggðinni. Ríkisstjórninni er sama um lífsafkomu þessa fólks og hún reynir ekkert til að auðvelda lausn deilunnar, - það þýddi m.a. að hún þyrfti að gera eitthvað í málefnum sjávarútvegsins sem hún hefur engan áhuga á svosem reynslan sýnir. Sjómannaverkfallið er til komið vegna þess að þeir einsog aðrir launamenn hafa verið að tapa tekjum, kaupið þeirra hefur minnkaö jafnt og þétt í tið þessarar ríkisstjórnar. Kaup þeirra er ekki verðtryggt fremur en ann- arra launamanna og kauptryggingin sem verð- ur æ þýðingameiri vegna kvótafyrirkomulags- ins, nægir hvergi til framfærslu. Það var ekki um annað að ræða en fara í verkfall. Launastefna ríkisstjórnarinnar hefur m.a. leitt það af sér að samtök atvinnurekenda hafa þjappað sér upp- að stjórninni. Engu að síður hefur mörgum at- vinnurekendum ekki þótt annað verjandi, einnig vegna samkeppni um vinnuafl, heldur en að greiða hærra verð en taxtar segja til um fyrir vinnuaflið. Þjóðviljinn sagði nýverið frá föstum yfirborg- unum útvegsmanna á Vesturlandi til sjómanna og það hefur verið marg staðfest. Það er því ekki launakostnaðurinn sem er að sliga útgerðina. Þjóðarbúið hefur ekki efni á löngu verkfalli í sjávarútvegi - Landssamband íslenskra út- vegsmanna verður að ganga að réttmætum kröfum sjómannasamtakanna. Ríkisstjórnin verður að liðka til fyrir samningunum. Það þolir enga bið. Menntamálamartröð Ragnhildar Markaðskreddumennirnir í Sjálfstæðis- flokknum þóttust himin höndum tekið með nú- verandi ríkisstjórn. í fám málaflokkum hefur auðnin og eyðileggingin verið jafn ógnvekjandi og í menntamálum. Nú er svo komið, einsog Helgi Seljan benti á á alþingi í fyrradag, að ástæða er til að spyrja hvort mönnum væri al- vara með notkun hugtaka einsog menntun og menningu, svo mjög hefur verið þrengt að menntamálum þjóðarinnar. í ofstæki sínu hafa menntamálafrömuðir Ragnhildar ráðherra lagt til að kennsla verði markaðssett í þjóðfélaginu og tekin verði upp bónuskennsla og einkaskólar. Ragnhildur hefur reynt að láta slíkar yfirlýsingar flokkssystkina sinna líta út sem gamansemi, en einsog Helgi Seljan benti á, þá er engu líkara en verið sé að brjóta menntakerfið á bak aftur og í staðinn á að koma einhvers konar bónuskerfi fjármagnsafl- anna. Þessi martröð, sem ættuð er frá þeim sem halda að mannlífið sé einungis í búðum, er um leið sá kostur sem frjálshyggjuöflin vilja í stað velferðarkerfisins. Fréttin um kennarann sem kominn er á „bónus“ hjá foreldrum er vísbend- ing um ragnhildarráðsmennskuna; - hún sýnir glöggt örvæntinguna í launamálum kennara, - ótrúlega stífni ríkisstjórnarinnar gagnvart kenn- urum og veit á þann markaðsheim sem Sjálf- stæðisflokkurinn vill hlúa að í menntamálum á íslandi. Launakröfur kennara snúast því ekki einungis um sjálfsvirðingu kennara og lífsaf- komu, heldur einnig um velferðarþjóðfélagið. - óg KLIPPT OG SKORIÐ Hrópandinn í eyðimörk frjáls- hyggjunnar er meðal annars frægur að nokkrum endemum fyrir skoðanir sínar á skólamál- um. íslenska þjóðin kynntist þeim lítillega af fyrstu hendi þeg- ar Friedman kom hingað mið- sumars á síðasta ári á vegum SjáJfstæðisflokksins og Félags frjálshyggjumanna og viðraði viðhorf sín í frægum sjónvarps- þætti. Skoðanir hans voru í stuttu máli á þá leið, að markaðurinn ætti að taka að sér skólakerfið: menntunina ætti með öðrum orð- um að taka úr höndum ríkisins og láta einkaframtakinu í té! Hrá frjálshyggja í dagblaðinu NT hefur þessu skólakerfi frjálshyggjunnar verið lýst á eftirfarandi hátt: Allirforeldrarfá sendasér- staka ávísun frá menntamálayfir- völdum. - Allir skólar eru reknir sem einkafyrirtæki, sem fara á haus- inn eða verða rík eftir eigin dugn- aði. - Foreldrar velja skóla fyrir börn sín og greiða fyrir með ávís- uninni. Sé gjald skólans hærra en sem nemur upphœð ávísunarinn- ar verða foreldrarnir að greiða mismuninn úr eigin vasa. - Skólarnir senda ávísunina til yfirvalda og fá greitt í alvöru pen- ingum. “ Á þennan framtíðardraum frjálshyggjunnar leggur svo rit-‘ stjóri NTeftirfarandi dóm: „Þetta kerfi er mjög hrátt og gerir ekkert■ til að hjálpa þeim