Þjóðviljinn - 21.02.1985, Qupperneq 15
SUÐURLAND
Nýtt íþróttahús fullkláraö í Hverageröi
„Kvörtum ekki
undan áhugaleysi“
segir Kjartan Kjartansson íþróttakennari
og húsvörður
„Þa3 eru ekki undir 130 manns
sem stunda badminton reglulega
hérna í bænum en það er um 10%
af bæjarbúum. Það segir sína
sðgu um áhugann“, sagði Kjartan
Kjartansson íþróttakennari og
húsvörður í nýja íþróttahúsinu í
Hveragerði.
Jú vissulega er ekki útí bláinn
að tala um nýtt íþróttahús, því
þótt húsið hafi að hluta til verið í
notkun frá árinu 1978, komst það
ekki í fullnaðarstærð fyrr en í des-
ember sl. þegar síðari áfanginn
var kláraður og hsuið var endan-
lega vígt með mikilli viðhöfn.
*
Það vakti athygli blaðamanna
sem litu við í íþróttahúsinu eitt
síðdegið fyrir skömmu að þangað
lá straumur barna og unglinga
með badmintonspaða í höndum.
Inni í húsinu var spilað á öllum
völlum og Kjartan gekk á milli og
Það var fríður hópur íþróttafólks sem gaf sér tíma til að stilla sér upp fyrir myndatöku í hinu glæsilega íþróttahúsi
í Hveragerði. Mynd: eik.
leiðbeindi jafnt byrjendum sem
og þeim sem lengra voru komnir í
íþróttinni.
„Ungmennafélag Hveragerðis
og Ölfuss stendur fyrir íþrótta-
starfi hér og við höfum ekki þurft
að kvarta undan áhugaleysi. í
badmintoni er fólk á öllum aldri,
börn og uppí fimmtugt og húsið
er fullbókað fram að miðnætti á
hverju kvöldi. Þetta hefur verið
geysimikil upplyfting fyrir allt
íþróttalíf í bænum að fá þetta hús
í gagnið,“ sagði Kjartan.
->g-
Þorlákur Björnsson: ... þegar hann
stoltur heim í hlað... Mynd: eik.
Þorlákur Björnsson
fer með vísur
„Ásetan er
mjúk og
mild“
„Þið verðið að spjalla aðeins
við hann Þorlák, hann er svo
tjandi hress enda er ég viss um að
hann mun lifa þrjár aldir“, sagði
Sævar bakari þegar hann vísaði
okkur inn á kaffistofuna.
Jú, mikið rétt, þar sat öldun-
gurinn og saug í nösina. Einn af
fastagestunum í bakaríinu og hef-
ur alltaf frá einhverju skemmti-
legu að segja.
Þorlákur Björnsson landsþekkt-
ur hestamaður hefur nú búið á
Selfossi um árabil og þar kann
hann vel við sig. Hann fæddist að
Varmá í Mosfellssveit árið 1899
og fór snemma á sjóinn. Reri á
vertíð frá Eyjum og var um tíma á
þýskum togurum. „Nei, við
skulum ekkert vera að ræða þá
tíma en ég skal fara með fyrir
ykkur hestavísu".
Ásetan er mjúk og mild,
mörgum svanna á beði skyld.
Miðlar hann af hreinni snilld,
hverjum manni eftir vild.
Þessi er eftir Pál á Hjálmsstöð-
um í Laugardal.
- Já, þú ert mikill hestamaður.
Þeir segja hérna að þú hafir átt
einn frægasta klár síns tíma, sjálf-
an Sindra, sem Hestamannafé-
lagið í Vík er kennt við?
„Jú, það var góður hestur.
Hann Haraldur læknir orti þessa
vísu á fimmtugsafmælinu mínu en
þá var Sindri nýlega fallinn:
I huganum ég horfi á það,
af hrifni augun tindra,
þegar hann stoltur heim í hlað,
hleypir næsta Sindra.
Sindri er heygður í Eyhólum en
Þorlákur fluttur uppá Selfoss.
Þar er enginn Sindri, en hægt að
spjalla í staðinn við hressa bakara
í morgunsárið.
-lg
1
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
I
Luxor
Litasjónvörp
SHARP
• Hljómtækja- • Örbylgjuofnar • Ferðatæki
samstæður • Litasjónvörp • Videotæki
flD PIONEER
Hljómtækja-
samstæður
MM BÚÐIN
Eyrarvegi 1 Selfossi
Sími (99)-1131