Þjóðviljinn - 21.02.1985, Síða 8
PJÓÐMÁL
Alþingi
Skattafrádráttur fyrir f iskvinnslu fólk
Brýn þörfá að starfskjör ífiskvinnslu
verði eftirsóknarverð
Lagt hefur verið fram á Alþingi
frumvarp til laga um breytingar á
skattalögum. Lagt er til að fisk-
vinnslufólki verði veittur 10%
frádráttur á beinum tekjum af
fiskvinnslustörfum áður en tekju-
skattur er lagður á. Flutnings-
menn, Sighvatur Björgvinsson og
Guðmundur J. Guðmundsson,
leggja til að lögin öðlist þegar
gildi þannig að frádrátturinn geti
komið til framkvæmda strax á
þessu ári.
í greinargerð með frumvarp-
inu segja flutningsmenn meðal
annars.
Alþingi
Vitlausasta þingmálið
Snarpar umræður urðu í efri
deild Alþingis á dögunum er
Eiður Guðnason gerði harða hríð
að útvarpslagafrumvarpi
Kvennalistans. Var á þingmann-
inum að heyra að hann teldi
frumvarpið beinlínis ættað úr
ríkisútvarpinu, þetta væri frum-
varp stofnunarinnar eða starfs-
mannafélagsins.
Gaf hann frumvarpinu þá ein-
kunn að það væri vitiausasta mál
sem væri til umfjöllunar á Al-
þingi. Taldi þingmaðurinn frum-
varpið rísa vel undir slíkri ein-
kunn og sagðist þess fullviss að
skynsamir menn í þinginu ættu að
tryggja því hægt andlát.
Sigríður Dúna svaraði Eiði og
taldi óskir hans um að frumvarp-
ið fengi hægt andlát til marks um
áhuga þingmannsins á lýðræðis-
legum vinnubrögðum.
Hún gat þess að Elínborg Stef-
ánsdóttir, sem sæti á í útvarpsráði
fyrir Kvennalistann, hefði átt
mikinn þátt í að frumvarpið varð
til, en máttur hennar væri ekki
enn svo mikill að telja mætti hana
talsmann ríkisútvarpsins eða
starfsmanna sem heildar.
Öll væru ummæli Eiðs sjálfum
honum til lítils sóma. hágé
„Tillaga flutningsmanna frum-
varpsins er sú að fólki, sem vinn-
ur við fiskverkun, þ.e. ófaglærðu
verkafólki, faglærðu fólki, s.s.
eins og fólki úr fiskvinnsluskóla,
og verkstjórum í fiskvinnslu,
verði veittur sérstakur frádráttur
frá tekjum við álagningu tekju-
skatts og nemi sá frádráttur 10%
af þeim launum sem þetta fólk
hefur fengið greidd fyrir fisk-
vinnslustörf en þar er um sama
hundraðshluta að ræða og fiski-
mannafrádrátturinn nemur skv.
gildandi lögum. Hér er um til-
tölulega einfalda aðgerð að ræða
sem tryggir varanlegar kjarabæt-
ur og gæti komið nokkuð til móts
við þá sérstöku kjaraskerðingu
sem fiskverkunarfólk hefur orðið
fyrir að undanförnu og auk þess
getur þetta orðið til þess að gera
störf við fiskvinnslu meira aðlað-
andi. Nú er einmitt brýn þörf á
því að starfskjör fólks í þeirri
undirstöðuatvinnugrein, sem
fiskveiðar og fiskvinnsla er fyrir
afkomu þjóðarbúsins, séu með
þeim hætti að það sé eftirsóknar-
vert að starfa í þessum starfs-
greinum. Það er alvörumál -ekki
aðeins fyrir starfsgreinina heldur
einnig þjóðarheildina - þegar
fólk Ieitar unnvörpum úr fisk-
veiðum og fiskvinnslu í aðrar
starfsgreinar sem flestar eða allar
eiga í raun vöxt sinn og viðgang
undir því að undirstöðustörfin í
landinu, fiskveiðar og fiskvinns-
la, geti gengið eðlilega fyrir sig.
Það getur ekki orðið nema þær
starfsgreinar geti boðið launa-
kjör og starfsaðstöðu sem gerir
það eftirsóknarvert að leita starfa
einmitt þar. Langur vegur er nú
frá því að svo sé.“
Umræður hafa verið miklar á
þingi og í fjölmiðlum í vetur um
atvinnuöryggi og starfskjör fisk-
vinnslufólks. Verður því áhuga-
vert að fylgjast með viðbrögðum
Alþingis við frumvarpi Sighvats
og Guðmundar. hágé
Brýn þörf er á að kjör fiskvinnslufólks verði bætt og á Alþingi hefur Alþýðubandalagið lagt fram frumvarp sem gerir ráð
fyrir skattafrádrætti til handa þeim sem vinna við þessa undirstöðuatvinnugrein landsmanna. Ljósm.: E.ÓI.
