Þjóðviljinn - 21.02.1985, Side 23

Þjóðviljinn - 21.02.1985, Side 23
OL 1992 Áhugi í London Thatcher spennt fyrir gróðanum Borgarstjórn London íhugar nú gaumgæfilega að sækja um að fá að halda Ólympíuleikana eftir sjö ár, 1992. Ákvörðun þar að lútandi verður tekin fljótlega en þegar hafa sex borgir sótt um að fá leikana, þar á meðal París og Barcelona. Margrét Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur fengið mikinn áhuga á málinu. Sá áhugi er ekki íþróttalegs eðlis, heldur sér hún í leikunum mögulega gróðalind og bendir á hinn mikla hagnað sem varð af Ólympíuleik- unum í Los Angeles sl. sumar og rann allur í botnlausa vasa Bandaríkjamanna. ___________________-VS England Robson ekki með Það verður ekkert af því að Bryan Robson, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, leiki með Man. Utd gegn Arsenal á laugardaginn og með Englandi gegn N.írlandi á mið- vikudaginn kemur, eins og vonir voru bundnar við. Hann meiddist á ökkla á æflngu í fyrrakvöld en hann var að ná sér eftir meiðsli á öxl sem hann varð fyrir í síðasta mánuði. / kvöld ÍS-Valur Einn leikur fer fram í úrvalsdetlinni í körfuknattleik í kvöld. ÍS og Valur leika í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst leikurinn kl. 20.15. Fimleikar Unglingamót um helgina Unglingamót FSÍ verður hald- ið í Laugardalshöll næstkomandi laugardag, 23. febrúar. Mótið fer fram í tveimur hópum, fyrri hóp- urinn hefur keppni kl. 13.30 en sá síðari kl. 16. Keppt verður eftir íslenskum fimleikastiga og er það í fyrsta sinn á mótum FSI. B-keppnin Norðmenn úr leik? B-keppnin í handknattleik hófst í Noregi í fyrradag. Ekkert var um óvænt úrslit á fyrsta leikdegi - markverðast gerðist að Norðmenn töpuðu 17-16 fyrir Spánverjum og eiga því sáralitla möguleika á að ná einu af efstu sætunum sex og þar með sæti í A-kcppninni. Úrslit urðu þessi: A-rlðill Spánn-Noregur.................... 17-16 Tékkóslóvakía-ltalía..............26-15 B-riöill Frakkland-Kongó...................34-16 Sovétríkin-Finnland...............30-19 C-rlðill: Búlgaría-Kuwait....................21-11 A. Pýskaland-Holland...............25-11 D-riðill: Ungverjaland-USA...................19-13 Pólland-lsrael.....................30-16 ÍÞRÓTTIR Þessi stóri hópur var i gærkvöldi sérstaklega heiðraður af Kópavogsbæ fyrir unnin íþróttaafrek á síðasta ári. Þarna er að finna fólk úr fjölmörgum íþróttagreinum en Kópavogsbúar náðu víða góðum árangri á árinu 1984. Mynd: EÓI. England Engin grið á Anfield Liverpool vann York 7:0. Wark með þrennu. Snarlegur endir var bundinn á sigurgöngu 3. deildarliðsins York City í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. York sótti þá heim Englands- og Evr- ópumeistara Liverpool á Anfield Road en eins og menn muna skildu liðin jöfn í York á laugar- daginn, 1:1. Nú gáfu meistararnir Þýðingarmikill leikur í 1. deild karla í handknattleik fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Vík- ingur og Valur eigast þar við og hefst leikurinn kl. 20. Víkingar þurfa á sigri að halda til að styrkja stöðu sína í efri hluta deildarinnar og Valur má ekki við því að tapa fleiri stigum til að heltast ekki úr lcstinni í barátt- engin grið og gjörsigruðu Jórvík- inga, 7:0. Liverpool sýndi snilldarknatt- spyrnu í gærkvöldi og fá lið hefðu staðist slíkt. Kenny Dalglish, Ian Rush, John Wark og Ronnie Whelan voru hver öðrum betri en sá skuggi féll á stórsigurinn að unni um meistaratitilinn. Á eftir þessum leik, kl. 21.15, leikur b-lið Valsmanna, einnig nefnt „landslið Vals“, gegn 1. deildarliði Breiðabliks í bikar- keppninni. Gömlu Valsararnir sigruðu Akurnesinga í 1. umferð og fróðlegt verður að sjá hvernig þeim vegnar gegn botnliði 1. deildarinnar. þeir Rush og Alan Hansen meiddust báðir í leiknum. Fyrsta markið kom eftir 15 mínútur. Wark sendi fyrir mark York og Whelan afgreiddi bolt- ann í netið. Á 28. mínútu skoraði Wark sjálfur með þrumuskoti, 2:0 í hálfleik. Whelan skoraði með enn kraftmeira skoti á 55. mínútu og þar með var hetjuleg barátta leikmanna York endan- lega úr sögunni. Wark skallaði í netið, 4:0, og síðan var komið að bakverðinum kunna, Phil Neal, að skora, 5:0, en hann varð ein- mitt 34 ára í gær. Wark skoraði sitt þriðja mark, 6:0, og lokaorð- ið átti Paul Walsh, 7:0. Liverpool leikur á útivelli gegn Southamp- ton eða Barnsley í 6. umferð. Þetta var eini leikurinn í Eng- landi í