fátœkari, enda væri það í algjörri andstöðu við frjálshyggjuna. “ Grófleg mismunun Pessi dómur NT yfir skólakerfi Friedmans er hárréttur. Hin friedmaníska regla þýðir það eitt, að vilji foreldrar afla barni sínu góðrar menntunar þá verða þau að gera svo vel og reiða fyrst fram góða borgun! Börnum illa stæðra foreldra væri þarmeð gróflega mismunað því góð menntun yrði að sjálf- .sögðu fyrst og fremst forréttindi vel stæðra þjóðfélagsþegna. Markaðslögmálin yrðu leidd til hásætis í menntamálum og draumur frjálshyggjunnar þar með orðinn að veruleika. Fæstir tóku nokkurt mark á. þessum fráleitu skoðunum Milt- ons Friedmans þegar hann viðr- aði þær í sjónvarpsþættinum forðum daga, enda hressilega að honum saumað fyrir þær af spyrl- um þáttarins. Kappinn flaug vest- ur um haf, og enginn gerði ráð fyrir því að hér norður við ystu höf ættu misréttishugmyndir hans nokkurn hljómgrunn. Meira að segja frjálshyggjuspá- mennirnir sem reglulega valsa um síður Morgunblaðsins þögðu. Þetta mat var hins vegar rangt. íljós er nú komið að firrur Fried- mans um að koma skólakerfinu í hendur einkaframtaksins höfðu fundið sér gróðrarstíu í höfðum þeirra sem móta stefnuna í menntamálum íslensku þjóðar- innar. Inga Jóna Þórðardóttir, aðstoðarmenntamálaráðherra lýsti því nefnilega yfir á opnum fundi, þar sem yfirvofandi hrun skólastarfs vegna lágra launa hjá kennurum var rætt, að hún hefði ráð á takteinum. Þessi ráð að- stoðarráðherrans reyndust vera hugmyndir Miltons Friedmans í sinni hráustu gerð: fjölgun einka- skóla þar sem ríkið myndi greiða ákveðinn lágmarkskostnað með hverjum nemanda. Síðan gætu foreldrar greitt það sem umfram þyrfti til að barnið fengi meira en lágmarksmenntun! Hornsteinar molast Þar með virðist sem sú stefna Friedmans og frjálshyggjunnar aö leyfa einkaframtakinu að græða á skólakerfinu eftir bestu getu sé að verða að opinberri stefnu Sjálfstæðisflokksins í menntamálum, því tæpast er ann- að að ætla en yfirboðari Ingu Jónu, sjálf Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra, sé á sömu skoðun. Ókeypis skólaganga og þar- með jafnrétti til náms - sem verið hefur einn hinna traustustu hornsteina í íslenska velferðar- kerfinu - virðast því í nokkurri hættu um þessar mundir. Landauðn í'Ijósi þessa er hægt að skilja algert aðgerðarleysi Ragnhildar Helgadóttur í kjaradeilu BHM og ríkisins sem nú harðnar með degi hverjum. Yfir 70 prósent háskólamenntaðra kennara sem starfa hjá ríkinu hafa sagt upp og landauðn í stéttinni blasir við. Líklegt er að verði ekkert að gert þá muni skólaár tugþúsunda nemenda ónýtast að verulegu leyti. Ragnhildur ráðherra hefur hins vegar ekkert gert til að leysa málið. Þegar uppsagnir kennara og lág laun þeirra voru tekin upp utan dagskrár á þinginu, þá hafði ráðherrann ekki einu sinni tíma til að vera viðstödd, svo umræð- unni var frestað. Henni var ekki umhugað að leiða málið til lykta en svo. En auðvitað er þetta skiljan- legt. Friedman ríður húsum menntamálaráðuneytisins. Auð- vitað er í lagi þó kennarar segi upp og skólar ríkisins leggist nið- ur. Það verða bara stofnaðir einkaskólar í staðinn. Svo leyfir Ragnhildur námsmönnum úr þeim að taka próf í vor. Er ekki réttast að senda Friedman garm- inum heillaóskaskeyti strax í dag - eða er rétt að bíða þangað til Ragnhildi tekst að leggja grunn- skólana í rúst sömuleiðis? ös DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fróttastjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar ólason, Einar Karlsson. Utllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmda8tjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Augiýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreið8la: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörö. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bíistjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Sföumúla 6, Reykjavfk, sfmi 81333. Umbrot og setning: Prentamiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mónuðl: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 21. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.