Þjóðviljinn - 21.02.1985, Side 14
Hestöfl sem um munar
RACINGMINERAL
Hestamenn
Vorum aö fá hina viðurkenndu EVOS-RACING
vitamin- og steinefnablöndu í 20 kg sekkjum
G UÐBJÖRN GUÐJÓNSSON
SUÐURLAND
HEILDVERZLUN
P. O. Box 1003 - Reykjavík
Þrátt fyrir endurnýjaðan tækjakost fékk þessi gamla tvíbökuskurðarvél að fylgja með í flutningunum, enda segir Sævar
yfirbakari að hún standi fyllilega fyrir sínu og meira en það. Mynd: eik.
ORMSSON HF.
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
AEG
ALVEG
EINSTÖK
GÆÐI
AEG RYKSUGAN
ER ALLTAF TIL í SLAGINN
AEG ryksugan er hörkudugleg heimilishjálp.
Rafeindastýrð og 1000 watta.
Verðið er ótrúlegt. Frá kr. 5.987.-
Brauðgerð KÁ í nýju húsnæði
með endurnýjaðan tækjakost
„Bylting
frá því sem
áður var“
segir Sævar Ástráðsson bakarameistari
Nú er rétt ár liðið síðan Brauð-
gerð Kaupfélags Árnesinga flutti
úr gamla húsinu við Eyrarveg í
nýtt og endurbætt húsnæði á bak
við gamla Kaupfélagshúsið við
Austurveg. Samhliða flutning-
num voru nær öll tæki
brauðgerðarinnar endurnýjuð og
m.a. keyptur nýr plötuofn og
tveir stikkofnar auk brauðasam-
stæðu.
Vegna þess aö Kaupfélagsbak-
aríið á Selfossi er undirrituðum
náskylt var ekki um annað að
ræða en líta við í nýju húsakynn-
unum þegar við vorum þar á ferð-
inni á dögunum og heilsa uppá
Sævar Ástráðsson yfirbakara og
annað starfsfólk.
Markaðssvæði brauðgerðar-
innar er mjög víðfemt, nær allt
frá Þorlákshöfn austur á Hvols-
völl auk uppsveita. Þá eru einnig
flutt einu sinni í viku glóðvolg
brauð úr bakaríinu til Þingeyrar.
„Þetta er allt að fara á fulla ferð
núna þegar vertíðin byrjar. Þá
eykst mjög brauðsalan niður í
sjávarplássin,“ segir Sævar, en
alls eru að hans sögn bökuð á
milli 800-1000 brauð daglega.
Alls vinna 10 starfsmenn í
bakarínu, tveir bakarar, einn lær-
lingur og sjö aðstoðarmenn.
Þegar við litum inn skömmu
eftir kl. 10 um morguninn var
vinnudagurinn langt liðinn hjá
starfsfólkinu. „Við byrjum
klukkan þrjú á nóttinni aliir
bakaramir og klukkan fimm
koma tvær stúlkur til aðstoðar.
Það vilja allir fá rjúkandi brauð í
morgunsárið og við þurfum því
að vera búin með allan brauð-
baksturinn klukkan átta á mor-
gnana þegar bílarnir koma úr
pakkhúsinu", segir Sævar.
Þegar bakaríið flutti um set
fyrir ári var verslunin lögð niður
en vörurnar settar upp í nýju
kaupfélagsversiuninni.
„Draumurinn er að fá sérstaka
brauðverslun í nýja vöruhúsinu
og það er nú á umræðustigi. Við
erum mjög ánægð með aðstöð-
una héma, þetta er í raun bylting
frá því sem áður var“, segir bak-
arameistarinn og býður síðan
ferðalöngum upþá kaffi og ný-
bökuð vínarbrauð. -Ig-
Gnúpverjahreppur
Fimmtíu
heimili með
hitaveitu
í Gnjúpverjahreppi hefur ver-
ið unnið að því að leggja hita-
veitulagnir frá Þjórsárholti á 30
bæi í sveitinni og var vatni hleypt
á fyrstu húsin eftir miðjan nóv-
ember. í Þjórsárholti hefur verið
hitað upp með jarðhita í hálfa
öld, en árið 1980 var borað þar og
fengust þá 30-40 sekúndulítrar af
66° heitu vatni, og var þá fljótlega
lögð hitaveita að Árnesi og hús-
um í næsta nágrenni.
Nýja veitukerfið er 32 km á
lengd og losar áætlaður kostnað-
ur 16 miljónir króna. Vatns-
magnið er um 18 sekúndulítrar.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 1 Flmmtuda9ur 21 ’ febrúar 1985