Þjóðviljinn - 21.02.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.02.1985, Blaðsíða 17
FRÁ LESENDUM Reykjavíkurflugvöllur Nokkrar bónusdömur spyrja Bjarna Jakobsson formann Iðju hvort ætlunin sé að breyta fyrirkomulaginu í bónuskerfinu. og rétt afkastaviðmiðun og hvaða aðild á félag okkar að þeirri grundvallar ákvörðun? 3. Hvernig fer prófun á afkasta- viðmiðuninni fram? Er t.d. miðað við vinnuafköst í skamma stund? 5-10 mín? 1 klst.? 4 klst.? 8 klst.? 4. Hvernig er vinnuaðstaðan metin? Eru ekki ákveðin skil- yrði um að þar sé allt í sóman- um, og að t.d. séu þær vélar, sem á er unnið, 1. fl. og tæki, lýsing o.fl. einnig? 5. Fylgist stjórn Iðju ósköp lítið með því, sem er að gerast í þessum málum á félagssvæð- inu, eða telur hún að viðkom- andi starfsfólki komi þetta alls ekkert við, þ.e.a.s. að það eigi bara að þegja og taka með þakklæti frumkvæði atvinnu- rekendanna til að „treysta at- vinnugrundvöll" ísl. iðnaðar? Tómlæti stjórnarinnar er bein storkun við okkur, sem verðum að sætta okkur við ófremdará- stand bónusfyrirkomulagsins. Það er því krafa okkar, að for- ustumenn samtakanna fari nú að taka rögg á sig og sinna þessum málum og hefji þegar eftirlit og afskipti af ástandi þessara mála a.m.k. á helstu vinnustöðum svæðisins. Nokkrar bónusdömur DEILISKIPULAG 1:2000 REYKJAVÍKUR - FLUGVÖLLUR Fyrirspumir til Bjama Jakobssonar formanns Iðju Sultarlaun og starfsaðstaða, sem ísl. iðnverkafólk býr nú við, er til vansæmdar fyrir aðila vinn- umarkaðarins. Það ástand hlýtur að kalla á róttækari verkalýðsfor- ustu, sem m.a. hefði dug og djörfung til að draga mjög úr vægi bónusfyrirkomulagsins, sem reynslan hefir sannað, að er fyrst og fremst langódýrasta aðferð at- vinnurekendanna til að ná sem mestum afköstum og arði af iðn- verkafólkinu, og sem jafnframt er ómennskur steituvaldur og undirrót margra atvinnusjúk- dóma, sem leikur fjölda fólks mjög illa. Svo virðist, a.m.k. innan vissra iðngreina, t.d. í fataiðnaði, að sí- fellt sé verið að leita nýrra leiða til að knýja fram meiri afköst af starfsfólkinu, og það án þess að til komi auknar launagreiðslur til þess fyrir aukið álag og vinnu. Breytingar á bónuskerfinu eru meira og minna á döfinni, og virðist nú flestar hugmyndirnar, sem mest heilla atvinnurekend- uma, sóttar til óskalanda frjáls- hyggjunnar: Taiwan, Hong Kong og Kóreu, eða þangað, sem lítið sem ekkert tillit er tekið til vinn- andi fólks og réttur þess nánast að engu virtur. Við, sem ofurseldar erum þess- um viðhorfum í íslenskum at- vinnurekstri, sem fram koma í bónusfyrirkomulaginu sem verið er að innleiða meira og minna, vitum því miður ekki til þess, að félag okkar, Iðja, hafi umtals- verð eða raunhæf afskipti af þess- um málum. Þar virðist atvinnurekandinn hafa óheft athafnafrelsi, og geti því hagað málum að eigin vild. Þess vegna óskum við svara frá þér og stjórn Iðju við eftirfarandi spurningum: 1. Hvernig er staðið að málum þegar verið er að breyta eða taka upp aðrar viðmiðanir og eða annað fyrirkomulag í bón- uskerfinu? 