Alþingi
Aukin verkmenntun í fiskvinnslu
Tillaga um að taka upp námskeið fyrir fiskvinnslufólk ítengslum við skóla
Þingmenn úr fjórum flokkum,
Arni Johnsen, Valdimar Indriða-
son, Guðmundur J. Guðmunds-
son, Davíð Aðalsteinsson og Karl
Steinar Guðnason, hafa lagt fram
á Alþingi tillögu til þingsálykt-
unar um námskeið fyrir fisk-
vinnslufólk og aukna verk-
menntun. Vilja þingmennirnir að
teknar verði upp viðræður milli
viðkomandi ráðuneyta annars
vegar og aðila í fiskvinnslunni
hins vegar um námskeið fyrir
fiskvinnslufólk í tengslum við
verknám í skólum.
í greinargerð með tillögunni
rekja þeir nauðsyn þess að gert
verði átak í þessu efni og benda
jafnframt á að tilraunir með nám-
skeið séu að hefjast á vegum sam-
starfsnefndar Sjávarútvegsráðu-
neytis, Verkamannasambandsins
og MFA.
Leggja þeir einnig áherslu á að
með aukinni menntun í greininni
séu meiri líkindi til að hún verði
eftirsóknarverðari starfsvett-
vangur en áður hefur verið.
Þá segja þeirm.a. ígreinargerð
með tillögunni:
„Flutningsmenn leggja höfuð-
áherslu á að tengja mun betur en
gert hefur verið verkmenntun og
bóklegt nám þannig að verk-
menntunin fái meira vægi í hinni
almennu menntun þjóðarinnar
og að starfsreynsla sé metin
meira en nú er gert.
Það er ljóst að það eru engin
skynsamleg rök fyrir því að fólk,
sem starfar í fiskvinnslu, sé með
Ragnar Arnalds og tveir þing-
menn Alþýðubandalagsins aðrir
hafa lagt fram frumvarp til laga
um Fjárfestingarsjóð launa-
manna.
Tilgangur frumvarpsins er að
stuðla að innlendum sparnaði,
draga úr erlendum lántökum,
fjárfesta í atvinnulífi og efla at-
vinnuvegi landsmanna og auka
eignaraðild launamanna í at-
vinnurekstri og ávaxta fé þeirra í
sjóðunum. Gert er ráð íýrir að
lögin taki gildi í ársbyrjun 1986.
Flutningsmenn leggja til að í
lægstlaunaða verkafólki landsins;
það er til lítils sóma fyrir íslenska
þjóð að svo sé. Höfuðáherslu
verður að leggja á að skipa fisk-
vinnslufólki, fiskiðnaði og fisk-
veiðum í þann sess sem þessum
starfsmönnum og þessari starfs-
grein ber í okkar þjóðfélagi.
framtíðinni verði greitt 2% gjald
af öllum launum til sjóðsins.
Sparnaður þessi sem áætlað er að
taka upp í áföngum myndi nema
um 800 miljónum miðað við
launagreiðslur í ár, að því er segir
í greinargerð frumvarpsins.
Vitnað er til samþykktar Al-
þýðusambandsþings sl. haust um
atvinnulýðræði en þar segir m.a.
„Á næstu árum mun krafan um
stóraukin og víðtæk áhrif vinn-
andi fólks á daglega stjórnun í
atvinnulífinu verða ofarlega á
verkefnaskrá verkalýðssamtak-
Fólkið, sem vinnur við sköpun
gjaldeyrisverðmæta þjóðarbús-
ins umfram aðra, á ekki að sitja
eftir í kjörum eins og raun ber
vitni. Þau námskeið, sem hér um
ræðir, eru e.t.v. auðveldasta
leiðin til þess að skapa svigrúm til
betri kjara fyrir þetta fólk en með
anna. Til þess að í slíku náist
raunverulegur árangur verður
verkafólk að fá efnahagsleg ítök í
fyrirtækjum, t.d. með stofnun
launamannasjóða.
Markmiðið er að gera lýðræðið
í landinu öflugra en nú er og
skapa jafnframt skilyrði til þess
að gera vinnuna að öðru og meira
en brauðstritinu einu saman,
gæða atvinnulífið í landinu nýju
lífi þar sem verkalýðsstéttin hefur
annað og meira hlutverk en að
vera aðeins hlekkur í fram-
leiðslukeðjunni.
því að skipuleggja námskeið á
þennan hátt með samvinnu aðila
fiskiðnaðarins, menntamála-
ráðuneytisins og sjávarútvegs-
ráðuneytisins fara hagsmunir
allra saman: meiri þekking, meiri
vöruvöndun, hærri laun og dýr-
mætari framleiðsla.“ hágé
Með vinnu sinni skapar launa-
fólk þau verðmæti sem eru
grundvöllur þess að sjálfstætt
þjóðfélag fái þrifist. Á vinnustað
eyðir vinnandi fólk stórum hluta
ævi sinnar. M.a. í ljósi þessa
ályktar þingið eftirfarandi:
35. þing Alþýðusambands ís-
lands telur nauðsynlegt að verka-
lýðshreyfingin undirbúi á næstu
misserum baráttu fyrir stór-
auknum áhrifum verkafólks á
atvinnulífið."
hágé
Alþingi
Framvarp um launamannasjóði
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. febrúar 1985