gærkvöldi, öðrum var frestað vegna slæmra skilyrða, þar á meðal leik Chelsea og Sunderland í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. - VS í kvöld Víkingur-Valur Bikarinn Þrífram- lengt í Keflavík 67 mörk í Sandgerði Fylkismenn þurftu þrjár fram- lengingar til að sigrast á 3. deildarliði ÍBK í bikarkeppni HSÍ í Keflavík í gærkvöldi. ÍBK leiddi 13-9 í hálfleik en staðan að lokn- um venjulegum leiktíma var 20- 20. Þá var framlengt og ekki feng- ust úrslit, áfram jafnt, nú 22-22. Aftur framlengt og þá jafnaði Fylkir þegar 10 sek. voru eftir, 25-25. Þegar 10 sek. voru eftir af þriðju framlengingu og staðan var 27-26 fyrir Fylki fékk ÍBK vít- akast, en Jóni Olsen brást boga- listin og Fylkir hrósaði sigri og sæti í 8-liða úrslitunum. Gunnar Baldursson skoraði 8 mörk fyrir Fylki, Jón Levy 5, Kristinn Sig- urðsson og Einar Einarsson 4 hvor. Einvarður Jóhannsson og Freyr Sverrisson gerðu 6 mörk hvor fyrir IBK, Einar Sigurpáls- son 5 og Sigurður Björgvinsson 4. I Sandgerði unnu Þróttarar sigur á 3. deildarliði Reynis í miklum markaleik, 35-32. Þrótt- ur varyfiríhléi, 18-14, ognáði 12 marka forystu í seinni hálfleik en Sandgerðingar löguðu mjög stöðuna í lokin. Páll Ólafsson skoraði 11 mörk fyrir Þrótt, Sverrir Sverrisson og Konráð Jónsson 7 hvor. Þórir Gíslason skoraði 11 mörk fyrir Reyni og Arinbjörn Þórhailsson 9. -VS Kastað upp tvívegis Kastað verður upp um a.m.k. tvo leiki á getraunaseðiinum fyrir 26. leikviku, nú á laugardaginn. Það eru leikur nr. 3, Norwich-Sheff.Wcd. og nr. 6, Watford-Ipswich. Þessum leikjum hcfur verið frestað þar sem Ipswich og Norwich leika á laugar- daginn í undanúrslitum Mjólkurbik- arsins. Síðan ráða veður og vindar öllu um hvort kastað verður upp um úrslit fleiri leikja. EM 1988 Vafalítið í V.-Þýskalandi Vestur-Þjóðverjar standa lang- best að vigi með að fá til sín úrslit í Evrópukeppni landsliða árið 1988. Þann 15. mars mun fram- kvæmdanefnd UEFA skera úr um hvar leikið verður en þegar hefur komið fram að henni líst best á aðstæður í Vestur-Þýskalandi, að sögn bresku útvarpsstöðvarinnar BBC. í V.-Þýskalandi eru margir frá- bærir knattspyrnuvellir með bestu hugsanlegri aðstöðu. Það kom best í ljós þegar lokakeppni HM var haldin þar í landi árið 1974 en hún tókst með afbrigðum vel, ekki síst þar sem úrslitaleik- urinn var leikinn á hinum glæsi- lega Ólympíuleikvangi í Múnc- hen. Helstu keppinautar V. Þjóð- verja hafa verið Englendingar sem sóttu fast að fá keppnina til sín. Þar vega þungt, Englending- um í óhag, skrílslætin sem iðulega eiga sér stað á knattspyrnu- leikjum í landinu og margoft hafa sett ljotan blett á enska knatt- spyrnu. Hollendingar sóttu einnig um gestgjafahlutverkið en þeir höfðu sjálfir takmarkaða trú að verða fyrir valinu. UEFA lét kanna velli í landinu fyrir skömmu og í ljós kom að einungis tveir þeirra uppfylltu allar kröfur, velli Ajax og Feyenoord í Amsterdam og Rotterdam. Loks sóttu fjögur Norðurland- anna, Danmörk, Svíþjóð, Finn- land og Noregur, um að fá að halda keppnina í sameiningu. Ekkert fordæmi er fyrir slíkri um- sókn og hún á fáa fylgismenn utan þessarra landa. Þar er gert ráð fyrir að leikið yrði í Stokk- hólmi, Gautaborg, Malmö, Kaupmannahöfn, Osló og Sta- vangri og að úrslitaleikurinn færi síðan fram á Ólympíuleikvanginn í Finnlandi. Vestur-Þjóðverjar eru sigur- vissir í þessari baráttu og það er nánast öruggt að þeir verða fyrir valinu. + RAUÐI KROSS ÍSLANDS efnir til námskeiös fyrir fólk sem hefur hug á aö taka að sér hjálparstörf erlendis á vegum félgsins. Mámskeiöiö veröur haldiö í Munaðarnesi dagana 8.-14. apríl nk. Umsækjendur þurfa aö uppfylla skilyröi sem sett eru af Alþjóða rauða krossinum og RKÍ og eru m.a.: 1. Lágmarksaldur 25 ár. 2. Góö menntun. 3. Góð enskukunnátta. 4. Gott heilsufar. 5. Reglusemi. 6. Nauðsynlegt er aö geta farið til starfa meö stutt- um fyrirvara ef til kemur. Leiöbeinendur á námskeiðinu veröa frá Alþjóða- sambandi rauða kross félaga, Alþjóöaráöi rauöa krossinsog Rauðakrossi íslands. Kennslaferfram á ensku. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ aö Nóa- túni 21. Þar eru einnig gefnar nánari upplýsingar, sími 26722. Námskeiðið er ókeypis en fæðis- og húsnæöis- kostnaður er kr. 3000 sem þátttakendur greiða sjálfir. Umsóknum ber að skila fyrir 8. mars nk. Rauði Krosslsiands Fimmtudagur 21. febrúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.