Þjóðviljinn - 21.02.1985, Síða 16
FISKIMÁL
Noregur
Hart deilt um stefnu
í fiskeldismálunum
Norsk Hydro kaupir upp eitt stærsta laxveiðifyrirtœki Norðmanna
Nú eru risnar upp í Noregi
deilur um framtíðarstefnuna í
fiskeldinu. Þessar deilur snúast
ekki um það hvort þetta sé arð-
vænlegur framtíðaratvinnuveg-
ur, því um það eru deiluaðilar
sammála, að svo sé. Deilan snýst
um það, hvort haldið skuli líkri
stefnu áfram í fiskeldinu og verið
hefur að undanförnu, sem er
miðuð við að þessi atvinnuvegur
sé byggður upp af mörgum ekki
of stórum einingum, og fram að
þessu hafa leyfi til þessa atvinnu-
rekstrar verði miðuð við slíka
stefnu, að fiskeldið væri borgað
upp af mörgum sjálfstæðum
eigendum sem sæju um fiskeldið.
Þessi stefna er grundvölluð í núg-
ildandi laxeldislögum. En áður
en þessi lög voru samþykkt þá
höfðu tekið til starfa nokkur fá
stór eldisbú og hafa þau haldið
rétti sínum og lúta ekki þeim tak-
mörkunum um stærð sem gild-
andi lög setja.
Þeir sem nú eru í fiskeldi aðhyll-
ast flestir þá stefnu í fiskeldis-
málum sem í gildi hefur verið og
benda á í því sambandi, að arður-
inn hafi á undanförnum árum
verið mestur hjá miðlungsstórum
búum þar sem eigendurnir sjálfir
hafa ráðið ferðinni.
Hinsvegar vilja nú stórir fjár-
magnseigendur í Noregi fá frían
aðgang að þessum atvinnuvegi og
krefjast þess að núgildandi fisk-
eldislög verði afnumin. Núver-
andi sjávarútvegsmálaráðherra
Thor Listan styður þetta sjón-
armið. Hann segist ekkert vera
hræddur við að setja mikið fjár-
magn í þennan atvinnuveg því
framtíðarmöguleikarnir séu þar
mjög miklir. Og með miklu fjár-
magni sé hægt að auka atvinnu á
þessu sviði fram til aldamóta í
stærri mæli heldur en í nokkurri
annarri atvinnugrein. Þeir sem
berá uppi laxeldið í Noregi óttast
hinsvegar að slíkur stórrekstur í
fiskeldi mundi færa þeirra starf-
semi í kaf að nokkrum tíma liðn-
um. Um þessi tvö sjónarmið
stendur þessi deila.
Norska auðfélagið Norsk Hy-
dro hefur nú keypt upp öll
hlutabréf í einu stærsta laxeldis-
fyrirtæki Noregs, „Mowi A.S.“,
en þessi síðustu hlutabréf voru í
eigu forstjórans Thor Mowinkel
og fékk hann greiddar 25 miljónir
n.kr. fyrir bréfin. Mowi A.S.
framleiddi á s.l. ári í stöð sinni út
af Björgvin rúm 900 tonn af laxi.
Og í laxeldisfyrirtækinu Golden
Sea Produce í Skotlandi sem er í
eigu Mowi A.S. voru framleidd
500 tonn af laxi. Þá eru í eigu
Mowi A.S. einnig hlutabréf í lax-
eldi á íslandi og á írlandi. Þá
kaupir þetta fyrirtæki lax af öðr-
um eldisstöðvum sem það selur
síðan á heimamarkaði. Áætluð
sala fyrirtækisins á laxi í ár eru
4000 tonn. Þegar hlutafélagið
Mowi var stofnað fyrir 15 árum
þá lagði Norsk Hydro fram helm-
ing hlutafjárins. En síðan hefur
þetta risafyrirtæki verið að kaupa
upp eignarhluta Mowinkel fjöl-
skyldunnar og á nú öll hluta-
bréfin. Thor Mowinkel segir í
blaðaviðtali í tilefni af sölunni að
hann verði í það minnsta fyrst um
sinn forstjóri fyrirtækisins áfram,
en hvað lengi, það fari eftir því
hvernig samvinnan við Norsk
Hydro gangi. Hann sagði að eftir
að vera búinn að stjórna þessu
fyrirtæki í 15 ár og byggja það
upp, þá hefði hann öðlast slíka
reynslu í framleiðslu og sölu
afurðanna, að sér séu allir vegir
færir með það fjármagn sem hann
hafi í höndunum, Thor Mowinkel
er 40 ára gamall.