2. Hver ákveður hvað sé eðlileg Besti staðurinn Ég er mjög mótfallinn þeirri skoðun Sigurðar Harðarsonar sem hann hefur viðrað í Þjóðvilj- anum og sjálfsagt fleiri að flytja eigi Reykjavíkurflugvöll í burtu. Mér finnst alveg vanta inn í mál Sigurðar hvernig hann sér þetta fyrir sér. Hvar á að reisa nýjan flugvöll? Við vitum að Keflavík er alveg út úr myndinni og eftir að búið er að friða Álftanesið er sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi. Reykjavík er besti mögu- leikinn sem við höfum og við verðum að átta okkur á því að þótt hægt sé að setja niður hús nær hvar sem er, þá er það ekki þannig með flugvelli. Það verður að taka tillit til margra og ólíkra þátta. Ég tel einnig að sú tillaga á deiliskipulaginu að stækka A-V brautina út.í Skerjafjörð sé mjög til bóta því það verður til þess að hægt verður að nota þessa braut mun meir en nú er mögulegt og að sama skapi að draga þá úr um- ferð á N-S brautinni og því flugi yfir miðbænum sem henni fylgir. Ofbeldi lögreglunnar Látið Þjóð- viljann vinna fyrir ykkur Liggur ykkur ekki eitthvað á bjarta? Þurfið þiS aS komast í samband viS einhverja í kerfinu? Hafið þið heyrt um eitthvað sem afiaga fer og ykkur finnst ráS að bæta úr? Lesendasíða Þjóðviljans er kjörinn vettvangur ykkar! Þið getið annað tveggja sent okkur línu eða hringt og við vinnum úr málinu. Einnig eru allar ábend- ingar og spurningar vel þegnar og ekki skal standa á Lesendasíð- unni að afla svara. Hringið í síma 91-81333 eða skrifið til Þjóðvilj- ans Síðumúla 6, 108 Reykjavik. Það var hér fyrir nokkrum árum að Finnbogi nokkur Péturs- son var á gangi hér í Álfheimun- um og ætlaði að hitta kunningja sinn. Var hann þá gripinn af tveimur lögregluþjónum og keyrður niður í Hverfistein og settur þar inn í fangaklefa. Ég veit ekkert um ástæðuna fyrir því. Þegar hann er búinn að dúsa þarna alllengi inni þá verður hon- um mál að fara á salerni og hring- ir dyrabjöliunni og að lokum var hurðin opnuð í hálfa gátt, en Finnboga var orðið mjög brátt, svo hann tekur í hurðina, en í því skellir lögregluþjónninn hurðinni aftur, með þeim afleiðingum að einn fingur á hægri hendi Finn- boga hangir á taug. Nú var úr vöndu að ráða og ekki um annað að gera en að fara með manninn á slysavarðstofu. Finnbogi fékk sér svo lögfræð- ing og krafðist bóta vegna þján- ingar og vinnutaps, en það var einsog að berja í vatnið. Hann fékk engar bætur og málið var þaggað niður. Á hvaða forsend- um veit ég ekki. Hvers eiga almennir borgarar að gjalda í svona málum? Getur lögreglan hagað sér eins og hún vill? Sannleikurinn er sá að mörg „Skaftamál“ hafa komið upp í gegnum tíðina og þyrfti fólk að opinbera þau meira en gert er. Arnór Þorkelsson „Hver á þennan Ámunda?“ Skemmtileg saga er sögð af einum froðusnakksfundi Jóns Baldvins í fyrra mánuði. Einn af fundarmönnum kvaddi sér hljóðs og bar fram svofellda fyrirspurn: Nú erum við búin að fá að heyra, að Jón Baldvin á allt ís- land, Bryndís á, - svona að mestu - Jón Baldvin, en nú langar okk- ur að fá að vita hver á fylgjuna, þennan Ámunda? Mikið var hlegið, en heldur fátt um svör. Austfirðingur Fimmtudagur 21. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.