Þjóðviljinn - 21.02.1985, Page 11
SUÐURLAND
Hálfsoðnar kartöflur í lofttæmdum umbúðum komnar í kælingu. Þær ganga á færibandi í gegnum suðuvélina en eru
síðan snöggkældar áður en þær fara inn í kælinn. Myndir - eik.
ARSHATIÐ
VEISLUFAGNAÐUR
Hótel Hvolsvöllur býður upp á mjög
góðan veislumat í ágætum húsakynn-
um á einstöku verði, ásamt músík og
dansaöstööu. Vinveitingar.
Tilboöiö miðast viö 15—40 manns.
Einnig er innifalið í veröinu sána,
heitur nuddpottur og músik (dans).
Frá Reykjavík að Hvolsvelli eru aðeins
100 km og er vegurinn lagöur bundnu
slitlagi alla leiö. Austurleiö hf. býður
hagstæö fargjöld fyrir einstaklinga og
hópa, svo og dagsferðir i Þórsmörk,
sem geta tengst þessu tilboði.
Þeir sem vilja nota sér þetta tilboð og
tækifæri ættu aö panta sem fyrst í
sima 99-8187 eöa 99-8351.
Kartöfluverksmiðjan í Þykkvabænum
„Mikil lyftistöng
fyrir plássið“
Lokasnyrting eftir að kartöflurnar koma úr skrælaranum. Síðan liggur leiðin
annað hvort í skurðarvélina og steikingarpottinn, eða i suðuvélina.
Kartöfluverksmiðjan í
Þykkvabæ hefur starfað í 3 ár og
þegar unnið sér sterka stöðu á
markaðnum auk þess sem hún
hefur styrkt til muna atvinnulíf í
Þykkvabænum. Hingað til hefur
verksmiðjan búið við þröng skil-
yrði hvað geymslupláss áhrærir,
en nú eru bjartari dagar fram-
undan því framkvæmdir eru
hafnar við geymsluhús áfast
verksmiðjunni.
Afkastageta Þykkvabæjar-
verksmiðjunnar á liðnu ári var
um 6 tonn. Nýtingin er um 50%
og skiptust afurðir nokkuð jafnt í
franskar og hálfsoðnar. í fyrra-
haust var gerð tilraun með að
vinna snemmsprottið afbrigði
sem keypt var beint í verksmiðj-
una eftir upptöku en vegna mik-
illar vætutíðar voru bragðgæði
þeirrar tegundar ekki nógu góð.
En þeir eru ekki af baki dottnir
hjá Þykkvabæjarverksmiðjunni
því á næstunni er von á 5 nýjum
kartöflutegundum á markaðinn
að sögn framkvæmdastjórans
Friðriks Magnússonar.
5 nýjar tegundir
Þar er um að ræða tvær tegund-
ir af steiktum kartöflum strálaga,
og í skrúfulíki. Þá verður einnig
boðið uppá stórar úrvals bökun-
arkartöflur sem eru hálfsoðnar
og því tekur aðeins 20 mínútur að
fullbaka þær í ofninum og eru auk
þess tilvaldar á útigrillið.
Sérskornar teningskartöflur
tilvaldar í salöt og gratín verða á
boðstólum í vor og einnig for-
soðnar skyndikartöflur í litlum
pakkningum.
í kartöfluverksmiðjunni vinna
9 manns allan daginn allt árið um
kring. „Þessi verksmiðja hefur
verið mikil lyftistöng fyrir plássið
og það er reyndar spurning um líf
eða dauða þessa byggðalags
hvort verksmiðjan starfar áfram
eða ekki.
Hörð samkeppni
við innflutning
„Jú samkeppnin er hörð“,
segir Friðrik, „en hún er ekki að-
allega frá verksmiðjunni á Sval-
barðseyri, heldur keppa þær tvær
í harðri baráttu við innfluttar
kartöfluvörur.
Um síðustu áramót var sett
24% vörugjald á innflutninginn
en stuttu síðar lækkaði verðið á
erlendu kartöflunum niður fyrir
það sem áður var þrátt fyrir vöru-
gjaldið. Hvað er hér á ferðinni?
Kannski skipuleg undirboð í
hörkuslag um markaðinn. „Það
er erfitt að sanna nokkuð hvað
hér er að gerast,“ segir Friðrik.
En hvert fer íslenska fram-
leiðslan?
„Við stöndum nokkuð vel að
vígi á neytendamarkaðinum í
verslunum en stærsti hluti afur-
ðanna fer á Stór-Reykjavíkur-
svæðið. Baráttan er meiri um
hótelin, en stór hluti af fram-
leiðslunni er stílaður beint inn á
hótelin í stórum pakkningum."
„Við gætum framleitt miklu
meira en við gerum í dag,“ bætir
Friðrik við og leggur áherslu á að
íslensku verksmiðjumar gætu vel
annað eftirspurninni hér.
„Það eru geysilega miklir
möguleikar í þessu“, segir Ólafur
Guðmundsson starfsmaður í
verksmiðjunni sem fylgir okkur
um salarkynnin. „Þessar kart-
öflur hérna,“ segir hann og bend-
ir á fallegar hálfsoðnar kartöflur í
lofttæmdum plastpokum. „Þess-
um kartöflum, sem eru u.þ.b.
10% af uppskerunni hvert ár hef-
ur yfirleitt verið hent. Þetta er
smælki sem ekki þýðir að bjóða
neinum. Þegar við emm hins veg-
ar búnir að skrælla þær, pakka
inn og sjóða, þá er þessi áður ón-
ýta matvara orðin ein af vinsæ-
lustu afurðunum sem við fram-
leiðum. Það er ýmislegt sem hægt
er að gera,“ segir Ólafur, og það
er sem betur fer bæði framsýni og
dugnaður sem ræður ríkjum hjá
þeim í verksmiðjunni í Þykkva-
bænum.
-•g-
Flmmtudagur 21. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Hllðarvegur 7 - 860 Hvolsvöllur.
Símar 99-8187 og 99-8351
wsam
kornmylla
fóðurblöndun, kögglun
Jrn&m
íslenskt kjamfóður
FOÐUR
gœðmeur á gotl sk/l/ð
hestafóóur
MFi reiðhestablanda
Blandan inniheldur steinefni, salt
og öll þau vitaminefni, sem eru hestinum
nauðsynleg.
folaldablanda
Blandan er mjög vitaminrik.
MRheilir hestahafrar
Úrvalstegund.
Hestamenn!
Vanti ykkur búnað til hestamennskunnar,
komið þá við í MR-búðinni Laugavegi 164.
fóður
grasfra
girðingarefni
MJÓLKURFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Afgreiösla Laugavegi 164. Simi 11125 og
Fóóurvöruafgreiösla Sundahöfn. Simi 82225