Lofoten
Nýtt fiskverð
ákveðið
Norska ríkið greiðir niður hvert kíló
fisks um 20 aura
Nýlega var gefið út nýtt fisk- -
verð í Lófótbæjunum í Noregi en
þar kemur að jafnaði besti hrygn-
ingarþorskurinn á land á vetrar-
vertíðum. Verðið er miðað við
slægðan og hausaðan fisk. í ár
greiðir ríkið 20 aura norska beint
til fiskkaupenda á hvert kg af fiski
sem þeir kaupa. Þetta var áður
greitt seljendum að endaðri ver-
tíð, samkvæmt innleggsnótum.
Hinsvegar greiðir ríkið nú enga
uppbót á fiskhráefni sem notað er
í Afríkuskreið, og eru þá fiskgæði
nýfisks lögð til grundvallar.
Fiskkaupendur greiða báta-
eigendum og sjómönnum hæsta
verðið fyrir þorsk sem hengdur er
upp í skreiðarverkun fyrir ftalíu-
markað og er það n.kr. 8,28 fyrir
kg. Af þessu verði greiða svo fisk-
kaupendur n.kr. 1,60 til Ráfisk-
laget í verðjöfnunarsjóð. Lág-
marksverð til báta og sjómanna
fyrir þennan fisk er n.kr. 6,85
fyrir kg. Fyrir þennan fisk var
greitt til sömu aðila í fyrra n.kr.
6,50 fyrir kg. Til söltunar og
niðursuðu er sjómönnum og bát-
unum greitt n.kr. 6,50 fyrir kg
sem er 75 aurum norskum hærra
en á vetrarvertíð í fyrra.
Frá Lofoten.
í Verterálen er verð lægra og er
þá lagt til grundvallar að fiskgæði
séu þar ekki jafn mikil og við
Lófót.
Þar er aðeins greitt n.kr. 3,65
fyrir þorsk til upphengingar í Afr-
íkuskreið. Annars er þar nú gild-
andi eftirfarandi verð á þorski.
Til nýrra afnota n.kr. 6,30 fyrir
kg, var ífyrra n.kr. 5,65. Tilfryst-
ingar og niðursuðu er nú greitt
n.kr. 5,95 fyrir kg sem er n.kr.
1,05 hærra en á vertíðinni í fyrra.
Framangreind verð gilda frá 21.
janúar í ár.
Sofa urtuböm á útskerjum... Skiptar skoðanir eru um það hvort selurinn só sá skaðvaldur sem stundum er
haldið fram og nýlegar rannsóknir ytra varpa Ijósi á það mál.
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 21. febrúar 1985
Porskstofninn
Veldur selurinn usla?
8 miljón selir í Hvítahafinu
Hér á íslandi hefur því verið
haldið fram án þess að nokkrar
vísindalegar rannsóknir lægju þar
til grundvallar að selurinn væri
aðal keppinautur mannsins um
þorskstofninn og aðra nytjafiska
hér á miðunum.
Nú nýlega voru birtar niður-
stöður Hafrannsóknastofnunar-
innar í Murmansk á þessu sviði og
voru þær m.a. birtar í norskum
blöðum. Engin hafrannsókna-
stofnun í veröldinni hefur
rannsakað líf sela jafnmikið og
þessi stofnun, sem stóð fyrir því
að selurinn í Hvítahafinu var
friðaður vegna útrýmingarhættu
árið 1965. Nú segir þessi
rannsóknastofnun að selastofn-
inn í Hvítahafinu sé kominn upp í
8.000.000 dýr, en hafi talið um 3
miljónir 1930. Aðal sérfræðingur
Sovétmanna í selarannsóknum
(Jury Nasarenko) segir að rann-
sóknir hafi leitt í ljós að selurinn
éti sem sé ekki þorsk og aðal fæða
hans séu allskonar krabbadýr
ásamt smáfiskategundum sem
séu verðlitlar til nýtingar.
Þeir sem halda uppi deilum um
skaðsemi selsins gagnvart nytja-
stofnum taka aldrei þessar stað-
reyndir með í sína útreikninga,
segir sérfræðingurinn. Heldur
reikna þeir með að hver selur éti
5 kg af nytjafiski á dag sem síðan
er margfaldað með 365 dögum
ársins og síðan þeim fjölda sela
sem talinn er í stofninum. Þannig
einfalda þeir flókið vandamál á
grófan hátt, sem krefst nytsamra
langra rannsókna með þátttöku
sem flestra þjóða, segir Jury Nas-
arenko. Þá segir hann nauðsyn á
réttum skilningi á umræddu máli
hafi verið túlkaður í hinni fisk-
veiðinefnd Sovétmanna og Norð-
manna og verið sameiginlegt álit
að halda bæri selastofninum í nú-
verandi stærð. 31. janúar 1985: